Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. AGÚST 1978 59 1971 — Fyrsti oÍKÍnmaOurinn var Joseph Bolker. 1975 — Eiginmaður númer tvö var Alexander Andreadis. 1978 — Síðasti og mest umtal- aði eiginmaðurinn er Sergei Kauzov. Christina hafi viljað koma heiminum á óvart á líkan hátt og Jacqueline Kennedy gerði 10 árum áður, er hún giftist Ara Onassis. Ari Onassis þótti á sínum tíma manna ólíklegastur til að kvænast Jacqueline, alveg eins og í dag hefði engum dettið það í hug að óreyndu, að einn auðugasti kapítalisti heimsins gengi að eiga fátækan kommún- ista. Önnur hugmyndin telur að þar sem Christina hafi strax orðið mjög hrifin af Sergei, hafi sovéska ríkið ákveðið að gera allt sem það gat til að koma Sergei í hjónaband með Christ- inu. Sergei hafi þá fengið fyrirskipun frá ríkinu að gera allt sem hann gæti til að lokka Christinu í hjónaband, sem honum-tókst, en reyna síðan að ná út úr henni eins miklu af hlutabréfum og hægt væri. Þriðja hugmyndin og ef til vill sú mannlegasta telur að þarna sé aðeins um sanna ást að ræða. Auðug grísk stúlka hittir fátæk- an Rússa og eins og fjölmargar ástfangnar stúlkur hafa áður gert, lætur hún ráðleggingar fjölskyldunnar sig engu skipta, en ákveður að giftast mannin- um, sem hún elskar. A.K. „Þá væri stórt skref stigið í rétta átt” Rætt við Theodór A. Jónsson, formann S jálfsbjargar um málefnifatlaðra — Nú eru 20 ár liðin frá stofnun fyrstu Sjálfsbjargarfé- laganna, en 9. júní 1958 var fyrsta félagið stofnað í Siglu- firði og það má segja að það sé heldur sérkennilegt að fyrsta félagið skyldi stofnað utan Reykjavíkur. sagði Theodór A. Jónsson formaður Sjálfsbjarg- ar, landssambands fatlaðra. f byrjun viðtals við Mbl. í vik- unni. — Frumkvöðullinn að stofn- un félagsins í Siglufirði var Sigursveinn T. Kristinsson tón- skáld en stuttu siðar var Sjálfsbjargarfélag stofnað f höfuðborginni. á Akureyri og á ísafiröi og einnig í Árnessýslu. — Hverju við höfum áorkað sérstaklega á þessum 20 árum? Sjálfsbjörg hefur eingöngu byggzt á störfum félagsmanna, en staðreyndin var sú — og er að nokkru enn, að þeir sem voru á einhvern hátt fatlaðir einangruðust á sínu heimili, þannig að þeir sóttu ekki mannamót, skemmtanir eða annað. Sjálfsbjörg hefur átt mikinn þátt í því með funda- höldum og öðru félagsstarfi að þessi hópur fólks er ekki lengur einangraður. — Innan Sjálfsbjargar starfa 13 félagsdeildir og þar af hafa sjö félögin eigið húsnæði í dag. Hér í Hátúni 12 hefur lands- sambandið aðstöðu og Reykja- víkurfélagið. Bygging þessa húss var hafin 1966 og hér hefur fyrsta dvalarheimilinu verið komið upp, en í júlí 1973 voru 45 einstaklingsherbergi tekin í notkun. Og er þetta eina heim- ilið sem fatlaðir, er þörf hafa fyrir hjúkrun og læknishjálp allan sólarhringinn, eiga. Það má nefna að framkvæmdum við íbúðarálmu Sjálfsbjargarhúss- ins hefur miðað vel áfram á árinu og hefur stór hluti þeirra verið tekinn í notkun. — Hvert félag úti á landi sinnir málum fatiaðra á sínu félagssvæði. Þau eru ekki það sterk fjárhagslega að þau hafi skrifstofu opna nema á Akur- eyri þar sem Sjálfsbjörg hefur skrifstofu opna hálfan daginn. Á einstaka stöðum hafa félögin staðið fyrir rekstri á vinnustöð- um, en slíkur rekstur hefur gengið erfiðlega og venjulega hefur honum verið hætt eftir nokkurn tíma, nema á Akureyri þar sem Sjálfsbjörg hefur rekið Plastverksmiðjuna Bjarg, sem framleiðir raflagnaefni og fleira úr plasti. — Við vorum afskaplega hamingjusöm þegar lög um endurhæfingu voru samþykkt, en við höfðum þá um tíma reynt að sýna fram á hversu nauðsyn- leg slík