Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 5
MO.RGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1978 33 Skotfæravagninn. sem sprakk. Sprengjubrotum og drasli rignir yíir nærstadda. Slökkviliðsbifreið komin á vettvang og sést hvar verið er að slökkva eld í hyggingnnni til vinstri. Myndi Magnús Sigurðsson. lífið í borginni að færast örlítið í eðlilegra horf. Strætisvagnar tóku að sjást á nokkrum stöðum í borginni en engir sporvagnar enn. Ókyrrðin var samt mikil áfram og almennur ótti ríkjandi. Almenningur var, einnig harmi lostinn vegna meðferðarinnar á leiðtogum sínum. Enginn vissi raunar, hvað orðið hafði um Alexander Dubcek eða aðra leiðtoga. Fréttir voru hvarvetna á kreiki um, að Rússar hefðu þegar tekið helztu þeirra af lífi. Loks ofbauð öllum, að einn kommún- istaflokkur gæti beitt annan ofbeldi. Sú frámunalega staðreynd blasti við öllum, að starfsemi kommúnistaflokks landsins var bönnuð, blöð hans gefin út með leynd og starfsemi hans fór fram með leynd neðanjarðar alveg eins og á tímum nazista. Munurinn var bara sá, að nú voru það Sovétríkin og fleiri kommúnistaríki, sem tekið höfðu við hlutverki nazista Andspyrnan skipulögð Það var eitt helsta verk Rússa fyrsta dag innrásarinnar í Prag að ná öllum fjölmiðlunartækjum á sitt vald. Frjáls hugsun og tjáning skyldi kæfð strax á fyrsta degi. Annað átti hins vegar eftir að koma á daginn. Þegar morguninn eftir tóku tékknesku blöðin að koma út með leynd. Starfsemi þeirra var svo vel skipulógð, að það féll ekki einn einasti dagur úr útgáfu þeirra. Það voru blöðin, útvarp og sjónvarp, sem allt var rekið með leynd er áttu eftir að stappa svo stálinu í þjóðina næstu daga, að hún snerist öll sem einn maður gegn ofbeld- inu. Þá áttu blöð, útvarp og sjónvarp hvað mestan þátt í því að skipuleggja þá andstöðu aðgerðarleysisins sem eftir fyrsta dag innrásarinnar setti framar öðru svip sinn á andspyrnuna gegn hernáminu. 1 stað ögrana var skorað á fólk að hafa engin samskipti við rússnesku hermennina, leggja þeim ekki lið á neinn hátt, láta þá ekki hafa neinar vistir, gefa þeim engar upplýsingar en sýna þeim aðeins þögla fyrirlitningu. Viðhorf fólks kom ekki hvað sízt fram í sæg af veggspjóldum og tilkynningum, sem hengd voru eða límd á húsveggi. Hvarvetna sáust myndir af Svoboda, forseta landsins og flokksforingjanum Dubcek og áskoranir um stuðning við þá. Þá mátti sjá sæg af veggspjóldum, þar sem hæðst var að Rússum og skorað á þá að fara r.iim. Víða mátti sjá stjörnuna, merki Rauða hersins, málaða með hakakrossi innan í. Á öðrum spjöldum var öllum þeim, sem voguðu sér að eiga nokkra samvinnu við innrásarherinn, hótað hefndum og sagt, að þeir kölluðu yfir sig eilífa svívirðu sem föðurlands- svikarar. Hakakross inni í rauðri stjörnu. merki Rauða hersins. Eitt af mörgum veggspjöldum. sem hengd voru upp í Prag og sýndu hug borgarbúa í garð innrás- arhersins. Myndina tók Magnús Sig- urðsson. I útsendingum hins leynilega sjónvarps og útvarps konui frani stööugar hvatning- ar til almennings um að hvika hvergi frá stuðningi við leiðtoga landsins. Stöðugt varð að skipta um rásir og bylgjulengdir, því að hernámsliðið gerði allt sem unnt var til þess að trufla þessar útsendingar. Engu að síður tókst að halda áfram útsendingum þessara stofnana að