Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 12
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. ÁGUST 1978 Heimilisiðnaður landbúnaðarsýningarinnar skoðaður veggteppi en það er flosað af Guðrúnu Þorláksdóttur úr Hvera- gerði. Munstrið er mjög sérkenni- legt en það er gert eftir frostrósum á glugga og er það jafnframt mjög litríkt. í þriðju stofunni er unnið að rennismíði og annarri trésmíði. Þar gat einnig að líta kynningu á íslenzkum sandsteini sem mótun- arefni en hana hafði Erlendur Magnússon sett upp. Þar er steinninn sýndur á þremur stigum: eins og hann kemur fyrir í náttúrunni, hálfunninn og full- unninn. Einnig voru þar nokkrir munir unnir í sandstein eftir 14 ára unglinga frá Hvolsvelli. Að síðustu var sýnt hvernig má varðveita þessa bergtegund — þ.e.a.s. sandsteinninn er bleyttur í plasti — mót af sandsteinsverki og afsteyptur úr þessum mótum. „Ég hef aðeins fengist við þetta," sagði Erlendur, „annars er mjög lítið gert af því yfirleitt að vinna í sandstein. Ég setti þetta upp fyrir þessa sýningu af því að það þótti skemmtilegra að hafa unnið jarðefni frá Suðurlandi. Það er mjög auðvelt að móta sandstein, hann er svo linur, og það er eiginlega hægt að gera hvað sem er úr honum. Við leyfðum fólki að reyna að móta eitthvað úr honum, til að byrja með, en það gekk ekki því að þá komst enginn inn í stofuna," sagði Erlendur að lokum. Auk kynningarinnar voru í þessari stofu leirmunir eftir Gróu Jakobsdóttur, Vatnagörðum, og Svana Sigríður Gestsdóttir hefur mélað pessar myndir á rekavið. LANDBÚNAÐARSÝNINGIN á Selfossi hefur staðið frá 11. þessa mánaðar en henni mun ljúka í dag. Margt getur að líta á sýningunni sem er sú stærsta sinnar tegundar sem haldin hefur verið á íslandi. Meðal þess sem skipar veglegan sess á sýningunni er heimilisiðnaðurinn. Þá deild hafa Samband sunnlenzkra kvenna í Árnessýslu og Rangárvallasýslu og Samband vestur-skaft- fellskra kvenna sett upp og standa að henni að öllu leyti. Hvert hérað lagði fram 20 muni og héruðin skiptast einnig á að sjá um vinnubragða- sýningar. Deild heimilisiðnaðarins er skipt í f jórar einingar en auk þeirra hanga á veggjum ganganna ýmis teppi, málverk, flosmyndir og fleira. I fyrstu stofu heimilisiðnaðar- deildarinnar eru sýndir munir úr lopa, vefnaður, hrosshársmunir, kvensöðull, hnakkur og beisli. Á vinnupalli er únnið í leður, einnig er þar hrosshársvinna. Bjarni Þorsteinsson var að bregða hnakkgjörð úr hrosshári þegar okkur bar að. Hann fléttaði 29 þræði og sagði okkur að þeim sem aldrei hefðu snert þetta þætti Er komið var út úr stofunni vakti athygli okkar veggteppi gert í tilefni kvennaársins 1975. Það var heimaunnið úr tvíþættu togi, gert af Arnheiði Bóvarsdóttur, en munstrið var merki kvennaársins.. Ef haldið er áfram inn í stofu sem merkt er heimilisiðnaður 2 þá kemur í ljós að sú stofa er eins konar tóvinnustofa. Þar er einnig til sýnis vefnaður, fíngerð ullar- vinna og útskornir munir úr tré og beini. Eitt sýningarpúltið er helg- að smíðum Gests Jónssonar í Villingaholti. Eins og sagt var er þessi stofa tóvinnustofa og á miðjum sýningarpalli er uppbúið rúm frá Aðalbjörgu Egilsdóttur frá Selfossi. Á rúminu sátu þrjár Allar starfstúlkur heimílisiðnaðardeildaínnar voru á íslenzkum konur og unnu. Kristrún Matthías- pjóðbúningum. Myndir RAX. „Það er stoppa í list so kka/# það mikil kúnst, en hann væri orðinn svo vanur þessu þar sem hann hefði gert heilmikið af þessu um ævina. Við hlið honum sat kona og saumaði skó. Hún kvað það ekki erfitt að sauma skó úr skinni en erfitt væri að gera það úr leðri. Hún notaði hörtvinna til þess að sauma þá með en hún sagðist hafa notað skóþráð og svo kallað seymi þegar hún var unglingur heima. „Það eru 40 ár síðan ég hef saumað skó þar til núna,“ sagði hún, „en það gleymist ekki frekar en að mjólka kýr.