Morgunblaðið - 31.08.1978, Síða 2

Morgunblaðið - 31.08.1978, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1978 Áætlað að halda á miðin við Jan Mayen Lodnan þar allt ad 28% feit Þrír bændur med nær 3000 ærgildi RúmlegaVs bænda með stærri bú en 400 ærgildi MORGUNBLAÐINU er kunnugt um að nú er í bígerð að einhver íslenzk loðnuskip haldi til loðnu- miðanna við Jan Mayen og athugi frekar með veiði þar. í gær bárust engar fréttir af veiðum norsku skipanna frá þessum slóð- um, en þær fréttir hafa nú Hrossauppboð á Blönduósi SÖLUFÉLAG Áustur-Húnvetn- infta hefur ákveðið að gangast fyrir opinberu hrossauppboði á Blönduósi n.k. laugardag. Var í gær búizt við að þarna yrðu boðin upp 15—20 hross og eru þau eingöngu tamin og sumt ágætis reiðhestar að sögn Árna Jóhanns- sonar kaupfélagsstjóra á Blöndu- ósi. Hefst uppboðið laust eftir hádegið og verður það haldið við tamningastöðina á Blönduósi. — Þetta er tilraun hjá okkur og við erum fyrst og fremst að kanna með þessu hvort menn hefa áhuga á að selja hross með þessum hætti og hvort einhverjir kaupendur koma, sagði Árni. borizt frá Noregi að loðnan á þessum slóðum sé allt að 28% feit, eða tvöfalt feitari en loðnan, sem íslenzku skipin hafa verið að ».fá siðustu vikurnar. Ef satt reynist að loðnan sé allt að 28% feit, þá fást yfir 20 kr. fyrir hvert kfló af henni. Tíu skip tilkynntu Loðnu- nefnd afla frá því kl. 17.00 í fyrradag fram til kl. 16.00 í gær og eru þau þessi: Hilmir SU 520 lestir, Magnús NK 470, Örn KE 550, Stapavík SI 470, Sigurður RE 1350, Sandafell GK 100, Börkur NK 1050, Þórshamar GK 450, Víkur- berg GK 250 og Hákon ÞH 600 lestir. Aflasumri lokid í Miðfjardará Staðarbakka, 30. ágúst. VEIÐI lauk í Miðfjarðará í dag, en alls veiddust 2354 laxar og er það svipuð tala og síðasta ár, en það var algjört metár. Mest veiði í þrjá daga á 10 stengur voru 380 laxar. — Benedikt. Akureyri 30. ágúst. Frá Tryggva Gunnarssyni blm. Mbl. AF ÞEIM 4473 bændum sem nú er í landinu voru 2716 með bústofn innan við 400 ærgildi um áramótin 76—77 og var ærgilda- fjöidi þeirra alls 651190. en heiidarærgildafjöldi í eigu bænda var 1710490. Eins og komið hefur fram í fréttum blaðsins er kveðið svo á í tillögudrögum hinnar svo nefndu 7 mannanefndar að hcim- ilt verði að setja kvóta á fram- leiðslu sauðfjár- og nautgripa bænda og hefur nefndin sett fram þær hugmyndir um skerðingar- mörkin að á fyrsta ári verði allir bændur að taka á sig 2% skerð- ingu af grundvallarverðinu og þegar bændur eru með 401—600 ærgildi verði skcrðingin 4% við viðbótina umfram 400 ærgildi. Fyrir þá sem hafa 601—800 ærgildi verði skerðingin 8% af verðinu og hjá þeim sem cru mcð 801 ærgildi og þar yfir verði skerðingin 8% og hjá þéttbýlis- húum og ríkisbúum verði skerð- ingin 10%. Gerð hefur verið könnun á því hvernig búin í landinu skiptast niður eftir ærgildafjölda og reyn- ast 233 bændur vera með 100 ærgildi eða minna, 734 bændur með 101—200 ærgildi, 897 bændur með 201—300 ærgildi, 852 bændur með 301—400 ærgildi, 669 bændur með 401—500 ærgildi, 414 með 501—600 ærgildi, 269 með 601—700 ærgildi, 172 bændur með 701—800 ærgildi, 108 bændur með 801—900 ærgildi, 66 bændur með 901—1000 ærgildi, 32 bændur með 1001—1100 ærgildi, 16 bændur með 1101—1300 ærgildi, 6 bændur með 1301—1500 ærgildi, 4 bændur með 1501 — 1700 ærgildi og 3 bændur með 2100—3000 ærgildi. Ærgildi nautgripa og sauðfjár í landinu eru nú talin 1779412 og eins og áður sagði eiga bændur þar af 1710490 ærgildi, en afganginn eiga m.a. þéttbýlisbúar sem eiga 33995 ærgildi og þá eingöngu sauðfé, tilraunabú hins opinbera eiga 15513 ærgildi og af því eru 4045 