lög væru og þá m.a. lagt fram þýdda útgáfu af dönskum lögum um þetta efni. En böggull fylgdi þar skammrifi. í lögunum er ákvæði um vinnustaði og þá bæði fyrir fólk sem vegna veikinda þarf þjálfun áður en það fer inn á hinn almenna vinnumarkað og fyrir öryrkja sem ekki skila fullum vinnuaf- köstum. Ráð er fyrir því gert að Tryggingastofnun ríkisins greiði þriðjung halla af rekstri slikra vinnustaða, rekstraraðilarnir þriðjung og heimild er fyrir því skv. lögunum að atvinnuleysis- tryggingasjóður greiði þriðjung hugsanlegs hallareksturs, en í lögum um þann sjóð er ekki getið um fjárútlát í þessa átt og hefur stjórn sjóðsins því neitað greiða þann þátt sem kveðið er á um í lögunum um endurhæf- ingu. I raun hefur þetta kippt fótunum undan rekstri vinnu- staða fyrir þennan hóp fólks eða þeir ekki gengið sem skyldi, vegna taps sem viðkomandi rekstraraðilar hafa ekki getað staðið undir. — Þeir vinnustaðir, sem reknir eru í dag, eru Múlalundur og Björg á Akureyri, en rekstur þeirra hefur gengið erfiðlega. í Reykjavík rak Sjálfsbjörg vinnustað, sem þurfti síðan að hætta. Á Húsavík hefur slíkur vinnustaður verið rekinn, en hann hefur legið niðri af og til. — I Reykjavík og á Akureyri eru atvinnumöguleikar fatlaðra mun betri en annars staðar á landinu, að sjálfsögðu vegna fjölbreyttara atvinnulífs t.d. í iðnaði, á skrifstofum o.fl. I áðurnefndum lögum um endurhæfingu er ennfremur kveðið á um að þeir sem notið hafi endurhæfingar eigi for- gangsrétt til atvinnu hjá ríki eða bæ að öðru jöfnu. Þessi hefur ekki verið raunin, og hefur þetta ákvæði sáralítið gildi. Einstaka stofnun hefur þó tekið tillit til þess, en þá vill það oft vera svo, að öll aðstaða á þeirri stofnun, eins og tröppur, salerni og annað gerir það að verkum að fatlaðir eiga ekki greiða leið þar um. — Jú, fyrir nokkrum árum héldum við fund með arkitekt- um og fleiri aðilúm um þá mismunun sem í raun hefur ríkt vegna þessa aðstöðuleysis. Ein- hvern veginn hefur raunin verið sú að þó að í einu húsi eða stofnun sé tekið tillit til þessara þarfa, þá er það ekki gert við byggingu þess næsta. Fyrir u.þ.b. fimm árum kom fram sameiginlegt áiit menntamála- ráðherra Norðurlandanna um þetta mál og hefur menntamála- ráðherra árlega brýnt það fyrir þeim aðilum, sem ráðuneytið á yfir að segja, að gæta þess að byggingar séu aðgengilegar fötl- uðum sem öðrum. í byggingar- lögum frá því í vor er sérstakt tillit tekiö til þessa atriðis. Og ég veit að staðið hefur til að endurbæta lögin um endurhæf- ingu þannig að skýr ákvæði verði þar um þátt atvinnutrygg- ingasjóðs, sem mundi breyta miklu um rekstrarmöguleika vinnustaða eins og t.d. Múla- lundar. — Þá má nefna breytingatil- lögu Odds Ólafssonar á al- mannatryggingalögum um að ráðherra verði heimilað að fela Tryggingastofnun ríkisins að semja við tiltekin atvinnufyrir- tæki um að þau taki í vinnu einn eða fleiri 75% öryrkja sem hafa vinnugetu, en nýtast ekki á vinnumarkaðnum og hafa ekki verulegar tekjur aðrar til lífvið- urværis en bætur lífeyristrygg- inga. Meðan að vinnusamning- urinn stendur greiði vinnuveit- andinn öryrkjanum fastakaup, en Tryggingastofnunin endur- greiði svo eftir ákveðnum regl- um vinnuveitandanum með til- liti til aðstæðna. Ef þessi tillaga kemst í gegn er hún mjög stórt skref í rétta átt. Thcodór A. Jónsson. — Félagar í Sjálfsbjörg eru nú um 1300 sem fatlaðir eru, en styrktarfélagar eru 8—9 hundr- uð manns. Það hefur reyndar sýnt sig að úti á landi í smærri bæjarfélögum þá ganga allir þeir, sem fatlaðir eru, í félagið. En í Reykjavík er það ekki eins almennt að menn gangi