mestu viðstöðulaust einkum þó útvarpsins. Utvarpsstöðvarnar „Frjáls Prag", „Frjáls Bradislava", „Frjáls Plzen" og margar aðrar léku ættjarðarlög eftir tónskáldin Dvorák og Smetana á milli fréttatilkynn- inga og áskorana. Þessum útvarpsstöðv- um var yfirleitt komið fyrir í bílum, sem stöðugt fluttu sig úr stað, svo að hernámsliðið gæt.i ekki niiðað þær uppi. Starfslið blaðanna hvarf á fyrsta degi hernámsins' „undir jörðina" og þaðan var útgáfu blaðanna haldið áfram viðstöðu- laust. Blöðin skýrðu ýtarlega frá því sem gerðist á hverjum degi jafnt í Prag sem annars staðar í landinu. Nöfn þeirra, sem áttu að hafa gengið til samstarfs við hernámsliðið voru birt og almenningur beðinn að forðast þá sem föðurlandssvik- ara. Og þrátt fyrir alvöru þessara daga var óspart hæðst að hernámsliðinu og hernámsríkjunum. Auðvelt er að gera sér í hugarlund, hvílík áhrif þetta allt hafði til þess að stappa stálinu í fólk. Árangurinn kom líka fliótt í ljós. Enginn vildi ganga til samstarfs við hernámsliðið fyrir utan örfáa menn, sem í senn voru svo fyrirlitnir og áhrifalausir á meðal þjóðarinnar, að Rússar treystu sér ekki þá þegar til þess að koma á fót nýrri stjórn skipaðri leppum sínum. Frelsisstefnan uppraett með ötlu______________ Þegar ég lít til baka, finnst mér sem atburðir þessara daga í Prag hafi engu glatað af óhugnaði sínum og slíka atburði myndi ég ekki vilja upplifa að nýju. Það var að vísu mjög mikils virði fyrir mig sem blaðamann að vera viðstaddur þennan hildarleik. En ógnaratburðir af þessu tagi kunna að vera svo skelfilegir, að þeir ofbjóði hverjum manni, ekki hvað sízt friðsömum íslendingi, sem aldrei áður hafði séð nútíma vígvélar og morðtól að verki. Þá hefur það valdið mér sem mörgum öðrum sárum vonbrigðum, að ekkert er nú eftir af þeirri frelsisstefnu, sem Alexander Dubcek og samherjar hans innleiddu með slíkum glæsibrag í landi sínu árið 1968. Uppreisnin í Ungverja- landi 1956 var að vísu einnig kæfð í blóði, en afleiðingar hennar urðu samt þær, að dregið var úr ógnarstjórninni þar í landi að því marki, að þar hefur síðan að sögn kunnugra verið hvað skást ástand í allri Austur-Evrópu. í Tékkóslóvakíu héfur þróunin orðið á annan veg. Þeir afturhaldsmenn, sem við völdum tóku á eftir Dubcek og samherj- um hans, gerðu það aö sínu fyrsta verki að innleiða að nýju ógnarstjórn með skerðingu á öllum þeim mannréttindum, sem við íslendingar teljum jafn sjálfsögð og eðlileg eins og andrúmsloftið, sem við öndum að okkur. Sú hnípna þjóð, sem hvarvetna blasti við mér, þegar ég yfirgaf Tékkóslóvakíu í ágústlok 1968, býr enn heilum áratug síðar við þau vandamál óleyst, sem frelsisstefnunni var ætlað að leysa og öilum voru augljós. Það vald, sem kæfði frelsisstefnuna í þann mund, sem árangur hennar var sem óðast að koma fram, er alls ráðandi í Tékkóslóvak- íu enn þann dag í dag. Verzlun Til sölu fataverzlun. Lítill lager. Góöir greiðsluskil- málar. Tilboö merkt: „Verzlun — 3560", send- ist Mbl. fyrir 25. ágúst. AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JBorowiblntiiö © 3 DAGAR • • • • • SKYNDI Mánudag Ensk föt með vesti Frakkar Stakar buxur Skyrtur Peysur Náttföt o.m.fl. GJAFVERÐ '3 DAGAR Þríðjudag — Miðvikudag HERRADEILD AUSTURSTRÆTI 14,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.