Morgunblaðið - 31.08.1978, Side 20

Morgunblaðið - 31.08.1978, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1978 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, símí 10100. Aöalstræti 6, sími 22480. Askriftargjald 2000.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Stefnubreyting Alþýðu- bandalags í varnarmálum Viðræður vinstri flokkanna á þessu sumri um myndun vinstri stjórnar munu ekki þykja þeim stjórnmálamönnum, sem í þeim hafa staðið, til sóma, en einn þáttur þeirra er þó svo merkilegur, að ástæða er til að staldra við hann.. Þar er um að ræða þá stefnubreytingu Alþýðubandalagsins, að vera nú til viðtals um þátttöku í ríkisstjórn, sem hefur það ekki á stefnuskrá sinni, að varnarliðið skuli hverfa af landi brott. Þetta eru sérstæð tímamót. Alþýðubandalagið hefur tvisvar áður átt aðild að vinstri stjórn. I báðum tilfellum var það yfirlýst stefna þeirra ríkisstjórna, að segja skyldi varnarsamningnum við Bandaríkin upp og varnarliðið skyldi hverfa af landi brott. Þau stefnumið voru í raun forsenda fyrir þátttöku Alþýðubandalagsins í þeim ríkisstjórnum. Nú verður engu slíku til að dreifa, ef af verður þeirri stjórnarmyndun, sem stefnt hefur verið að undanfarna daga. Alþýðubandalagið mundi þá í fyrsta sinn í sögu sinni taka þátt í ríkisstjórn, sem hefði það beinlínis á stefnuskrá sinni, að halda óbreyttri stefnu í utanríkis- og varnarmálum. Ýmsir talsmenn Alþýðubandalagsins hafa gefið þá skýringu á þessari stefnubreytingu, að þeir hugsi sér slíka vinstri stjórn einungis til skamms tíma og til bráðabirgða og til þess að leysa aðsteðjandi vanda í efnahagsmálum. Þetta er fyrirsláttur einn. Þetta er röksemd, sem Lúðvík Jósepsson og félagar hans hafa fundið upp til þess að friða almenna flokksmenn sína, sem bregðast illa við áformum Alþýðubandalagsins um að fara í ríkisstjórn, sem hefur það að stefnumiði að halda óbreyttri stefnu í varnarmálum. Hið rétta er, að Lúðvík Jósepsson og helztu samstarfsmenn hans hafa engan áhuga á brottför varnarliðsins og þeim er illa við, að þetta baráttumál Alþýðubandalagsins sé að þvælast fyrir þeim í þeirri stjórnarmyndun, sem nú stendur yfir. Þess vegna reyna þeir að finna upp alls konar röksemdir til þess að blekkja sína eigin flokksmenn og telja þeim trú um, að ekki sé um stefnubreytingu hjá Alþýðubandalaginu að ræða. Það er hins vegar ljóst, að stefna Alþýðubandalagsins í öryggismálum er að breytast í grundvallaratriðum. Forysta flokksins setur ekki kröfuna um brottför varnarliðsins á oddinn eins og hún áður gerði. Þetta eru út af fyrir sig ánægjuleg tímamót og vísbending um, að víðtækari samstaða geti tekizt í framtíðinni um þá stefnu í utanríkis- og varnarmálum, sem fylgt hefur verið síðasta aldarfjórðung. Alþýðubandalagið er að vísu enn ekki komið svo langt á þroskabraut sinni, að það sé tilbúið til þess að lýsa í orði yfir stuðningi við núverandi stefnu í öryggismálum en ef það tekur þátt í vinstri stjórn þeirri, sem nú er verið að reyna að mynda, hefur það í verki lýst stuðningi við óbreytta stefnu í utanríkis- og öryggismálum — og það