Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 4
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1978 ÓGNARDAGARí PRAG — Innrásin kom öllum gjör- samlega á óvart. Kvöldið áður hafði lííið í Prag verið með fullkomlega eðlilegum hætti. Engin óttamerki var þá að sjá á nokkrum manni, enda grunaði engan, hvílík vá var yfirvofandi. Þegar borgarbúar síðan vöknuðu við drunur og vélbyssu- skothríð frá sovézkum skrið- drekum, þá þyrmdi yfir þá. Allir vissu, áð betta voru endalok frelsisstefnunnar í Tékkóslóvak- íu. Þannig fórust Magnúsi Sig- urðssyni Ibgfræðingi orð, er hann rif jaði þessa atburði upp i viðtali við Morgunblaðið. Magn- ús dvaldist um skeið í Prag sumarið 1968 sem blaðamaður á vegum Morgunblaðsins og var þar staddur á innrásardaginn 21. ágúst. Frásögn hans fer hér á eftir. — Rússar beittu einkum vélaherdeild- um og þá fyrst ofi fremst skriðdrekum í sókn sinni inn í borgina. Þeir fóru mjög hratt yfir, svo að borgin féll nánast á augabraKÖi enda óvarin með öllu. Stjórn- arvöld Tékkóslóvakíu náfu líka strax út fyrirskipun um að veita enga mótspyrnu gegn innrásarherjunum, enda var við ofurefli að eiga. Atök urðu þó á ýmsum stöðum í borginni, þar sem fólk reyndi að sýna virka mótspyrnu nánast með berum hnefum. Það var einkum unga fólkið, sem Magnús Sigurftsson. Sjdnar- vottar- Magnúsar Sigurðs- sonar á innrás- inni... Mynd þessa tók Magnús Sigurðsson skammt frá útvarps- húsinu í' Prag fyrsta morgun innrásarinn- ar. en þar urðu mestu áttfkin þann morgun. tók þátt í þessum aðgerðum. Mestu átökin urðu innrásarmorguninn við útvarps- bygginguna, en hún var ein af þeim stöðum, sem Rússar reyndu hvað fyrst að ná á ' sitt vald. Með því að aka strætisvögnunum og öðrum farartækjum þvert á nærliggjandi götur, reyndu Tékkar að loka leiðunum að útvarpsbygg- ingunni. Skömmu síðar loguðu þessi farartæki endanna á milli og jókst þá spennan mjög. En þá fyrst kastaði tólfunum, þegar hugdjarfur Tékki hafði borið íkveikjublys að rússneskum skrið- dreka, sem strax stóð í Ijósum logum, svo að áhöfnín mátti forða sér hið bráðasta. Þegar hér var komið, var allt farið úr böndum. Rússnesku hermennirnir skutu án afláts úr vélbyssum sínum að vísu að mestu upp í loftið, en þess var skammt að bíða, að ógnaratburðir gerðust. Maður varð fyrir skoti þar sem hann stóð á gangstéttarbrún, féll út á götuna og hreyfði sig ekki framar. í skelfingunni, sem þarna skapaðist, reyndi hver sem betur gat að komast burt sem fyrst eftir aðliggjandi götum. Þar voru hins vegar alls staðar fyrir rússneskir skriðdrekar, sem þutu um á fleygiferð með viðstöðu- lausri vélbyssuskothríð. Þarna skapaðist því hið mesta öngþveiti. Mannfjöldinn reyndi sem ákafast að komast burt en þorði ekki. Afleiðingin varð sú, að fólkið þyrptist sem ákafast inn í nærliggjandi hús og troðfyllti þar strax alia kjallara og undirganga í leit að skjóli. Eftir þetta dró úr spennunni þarna en aðeins í bili. Ofar við sömu götu og útvarpsbyggingin stóð við, hafði verið kveikt í rússneskum skriðdreka. Afleið- ingarnar hefðu kannski ekki orðið svo voðalegar, ef ekki hefði staðið við hlið hans hlaðinn sprengjuvagn með fall- byssukúlum. Þegar þær tóku að springa hver af annarri, skapaðist þarna hið mesta ógnarástand. Lentu sprengjurnar hvað eftir