Morgunblaðið - 31.08.1978, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1978
Meðalkúabúið helm-
ingi stærra en f járbúið
Bændum fækkaði um 90 á árunum 1973 — ’76
Akureyri, 30. ágúst
frá Trvggva Gunnarssyni
blaðam. Mbl.:
BÆNDUM hér á landi íækkaði á
árabilinu 1973 til -1976 um 90 og
var íjöldi bænda í ársiók 1976
1180. Á þes.su sama tímabili hefur
orðið sú breyting á stærð búanna
að meðalstærð fjárbúanna hcfur
minnkað úr 312 ærgildum í 304
en kúahúin hafa stækkað úr 575
ærgildum í 617 ærgildi og einnig
hafa hliinduðu búin stækkað úr
153 ærgildum í 482 ærgildi. Hins
vegar hefur fjárhúunum á tíma-
bilinu fjiilgað um 237 og þau voru
í árslok 1976 1645, kúahúunum
hefur fækkað um 37 og voru við
áramót 1976 — 1977 1216 og
hlönduðu búunum hefur fækkað
um 269 og voru við áramót 860.
Þessar upplýsingar komu fram í
skýrslu, sem Árni Jónasson erind-
reki Stéttarsambands bænda
kynnti á aðalfundi þess á Akur-
eyri. Fram kom hjá Árna að
stærstu búin eru í Eyjafirði og var
meðal ærgildafjöldi á bú þar í
Póstmenn krefj-
ast kjarabóta
PÓSTMANNAFÉLAG íslands
hefur sent fjármálaráðherra hréf
þar sem grcint er frá kröfum
félagsins. þess efnis að laun
póstmanna vcrði hækkuð til
samræmis við nýgerða kjara-
samninga Félags íslenskra síma-
manna og sagt að verði fjármála-
ráðherra ekki við kröfum þess-
um. muni félagið grípa til „allra
tiltækra ráða".
Kröfur póstmanna voru sam-
þykktar á almcnnum félagsfundi
PFI sem haldinn var sl. mánudag.
Afrit af bréfinu voru send forsæt-
isráðherra. samgiinguráðherra
og póst- og simamálastjóra.
Mbl. hefur borist eftirfarandi
greinargerð frá stjórn PF’Í, en
formaður félagsins er Björn
Björnsson:
„Forsaga þessa máls er sú, að á
árunum 1970—1974 hrapaði póst-
mannastéttin mjög í launafl.
miðað við aðra starfsmenn ríkisins
er þeir áður stóðu jafnfætis. Á
undanförnum tveimur árum hefur
aftur þokast upp á við, mest fyrir
skilning núverandi samgönguráð-
herra, sem hefur alltaf viðurkennt
hve illa var komið fyrir póstmönn-
um. Við póstmenn viðurkenndum
að þetta hrap var að mestu okkur
sjálfum að kenna, við unnum ekki
nóg að okkar málum. Við skildum
það líka vel að við gátum ekki náð
þessu upp í einum eða tveimur
samningum, heldur yrðum að vera
þolinmóðir. Það er þó eitt sem við
höfum aldrei sætt okkur við, það
er að skilja fólk, sem ekki hefur
átt kost á póstnámi, eftir í 4. 5. og
6. launafl, sem er efsti flokkur
sem óskólagengnir póstafgreiðslu-
menn geta komist í. í 6. fl. eru
póstgjaldkerar. Við undum sem
sagt þokkalega við okkar hlut að
öðru leyti en þessu þar til nú fyrir
kosningar að fjármálaráðherra, og
jafnvel ríkisstjórninni allri einsog
kemur fram í viðtali við Guðmund
Karl deildarstjóra í fjármálaráðu-
neytinu í Vísi þann 23. þ.m., fannst
laun talsímavarða hjá Pósti og
síma of lág. Þær voru því hækkað-
ar í 7. fl. en þær stóðu hér áður
fyrr jafnfætis bréfberum sem nú
eru ráðnir í 4. fl. og komast margir
aldrei úr þeim flokki, en aðrir geta
unnið sig upp með starfsaldri og
námskeiðum í eigin tíma í 6.
launaflokk.
Meira þurfti til, nýtt heiti var
tekið upp, talsímavörður 11 sem
gefur 8. fl og er skilgreint þannig:
þeir sem vinna jafnframt talsíma-
afgreiðslu verulega við innheimtu
talstöðva eða fjarritaafgreiðslu
eða vandasamari póststörf. Enn-
fremur var starfsheiti talsíma-
varða í ‘Hafnarfirði (heimabæ
fjármálaráðherra) sem vinna lítil-
lega við innheimtustörf — en fyrir
það fær óskólagengið póstaf-
greiðslufólk greidd laun eftir 6. fl.
breitt í skrifstofumenn og þeim
greidd laun eftir 9. fl. Þetta þýðir
í raun að búið er að semja við
annað stéttarfélag um póststörf
þar sem laun eru 2 til 3 launa-
flokkum fyrir ofan samninga
póstmanna. Slíkt geta póstmenn
ekki sætt sig við. Eg vil taka það
fram að við eigum ekkert sökótt
við Símamannafélagið, þeir hafa
alltaf verið duglegir að vinna að
sínum málum, en það eru yfirvöld
sem gera svona samninga sem
verða að svara fyrir þá. Við höfum
margrætt þessa hluti við stjórn-
völd, sem hafa lofað að fara ofan
í þessi mál, en árangur hefur
enginn orðið og nú er þolinmæði
póstmanna þrotin.
