Morgunblaðið - 31.08.1978, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 31.08.1978, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1978 19 Fréttirí stuttn máíi Nunnurnar flýðu klaustrið London. 30. ítcúst. Reuter. TUTTUGU nunnur urðu í skyndi að yfirgefa klaustur sitt og sex manns voru færðir til rannsóknar á sjúkrahús eftir að 22 kg tunna með blásýrusalti féll af vörubifreið með þeim afleiðingum að innihald- ið fór á dreif. Efni þetta er mjög eitrað og hefði innihald tunnunnar komizt í vatnsból hefði það nægt til að granda þúsundum manna, að því er yfirvöld hermdu. 35 slösuðust í hvirfilbyl Memphis, Tennessee, 30. ágúst, Reuter. UM ÞAÐ bil 35 manns slösuðust, þar af tveir alvarlega, þegar hvirfilbylur gerði mikinn usla í verzlunarmiðstöð í Memphis síð- degis í gær. Nokkurt tjón varð og á mannvirkjum. Fundu 90 grafir frá bronzöld Padcrborn. 30. átíúst. Reuter. Fornleifafræðingar fundu í dag 90 grafir frá bronzöld við stæði nýs vegar sem verið er að byggja í námunda við Paderborn í Vest- ur-Þýzkalandi. Grafirnar eru um 3.000 ára gamlar. Kreml bannar reykingar í kvikmyndum Moskvu, 30. aprfl. SOVÉZKIR kvikmyndaframieið- endur eiga það á hættu að myndir þeirra verði stýfðar ef aðalpersón- urnar eru sýndar reykjandi, að því er skýrt var frá í dag. Eru þetta opinberar fyrirskipanir og því við borið að reykingar kvikmynda- hetjanna hvetji almenning til vindlingareykinga. Vöruskipti óhagstæð Dönum í júlí Kaupmannahöfn, 30. ágúst, Reuter. Vöruskiptajöfnuður Dana í júlí- mánuði var óhagstæður um 1,4 milljarða danskra króna, eða tæpa 66 milljarða íslenzkra króna miðað við síðustu gengisskráningu. I jijní var vöruskiptajöfnuðurinn óhag- stæður um 0,8 milljarða danskra króna en um 1,5 milljarða í júlí 1977. Samkvæmt upplýsingum dönsku hagstofunnar var vöruskiptajöfn- uður Danmerkur óhagstæður um níu milljarða króna fyrstu sjö mánuði 1977, en um 11 milljarða á sama tíma árið áður. Veður víða um heim Akureyrj 16 skýjaó Amsterdam 16 skýjaö Apena 32 skýjaó Barcelona 31 léttskýjað Berlín 16 skýjað Brússel 18 skýjaó Chicago 27 heiöskirt Frankfurt 21 rigning Gent 18 skýjaö Helsinki 14 skýjaó Jerúsalem 29 heiöskirt Jóhannesarb. 22 skýjaó Kaupmannah. 18 skýjað Líssabon 26 heióskírt London 19 heiðskírt Los Angeles 30 heiðskirt Madrid 33 heióskírt Malaga 30 léttskýjað Mallorka 28 léttskýjað Miami 30 skýjaó Moskva 14 heióskirt New York 31 skýjað Ósló 15 skýjaó París 22 skýjaó Reykjavík 9 alskýjað Rio De Janeiro 30 léttakýjað Rómaborg 23 heióskirt Stokkhólmur 15 skýjaó Tel Aviv 29 heióskírt Tókýó 33 heiöskírt Vancouver 22 léttskýjaó Vínarborg 18 skýjað Camp David fundurinn: Nýju Dehlí. 30. áRÚst. Reutcr. ÖRUGGAR heimildir skýrðu frá því í dag að Indlandsstjórn hygðist á næstunni kaupa orrustuþotur að verðmæti tveggja milljarða Bandaríkjadala frá Vesturlöndum. Einkum eru taldar koma til greina ensk-frönsku Jagúar þoturnar, Mirage F-1 þoturnar frönsku og sænsku Viggen þoturnar. Hermdu heimildirnar að Indverjar þyrftu um 200 nýjar hljóöfráar orrustu- þotur, en hver þeirra kostar um 10 milljónir dala og nemur því heildarupphæðin í íslenzkum krónum um 560 milljörðum. YÍð SÍg London. 30. ágúst. Reuter BANDARÍKJADALUR féll enn á gjaldeyrismörkuðum í Evrópu 'í dag í kjölfar fréttanna af óhag- stæðum vöruskiptajöfnuði Bandaríkjanna í júlímánuði. Enn- fremur féli dalurinn mjög á gjaldeyrismörkuðum í Tókýó í dag og er það talið í beinu framhaldi af falli hans í Evrópu í gær. Greinir á Kínaleiðtoginn Hua Kuo-feng hefur ekki sézt reykja á al- mannafæri þar til í Júgóslavíu á dögunum, að því er blaða- menn, sem fylgjast með ferð hans, herma. Aðstoðarmenn leiðtogans segja að Hua hafi vanið sig af reykingum fyrir mörgum árum en byrjað á ný í Rúmeníu í fyrri viku. Vindl- ingareykurinn olli tárfelli hjá Hua. Varist frétta af Tehcran. 