Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1978 37 Willebrands — Hollendingurinn fljúgandi Pironio — opinskár andstœöingur kúgunar Benelli — of ungur í páfastól stendur það óhaggað að um fimm hundruð milljón manns eru rómversk kaþólskrar trúar í heiminum og líta til páfans sem síns andlega leiðarljóss og gildi embættisins með það að leiðarljósi vissulega mikils háttar. Pignedoli — Kissinger Páls páfa Allmargir hafa verið nefndir. Öneitan- lega virðist Sergie Pignedoli, kardináli vera sá sem flestir hallast að. Hann er 68 ára gamall, þykir frjálslyndur fram- farasinnaður og hefur í krafti embættis síns í Vatikaninu verið mjög á faralds fæti. Pignedoli hefur um langa hríð verið einn nánasti ráðgjafi Páls páfa. Hann talar mörg tungumál reiprennandi og hefur iðulega verið fulltrúi páfa í vandmeðförnum ferðalögum vítt um heiminn. Hann þykir hjártagóður maður og jákvæður. En einn af samstarfsmönn- um hans í Vatikaninu dregur í efa að hann hafi nógu mikla snerpu til að geta verið páfi. Aftur á móti prýða hann ýmsir þeir kostir, að sögn kunnugra, sem líkja má til Jóhannesar 23. eins ástsæl- asta páfa þessarar aldar og þess páfa sem ótrúlega djúp spor markaði á skömmum starfstíma á páfastóli. Meðal þeirra íhaldssömu kardínála sem nefndir eru er Pericle Felici, 67 ára. Hann þykir með afbrigðum gáfaður maður, frábær stjórnunarmaður og snjall í rökræðum. Þó svo að hann sé virðulegur maður í betra lagi er hann sagður orðheppinn og fyndinn maður sem segir brandara á latínu, hneigður til ljóða- lesturs og bókmennta almennt. Það sem mun verða talinn einna mestur ljóður á ráði hans er hversu íhaldssamur hann er varðandi trúmál og kirkjumál og er talið að þar fari hann langt fram úr Páli og myndi kaþólska kirkjan missa veruleg ítök ef hann yrði kjörinn vegna þess að íhaldssemi hans þyki ekki í takt við neinn nútíma. Ef íhaldssamir og frjálslyndir þurfa á endanum að koma sér saman um málamiðlunarpáfa er nokkurn veginn víst að þar yrði tilnefndur Sebastinao Baggio 65 ára gamall. Hann er snjall diplómat, hjartahlýr maður og einlægur, ræðumað- ur góður en þykir skorta lag á að laða að sér fólk. Hann myndi væntanlega halda mjög svipaðri stefnu og Páll páfi, en vegna þess hve honum hefur erfiðlega gengið að vekja almenna stemningu meðal þeirra sem hann hefur umgengist er ekki víst að hann þætti sérstaklega heppilegur. Giovanni Benelli er „ungur“ á mæli- kvarða páfadóms, eða ekki nema 57 ára. Kardínálarnir telja yfirleitt langsamlega heppilegast að velja til páfa mann sem er kominn allvel á sjötugsaldur, því að ekki þykir æskilegt að páfi sitji um of lengi. Eins og alkunna er höfðu og ýmsir lagt að Páli páfa sjötta að segja af sér páfadómi, fyrst eftir að hann varð 75 ára og síðan er hann varð 80. Benelli er erkibiskup í Flórens, aðsópsmikill maður og einarður og hefur mikil áhrif innan kardínálasamkundunnar. Hann var skip- aður erkibiskup í Flórens á sl. ári, en hafði áður um langa hríð starfað í nánasta ráðgjafahring páfans. Hann hefur mikla og víðtæka þekkingu á alþjóðamálum og kom það oft Páli páfa að góðu gagni. Áftur á móti þykir hann einum of kappsfullur og ósveigjanlegur. En hann hefur aflað sér virðingar fyrir að hann hefur aidrei skirrzt við að taka á málum þótt ljóst megi verða að þau séu ekki vel til vinsælda fallin. Sá frambjóðandi sem einna mestur er félagslegur umbótasinni er Corrado Ursi, sjötugur erkibiskup í Napolí. Hann hefur oft vakið á sér athygli fyrir óvenjuiegá1 mikla og áhrifaríka starfsemi sína fýrir fátæka og m.a. kom hann á laggirnar sjóði þar í borg til að