er sannarlega myndarlegur áfangi á þroskabraut þess. Alþýðubandalag vill aukinn launamun En það er ekki aðeins, að Alþýðubandalagið sé að breyta um stefnu í utanríkis- og varnarmálum. Svo virðist sem afstaða þess til kjaramála sé einnig að breytast að verulegu leyti. Hingað til hefur Alþýðubandalagið haldið því fram, að það væri helzti málsvari lægst launaða fólksins í landinu. Nú bregður svo við, að Alþýðubandalagið krefst þess, að launamunurinn verði aukinn á ný frá því sem verið hefur. Alþýðubandalagið krefst þess, að fólk, sem hefur hærri tekjur, fái meiri launahækkanir en þeir sem hafa lægri laun. Alþýðubandalagið krefst þess, að t.d. hjón, sem hafa hálfa milljón á mánuði í tekjur, fái fullar vísitölubætur á sín laun, sem þýðir, að launahækkun slíkra tekjuhópa getur orðið þreföld á við launahækkun fjölmargra meðlima Verkamannasambands íslands. Þannig hefur Alþýðubandalagið gerzt málsvari aukins launamunar í landínu. Skyldu forystu- menn Dagsbrúnar og Verkamannasambandsins vera ánægðir með þessa stefnubreytingu? Hvemig Vilmund- ur varð ekki dóms- málaráðherra „ÞETTA er eins og fær- ♦eyskur hringdans,“ sagði einn af þingmönnum Al- þýðubandalagsins er menn fylgdust í gær með skiptingu ráðuneyta í hugsanlegri ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar. Mesta umræðu vakti gangur dómsmálaráð- herraembættisins þar sem Vilmundur Gylfason var ráðherraefni Alþýðu- flokksins meðan embætt- ið var þeim megin. Á mánudag mun Ólafur Jóhannesson hafa látið að því liggja við Alþýðuflokkinn að honum og Framsóknarflokknum væri dómsmálaráðherraem- bættið ekki fast í hendi og mun Vilmundur Gylfason Finnur Torfi Stefánsson sú hugsun hafa legið að baki, að Finnur Torfi Stefánsson yrði þá dómsmálaráðherraefni Alþýðu- flokksins. Innan Aiþýðuflokks- ins varð það þó ofan á að ef flokkurinn tæki dómsmálin að sér væri Vilmundur Gylfason næsta sjálfkjörinn ti) þess ef hann hefði áhuga á ráðherra- dómi. Vilmundur mun síðan hafa tekið þá afstöðu að ef af stjórninni yrði og hann ætti kost á dómsmálaráðherraem- bættinu, þá væri honum ekki stætt á öðru en að ganga til embættisins. Alþýðuflokkurinn setti síðan fram kröfu um dómsmálaráðherraembættið og tilnefndi Vilmund sem ráð- herraefni. Viðbrögð framsókn- armanna urðu þau að með þessú væri Alþýðuflokkurinn hrein- lega að kalla fram slit á stjórnarmyndunarviðræðunum og brugðu síðan alþýðubanda- lagsmenn við hart og neituðu algerlega að fallast á Vilmund sem dómsmálaráðherraefni. Al- þýðuflokkurinn féll þá frá kröfu sinni um dómsmálaráðherraem- bættið og lýsti Vilmundur því þá yfir að hann gæfi ekki kost á sér í annað ráðherraembætti flokksins í hugsaniegri ríkis- stjórn. Gengisbreytingin: 45 þús. kr. meðalhækk- un á sólarlandaferð Farþegar fá ekki endurgreidda bókunargreiðslu MORGUNBLAÐIÐ leitaði upplýs- inga í gær hjá íslenzku ferða- skrifstofunum um það hvað sólar- landaferðir hækka í verði við væntanlega gengisbreytingu. Þar sem ekki liggur ljóst fyrir hve mikil hún verður er ekki hægt að nefna nákvæmar tölur en ferða- skrifstofurnar miða við 19% Pílagríma- flugiö