ærgildi í sauðfé og þá er einnig töluvert af sauðfé í eigu manna sem hafa lögb&li til um- ráða, en stunda aðra aðalatvinnu en landbúnað. Ærgildi er eins og nafnið bendir til notað um eina ær og jafngildir ein mjólkurkú 20 ærgildum og geldneyti 8 ærgild- um. 5 millj. kr. smyglgóss í olíutank ER M.S. Bifröst kom til Njarðvík- ur að utan s.l. mánudag, fundu tollverðir eftirtalinn smyglvarn- ing í skipinut 305 flöskur af vodka, 119000 stk. af vindlingum, eða um 600 karton, 12 ks. af áfengum bjór, 2 ks. af cocktailblöndu, 2 stk. talstöðvar. Eigendur smyglvarningsins voru sex skipverjar. Varningurinn fannst aðallega í olíutank og í lest skipsins, en hann er um 5 millj. kr. virði á útsöluverði hérhndis. Níu nýir ráðherrar: Ólaf ur, Steingrímur, Tómas - Benedikt, Kjartan, Magnús- Ragnar, Hjörleifur, Svavar FRAMSÓKNARMENN og alþýðuflokksmenn gengu að mestu leyti frá ráðherraefnum sínum á þingflokksfundum síð- degis í gær en meiri óvissa ríkti um ráðherra- efni Alþýðubandalagsins allt fram undir það er þingflokksfundur hófst i gærkvöldi. í ráðuneyti Ólafs Jóhannes- sonar er gert ráð fyrir að verði 9 ráðherrar, ef af stjórnarmynd- un verður. Á þingflokksfundi Framsóknarflokksins í gær voru þeir Ólafur, Steingrímur Her- mannsson og Tómas Árnason kosnir ráðherraefni flokksins og fengu þeir öll atkvæði nema þrjú sem skiptust á Einar Ágústsson, Vilhjálm Hjálmars- son og Jón Helgason. Frá upphafi má segja að ljóst hafi verið að þeir Benedikt Gröndal formaður Alþýðu- flokksins og Kjartan Jóhanns- son varaformaður hans yrðu ráðherraefni Alþýðuflokksins en eftir þingflokksfundinn í gær voru mestar líkur á því að Magnús H. Magnússon fyrrum bæjarstjóri í Eyjum yrði þriðji ráðherra flokksins, þó að það væri talið ráðast nokkuð af þeim ráðuneytum sem kæmu í hlut flokksins. Innan Alþýðubandalagsins var aðeins eitt ráðherraefni flokksins öruggt fyrir þing- flokksfundinn, sem halda átti í gærkvöldi, en það var Ragnar Arnalds. Itrekað hefur verið Ragnar Hjörleifur Svavar reynt að fá Lúðvík Jósepsson og Geir Gunnarsson til að gefa kost á sér í ráðherrastóla en þeir höfðu til þessa algjörlega neitað því. Að þeim frátöldum voru einkum nefndir til Hjörleifur Guttormsson og Svavar Gests- son. Um kvöldverðarleytið í gær- kvöldi virtist einsýnt að auk forsætisráðuneytis fengi Fram- sóknarflokkurinn í sinn hlut fjármálaráðuneytið, landbúnað- arráðuneytið og dóms- og kirkjumálaráðuneytið, og var líklegast talið að Steingrímur tæki fjármálaráðuneytið og Tómas Árnasoa dóms- og kirkjumálaráðuneytið og einnig landbúnaðarráðuneytið. Ljóst er að Benedikt Gröndal verður utanríkisráðherra, ef þessi stjórnarmyndun tekst, og Kjart- an Jóhannsson verður sjávarút- vegsráðherra. í hlut Magnúsar kemur heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytið, og/eða sam- gönguráðumeytið og/eða félags- málaráðuneytið en ekki mun fyllilega gengið frá skiptingu þessara ráðuneyta milli Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags. Vegna þess hversu óljóst er um ráðherraefni Alþýðubanda- lagsins er erfiöara að fá upplýs- ingar um skiptingu ráðuneyta þar á milli manna. Rætt hefur verið um að Hjörleifur Gutt- ormsson taki iðnaðar- og orku- málin en Ragnar Arnalds mun einnig hafa áhuga á þeim málaflokki. Þá er einnig ljóst að viðskiptaráðuneytíð kemur í hlut Alþýðubandalagsins og einnig hefur því verið boðið menntamálaráðuneytið. Horfur voru á þvi í gærkvöldi að reynt yrði enn að fara á fjörurnar við Geir Gunnarsson um að taka við því ráðuneyti úr því að hann hefur algjörlega hafnað fjár- málaráðuneytinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.