Morgunblaðið - 20.08.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1978
41
Sandsteinskynningin á heimilisiðnaöarsýningunni.
það munstur. Það voru margir sem
höfðu áhuga á því að vita hvernig
farið væri að því að skera út í
leður og útskýrði Guðrún það fyrir
hverjum sem vildi hlusta enda
tjáði hún okkur að kvenfélagið
hefði sent hana að læra leðurvinnu
til þess að kenna í heimahéraðinu
og hafði hún þegar haldið nokkur
námskeið. „Ég hef selt dálítið af
leðurmunum en það er ekki mikið.
Ég hef gefið mest af þessu í
tækifærisgjafir," sagði Guðrún og
hélt áfram að vinna við seðlavesk-
ið.
í síðustu stofunni var einungis
sýning á munum. Þar gat fyrst að
líta skautbúninga, mismunandi að
gerð en alla haglega gerða. Meðal
þessara búninga var þjóðhátíðar-
búningurinn teiknaður af Sigríði
Jónsdóttur en saumaður af Svan-
hildi Stefánsdóttur, írafossi,
Grímsnesi. Efnið í búninginn var
handofið. Svanhildur átti einnig
annan mun sem vakti aðdáun
þeirra er sáu en það var píanó-
bekkur sem hún hafði saumað.
Aðaluppistaðan í munstrinu voru
nótur af lagi sem maður hennar
hafði samið.
Fjölmargt annað var í stofu
þessari svo sem útsaumaðir dúkar,
málaðar myndir, borðlampar,
brúður og saumaður og pressaður
gróður sjávar og lands uppsettur
sem myndskraut.
Við kvöddum nú heimilisiðn-
aðarsýninguna og þrátt fyrir það
að margir munir hafi eflaust farið
fram hjá okkur í hinu gífurlega
safni muna sem þarna var þá
vorum við sannfærð um að margt
væri listafólkið á Suðurlandi og að
þar væri stundað fleira en land-
búnaðurinn einn.
RMN
Á vegg einum á sýningunni hékk pessi mynd og dró hún að sér athygli
margra gesta. Myndin heitir Sönggleði og er máluö á við af Ingimundi
Einarssyni.
Skautbúningurinn fremst á myndinni er málaður af Maríu Jónsdóttur
en saumaður af Önnu Guðjónsdóttur. Hann er í eigu Kvenfélags
Fljótshlíðar. Búningurinn annar frá vinstri er þjóöhátíöarbúningurinn.
Séö yfir lítinn hluta af sýningunni.
Akranes:
3 sjómenn
heiðraðir
Akranesi 15. ágúst 1978
Þess má geta í fréttum þótt
seint sé, að á sjómannadaginn
síðasta voru m.a. þrír f.v. sjómenn
heiðraðir í Akraneskirkju, athöfn-
ina framkvæmdi séra Björn Jóns-
son sóknarprestur. Þeir sem voru
heiðraðir, voru þeir Björgvin
Stefánsson Klöpp, Guðmundur
Björnsson Arkarlæk og Njáll
mikið traust. — Njáll hefir verið
farsæll og fengsæll skipstjóri,
bæði á þorsk og síld. Hann
bjargaði ásamt skipshöfn sinni á
V/S Fylki áhöfninni á V/S Birni
þegar báturinn sökk í vonskuveðri
úti á Faxaflóa fyrir nokkrum
árum.
— Einnig björguðu þeir á
Fylki herflutningapramma með
Talið frá vinstri. Séra Björn Jónsson, Björgvin Stefánsson.
Guðmundur Björnsson, Njáll Þórðarson og Guðmundur M. Jónsson
formaður Sjómannadagsráðs.
Þórðarson, nú búsettur í Reykja-
vík.
— Björgvin og Guðmundur hafa
sótt sjóinn allt frá árabátaöld og
unnið við fiskiframleiðsluna af
miklum dugnaði og við góðan
orðstír. — Njáll fór snemma í
siglingar, sótti t.d. fiskiskip til
Noregs með Gísla Jakopsen skip-
stjóra o.fl., þegar hann var 14 ára.
— Tvítugan að aldri sendi hinn
kunni skipstjóri og aflamaður
Bjarni Ólafsson Njál með E/S
Ólaf í fisksölustúr til Bretlands og
þótti hann sýna svo ungum manni
um 100 hermönnum til lands á
hernámsárunum, en þeir voru á
reki vélarvana í ofsaroki á Faxa-
flóa.
Hann fór einnig áhættuferðir
til aðstoðar bátum í hrakningum
bæði sunnanlands og norðan.
Séra Björn Jónsson minntist
drukknaðra sjómanna við minnis-
merki þeirra á Akratorgi en það
listaverk er gert af Marteini
Guðmundssyni frá Merkinesi í
Höfnum og var það afhjúpað á
sjómannadaginn árið 1967. —
Júlíus.
Athöfnin við minnismerkið á Akratorgi.