Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 14
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1978 *S4ik THE OBSERVER THE OBSERVER Flugfélögin læra lexiu Sannir kapítalistar. sem sýna. aO áhætta í viðskiptum og frjáls samkeppni horna sík ennþá. ei^a upp á pallhorðið hjá Bandaríkjamönnum. Einn slíkur hefur skotið upp kollinum 1 Washinnton. Alfred Kahn var prófessor í haKfræði, þegar Carter forseti skipaði hann yfirmann Civil Aeronaut- ics Board. sem hefur yfirum- sjón með öllum handarískum fluKfélÖKum. á síðast liðnu ári. Kahn var þcirrar skoðunar, að tími væri kominn til þess að lyfta verndarhendi stjórnar- innar af fluRfélÖKunum ok láta þau standa á cÍKÍn fótum og eiga í frjálsri samkeppni eins og annan atvinnurekstur. Hann veitti því nýjum flugfé- lögum leyfi til að fljúga á leiðum, sem áður höfðu verið háðar takmörkunum, og beitti sér fyrir fargjaldalækkunum. Tillögur Kahns ollu miklu fjaðrafoki. Honum var sagt, að hugmyndir hans væru út í hött,' að hann hefði ekkert vit á farþegaflugi (sem hann viður- kenndi fúslega), að litlu flugfé- lögin myndu fara á hausinn og að stóru flugfélögin myndu nota sér einokunaraðstöðu sína og hækka fargjöldin. Albert Casey, forstjóri American Airlines, varaði hann við og sagði, að bezta flugsam- göngukerfi heims félli saman, ef reglubreytingarnar mistækjust. En prófessorinn fékk sínu framgengt, og í kjölfarið sigldi mesta uppsveifla í sögu banda- rísku flugfélaganna. Mikið úrval sérstakra afsláttarfargjalda, sem heita nöfnum eins og „Super Sayer", „No Frills" og „Chicken Feed“, hafa höfðað til þúsunda nýrra viðskiptavina. Fargjöld, sem voru þegar lægri en annars staðar í heiminum, hafa lækkað mikið. I mörgum tilfellum hefur flugmiðaverð lækkað um 30, 40, eða 50 af hundraði. Farþegaflutningar á öllum helztu flugleiðum innanlands hafa aukizt mikið. 240 milljónir miða voru seldir á síðasta ári, en nú í ár er talan um 15% hærri. Fyrir mörg flugfélög var fyrsti fjórðungur þessa árs sá arðbær- ásti síðan árið 1968, og hlutabréf flugfélaganna seljast nú háu verði. Samkeppnin er jafnvel mikilvægari en afsláttarfar- gjöldin. Hún hefur valdið því, að föst fargjöld, til dæmis milli Miami og Los Angeles, hafa lækkað um 53 prósent. Kahn trúir því, að þetta sé aðeins byrjun þess, sem koma skal, og brosir hróðugur eins og vísindamaður, sem hefur sannað eitt af lögmálum náttúrunnar með háværri sprengingu. Hann segir, að farþegaflug hafi ekki þurft á afskiptum ríkisins að halda og að stærðarhagkvæmni sé því ekki svo mikil. Stór bílaverksmiðja getur framleitt ódýrari bíla en lítil. En stórum flugfélögum veitist ekki miklu auðveldara en litlum að dreifa Laurence Marks föstum rekstrarkostnaði, og auk þess eiga stór flugfélög oft erfiðara með að laga sig að breyttum markaðsaðstæðum. Uppsveiflan hefur haft stjórnunarvandamál í för með sér. I sumar hefur það oft verið erfíðleikum bundið að ná sam- bandi í gegnum síma við flugfé- lögin til þess að panta flugfar. Farþegar, sem fljúga mikið í viðskiptaerindum, eru óánægðir með þrengslin í vélunum — og farþegana, sem borga aðeins tvo þriðju eða helming fasta far- gjaldsins. Viðskiptavinir, starfsfólk á ferðaskrifstofum og jafnvel starfsfólk flugfélaganna eiga erfitt með að átta sig á ollum skilorðsbundna afslættinum, sem Kahn hefur sagt um í gamni, að sé í gildi „á þriðjudög- um í ágúst, ef það er hlaupár og aðeins fyrir örvhenta dverga með tólf tær.“ En hann býst við, að betri sölutækni og stjórn geti leyst þennan vanda. Og sem stendur blómgast frjálslyndi 19. aldar- innar í Washington. Elsku bragðaðu nú á tegundum i Kókoskökur Spesíur ’ Kókostoppar •Vanilluhringir KEXVERKSMIÐJAN FRON Nýtt byggingar- samvinnufélag: Vinnan reis- ir 14 íbúðir í Seljahverfi NÝTT byggingarsamvinnufélag. Vinnan. sem nokkrir aðilar tcngdir Rafafli stofnuðu snemma i þessu ári, er um þessar mundir að reisa sperrur á fyrsta íbúðarhúsi af 14. sem féiagið fékk úthlutað reit undir í Seljahverfi. Framkvæmdir þessar. sem eru hinar fyrstu i vegum félagsins. hófust í marz s.1.. en áætlað er. að öll húsin verði fokheld með fullfrágengnu þaki og tilbúin að utan fyrir irslok. Að framkvæmdum félagsins er staðið með nokkuð nýstárlegum hætti. Þannig var skipulag húsa og lóðar unnið í samstarfi íbúðareig- enda og arkitekts ásamt fulltrúum borgaryfi rvalda. Öll húsin eru einbýlishús, skipu- lögð í þéttri byggð með litlum sérlóðum og bílskúr, en stórri sameiginlegri lóð. Með þessum hætti hefur tekizt að nýta landið i svipuðu hlutfalli og aigengt er við byggingu fjölbýlishúsa. Hönnuður húsanna er Hjörleifur Stefánsson, en Verkfræði- stofa Sig. Thoroddsen hefur annazt verkfræðivinnu. Ekki liggja enn fyrir kostnaðartölur um fram- kvæmdirnar, en stefnt er að því, að skilaverð húsanna verði fyllilega sambærilegt við verð blokkaríbúða af sömu stærð, byggðum á frjálsum markaði. Þar sem vart hefur orðið við mikinn áhuga almennings á starfi félagsins, einkum meðal ungs fólks, hefur verið ákveðið að boða til fundar í Hamragörðum mánudaginn 21. ágúst kl. 20.30, þar sem markmið félagsins verða kynnt. Jafnframt verður stofnað til nýs byggingarhóps á fundinum. (Frétt frá Bsf. Vinnunni). Hér mi sjá hús þau. sem nýstofnað byggingarsamvinnufélagið Vinnan reisir nú í Seljahverfi. alls 14 hús. Við byggingu þessara húsa eru m.a. notuð sænsk álmót til að auka á hagkvæmni í byggingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.