Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 30
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1978 CHRISTINA ONASSIS Vill draga sig í hlé frá skarkala heimsins „Hún er ennþá mjög ástfangin af Sergei og hringir til hans á hverjum degi,“ er haft eftir hinni nýju tengdamóður Christinu Onassis. En Christina fæst ekki til að segja orð um hjónaband sitt og Rússans Sergei Kauzov, hún vill aðeins fá að vera í friði Engin venjuleg ftúlka Christina Onassis var aðeins tveggja og hálfs árs er hún hleypti af stokkunum fyrsta skipinu og voru litlu hendurnar hennar varla nógu sterkar til að valda kampavínsflöskunni, sem brotin var á framstafni skipsins. Bróðir hennar, Alexander, sem var tveimur árum eldri, var henni til aðstoðar, en skipið var skírt í höfuðið á móður barn- anna,_ Tinu Onassis. ChWstina Onassis er ekki nein venjuleg stúlka. Hún er nú ríkasta kona heims og etu eigur hennr metnar á yfir 500 milljón- ir bandaríkjadollara, eða um 130 milljarða ísl. króna. Það vakti því mikla athygli á dögunum, er þessi auðuga kona gekk í hjóna- band með fátækum Rússa. Á ýmsu hefur gengiö í Onassis-fjölskyldunni það varð þó aldrei. Ari átti í ástarsambandi við óperusöng- konuna Mariu Callas á þessum tíma, en Christinu var hálfilla við Callas. Eftir að Christina lauk skóla- göngu sinni ákvað hún að fara til Aþenu til þess að kynnast betur föðurfólki sínu, og fékk hún þar vinnu í einu af fyrir- tækjum föður síns. Smátt og smátt tókst Christ- inu að lifa sjálfstæðu Hfi, en faðir hennar ákvað að gera bróður hennar aðalerfingjann að öllum eignunum. Það var þó mikið áfall fyrir Christinu er faðir hennar tilkynnti að hann hefði í hyggju að ganga í hjónaband með Jaqueline Kennedy. Hjónaband þeirra varð ekki mjög hamingjusamt, því stöðugt var deilt um pen- inga. Á þessum tíma eyddi Christ- ina mestum tíma sínum í Aþenu, en einnig var hún oft í Sviss og Monte ’Carlo. Það var í Monte Carlo, sem Christina hitti Bandaríkjamanninn Joseph Bolker og varð ástfang- inn af honum og þrátt fyrir mótmæli föður síns giftist hún honum í Las Vegas í Bandaríkj- unum árið 1971. Faðir hennar reiddist mjög yfir þessu athæfi dóttur sinnar og öll fjölskyldan snerist gegn henni. Christinu var gert það ljóst, að svo lengi sem hún væri frú Bolker fengi hún ekki krónu frá föður sínum, og tæpu ári seinna voru Bolker-hjónin skil- in. Um svipað leyti stóð móðir hennar einnig í skilnaði við Blandford lávarð og gekk síðan að eiga grískan auðmann, Stavr- os Niarchos, en hann var einn af helztu keppinautum Ara. Þetta kom mjög illa við systkinin og olli því að Christina varð nokkuð fráhverf frá móður sinni. í janúar árið 1973 varð mikill eorgaratburður í Onassis-fjöl- skyldunni, og átti hann eftir að breyta lífi Christinu mikið, og færa þau feðginin nokkuð sam- an á ný. Bróðir hennar, Alex- ander, lést í flugslysi í Aþenu, en hann átti að erfa öll auðæfin. Það tók Ara langan tíma að sætta sig við það að Christina tæki við eignunum, en eins og svo margt annað í Onassis-fjöl- skyldunni, gerðist það mjög snögglega. Ari var á ferðalagi með Jaqueline konu sinni um það bil ári eftir lát Alexanders. Eins og svo oft áður voru þau að þræta um peninga. Allt í einu skipaði Ari flugfreyjunni að koma með blað og blýant, og skrifaði hann þar upp flókna erfðaskrá, sem tryggtti að auðæfi hans héldust innan fjölskyldunnar. Áður en hann lézt í mars árið 1975 hafði hann gengið svo frá málum að Christina dóttir hans var aðal- erfinginn að auðæfunum. Eftir lát föður síns, sagði Christina við nokkra viðskipta- vini: „Ég ætla mér að sjá um rekstur fyrirtækjanna og fórna lífi mínu fyrir þau.