Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 1
Sunnudagur
20. ágúst 1978
Bls. 29—60
Séð heim að Svínaíelli. ' Ljósm. Mbl.. Þórleifur ólafsson.
„Verðum minna vör við umferð-
ina eftir að hringvegurinn kom"
ÞAÐ VAR brakandi hnúka-
Þeyr, sem stóö af Öræfa-
jökli Þegar ég kom að
Svínafelli í Öræfum, einn
fagran dag í júlímánuði s.l.
Bæjarhúsin voru böðuð sól-
skini, og begar Þannig
viðrar efast fáir um aö
bæjarstæði Svínafellsbæja
sé eitt hiö fegursta á öllu
landinu. Lækirnir renna í
fossum niður háa hlíðina
fyrir ofan bæina og á milli
er fallegt kjarr. Þar fyrir
ofan taka við grasi grónar
brekkur, síöan koma kletta-
belti og jökulhúfan enn ofar.
Þegar ég kom í hiaöiö á
yzta bænum, þar sem þau
Þorsteinn Jóhannsson kenn-
ari, bóndi, vegaverkstjóri
o.fl. og kona hans Sigrún
Sólveig dóttir Guölaugs og
tengdasonur, Ingvar Krist-
insson, stofnaö nýbýli að
Svínavelli.
„Þegar viö ræöum um
búskap, er kannski ekki rétt
aö segja aö ég búi einn hér
ásamt konu minni, því viö
rekum búiö sem fjölskyldu-
og félagsbú,” segir Þor-
steinn. „Aöallega erum viö
meö sauðfé, en nú á seinni
árum, eftir aö samgongur
bötnuöu, höfum viö einnig
fariö út í mjólkurframleiöslu
og ennfremur höfum viö gert
tilraunir meö kartöflurækt,
sem kom mjög vel út í
fyrrahaust. í sumar spratt
hins vegar hægt framan af,
en þó held ég aö sprettan
hafi veriö með því betra sem
geröist á landinu. Kartöflu-
garðarnir eru á framræstu
landi hér fyrir neöan þjóö-
veginn og vonum viö að
framtíð geti veriö í þessari
ræktun okkar.“
Þó snjólétt sé í Öræfasveit,
þá er þaö ekki svo aö fé geti
gengið lengur úti en annars-
staðar á landinu. Er það fyrst
og fremst vegna þess, aö
sauöfjárhagar eru mjög tak-
markaðir og er nú reynt að
létta á högunum meö því aö
hafa féö á ræktuöu landi vor
og haust.“
„Þegar ég fluttist aö Svína-
felli, var aöeins búiö aö brúa
eina á í Öræfum, þaö var
Kvtá,“ segir Þorsteinn, en
hann fór fljótlega aö hafa
afskipti af vegamálum Öræf-
inga og gerir enn, sem
vegaverkstjóri. „Brúin yfir
— Hafa bættar samgöng-
ur í báöar áttir haft einhver
áhrif á íbúatölu sveitarinnar?
„Bættar samgöngur höföu
ekki áhrif á íbúatöluna hér og
tel ég þaö hafa stafað af því,
aö viö höföum lengi búiö viö
góöar flugsamgöngur og
komumst beint í þéttbýliö
þegar viö þurftum á aö
halda. Ég hygg aö í sveitinni
búi nú um 130 íbúar og hefur
ekkert býli fariö í eyöi á
undanförnum árum. Land-
námsjöröin Sandfell fór í eyöi
áriö 1945. Þar var lengi
prestsetur og síöasti prestur-
inn, sem bjó þar, flutti á brott
1931.
Því er ekki aö neita aö
umferö hér í gegn hefur
aukizt gífurlega á síöustu
árum. Umferðin jókst ekki
allt í einu þegar brýrnar á
Skeiðarársandi voru opnaö-
ar, heldur var hér mikil
umferö áöur aö sumarlagi.
Fólk var fariö aö koma
hingaö mikiö austan frá til aö
skoða þjóðgarðinn í Skafta-
felli, þá varö fólk aö aka
sömu leið til baka, en nú
byggist umferðin á hring-
akstri.
Þá er þaö staöreynd, aö
viö urðum meira vör viö
umferðina áöur en hringveg-
urinn var opnaður. Þjónustu-
miöstööin í Skaftafelli var
ekki opnuð fyrr en um leið og
hringvegurinn. Áöur vorum
viö í meiri snertingu viö
fólkiö. Þegar eitthvaö bjátaöi
á, leitaði fólk hingaö heim á
bæina til aö fá aðstoð."
Gamli bærinn á Svínafelli
stendur enn, alveg fast upp-
undir hlíöinni. Hann var
byggöur skömmu eftir alda-
mót og ar búiö í honum fram
til 1960. Nú er hann hinsveg-
ar aöeins notaöur sem
geymsla. „Því er ekki að
neita, að ég saknaði þess í
aöra röndina aö yfirgefa
gamla bæinn og fara í nýja
húsið,“ segir Þorsteinn en
bætir strax við, „en maður
var líka fljótur aö venjast
þægindunum í nýja húsinu.“
Þorsteinn tók við vega-
verkstjórn árið 1947, sama
árið og hann flutti á Svínafell.
