Morgunblaðið - 31.08.1978, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1978
17
Sverrir V. Guðmundsson kennari í Lækjarskólanum í Hafnarfirði, hjá
nokkrum munum smíðuöum úr málmi.
Ljósm.: RAX.
Sigríður Halldórsdóttir formaður félags íslenskra vefnaðarkennara.
verið ok KeysileKur áhuKÍ væri nú
fyrir mynd- og handmenntagrein-
um. Sagði Hjálmar að um 200
manns hefðu sótt námskeiðið, sem
væri á vegum Kennaraháskóla
Islands, og hefði meiri hluti
þátttakenda verið utan af landi.
Fiskaórói smíðaður úr áli.
að þau vinni verkefnin sjálf, en þó
undir leiðsögn kennarans. Eftir að
verkefnin voru ákveðin var gerð
kennsluáætlun um það hvernig
best væri að leggja verkefnið fýrir
börnin og fundið út eitthvert
ákveðið markmið með verkefninu.“
Hjálmar sagði að í vetur yrði i
fyrsta sinn gert að skyldu að
kenna mynd- og handmennt í 1.
bekk og alveg upp úr, en einnig
væri verið að vinna að því að
stelpur og strákar væru ekki höfð
aðskilin í þessúm greinum, heldur
gætu þau unnið saman ef þau vildu
það heldur.
Um námskeiðið sagði Hjálmar
að það hefði verið eitt það
fjölmennasta sem haldið hefði
Hægt er aö kenna vefnaö
án þess að vera með stóra
vefstóla
„Við höfum aðstöðu í vefstólun-
um í Myndlista- og handíðaskóla
íslands, en þátttakendur í
vefnaðarnámskeiðinu voru um 15
talsins,“ sagði Sigríður Halldórs-
dóttir formaður Félags íslenskra
vefnaðarkennara, en hún var
leiðbeinandi á vefnaðarnámskeiði
fyrir kennara.
„Við fengumst aðallega við mjög
einfaldan vefnað, og miðuðum
hann við kennslu í 7. og 8. bekk í
grunnskóla,“ sagði Sigríður, „en
ekki er farið að kenna vefnað
almennt í skólunum ennþá. Við
höfum þó verið að reyna að benda
á að hægt er að kenna vefnað án
þess að vera með stóra vefstóla,
því að hægt er að nota til dæmis
ramma og pappaspjöld. Krökkun-
um finnst ákaflega gaman að vefa,
eins og reyndar flestum sem byrja
á því. Þó eru þau kannski dálítið
feimin við þetta fyrst, því þetta er
alveg nýtt f.vrir þeim flestum."
„Ég tel að vefnaður eigi mjög vel
heima sem fag innan mynd- og
handmenntagreina, því að
nemandinn þarf að leggjá mikið af
mörkum sjálfur við verkið og að
mínu rnati er þessi skapandi
þáttur við vefnaðinn ákaflega
þroskandi." — A.K.
Skrautlegir sparigrísir, grímur og aðrar furðuverur vöktu óskipta athygli.
Norksa konungsfjölskyldan, og hundurinn Sámur. Lengst til hægri Ilaraldur ríkisarfi. en við hlið hans
sonurinn Hákon Magnús.
Eyjólfur Guðmundsson:
Ólafur Hákonarson V
Noregskonungur, 75 ára
Þann 2. júlí sl. varð Olafur
Noregskonungur 75 ára. Hátíða-
höldin vegna afmælisins gáfu
vísbendingu um vinsældir þessa
þjóðhöfðingja, og reyndar er vitað
að meira en 95% allra Norðmanna
vilja viðhalda konungdæmi í
landinu. Þeir fáu, sem vilja
lýðveldi (þ.e. leggja niður konung-
dæmið), eru ýmist kommúnistar,
eða öfgasinnar lengst tií vinstri.
Konungdæmið í Noregi stendur
því föstum fótum, og ber að fagna
því.
Sem kunnugt er voru Noregur
og Svíþjóð sambandsríki fram til
ársins 1905 og var sænski
konungurinn jafnframt þjóðhöfð-
ingi Norðmanna. Eftir sambands-
slitin það ár, völdu Norðmenn sér
nýjan konung, sem síðar bar
nafnið Hákon 7. Hákon var af
dönsku konungsættinni, en þá ætt
má rekja til hinna fornu Noregs-
konunga. Hákon var við ríki í
Noregi frá 1905 — 1957, en á
tímabilinu 1940 — 45 dvaldist
hann landflótta á Bretlandseyjum
vegna hernáms Þjóðverja.
1958 var Ólafur V. kríndur til
konungs í Niðaróssdómkirkju svo
sem faðir hans og hefir hann verið
konungur síðan.
Á yngri árum stundaði konung-
ur mikið íþróttir, og á tímabili var
hann meðal betri skíðamanna
landsins. Hann lagði einnig stund
á kappsiglingar og var sigursæll í
þeirri grein. Siglingar þessar iðkar
hann enn, sér til gamans.
Á herskyldualdri gegndi hann
herþjónustu og á stríðsárunum
fékk hann aðstöðu til að kynnast
hermálum almennt. Sem þjóðhöfð-
ingi og um leið æðsti maður
norska hersins á konungurinn að
vera sameiningartákn allra lands-
manna. Á friðartímum reynir
sjaldan á persónuleika hans, en
þegar hernaðarástand ríkir, er
ljóst að konungur með sterkan
baráttuvilja hefur þýðingu fyrir
baráttuþrek landsmanna.
Af föstum verkefnum konungs-
ins má nefna, setningu og slit
norska þingsins, viðtal við utan-
ríkisráðherra einu sinni í viku, en
þetta er orðin föst regla síðan á
stríðsárunum. Viðræður vi for-
sætisráðherra einu sinni í mánuði.
Viðtöl við yfirmenn hersins á
hverjum miðvikudegi og oftar ef
ástæða þ.vkir. Auk þessa mætir
hann á ýmsum fundum, m.a. í
ríkisráði og annast þar fundar-
stjórn. Haraldur ríkisarfi mætir
þá einnig.
Fyrrum forsætisráðherra
Noregs'Lars Korvald, lét eftirfar-
andi orö falla um Ólaf konung:
„Við eigum skilningsríkan og
góðan konung, sem greinilega
hefur margþætt áhugamál, og
víðtæka þekkingu á mörgum svið-
um. Hann er alþýðlegur, og á það
til að vera spaugsamur, þannig að
ljóst er að hann tekur ekki hlutina
of hátíðlega."
Lýðhylli og vinsældir Ólafs V.
Noregskonungs eru ekki aðeins
afleiðing af verkum hans og
framkomu, heldur einnig afleiðing
þess sem faðir hans gerði. Beað
minnast þess að Hákon faðir hans
lét þau orð falla vorið 1940 að
heldur vildi hann deyja en falla
lifandi í hendur Þjóðverja.
l’ILBOI)!
SEM ÞÚ GETUR EKKI HAFNAÐ
NÚ BJÓÐUM VIÐ FLAUELSBUXUR
VERD KR. 6.900.-