Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1978
43
Rœtt við
S-
OlafÞorstein Jónsson
óperusöngvara, sem starfar í Sviss
ólafur Þorsteinn í nokkrum þeirra hlutverka sem hann hefur farið með. T.d. Danilo í Kátu ekkjunni ok Tamino í Töfraflautunni.
sinn sem þessi bálkur er fluttur
á íslensku og það er mjög gaman
að fást við þetta.“
„En enda þótt ég hafi mikinn
áhuga á íslenskum sönglögum,
er starf mitt fyrst og fremst
„leikhús-söngur". Það er allt
óráðið með framtíðina, nema
hvað við verðum í Luzern næsta
leikár. Það er ekkert á döfinni
að koma heim, þar sem þá yrði
ég jafnframt að hætta þessu
starfi, þar sem það er ekki tfl
hér sem fullt starf. Við
bjuggumst reyndar ekki við því
upphaflega að við yrðum svona
lengi erlendis, en af því þetta
hefur gengið vel, þá er maður
ekkert að flýta sér héim.“
- SIB
Ólafur Þorsteinn og Jóhanna í sólinni í Fógctagarðinum um
daginn. (Ljósm. Ól. K. M.)
„Maður er
ekkert að
flýta sér heim”
Undanfarin fimmtán ár
hcfur íslenskur óperu-
söngvari starfað við ýmis
evrópsk söngleikahús sem einn
af aðalsöngvurum. Sá maður er
Ólafur Þorsteinn Jónsson cða
Olafur Thorsten. eins og
evrópskir óperuáhorfendur
þekkja hann. Ólafur Þorsteinn
var fyrir nokkru staddur hér á
landi í sumarleyfi ásamt konu
sinni Jóhönnu Sigursveinsdótt-
ur og þá ræddi blaðamaður
Morgunblaðsins við hann.
— „Ég fór að taka söngtímá
hér heima þegar ég var sautján
ára og útskrifaðist úr leikskóla
Þjóðleikhússins árið 1956. Þá
var ég svo heppinn að komast
strax á byrjunarsamning hjá
Þjóðleikhúsinu og starfaði sem
leikari í tvö ár, eða þangað til
ég hélt út til söngnáms. Söngur-
inn stóð alltaf næst hjarta
mínu, en starf mitt sem leikari
var mikill og góður undir-
búningur fyrir það sem ég hafði
mestan áhuga á, þ.e/ að verða I
leiksviðs söngvari eða óperu-
söngvari."
„Ég lærði söng í Salzburg og
Vínarborg í alls fimm ár og á
námsárunum hélt ég minn
fyrsta konsert, hér heima árið
1962 og lék Rögnvaldur Sigur-
jónssön þá undir fyrir mig. —
Nú eftir þetta fimm ára nám,
taldi kennari minn að tímabært
væri fyrir mig að reyna fyrir
mér sem atvinnusöngvari. Það
var nú ekki sérlega árennilegt,
sakir þess hve mikil samkeppni
er um starf við óperuhúsin, en
þetta tókst vonum framar og ég
komst strax á það sem kallað er
„fyrsti samningur" við óperuna
í Heidelberg, en í þessum
„fyrsta samningi" felst það, að
maður fer nær eingöngu með
aðalhlutverk. Ég var sem sagt
ráðinn sem fyrsti lýrískur
tenór."
„Frá Heidelberg lá leiðin til
Hamborgar, þar sem ég vann í
eitt ár við óperettuhúsið, þar
aflaði ég mér mikillar sviðs-
reynslu þar sem ég lék þá
hlutverk Rossillons í Kátu
ekkjunni alls 125 sinnum á u.þ.b.
fjórum og hálfum mánuði. Eftir
þetta fékk ég tilboð frá óperunni
í Lúbeck og þar starfaði ég
næstu sex árin. Þá söng maður
mjög margvísleg hlutverk, allt
frá léttum óperettum og upp í
Wagner óperur. Síðustu árin
sem við bjuggum í Lúbeck var
Vibach leikhússtjóri þar, en
hann kom hingað til lands og
setti upp leikrit og söngleiki. Ég
man að það var svolítið erfitt að
sannfæra hann um að til væri
almennilegt leikhús á íslandi, en
hann fór og varð stórhrifinn."
„Ég réð mig til Mainz eftir
dvölina í Lúbeck og vann þar í
fimm ár. Þar lék ég yfirleitt
aðeins þrjú hlutverk á ári og gat
sungið sem gestur annars stað-
ar. A þessum árum fór ég mjög
víða og söng t.d. í Hollandi,
Luxembourg, Sviss og svo
náttúrulega um allt Þýskaland.
Síðustu tvö árin höfum við
hjónin svo búið í Luzern í Sviss,
þar sem ég er ráðinn við
óperuna. Óperuhúsið er ekki
stórt en það er mjög gaman að
vinna þarna og við kunnum vel
við okkur í Luzern, enda afskap-
lega falleg borg.“
„Okkur þykir samt alltaf jafn
gaman að koma hingað heim og
höfum yfirleitt gert það annað
hvert ár. Ég hef tekið þátt í
flutningi á tveimur óperum hér
á landi. Sú fyrri var Brosandi
land árið 1968 og svo Þryms-
kviða árið 1974. Það var sérstak-
lega gaman að flytja Þryms-
kviðu, þar sem hún er fyrsta
íslenska óperan. Þegar ég er hér
heima, geri ég mikið af því að
syngja íslensk sönglög fyrir
útvarpið og nú að undanförnu
hef ég verið að syngja ljóða-
flokkinn Malarastúlkan fagra
eftir Schubert í íslenskri
þýðingu Daníels Á. Daníelsson-
ar, við undirleik Ólafs Vignis
Albertssonar. Þetta er í fyrsta