hefst 8. október hækkun og var það gert þegar kom til stöðvunar á gengisskrán- ingu. Frá og með 30. ágúst munu allar ferðaskrifstofurnar taka 19% álag ofan á allar hópferðir til útlanda og samkvæmt upplýs- ingum frá ferðaskrifstofunum er ekki hægt að komast hjá þessu þar sem ferðaskrifstofurnar fá ekki yfirfærðan gistikostnað fyrr en við brottför hverrar ferðar og í öðru lagi er samið um greiðslu fyrir allt leiguflug í erlendri mynt. sem Morgunblaðið aflaði sér fær fólk ekki endurgreitt það sem það hefur greitt í staðfestingu á pöntun, eða um 20 þús. kr. nema að það afpanti með mánaðarfyrir- FLUGLEIÐIR gengu ný- lega frá samningum um pílagrímaflug við Garuda, sem er ríkisflugfélag Indó- nesíu. Að þessu sinni verð- ur flogið milli Surabaja á Jövu og Jeddah í Saudi-Arabíu, sennilega með viðkomu á Ceylon. Hjá feraskrifstofunum eru mis- mis-mun reglur um endurgreiðslu á ferð ef eitthvað óvænt kemur upp á hjá væntanlegum farþegum, en samkvæmt þeim upplýsingum Hækkun á sólarlandaferðum vegna gengisbreytingarinnar get- ur numið á annað hundrað þús- unda króna fyrir 4 manna fjöl- skyldu. Þriggja vikna ferð tii Spánar á kr. 138 þúsund hækkar um 26 þús. kr. ferð, sem kostar 115 þús. kr., hækkar um 21 þús. kr. og ferð, sem kostar 167 þús kr., hækkar um 32 þús. Þá hækkar leyfður ferðamannagjaldeyrir úr 75 þús. kr. í 89 þús. kr. en fyrir þær fást 19. þús. pesetar. Að sögn Sveins Sæmundssonar, blaðafulltrúa Flugieiða, verður ein af Douglas DC 8—63 þotum félagsins í förum, og er ráðgert að fara alls 25 ferðir fram og til baka með um það bil 12.450 farþega. Flugið verður í tveimur lotum, frá 8. október til 7. nóvember og síðan frá 17. nóvember til 16. desember. Flugtíminn milli Jeddah og Sura- baja er tæpar 11 klukkustundir, en Colombo, höfuðborgin á Ceylon, þar sem ráðgert er að áhafnir hafi aðalbækistöð í pílagrímafluginu, er miðja vegu milli þessara ákvörðunarstaða. Ef farmiðinn var greic s.L mánudag verða Þeir eru ófáir ferðamennirnir sem telja sig verða illa úti þessa dagana þegar gengisfelling er yfirvofandi og tryggingafjár er krafizt bæði við kaup á gjaldeyri í bönkum og hjá ferðaskrifstofun- um. Hjá Flugleiðum er krafizt 20% tryggingarfjár við af- greiðslu flugfarmiða síðustu dag- ana, en árið 1973 gekk dómur í Hæstarétti í máli sem spannst út af farseðii sem greiddur var áður en slíkrar ráðstafanir komu til vegna gengisfeJlingar. Því var þannig farið að maður nokkur hafði keypt sér farmiða til útlanda 9. nóvember 1968, en þegar hann ætlaði að taka sér far þann 20. s.m. hafði gengi íslenzku krónunnar breytzt og fargjald hækkað um röskar sex þúsund krónur. Krafðist flugfélagið far- gjaldsaukans, en maðurinn neitaði greiðslunni og var þá höfðað mál á hendur honum. Á fiugseðli þeim, sem honum var afhentur 9. nóvember, stóð meðal söluskilmála á ensku að „Verð farmiða þessa er háð breytingum, áður en ferð hefst“. Niðurstaða málsins varð sú að talið var, að fargjaldsaukinn hafi gagngert stafað af breyttu gengi íslenzku krónunnar. Fyrirvari sá,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.