Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. ÁGUST 1978
31
ljóst: Að einn höfuðsnillingur
málaralistar tuttugustu aldar-
innar hefur fært einni
fámennustu þjóð heims svo
mikinn andlegan auð, að það
tekur sjálfsagt nokkur ár fyrir
okkar að melta það og gera
okkur ljóst hverju þessi
hollenski öldungur hefur hyglað
okkur.
Mig grunar, að sænski málar-
inn BKNGT LINDSTRÖM, sem
er mikill vinur Bram van Velde,
hafi haft eitthvað með þetta allt
aö gera, en hann kom hingað til
lands fyrir nokkru og tilkynnti
þessa veglegu gjöf. Það hefur
einnig frést, að von sé á enn
meiri gjöf frá BRAM VAN
VELDE. Ef svo er, á ég engin
orð til að láta í ljós þakkír
mínar til þessa örláta lista-
manns. Ef til vill er BRAM VAN
VELDE kunnugt um fátækt
okkar af listaverkum hér á
landi. Ef ég veit rétt, er Island
til dæmis einasta landið í
Evrópu sem ekki á málverk eftir
PICASSO, svo að eitt lítiö dæmi
sé nefnt, eða er það svo lítið?
Ekki ætla ég að hafa þessar
línur lengri að sinni, en ég vil af
veikum mætti færa BRAM VAN
VELDE þakkir okkar allra, og
ég veit, að ég tala fyrir munn
allra þeirra, sem þegar þekkja
verk þessa mikla meistara og
einnig fyrir hönd þeirra, sem
eiga eftir að kynnast hinni
miklu gjöf, sem okkur ber að
varðveita á viðeigandi hátt.
Valtýr Pétursson.
Divertimenti mjög nærri formi
sónötunnar og vikja aö lokum
fyrir kammertónlist í sónötu-
formi.
Leikur félaganna var mjög vel
æfður og samtaka, en eins og
áður hefur verið minnst á, er
tónsvar kirkjunnar einum of
mikið og spillti tónleikunum að
nokkru. Því mætti skjóta hér
inn, að hugsanlega hentaði
tónlist eftir ítölsk fiðlutónskáld,
eins og t.d. Corelli, vel svona
sterku hljómsvari, enda er
tónstíll ítala frá þessum tima
talinn mjög mótaður af tónsvari
hljómleikasala þar í landi.
Sigurður I. Snorrason og
Hafsteinn Guðmundsson eru
reyndir hljóðfæraleikarar, en
Oskar Ingólfsson er ungur og
efnilegur tónlístarmaður.
Vonandi halda þeir áfram að
æfa kammertónlist af kappi og
ættu að flytja öll fimm verkin
fyrir tónleikagesti í höfuðborg-
inni. Það gildir sama lögmál
með listflutning og aðra
markaðsvöru, að það tekur
langan tíma að vinna markað,
eða eins og réttast verður orðað,
að móta neyzluvenjur manna,
skapa neyzluþörf. Þeir aðilar,
sem reynt hafa að skapa mönn-
um skilyrði til að hlusta á
lifandi kammertónlist mega
ekki gefast upp. Það tekur
langan tíma og mikla þjálfun að
verða góður kammertónlistar-
maður og langan tíma og mikla
ástundun að verða góður hlust-
andi á kammertónlist.
Jón Asgeirsson.
lega gerð fyrir Kór Langholts-
kirkju. Það fyrra, eftir undirrit-
aðan, við texta úr Orðskviðum
Salomons og tvö verk eftir
Þorkel Sigurbjörnsson, við 92.
sálm Davíðs og Hosianna. Tón-
verk Þorkels eru að því leyti til
nýstárleg, að yfir þeim er
góðlátlegur og gamansamur
blær, sem hljómleikagestir
kunnu vel að meta.
Kór Langholtskirkju er mjög
góður, vel mannaður, í góðri
þjálfun og er Jón Stefánsson
kominn í hóp þeirra kjór-
stjórnenda er taldir verða á
fingrum annarrar handar og
beztir eru sagðir í söngstjórn
hér á landi.
Jón Asgeirsson.
Hvöt með skemmti-
ferð um Borgarfjörð
HVÖT, félag sjálfstæðis-
kvenna í Reykjavík, efnir til
árlegrar skemmtiferðar
laugardaginn 26. ágúst n.k.
Lagt verður af stað kl. 8
árdegis frá Valhöll Háa-
leitisbraut 1. Farið verður
að Reykholti í Borgarfirði,
staðurinn skoðaður og síðan
snæddur hádegisverður á
sumarhótelinu þar. Þá verð-
ur ekið í Húsafellsskóg, þar
sem höfð verður viðdvöl og
síðan verður ekið um Kalda-
dal til Reykjavíkur. Ef
veður leyfir verður stanzað
á leiðinni og varðeldur
kveiktur. Farmiðar kosta
kr. 3.500, fyrir börn 12 ára
og yngri er verðið kr. 2.300
og fyrir börn yngri en 4 ára
kr. 1.800.
