Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. AGÚST 1978 51 Sigríður Þ. Valgeirsdóttir hlaut 600 þúsund króna styrk úr Vísindasjóði til að ljúka við gerð og stöðlun hóphæf ileikapróf a fyrir aldursf lokka 5 til 18 ára ff Prófið er btíið, en frœðilega hliðin er alveg endalaus..." „Rannsókn þessi, sem er gerð á vegum Kennaraháskóla Is- lands, hófst árið 1969 og eru því liðin 9 ár frá því ég byrjaði á þessu verki. Meginástæðan fyrir vali þessa verkefnis var sú, að engin stöðluð hóppróf voru til og vantaði því handhæg og áreiðanleg mælitæki, sem hægt væri að nota til að fá sambæri- lega hópa, við rannsóknir til dæmis á skólahæfi barna. Valið var prófkerfi Lorge-Thorndike og Hagen, bæði vegna þess að það var vel þekkt prófkerfi, staðlað í nokkr- um löndum eða notað sem fyrirmynd svipaðra prófa og einnig vegna þess að sál- fræðingarnir Jónas Pálsson og Kristinn Björnsson höfðu áður þýtt hluta af eldri gerð prófsins fyrir sitt hvorn aldursflokkinn, en stöðlun var ekki fram- kvæmd," sagði Sigríður. „Leyfi fékkst hjá höfundum til að þýða og aðlaga að íslenskum aðstæðum alla þætti prófkerfisins, en það var upp- runalega í tv'eim hliðstæðum formum, þannig að um tvö prófkerfi var að ræða, sem prófuðu það sama í hverjum aldursflokki frá 5 til 18 ára. Prófkerfin eru. ¦greind í myndapróf, fyrir ólæs börn, en þau prófa fjögur megin svið, og prófkerfi með mísþungum próf- um fyrir læs börn og unglinga, sem prófa átta megin svið," hélt Sigríður áfram. „Á árunum 1970 til 1972 var svo unnið að þýðingu prófatriða og fyrirmæla, jafnframt því sem reynt var að aðlaga prófið íslenskum aðstæðum. Fyrsti þáttur stöðlunar var að prófa úrtak barna og unglinga úr öllum landshlutum, en úrtak- ið var valið af handahófi með hliðsjón af búsetu. í þessari fyrstu yfirferð voru prófuð gæði prófatriða í öllum aldurs- flokkum. Að lokinni úrvinnslu voru gölluð atriði fjarlægð. Næsta skrefið var að laga þau atriði, sem reyndust gölluð og reyna prófið aftur, en þetta eru þau vinnubrögð, sem notuð eru við stöðlun. Ef haldið hefði verið áfram samkvæmt hefðbundnum aðferðum hefði næsta skrefið orðið að prófa prófið í heild fyrir hvern aldursflokk og nota þær niðurstöður, sem viðmiðun fyrir síðari tíma notkun. Þetta má kalla hina hefðbundnu aðferð við stöðlun mælitækja sem þessara. Útkoman er sú að til verður próf fyrir hvern aldursflokk, sem ekki er hægt að breyta nema með nýrri stöðlun," sagði Sigríður. „Árið 1974 lauk ég doktors- prófi og rannsakaði m.a. hag- nýtt gildi mjög nýstárlegra tölfræðiaðferða, sem kenndar eru við danskan hagfræðing G. Rasch," hélt Sigríður áfram. „Þessar aðferðir höfðu aðeins verið notaðar áður í tilrauna- skyni, en ég ákvað þá að reyna að halda áfram stöðlun íslensku prófanna með þessari nýju aðferð í stað þess að halda áfram á hinn hefðbundna hátt. Að því er ég best veit er þetta i«s varui ár^J^ „» s^fX^* ***** tiItó^T^ófa áskrifstofuten^f^ störfsm. Hfn9Zjast wiðwr srnátírmtúfsmas ogrœbavúoklcu.r. í fyrsta skipti, sem hæfileika- próf hefur verið unnið á þennan hátt. Þessi aðferð er einkum frá- brugðin hinum hefðbundnu hug- myndum í því að staðlaður er ákveðinn atriðabanki og í hon- um eru mun fleiri prófatriði en myndu vera í hverju prófi, sem lagt væri fyrir. Þetta þýðir það fyrst og fremst að út úr atriðabankanum er hægt að búa til fleira en eitt próf (mælitæki). Prófið verður því ekki eins bundið og áður og hægt er að breyta prófinu innbyrðis. Hvert prófatriði um sig er staðlað, í stað þess að staðla prófið í heild. Auk þess sem tölfræðiaðferðir Rasch leyfa verulegar breyting- ar á gerð prófanna er fram- kvæmd prófanna hugsuð á allt annan hátt en áður hefur verið venjan. Lagði ég enn til grund- vallar þær hugmyndir, sem fram komu í doktorsritgerð minni árið 1974. I stað þess að binda prófið við aldursflokka get ég prófað ólíka aldursflokka með sömu prófatriðum og innan sama aldursflokks er hægt að prófa nemendur með ólíkum prófatriðum. Önnur megin breytingin er því sú að reynt er að prófa hvern nemanda með prófi, sem hæfir hans hæfileikastigi á sérhverju sviði sem prófað er. Þannig er reynt að forðast áhrif kvíða vegna of þungra