greiða upp skuldir fátæklinga. Hann er óþreytandi í vel- gjörningum sínum, sækir heim sjúka og sorgmædda, hvetur til útrýmingar heilsu- spillandi húsnæðis í borginni og bættrar aðstöðu fyrir börn. Laun hans hafa árum saman að mestu runnið óskert til líknarmála. Þó svo að hann sé með allan hugann við þjóðfélagslegar umbætur og hjálp við fátæklinga er Ursi sagður íhaldssamur í trúarskoðunum. Hann studdi meðal annars eindregið skoðun páfans gegn notkun getnaðarvárna. Aftur á móti hefur hann litla sem enga reynslu í alþjóðamálum og þykir það veikja nokkuð fyrir honum. Þessir sem nefndir hafa verið hér eru allir ítalar og einhver þeirra er líklegast- ur til að verða páfi. En eins og í upphafi var getið hafa nú mál skipzt svo að „útlendir" kardínálar eru í meirihluta. Og þar af leiðandi hafa vissulega nokkrir verið nefndir sem kynnu að koma sterklega til greina. Nánar tiltekið eru alltaf nefndir þrír hinir sömu Johannes Willebrands 68 ára gamall kardináli frá Utrecht í Hollandi. Hann er þekktur maður innan kirkjunnar og vel metinn. Hann er hófsamur í trúarskoðunum, en sagður hafa skynjun á breyttum aðstæð- um innan kirkjunnar. Willebrands hefur átt ágætasta samstarf við síðustu tvo páfa. Hann hefur verið kallaður „Hol- lendingurinn fljúgandi" vegna þrotlausra ferða sinna um heiminn sem allar hafa verið farnar í þeim tilgangi að efla einingu innan kirkjunnar. Hann vakti á sér athygli í Hollandi á stríðsárunum fyrir mikinn stuðning við Gyðinga og einarða andstöðu við nazista. Annar er Eduardo Pironio frá Argentínu, en af ítölskum foreldrum. Hann hefur unnið mjög mikið starf í þriðja heiminum og var skipaður biskup í Mar del Plata árið 1971 en síðan var hann settur yfir trúmáladeild Vatikans- ins árið 1975 og skipaður kardínáli árið eftir. Hann þykir hafa mikla persónu- töfra, ágæta greind og alþýðleg fram- koma hans hefur aflað honum vinsælda. Vitað er að hann nýtur umtalsverðs stuðnings kardínála utan Ítalíu. Hann hefur verið opinskár andstæðingur kúg- unar í Argentínu og orðið fyrir hótunum vegna þess og var einu sinni sýnt banatilræði. Þá skal ekki gleymt að nefna Franz Koenig frá Austurríki, 73 ára erkibiskup í Vínarborg. Hann er bóndasonur, vel menntur og sérstakur tungumálasnilling- ur. Hann hefur verið 'niáttug rödd í páfadómi Páls en reis til metorða þegar Jóhannes 23. var páfi. Hár aldur hans er talinn geta orðið honum fjötur um fót. Hann hefur unnið mikið starf sem miðar að því að reyna að bæta stöðu kaþólsku kirkjunnar í kommúnistaríkjum. Hann var sagður frjálslyndur við síðastá páfakjör en skoðanir hans hafa orðið nokkuð íhaldssamari þessi ár. Þrátt fyrir háan aldur er Koening hinn sprækasti og ver tómstundum sínum í að hlaupa á fjöll og fara á skíðum. Fleiri kardinálar hafa vitaskuld verið nefndir. En hér hefur aðeins verið vikið að þeim sem flestum sérfræðingum ber saman um að komi raunverulega til álita. Um það hver muni hafa verið skoðun Páls páfa sjálfs hefur ekkert verið sagt. Hvað það snertir lét hann ekki eftir sig neina erfðaskrá. En við því má búast að næsti páfi verði frjálslyndari og umbótasinn- aðri, væntanlega eldri en Páll var þegar hann var kjörinn. Trúlegt er líka að hann verði glaðlegri og nálgist í því Jóhannes 23. Það er að minnsta kosti álit þeirra sem með þessum málum hafa glöggzt fylgzt. En brátt setjast kardinálarnir á rökstóla. Og ekkert bendir til að kjör páfa vefjist neitt sérstaklega fyrir hinum heilögu feðrum. (h.k. tók saman. lifimildir New York Times, Observer. AP-Reuter. Newsweek o.fl.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.