Jónína Þorfinnsdóttir
formaður Hvatar sagði í
samtali við Morgunblaðið
að gildi ferðar sem þessar-
ar, væri ekki aðeins að njóta
náttúrufegurðar og sam-
vista við gott fólk á góðum
degi, heldur ekki sízt að
treysta samheldni sjálf-
stæðisfólks og innbyrðis
vináttutengsl.
Sagði Jónína að eftir
kosningar hefði verið mikið
rætt um að efla flokksstarf
Sjálfstæðisflokksins og
Fjöldi fólks fór í skemmtiferð
Hvatar á s.l. ári.
flokksandann og styrkja
tengsl forystumanna og
kjörinna fulltrúa á þingi og
í borgarstjórn við flokks-
menn.
Jónína sagði, að væntan-
leg ferð Hvatar væri
skemmtiferð, sem allt sjálf-
stæðisfólk, einstaklingar og
fjölskyldur, ættu kost á að
fara saman í, og því skoraði
hún nú á alla að fjölmenna
í þessa ferð.
Flugleiðir h.f. bjóða - nú öllum landsmönnum til get-
raunaleiks. Merkið í svarreiti. Klippið út og sendið
skrifstofum félagsins, eða umboðsmönnum þess fyrir
31. ágúst n.k. Aukaseðlar fást á sömu stöðum.
Hver fjölskylduaðili má senda eina lausn.
Rekstrarstærð Flugleiða má m.a. marka af því að saman-
iagður fjöldi þeirra kílómetra, sem allir farþegar félagsins
lögðu að baki s.l. ár, (farþega/km félagsins) var
2.629.681.000. Það svarar til meira en 10.000 km á hvern
íslending.
Hjá Air France er samsvarandi tala 390 km, og hjá KLM
910 km, en það er hæsta þess konar hlutfall, sem vitað er
um hjá erlendu félagi.
1. SPURNINC
Hvaða þjóð er mesta flugrekstrar-
þjóðin í þessum samanburði?
□ □ □
Frakkar Hollendingar islendingar
Aðeins örfá flugfélög í Evrópu geta státað af því að hafa
verið rekin án ríkisstyrkja undanfarin ár.
4.SPURHINC
Eitt neðangreindra félaga hefur aldrei
fengið ríkisstyrk.
Hvaða télsig er það?
- Sabena Flugleiðir British Airways
Flugleiðir ýmist eiga, eða eru virkir þátttakendur í rekstri
erlendra flugfélaga, sem vakið hafa verðskuldaða athygli
á alþjóða vettvangi fyrir öra uppbyggingu og góðan
rekstur.
5. SPURNIHC
Þetta á við um tvö neðantaldra félaga.
Þau heita?
□ □ □ □ □
Cargolux Iberia SAS Luxair. Air Bahama
Þótt starfsmannafjöldi Flugleiða sé sá lægsti, sem við
þekkjum, miðað við selda farþega/km, starfar þó einn af
hverjum hundrað vinnandi íslendingum hjáfélaginu.
í Vestur-Þýskaiandi vinnur einn af hverjum 1700 hjá Luft-
hansa og á Irlandi einn af hverjum 400 hjá Air Lingus.
Það er hæsta erlenda hlutfall, sem okkur er kunnugt um.
2. SPURNINC
Hvaða flugfélag veitir samkvæmt
þessu, hlutfallslega mesta atvinnu í
sínu þjóðfélagi?
□ □ □
Air Lingus Flugleiðir Lufthansa
Undanfarin ár hafa Flugleiöir h.f. haft hæsta hleðslunýt-
ingu allra flugfélaga á Norður-Atlantshafsleiðum.
Árið 1977 varðhún 76.1%.
Þrenn aðalverðlaun:
A) 3ja vikna fjölskylduferð til Florida.
B) 2ja vikna fjölskylduferð til Parísar.
C) 2ja vikna fjölskylduferð til Alpafjalla.
Hótelgisting innifalin í öllum ferðunum.
Til fjölskyldu teljast forráðamenn hennar og
þau börn þeirra sem hjá þeim búa.
Tuttugu aukaverðlaun:
1 — 10 Tveir farmiðar með vélum 11 — 20 Tveir farmiðar með vélum
félagsins til einhvers áætlunar- félagsins tll elnhvers áætlunar-
staðar erlendis — og heim attur. staðar Innanlands — og helm aftur.
FLUGLEHMRHF
Aóatskritstofa Reykjavíkurflugvelli
3. SPURNINC
Hvað er hleðslunýting?
□
Nýting framboðinnar
hleðslugetu flugvélanna
□
Tím'nn sem fór í
afgreiöslu flugvélanna
□
Hámarks flugtaks-
þyngd flugvélanna
Nafn
Simi
Heimilisfang