prófatriða og áhrif leiða vegna of léttra spurninga," sagði Sigríður. „Prófheftin eru útbúin þannig að þrátt fyrir þetta á að vera hægt að prófa mörg börn í einu. Þriðja meginbreytingin er að niðurstöður prófa eru þannig fram settar að unnt er að átta sig á árangri nemenda á hverju sviði, þ.e.a.s. í hverjum próf- hluta. Hvorki er reiknuð út meðaltala úr öllum prófhlutum né greindarvísitala svo sem áður var gert. Þessi nýja stöðlunar- aðferð gerir það því kleift að nota niðurstöður á annan veg en ef beitt er hefðbundnum stöðlunaraðferðum. Notagildi prófa sem þessara er ekki aðeins að þau geti verið hentug tæki til rannsóknastarfa heldur er þess vænst að þau geti til dæmis að því er varðar yngri börn haft leiðsagnargildi fyrir kennara og aðstandendur hvað snertir val á þroskavænlegu námsumhverfi og námsefni fyr- ir börnin, og má því nota prófið til þess að reyna að afstýra óraunhæfum kröfum til barn- anna. Þekking á hæfileikum og hæfni nemenda ætti einnig að auka líkurnar á kennslu er mætir þörfum einstaklingsins." — Er hægt að beita þessari aðferð við gerð venjulegra skólaprófa? „Já, kunnáttupróf eða hæfni- próf er alveg eins hægt að aðlaga að hæfni nemendanna, þannig að þau prófi það sem nemandinn kann, og séu nem- andanum þá meira til leiðsagn- ar en til að skelfa hann. Þarna er einnig um að ræða hóppróf, sem aðlöguð eru að hæfni og þörfum einstaklingsins, þannig að hann er prófaður á því stigi sem hann er," sagði Sigríður. Dr. Sigríður Þ. Valgeirsdóttir við vinnu á skrifstofu sinni í kennaraháskólanum. i Ljósm. Emilía „Síðastliðið haust komu út myndapróf ætluð 5, 6, 7 og 8 ára börnum. Þau eru fyrst og fremst ætluð sem greinandi próf til þess að kanna ef um erfiðleika er að ræða á einhverjum sviðum hjá börnunum. Þessi próf voru notuð í fyrsta sinn í vetur í nokkrum skólum og niður- stöðurnar úr þeim sýndu ná- kvæmlega það sama og stöðlun- in gerði ráð fyrir. Þær hug- myndir, sem ég hafði um þetta upphaflega, hafa því alveg staðist miðað við niðurstöður þeirra rannsókna, sem ég hef gert. Núna er ég að vinna að undirbúningi að útgáfu á próf- bókum, töflum og ýmsum leið- beiningum, sem ætlað er fyrir eldri börn og vonast ég til þess að geta lokið því verki fljótlega." — Ertu þá svo til búin að Ijúka þessu verkefni? „Já, það má segja, að prófið sé búið, en fræðilega hliðin er alveg endalaus, því að það vakna alltaf fleiri spurningar eftir því sem lengra er haldið," sagði Sigurður. — Hefur ekki farið mikill tími í þetta? „Jú, víst hefur þetta tekið mikinn tíma og má segja að í þetta hafi farið síðastliðin ár af minni rannsóknarskyldu svo og margar frístundir. Oft hef ég þó vrið hálfreið út í sjálfa mig fyrir að hafa byrjað á þessu, en einhvern veginn þvældist ég út í þetta án þess að gera mér grein fyrir afleiöingunum." „Ekkert í'ast starfslið hefur unnið að þessari rannsókn þótt stór sé í sniðum, en nokkrir lektorar skólans hafa veitt ómetanlega aðstoð við prófanir. Þá hefi ég haft mjög gott fólk mér til aðstoðar um lengri eða skemmri tíma. Síðast en ekki síst hafa rektorar skólans greitt götu þessa verks í hvívetna. Eftir á sé ég ekki eftir öllum þeim tíma og erfiði, sem í þetta hefur farið, því að starfið hefur þroskað mig á ýmsan hátt og á því hef ég margt lært," hélt Sigríður áfram. „Mér hefur einnig gefist tækifæri til að kynnast góðu fólki og við þetta hafa skapast alþjóðleg tengsl sem eru mjög ánægjuleg. Það má þó segja að þetta hafi fremur verið unnið af áhuga á rannsóknarstörfum, en til þess að afla tekna, þó er svo komið að ég verð því fegnust er prentararnir taka við." „Ég er því ánægð með að hafa fengið þennan styrk núna, vegna þess að mér finnst mjög n'iikil- vægt að geta komið þessu verki frá mér sem fyrst," bætir Sigríður við. Við þökkum dr. Sigríði Þ. Valgeirsdóttur fyrir þetta ánægjulega spjall og viljum ógjarnan tefja hana lengur, þvi það sést á öllu að hún er störfum hlaðin. Upp um alla veggi á skrifstofu hennar eru hlaðar af bókum, skýrslum og tölvuút- skriftum sem unnið hefur verið úr eða eftir er að vinna úr, en til þess þarf vissulega bæði tíma og orku. A.K.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.