annað á margra hæða húsi beint á móti, sem strax stóð allt í ljósum logum. Við hverja sprengingu rigndi svo grjóti og logandi drasli úr byggingunni langar leiðir niður eftir götunni. Fljót- lega kviknaði síðan í byggingunni á móti hinum megin götunnar. I því víti, sem þarna skapaðist, urðu stórslys á fólki með þeim afleiðingum, að nokkrir hlutu bráðan bana og enn fleiri örkuml. Sjálfur var ég svo lánsamur að standa tiltölulega neðarlega við götuna fast við húsvegg, svo að mig sakaði ekki. Mér finnst þó enn í dag sem það hafi verið einskær heppnin, sem þarna skildi milli feigs og ófeigs. Ótti og hatur í hernuminni borg______________ Á öðrum degi eftir innrásina var hernámið algjört. Á öllum aðalgötum Prag, við allar mikilvægar opinberar byggingar og við allar brýr yfir Moldá, stóðu raðir rússneskra hervagna og skriðdreka. Allt samband við útlönd var slitið. Samgöngur jafnt til útlanda sem innanlands lágu niðri. I þessari hernumdu borg ríkti óhugnanlegt ástand. Óttinn var áberandi. Hvarvetna þar sem fólk átti leið framhjá rússneskum hermönnum eða hvervögnum þeirra, tók það á sig krók. En jafnfra.mt óttanum mátti greina hatrið í hverju andliti. Fólk hrækti á eftir skriðdrekun- um, þar sem þeir fóru um, steytti hnefana og hrópaði ókvæðisorð. Glundroðinn setti sinn svip á allt mannlíf í borginni. Fyrstu dagana eftir innrásina gengu engir sporvagnar né heldur strætisvagnar og aðeins örfáar verzlanir voru opnar. Fyrir framan þaer stóðu langar biðraðir en fólk var svo óttaslegið, að hvenær sem gelt heyrðist í rússneskri vélbyssu, tvístruðust þessar biðraðir líkt og lauf í vindi. Utgöngubann á nóttunni____________________ Sovézku hernámsyfirvöldin komu strax á útgöngubanni á nóttunni, sem standa skyldi frá kl. 10 að kvöldi til kl. 5 að morgni og kom fljótt í ljós, að lífshættu- legt var að virða þetta bann að vettugi. Á hverju kvöldi og það áður en útgöngubannið skall á, sendi hernámslið- ið borgarbúum kveðju sína. Skotið var stanzlaust af vélbyssum og hríðskota- byssum í 5—10 mínútur og þarna í miðborginni tók einn herflokkurinn við þá annar hætti. Stundum var skothríðin svo áköf, að það var líkast því sem um stórbardaga væri að ræða milli mismun- andi herja. Þannig hélt þessu áfram alla fyrstu viku hernámsins nema síðasta daginn, en þá var mér sagt, að útgöngu- bannið hefði verið fellt niður. Ástandið hélzt samt óbreytt þá að því leyti, að fólk reyndi að komast heim fyrir myrkur. Á hverri nóttu gistu fleiri manns á hótelinu, þar sem ég bjó, er orðið höfðu of seinir fyrir og þorðu ekki heim, eftir að dimmt var orðið. Eftir tvo fyrstu daga hernámsins tók Badminton Opnum 1. september Tímapantanir 21.—24. ágúst kl. 17.30—20.00. Ejdri félagar hafa forgang aö tímum sínum til 24. ágúst. Tennis- og Badmintonfélag Reykjavíkur Gnoöarvogi 1 — Sími 82266 — Pósthólf 4307 i aiiiuui Byggingarmót Höfum til sölu lítið notuo sænsk byggingarmót. Krossviöarklædd álmót. Létt og handhæg í notkun. Ingvar Björnsson hdl., Pétur Kjerúlf hdl., Strandgötu 11, Hafnarfiröi, sími 53590. ÞARFTUAÐKAUPA? ÆTLARÐUAÐSELJA? f_2 Þl ,U (il.YSJR I MORfil VBI.AWM EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU v-fc.-V-- vfc-í*.*.*-,*. . V • VWWMi'%'l.«> v

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.