Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1978 39 Öldu- rót Pétur Önundur Andréssoni HLUSTAÐ Á VORIÐ. Letur fjölritaði. Höfundur gaf út. Reykjavík 1978 Pétur Önundur Andrésson er ungur höf- undur sem freistar þess að gera „öldurót tilfinn- inganna" að ljóði. Árang- urinn er misjafn eins og gengur. Pétur á margt eftir ólært, en honum liggur á eins og mörgum ungum skáldum sem láta fjölrita bækur sínar. I bók hans Hlustað á vorið eru þó nokkur ljóð sem benda til þess að frá honum sé einhvers að vænta. Ég nefni sem dæmi Á leið til vinnu, einfalda mynd úr hvers- dagslífinu: Kaldur morgunn frískur, auð jörð Kola af hafi töskur með börn á leið í skóla upplýstir strætisvagnar þjóta hjá húsin standa heit eftir nóttina bílar koma hóstandi úr sundum mæður búnar að setja þvottavél og börn af stað morgunninn flöktir í golunni milli nætur og dags hikar örstutta stund rís síðan sterkur skapandi í traustum fjallahring. Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Annað ljóð sem vakti athygli mína er Tímans rás um mann sem ríður rauðum hesti til fjalla í sauðaleit og snýr til byggða með safnið á gráum hesti. Aftur á móti er Ijóst að Pétri Önundi Andréssyni lætur ekki vel að túlka tilfinn- ingar sínar þegar á heild- ina er litið. Yrkisefni hans og tök á þeim eru fálpikennd. Auk þess hef- ur hann ekki nægilegt vald á máli, of mikið er um brenglaða orðaröð og stirðlegar setningar. Þetta ætti að geta staðið til bóta, einkum ef höf- undurinn leitaði ráða góðra manna áður en hann sendir frá sér bók næst. Titill þessarar bókar segir ekki allt um efni hennar. Þótt margt sé tilviljunarkennt í henni má greina viðleitni til sjálfskönnunar og ort er um líf í vaxandi borg, ti dæmis sagt frá því hvernig er að vera þrett- án ára í Breiðholti. Utsala Torgsins í Iðnaðarmannahúsinu Hallveigarstíg 1 Nýjar birgðir á morgun, mánudag. Skólafatnaður á gjafverði GLUGGATJALDAEFNI STÓRES ÖNNUR METRAVARA Flónel Rifllaö flauel Denim-efni Léreft köflótt Garn 190- Kvenfatnaður Kjólar Pils Blússur Buxur Gallabuxur Sokkabuxur Peysur Mittisblússur frá kr. frá kr. frá kr. frá kr. frá kr. frá kr. frá kr. frá kr. 1900 3500 950 2900 1990 195 1750 2500 Herrafatnaður Föt frá kr. 17900 Stakir jakkar frá kr. 9900 Skyrtur frá kr. 1450 Terelynebuxur frá kr. 4900 Gallabuxur frá kr. 1990 Peysur frá kr. 2500 Mittisjakkar frá kr. 2500 Nærbolir frá kr. 350 Nærbuxur frá kr. 350 Barnafatnaður Mittisblússur Peysur Gallabuxur Skyrtublússur Bolir Rally jakkar SKOR Kvenskór Karlmannaskór Barnaskór Strigaskór Stígvél Kuldaskór frá kr. 1900 frá kr. 1750 frá kr. 2750 frá kr. 1250 frá kr. 645 frá kr. 2900 1900 1900 1500 395 950 1900 Verð kr. 950. IÐNAÐARMANNA HUSINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.