30. ágúst, AP—Reuter. IIUA KUO-feng Kínaleiðtogi og Mohammcd Reza Pahlavi Irans- keisari ræddust í dag við í sumarhöll keisarans og er talið að leiðtogarnir hafi einkum rætt alþjóðamál. þótt enn hafi ekkert verið látið uppi um viðræðurnar. Ennfremur er gert ráð fyrir að leiðtogarnir hafi rætt um vjðskipti landanna, en Kínverjar kaupa einkum olíu og döðlur af Iran í skiptum fyrir ýmsar neyzluvörur. Fyrst og fremst er þó litið á ferðalag Hua til Iran sem tilraun Herþotur fyrir 560 milljarða? af hálfu Kínverja til að auka tengsl landanna tveggja. Ekki er búizt við að neitt verði látið uppi um viðræður Hua og keisarans fyrr en Hua verður kominn heim til Peking á föstudag. Sovétmenn ásökuðu Hua í dag fyrir að hafa ráðizt á Sovétríkin í ræðu sem hann hélt við komuna til Irans í gærkvöldi, viðbrögð Sovét- manna voru þó ekki jafn hörð og þegar Hua dvaldi í Rúmeníu og Júgóslavíu fyrir skemmstu. Dollarinn samur Reynt að fá Maga heim? Teheran, 30. ágúst, Reuter. HINN nýi forsætisráðherra íran sagði í dag að ekkert væri hæft í hlaðafregnum að stjórn hans hefði sent menn út af örkinni til að ræða við trúarieiðtoga einn og andstæð- ing keisarans, sem er í útlegð í írak. Jaafar Sharif-Emami sagði ennfremur að engir hcfðu vcrið gerðir út í slíkum tilgangi hvorki til íraks né í aðrar áttir. Blöð í Iran birtu í gær í fyrsta sinn frá 1963 myndir af Ruhollah Khom- einy leiðtoga múhameðstrúarmanna, en hann var rekinn úr landi eftir blóðugar mótmælaaðgerðir gegn stjórninni í Teheran 1963. Sögðu blöðin að erindrekar Sharif-Emami hefðu farið til íraks til viðræðna við leiðtogann, og eitt blaðanna sagði að stjórnvöld reyndu að fá Khomeiny til að snúa heim og væru að semja við hann í því tilefni. Forsætisráðherr- ann sagði að ekkert væri hæft í þessu, flugvél hefði farið til að ná í Irana sem þar var í haldi eftir að hafa viðurkennt að vera viðriðinn eldsvoðann í kvikmyndahúsi í Abadan sem varð 377 manns að bana. Sharif-Emami sagðist einbeita sér að því nú og á næstu dögum að fá andstæða trúar- og stjórnmálahópa til að lifa í sátt og samlyndi, og hefur þremur prestum múhameðstrúar- safnaðar verið leyft að snúa til heimabæja sinna af því tilefni. Stjórnarandstæðingar segja að 50 slíkir prestar hafi verið gerðir útlægir frá heimabæjum sínum fyrir að andmæla stjórninni við messur. Skaut manninn, særði konuna Bastia. Korsíku. 30. úkúsI. Reuter. MAÐUR nokkur skaut í gærkvöldi vestur-þýzkan ferðalang til bana, særði eiginkonu hans alvarlega og rændi loks tveimur börnum hjón- anna sem vörðu sumarleyfi sínu á Korsíku, að því er lögreglan hermdi í dag. Þegar síðast fréttist var ódæðismaðurinn ófundinn. um nýtingu hafsbotns Manila. Filippseyjum. 30. ágúst. AP. BANDARÍSKIR sérfræðingar í hafréttarmálum eru í algerri andstöðu við afstöðu Bandaríkja- stjórnar til vinnslu málma og auðæfa í og á hafsbotni. Kom þetta í Ijós á ráðstefnu alþjóða lögfræðifélagsins sem nú er haldin á Filippseyjum, og tókst ekki í dag að ná fram málamiðlun milli sérfræðinganna og sendinefndar Bandaríkjanna á Hafréttarráð- stefnunni. Vilji stjórnarinnar í Washington er aö frjáls aðgangur skuli vera að auðæfum botns úthafanna, en sérfræðingarnir vilja hins vegar aö skýr og skorinorö ákvæði skuli sett um vinnsluna og að tryggð sé réttlát hlutdeild þróunarríkjanna í auð- æfunum. Undir núverandi kring- umstæðum hafa Bandaríkjamenn einir ta'kni til að vinna ákveðna mikilvæga málma sem finnast á botni úthafanna. tillögum Carters leggja til að komið yrði upp stöð bandaríska flughersins á Sínaí- skaga og að bandarískir hermenn yrðu á vesturbakka Jódan, ef það gæti leitt til þess að leysa hnút þanh sem er á friðarviðræðum Egypta og Israela. Blaðafulltrúinn sagðist, sem áður segir, ekkert vita um þetta, en benti á að Bandaríkjamenn hefðu áður boðið deiluaðilum að hermenn yrðu á umdeildu svæðun- um í þeim tilgangi að koma aðilum að samningaborðinu á ný. V arizt f rétta úr keisarans höll Jackson Hole, Wyoming, 30. ágúst, Reuter. BLAÐAFULLTRÚI Hvíta húss- ins sagðist í dag ekki hafa hugmynd um hvaða tillögur Bandaríkjastjórn legði fyrir þá Menachem Begin forsætisráð- herra ísraels og Anwar Sadat forseta Egyptalands á fundinum í Camp David í næstu viku. Blaðið Washington Post skýrði hinsvegar frá því í gær að á fundinum mundi Carter forseti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.