í félagið og þá eru það oft þeir, sem minna eru fatlaðir en aðrir og gætu því stutt mjög við félagið vegna getu sinnar, sem láta það vera. — Það sem er framundan hjá okkur, er að ljúka byggingu þessa húss, væntanlega verður lokið við frágang á íbúðunum í ár. Þá á eftir að byggja eina hæð þar sem ætlunin er að hafa sundlaug, vinnustofu o.fl. Félag- ið á Akureyri hefur þegar hafið framkvæmdir við framtíðarhús- næði og þá m.a. fyrir verksmiðj- una Bjarg. — Fjáröflunarleiðir! Frá ár- inu 1972 höfum við . verið á fjárlögum og við höfum einnig fengið byggingastyrk á fjárlög- um. En endarnir nást engan veginn saman á þessum fjárveit- ingum einum saman. Stærsti liðurinn við fjármögnunina eru lán og styrkir úr erfðafjársjóði. Þá höfum við staðið fyrir skyndihappdrætti og reyndar höfum við oft hugleitt aðrar leiðir en aldrei fundið þær betri. — Já, það er mikið samstarf á milli Norðurlandanna á þessu sviði. Það er ekkert vafamál áð Islendingar eru langt á eftir hinum Norðurlöndunum og þá sérstaklega ef mið er tekið af örorkulífeyrinum hér, sem er of lágur. Á þeirri upphæð, sem hér er greidd, lifir enginn maður og hefur aldrei gert. í Noregi t.d. getur fólk lifað sæmilegu lífi á örorkulífeyrinum einum. Ég fyrir mitt leyti er þeirrar skoðunar, að lífeyrinn verði að hækka til muna, en samt verði þess gætt við ákvörðun hans, að hún verki vinnuhvetjandi, þ.e. að ekki má drepa þá viðleitni fólks að vinna með þvi að ákveðinn hluti væri frá því tekinn, ef það ynni. — Þá tel ég að endurskoðun- ar sé þörf á þeim reglum sem nú gilda um úthlutun bifreiða til öryrkja, en þær eru að miklu leyti úreltar og með tilliti til hinna Norðurlandanna þá er mismunurinn í þessum málum geysilega mikill. — Ástæðan fyrir þvíað við Islendingar erum svona langt á eftir er að einhverju leyti því að kenna, hve margfalt eldri sam- tök fatlaðra eru í öllum hinum löndunum. Þá hefur stríðið án efa ýtt undir framkvæmdir þar á þessu sviði. Allt fram til 1960 var fötlun feimnismál hér á landi og reyndi mörg fjölskyld- an að fela þá sem þannig voru. — Jú, ég tel að stjórnvöld hafi að mörgu leyti í sambandi við þennan málaflokk staðið sig síður en skyldi og má þá t.d. benda á lífeyrismálin. — Hvað fleira mér finnist mega fara betur? Við byggingu húsa, bæði fjölbýlishúsa og t.d. stofnana þar sem lyftur eru, þá væri ekkert eðlilegra en að ráð væri fyrir því gert að fatlaðir í hjólastólum ættu þar aðgang. Því ef hugsað er um það í byrjun, þá er það í raun ekkert dýrara. Þá finnst mér í sumum tilfellum að ekki sé nægilegt tillit te.kið til þess, hversu mikinn aukakostnað fatlaðir hafa af því að stunda atvinnu, þ.e. að komast ekki til vinnu og frá nema í bíl. Það mætti til dæmis koma því inn í skattalög- in að rekstur bifreiðar væri frádráttarbær, ef sýnt er fram á aðstæður viðkomandi. — Varðandi okkar mál má segja að vanþekking stjórn- málamanna hafi staðið þeim fyrir þrifum. Það er að mfnnsta kosti okkar reynsla að eftir að við buðum fyrir nokkrum árum fjárveitinganefnd í heimsókn til okkar, þá litu nefndarmennirnir á þessi mál frá öðru sjónarhorni en áður. — En það er rétt að oft hugleiða menn ekki slík mál, fyrr en þeir kynnast þeim af eigin raun. ÁJR. Kaup — þátttaka í fyrirtæki Fjársterkir aöilar hafa áhuga á kaupum gróins fyrirtækis eöa nýlegs meö framtíðarmöguleika. Til greina koma kaup aö hluta eöa öllu leyti. Aðilar sem áhuga hafa á umræöum um framangreint leggi nafn og helztu uppl. inn á augl. afgr. Mbl. merkt: „Fullur trúnaður — 3897“. fyrir n.k. miövikudagskvöld. kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.