Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1978
57
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100 KL. 10—11
FRÁ MANUDEGI
komið til hugar fjórar leiðir, sem
hver fyrir sig, eða allar saman,
ættu að leiða til betri skilnings á
málinu.
Þær eru þessar:
1. Námskeið í sjónvarpi.
2. Verzlunarfyrirtæki, sem selja
t.d. eldavélar, skápa með hillum
eða skúffum niður við gólf, ritvél-
ar o.fl., gefi kaupendum dálitla örk
með leiðbeiningum um vinnustell-
ingar og notkun.
3. Efnið sé tengt leikfimi-
kennslu og íþróttakennslu í skól-
um.
4, íþróttafélögin hafi málið á
stefnuskrá sinni. Heilsa þjóðar-
innar er þýðingarmeiri en öll
íþróttamet.
Fleira mætti sjálfsagt tína til,
en þetta læt ég nægja. Að lokum
vil ég taka fram, að þessar
hugmyndir mínar eru auðvitað
alveg óviðkomandi því ágæta
starfi, sem unnið er á endurhæf-
ingarstöðvunum og sjúkrahúsun-
um. Það er og verður í fullu gildi
sem hjálp við sjúka menn, en gott
væri það, ef almennari þekking og
meiri æfing í réttri notkun líkam-
ans gæti eitthvað dregið úr eða
komið í veg fyrir t.d. gigt eða aðra
kvilla, sem af misnotkun geta leitt.
Slíkt gæti einnig orðið til þess, að
hjálp þjálfaranna kæmi að betri
notum þeim, sem fyrir veikindum
verða.
Læt ég hér staðar numið og
vona, að þessi hugleiðing mín fái
einhvers staðar hljómgrunn hjá
þeim, sem hafa tök á að fram-
kvæma tillögurnar.
Jakob Jónsson
dr. theol.
Þessir hringdu . . .
• Á móti sjálf-
stæði
þjóðarinnar?
Jón Jónsson.
Ég er eldgamall Reykvíking-
ur kominn yfir áttrætt. Ég álít það
að forseti íslands hafi kannski
haft lagalegan rétt til þess að veita
Lúðvík Jósefssyni umboð til þess
að mynda ríkisstjórn en hann
hafði engan siðferðislegan rétt til
þess. Það mælir á móti sjálfstæði
íslenzku þjóðarinnar. Svo langar
mig til þess að senda alþýðuflokks-
mönnufn kveðjur og segja þeim að
þeir megi skammast sín. Það er
auðséð að forysta þeirra er ekki
frá Jóni Baldvinssyni og þeim
heiðursmönnum sem áður stjórn-
uðu flokknum.
• Hvað kosta
sjónvörp?
Örn Ásmundsson.
Ég sá hjá kunningja mínum
um daginn að það stóð í Tímanum
að meðalverð á sjónvarpstækjum
væri 142.000 krónur. Ég tel það
ekki rétt. Meðalverð á sjónvarps-
tækjum samkvæmt þýska genginu
er 40—100.000 krónur og er þá
miðað við svart-hvít og litsjón-
varpstæki. Tæki kosta erlendis í
dag yfirleitt um 100.000 en geta
farið niður í 40.000 en er þau koma
út úr búð hér á landi eru þau
komin upp í kringum 400.000
krónur.
EF ÞAÐ ER
FRÉTTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU
HÖGNI HREKKVÍSI
,Þetta eru mýs af aðalsættum!“
03= SlGeA V/GGA 2 ^LVtRAW
£$r vý wKtto
[w 4« a/mw ághw ,
'íYRft? 07/1N ALIK GALLA /
SKYNDIMYNMR
Vandaðar litmyndir
í öll skírteini.
barna&fþlskyldu-
Ijósmyndir
ÁL5ÍURSrR€TI 6 SfMI 12644
Vestur-þýzku byggingakíkirarnir frá THEIS
aftur fyrirliggjandi.
Iðnaðarvörur, Vélaverslun,
Kleppsvegi 150 (versl. miðst. við Sæviðar
sund) Reykjavík, sími 86375.
Gjallarhorn,
hljóónemar og
magnarar í miklu úrvali
heimilistæki sf
Tœknideild - Sœtúni 8.
simi 24000
4-position input
se/ectorsocket
I.