“ í sömu stofu var Ásmundur Björnsson að sauma skinnbrók úr rolluskinni og kálfsskinni. Þessar brækur voru notaðar á skipum og á róðraskútum, sagði hann okkur. Ásmundur var einnig að sauma sjóskó úr sútuðu skinni og lágu þeir tilbúnir á borðinu hjá honum. dóttir var að kemba tog en að sögn hennar var það notað í skóþráð og fataþráð. Togið er tekið ofan af ullinni og kembt með sérstökum kömbum. Kristrún sagði að það hefði aldrei orðið algengt að kemba tog hér á landi en hún hefði lært það á barnsaldri og gripi stundum í það sér til gamans. Systir Kristrúnar, Guðlaug, var að kemba og spinna á rokk en Margrét Árnadóttir var að tvinna á snældu. Guðlaug og Margrét héldu því fram, er þær voru inntar eftir því, að þessi „list“, tóvinnan, myndi deyja út en Kristrún var á öðru máli. „Ég held að það sé farið að kenna þetta," sagði hún, „ég er viss um að tóvinnan á ekki eftir að deyja út.“ Við hliðina ■ á rúminu sem tóvinnukonurnar sátu á var 20 ára gömul handspunavél bræðranna Ingvars Kristjánssonar og Gests Jónssonar í Villingaholti. Hins vegar við rúmið var þriggja þráða rafmagnsrokkur Sigurjóns Krist- jánssonar í Forsæti. Sigurjón fann upp vélina árið 1940 og hann smíðaði á annað hundrað vélar til að selja um allt land og var að því í 13 ár ásamt mági sínum Þórði Jónssyni. Sigurjón sagði að spuna- vélin væri nú safngripur og einnig rokkarnir sem hann sýndi okkur en þá hafði sonur hans Albert smíðað. I þessari tóvinnustofu er einnig vefstóll einn mikill og veglegur og er hann einnig handverk Sigurjóns í Forsæti. Stólinn smíðaði hann árið 1973 og er hann að sögn Sigurjóns notaður eitthvað á hverju ári. „Hann er líka smíðaður til þess að nota hann,“ sagði Sigurjón. Aðalheiður Alfonsdóttir á stólinn og sagðist hún vera að vefa áklæðið á sófasettið sitt í honum. Kristín kona Sigurjóns var að vefa á stólinn er við komum en hún er ein af þeim fáu sem kunna að „setja upp“ í stólinn eins og það er kallað og hafði hún sett upp í hann fyrir áklæðið hennar Aðal- heiðar. „Það er list að stoppa í sokka," sagði Kristín er við inntum hana eftir því hvort það væri ekki erfitt að vefa. „Það verður að gera allt nákvæmlega ef það á að vera vel gert.“ Kristín lærði að vefa í Húsmæðraskólanum á Hallorms- stað og eiga þau hjónin, Sigurjón og Kristín, einn vefstól sem Sigurjón hefur smíðað en alls sagðist hann hafa smíðað nokkuð innan við 10 stóla. Er við komum út úr tóvinnustof- unni rákum við augun í annað handskornir munir eftir ýmsa aðila. Við fórum aftur út á ganginn og eins og fyrr rákum við augun í veggteppi sem þar hangir. Teppið hafði Torfi M. Sveinsson, Helga- stöðum, flosað þjóðhátíðarárið 1974 og er myndin í anda þess árs. Síðasta deildin á heimilisiðn- aðarsýningunni, sú sem er merkt með tölustafnum 4, er sú stærsta og nær yfir tvær stofur. í þeirri fyrri eru heklaðir og prjónaðir dúkar, hnýtingamunir, útskurður í tré og bein, málaðir trémunir, likön, leirmunir, koparsmíði og margt annað. Á vinnupalli var verið að sýna útskurð í leður, þar var einnig verið að prjóna á vél og hekla og prjóna í höndunum bæði peysur og sjöl. Guðrún Sveinsdóttir var að búa til seðlaveski úr leðri og skar út í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.