Þá var enginn vegur í Öræfa-
sveit uppbyggður, nema
hvað vegir höfðu verið hlaðn-
ir upp á nokkrum stöðum,
þar sem þeir lágu yfir mýr-
lendi, og brýr voru ekki
komnar þá eins og fyrr getur.
„Verulegur skriður á vega-
málin hér kom ekki fyrr en
1965, en það ár voru reistar
4 brýr og nýr vegur lagður að
þeim. Áður var aðeins búiö
að brúa Kvíá 1945 og 48,
Skaftafellsá og Virkisá 1958,
síöan kom Fjallsárbrú 1962
og 4 brýr 1965. Jökulsá á
Breiðamerkursandi var síöan
brúuö 1967, Hrútá 1968 og
síöasta brúin kom á litla á
viö Hnappavelli 1969. Ann-
ars er umdæmi mitt frá
Jökulsá á Breiöamerkur-
sandi að Aurá við Núpsstað.“
— Hvernig hefur nýi veg-
urinn yfir Skeiðarársand
reynzt?
„Hann hefur reynzt vel að
öðru leyti en því, að slitlagið,
sem sett var á veginn í
upphafi, er að mestu leiti
fokið burt og nú þarf nauð-
synlega að endurnýja það.“
Auk þess að sjá um
vegina, eru Þorsteinn, synir
hans og Jón mágur hans
með 300 fjár á fóðrum og
töluverða mjólkurfram-
leiðslu, en þegar vegavinnu-
verki lýkur á haustin fer
Þorsteinn til kennslu, en
hann hefur kennt að Hofi í
Öræfum frá 1943. Hann er
þarna einn kennari, en nem-
endur s.l. vetur voru 11
talsins.
„Börnunum er ekið í og úr
skólanum á degi hverjum og
þannig hefur það verið síöan
samgöngur bötnuðu. Börnin
koma í skólann austan frá
Hnappavöllum og vestan frá
Skaftafelli.“
Þegar viö spurðum Þor-
stein hvort hann hefði gengið
menntaveginn á sínum tíma,
svaraöi hann því neitandi.
Rætt við Þorstein Jóhannsson bónda, kennara og vegavinnuverkstjóra íSvínafeiii
Pálsdóttir búa, tók heimiiis-
hundurinn á móti mér meö
fjörlegu gelti. Sennilega var
hann ekki of hrifinn af svona
gesti. Þorsteinn bóndi var
heima og bauð hann strax til
stofu og við tókum tal
saman. Þaö kom í Ijós aö
Þorsteinn er fæddur á
Hnappavöllum, utar í Öræfa-
sveitinni, en fyrir rösklega 30
árum flutti hann aö Svínafelli,
þangað sótti hann kvonfang
sitt Sigrúnu Pálsdóttur, sem
þar er fædd og uppalin.
Forfeöur Sigrúnar höfðu búiö
í Svínafelli í marga ættliöi. —
á þessu fræga býli Svína-
fells-Flosa. í dag er fjórbýlt á
Svínafelli, því auk Þorsteins
búa þar á fremri bæjunum
Magnús Lárusson og Guð-
laugur Gunnarsson. Þá hafa
Þorsteinn Jóhannsson
Kvíá var byggö 1945 en það
gróf undan henni og varð aö
endurbyggja hana 1948. Síö-
an kom Fjallsárbrú 1962 og
viö þaö uröu nokkur þátta-
skil í flutningamálum sveitar-
innar, því þá var hægt aö
komast á vörubílum aö Jök-
ulsá á Breiöamerkursandi
beggja megin og á þessum
árum var flotferja sett á
Jökulsá og var hún þar allt
þangaö til stóra brúin kom
1967.
Aðdrættir voru allir erfiöir
á þessum tímum. Þaö var þó
byrjaö aö fljúga meö slátur-
afuröir héöan 1948 og var
gert allt þar til brýrnar á
Skeiðarársandi komu. Enn er
slátrað á Fagurhólsmýri, og
afuröirnar eru fluttar á brott
meö vörubílum.“
Gamli bærinn,
„Ég er aö mestu leyti sjálf-
menntaður og að miklu leyti
hef ég sótt mína þekkingu í
bréfaskóla. Ég hef alla tíö
kunnaö vel við kennarastarf-
ið, þó því sé ekki að neita,
að stundum hefur reynt á
þolrifin.“
— En nú eru þau börn,
sem ganga í skólann hjá þér,
á öllum aldri er ekki erfitt að
sameina kennsluna þannig
að öllum henti?
„Börn, sem koma í skólann
til mín, eru á aldrinum 7—12
ára og eru þau í einum bekk.
Oft kemur fyrir aö 1—2
árganga vantar inn í en ég
læt alveg vera hversu erfitt
það er aö fella kennsluna
þannig saman aö öllum
henti,“ sagði Þorsteinn að
lokum. Þ.Ó.