Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 8
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. AGÚST 1978 Skeggræður um kjör og eftirmann Páls páfa Páfakjör hefur lengststadió i2 árog 9 mánuði Stiklaó á stóru umnokkra kardináia sem þykja koma tiigreina ípáfastói FYRIRKOMULAG á páfakjöri hef- ur tekið tiltölulega litlum breyting- um í átta hundruö ár, enda þótt nokkrir páfar hafi gert á smávœgi- legar breytingar, er gerbi þessa athöfn ögn meira í takt viö nútímann hverju sinni. Reykurinn er stígur uppfrá reykháfnum yfir kapellunni þar sem kardinálarnir eru samankomnir, eftir litbrigðum hans hefur mátt dæma um hvort kardinálarnir hafi komizt að sam- komulagi um eftirmann Péturs postula hér á jörðu. Og þrátt fyrir tækni og framþróun likur til að enn muni reykurinn líða uppfrá Sistina-kapellunni þar sem kardinálarnir sitja viðfresco- mynd Michelangelo og reyna að koma sér saman. En ýmislegt bendir til að sögn fróðra manna að páfakjörið nú taki ekki óeðlilega langan tíma, og þvifær óþreyjufull hjörð hins væntanlega páfa sinn leiðtoga áður en langir timar líða nema eitthvað sérstakt komi uppá. A I’éturstorgi Löng, viöburðarík og blóði drifin saga páfakjörs Óðum styttist í að kardinálasamkund- an setjist á rökstólana þessa síðustu daga hafa þeir streymt til Rómar. Þeir koma ekki ríðandi á asna né gangandi, heldur með farþegaþotum úr hinum ýmsu hornum heims. Flestir eru klæddir svörtum jakkafötum og gætu virzt vera kaupsýslumenn við fyrstu sýn, því að flestir þeirra bera enda stresstösku. Á Rómarflugvelli stíga þeir inn í leigubíla og lúxusfarkosti og bruna síðan til Páfagarðs. Þessi kardinálasamkunda á sér langa og athyglisverða sögu sem ekki er úr vegi að drepa á nokkrum orðum. Á stundum hefur páfakjörið orðið vettvangur morðs og mannrána og menn hafa nokkrum sinnum verið nálægt því að sálast úr næringarskorti. Þessi samkunda — þ.e. í svipaðri mynd og hún er nú — rekur sögu sína aftur til ársins 1216. Þá hafði páfakosning dregizt mjög á langinn. Óþolinmóður múgur safnaðist að og gat ekki unað því hversu lengi yrði að bíða unz kardinálarnir hefðu komið sér saman. Þá var verið að kjósa eftirmann Innocentiusar III. Fólk tók þá til sinna ráða og kardinálarnir voru læstir inni. Engu að síður tók kjörið drjúgan tíma, og er þá vægilega til orða tekið. Nánar tiltekið stóð samkundan yfir í tvö ár, níu mánuði og tvo daga. Þá loksins var kjörinn til páfa Tebaldi af Piacenza og tók hann sér nafnið Gregor- ius X. Ymislegt bar við þennan langa tíma eins og geta má nærri. Einn morgun er hin heilaga kardinálafylking var við messugjörð ákvað Guy de Montfort að hefna persónulegra harma sinna á Hinriki prins af Cornwall. Rak hann rýting í konungleg rifbeinin er prinsinn kraup við gráturnar að þiggja sakra- menti. Síðla vetrar 1269 settust bændur um höllina. Var svo komið að mönnum blöskraði mjög og þótti sem úr væri orðinn hinn mesti skrípaleikur. Bænd- urnir reyndu að koma á matarskömmtun og síðan lyftu þeir þakinu á höllinni. Ekki er vafi á að nokkuð varð næðingssamara í höllinni en. áður en þótt lygilegt sé leið samt heilt ár unz Gregorius tíundi tók loks við. Gregorius lét það verða sitt fyrsta verk að breyta fyrirkomulagi á páfakjöri, væntanlega vegna þungbærrar reynslu sinnar. Hann takmarkaði mjög starfsfólk sem mætti vera kardinálanum til aðstoðar á meðan samkundan sæti. Hann lagði bann við að kardinálarnir fengju þóst eða yfirleitt að hafa nokkur samskipti við umheiminn. Þremur dögum eftir að hún hefði sezt á rökstólana átti að fækka máltíðum niður í eina á dag og liðu fimm dagar til viðbótar án þess samkomulag næðist skyldu hinir heilögu guðsmenn settir á vatn og brauð. Þrátt fyrir þetta tók samt sex mánuði að kjósa eftirmann Gregoriusar tíunda áratug síðar. Samkundan var einnig haldinn 'í Ursi — vinur peirra snauöu Koening — vill brúa biliö við kommúnistaríki kardinálar utan Italíu eru fleiri en ítalskir kardinálar og þeir geta því ráöið úrslitum svo fremi þeir leggja á það kapp. Vangavelturnar um eftirmann Páls sjötta —Pignedoli er talinn líklegastur en fleiri koma til sterklega til álita. Páfakjör hefur fullkomna sérstöðu hvað það snertir að þar er enginn kosningabarátta háð í hefðbundnum skilningi. En óneitanlega hafa menn leyft sér að hafa uppi vangaveltur og spádóma. Það er ekki nema eðlilegt: tímar eru að vísu breyttir og hraðfara þróun hefur orðið; í flestum þjóðfélögum og deildar meiningar eru um hvort kaþólska kirkjan hafi fylgt þessari þróun, en engu að síður Baggio — laöar ekki aö sér fólk. Felici — segir brandara á latínu Viterbo og bar til tíðinda að tveimur kardinálum frá Orsini var rænt og erkibiskupinn af Canterbury andaðist í klefa sínum — líklega úr næringarskorti. Annað páfakjör tók líka ótrúlegan tíma, það hófst 1316 og því lauk ekki fyrr en tveimur árum og fjórum mánuðum síðar. Þá varð einn kardinálanna viti sínu fjær í einangruninni, og lagði eld í höllina. Áttu nú kardinálarnir fótum sínum fjör að launa og urðu að ryðjast út um lítinn glugga sem hafði verið notaður til að koma til þeirra matföngum. Hadrian sjötti, Hollendingur að upp- runa var síðasti erlendi páfinn sem hefur setið í páfastóli. Svo mikla gremju vakti kjör hans meðal borgaranna að þeir grýttu kardinálana þegar þeir komu út og tilkynnt hafði verið um kjör Hadrians. Síðan hafa allir páfar í Róm verið ítalskir og það bendir margt til þess að erfiðlega gangi að brjóta þá hefð. Þó hafa raddir verið áleitnar nú í þá átt og kann það meðfram að stafa af því að sú staða er komin upp, sem ekki hefur verið áður, að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.