“ Þrátt fyrir allt giftist hún aftur um sumar- ið 1975, en fór nú eftir ráðlegg- ingum fjölskyldunnar við val á eiginmanni. Hún giftist manni að nafni Alexander Andreadis, en hann var sonur auðugs skipaeiganda í Aþenu. Hjóna- kornin höfðu aðeins þekkst í mánuð áður en þau gengu i hjónaband, en hjónabandinu lauk árið eftir. „Hann er rómantískur, greindur og tillitasamur" í október árið 1976 átti fyrirtæki Christinu í viðskiptum við sovéska fyrirtækið Sov- fracht, en það varð til þess að hún kynntist núverandi eigin- manni sínum, Rússanum Sergei Kauzov. Christina hefur lýst Sergei þannig fyrir vinum sín- um: „Hann er rómantískur, greindur og tillitssamur, og stendur alveg á sama um auðævi mín.“ Kunnugir telja þó að með þessu hjónabandi sé Christina að leita eftir rólegra lifí, og vilji burt frá hinu erilsama og óhamingjusama lífi, sem hún hefur lifað hingað til. Brúðkaupið fór fram á borg- aralega vísu í Moskvu þann 1. ágúst síðastliðinn. Brúðhjónin lofuðu hvort öðru að standa saman í blíðu og stríðu, það sem eftir væri ævinnar, en síðan hvíslaði Klara Remeshkova, er gaf brúðhjónin saman, í eyra Sergeis: „Hvert sem þú ferð, gleymdu ekki föðurlandinu." Aðeins ellefu gestir voru viðstaddir brúðkaupið, en eng- inn þeirra var úr fjölskyldu brúðarinnar. Það er fjölskyld- unni mikið áhyggjuefni, hver framtíð Onassis-fyrirtækjanna verður, þar sem Christina á 48% hlutabréfanna. Um 90% Onass- is-flotans sér um að flytja olíu fyrir Saudi-Arabíu, en eftir hjónabandið virðast Saudi-Ar- abar ætla að verða mjög tregir til að endurnýja samninga sína við fyrirtækið, þar sem þeim er mjög í nöp við Rússa. Heyrst hefur að Grikkir íhugi nú hvort ekki væri rétt að þjóðnýta Onassis-fyrirtækið, til þess að koma í veg fyrir að Rússar geti gert kröfu í það. „Við erum viss um að hjóna- bandið muni ekki endast lengi,“ er haft eftir einum fjölskyldu- vininum. „En hvað gerist þá? Verður Christina heilaþvegin eða á einhvern hátt þvinguð til að láta af hendi eigur sínar til sovéska rikisins?" Brúðhjónin búa nú í Moskvu í íbúð móður Sergeis, þar til þau finna íbúð fyrir sig, því erfitt er að fá íbúð í Moskvu. íbúðin er aðeins tveggja herbergja og virðist það vera svolítið mót- sagnakennt að auðugasta kona heims þurfí að búa heima hjá tengdamóður sinni vegna hús- næðisskorts. En Christins segist aðeins vilja lifa rólegu lífi sem rússnesk húsmóðir og ef til vill eignast börn, og Sergei telur þau aðeins vera venjulegt fólk og vill fá að lifa í friði með Christinu sinni. Hvers vegna giftist Christina Sergei? Menn velta því mjög fyrir sér hvers vegna Christina ákvað að ganga í hjónaband með Sergei, en um það hafa komið fram þrjár meginhugmyndir. Fyrsta hugmyndin er sú að Frá því í æsku hefur líf Christinu Onassis verið næsta óvenjulegt. Hún fæddist í New York árið 1950 og var annað barna Ara og Tinu Onassis. Faðir hennar var þá orðinn mjög auðugur, en heimili Christinu fyrstu árin var í Suður-Frakklandi. Einstöku sinnum fór Christina í leyfum sínum til Grikklands til þess að hitta ættingja sína, en eiginlega má segja að líf hennar hafi verið nokkuð alþjóðlegt. Hún gekk í skóla í París, og tók þátt í ýmiss konar félagsstarfsemi fyrir ung- ar konur í Bandaríkjunum, Bretlandi og Sviss. Þegar Christina var tíu ára gömul skildu foreldrar hennar, en móðir hennar giftist mark- greifanum af Blandford og fluttist til Englands og hafði hún yfirráðarétt yfir börnunum. Bæði Christina og bróðir hennar vonuðu innilega að foreldrar þeirra tækju saman aftur, en Ætlar að verða venjuleg rússnesk húsmóðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.