Ég vil að lokum taka fram að
hæstu laun sem póstafgreiðslu-
maður getur náð er launafl, 10 en
að baki þeim launafl. er tveggja
ára skóli á skertum launum og
önnur tvö ár í kvöldskóla í þeirra
eigin tíma. Þessi samningur er því
í raun eyðilegging á póstnámi og
þeim samningum sem póstmenn
hafa verið að vinna að á undan-
förnum árum. Því er það okkar
krafa að póstmönnum verði greidd
eigi lægri laun fyrir póststörf en
meðlimum Símamannafélagsins.
Ætluðu suður
í menninguna
TVEIR góðglaðir félagar á
Ilvammstanga urðu ósáttir við
rólegheitin á staðnum í fyrra-
kvöld og ákváðu að skjótast
suður á bóginn í mcnninguna
til Reykjavíkur. Bíl höfðu þeir
þó engan og áætlunarhfllinn
löngu farinn hjá. Nú voru góð
ráð dýr og ráfuðu þeir um
þorpið í þönkum si'num og það
endaði með því að þeir tóku
traustataki jeppa bónda nokk-
urs sem hafði hrugðið sér í
heimsókn á Ifvammstanga og
sat hann þar í góðu yfirlæti
þegar þrjótarnir hurfu á braut
án þess að kveðja kóng eða
prest og því síður eiganda
jeppans.
Þeir tóku strikið suður, en
gaukuðu því út úr sér við
vegfarendur að þeir væru á
leiðinni til Reykjavíkur. Tíðind-
in spurðust skjótt og það leið
ekki á löngu þar til mannskapur
fór á eftir þeim og náði þeim
áður en komið var suður yfir
heiðar. Var félögunum snarlega
snúið frá villu síns vegar og
málið sansaðist að iokum í
kærleik og gekk þar með yfir
stórborgarbragurinn á
Hvammstanga.
árslok 1976 615, næstir koma
Rangæingar með 583 ærgildi og þá
Árnesingar með 562 ærgildi. Þessi
röð breytist þó ef miðað er við
ærgildafjölda á hvern bónda því
félagsbú eru fleiri í Eyjafirði en
syðra og er þá Rangárvallasýslan
hæjt með 535 ærgildi á bónda,
Eyjafjarðarsýslan með 529 ærgildi
á bónda og Árnessýsla með 487
ærgildi. Minnstu búin eru í
Strandasýslu, 272 ærgildi á bónda,
Norður-Þingeyjarsýslu með 280
ærgildi á bónda og V-ísafjarðar-
sýslu með 281 ærgildi.
Þeir aðilar, sem í árslok 1976
höfðu lögbýli til umráða en höfðu
aðra aðalatvinnu en landbúnað,
voru 598 og hafði fjölgað um 116
frá 1973. Elli- og örorkulífeyris-
þegar, sem sátu á lögbýlum voru
210 við þessi sömu áramót.
Þá gerði Árni einnig grein fyrir
því hvernig ærgildi í nautgripum
og sauðfé í eigu landsmanna
skiptust um áramót 1976/1977.
Samtals voru ærgildin 1.779.412 og
áttu bændur 94,05%, elli- og
örorkulífeyrisþegar í sveitum
0,65%, tiíraunabú áttu 0,87%,
menn, sem höfðu lögbýli til
umráða en höfðu aðra aðalatvinnu
en landbúnað áttu 2,52% og
ærgildi í eigu þéttbýlisbúa voru
1,91%. Ærgildafjöldinn skiptist
þannig milli nautgripa og sauðfjár
að 50,36% voru í sauðfé og 49,64%
í nautgripum.
Húsavík:
Ráðstefna
um byggingar-
rannsóknir
ÁTJÁNDA NBM ráðstefnan um
norrænar byggingarrannsóknir
verður haldin á Húsavík dagana
31. ágúst og 1. september. Að
ráðstefnunum sem haldnar eru
þriðja hvert ár standa rannsókna-
stofnanir byggingariðnaðarins á
Norðurlöndum með þátttöku ým-
issa opinberra aðila á sviði bygg-
ingarmála. Er þetta í fyrsta sinn
sem þessi ráðstefna er haldin
hérlendis.
Aðalverkefni ráðstefnunnar
verður „Byggingarrannsóknir
fram til ársins 1985“.
13 millj. króna
halli á rekstri
Bændahallar-
innar 1977
Akureyri 30. ágúst
frá Tryggva Gunnarssyni
blaðam. Mbl.:
NIÐURSTÖÐUTÖLUR reikn-
inga Stéttarsambands bænda
fyrir árið 1977 urðu 66.9
milljónir króna að því er kom
fram er Ilákon Sigurgrímsson.
fulltrúi hjá Stéttarsamband-
inu. skýrði reikninga þess á
aðalfundi sambandsins. Tekjur
Stéttarsambandsins umfram
gjöld urðu rúmar 28 milljónir
og niðurstöðutölur efnaitags-
reiknings fyrir árið 1977 urðu
þær að eignir voru samtals
416.526.210.- krónur og munar
þar mestu um eignarhluta
Stéttarsambandsins í Bænda-
höllinni sem er ‘/i hússins.
Eigið fé var í árslok rúml. 416
milljónir en skuldir 500
þúsund.
Tekjur Stéttarsambandsins
urðu alls 66,9 millj. og komu 37,7
millj. frá Búnaðarmálasjóði og
24,5 milljónir í vöxtum og
vísitölubótum. Helstu útgjalda-
liðir voru kóstnaður við full-
trúafundi 7,8 millj., laun starfs-
manna 5 millj., framlag í
Styrktarsjóð 5 milljónir, stjórn-
unarkostnaður 4,7 millj. og
rekstrarhalli Bændahallarinnar
1977 'á hluti, 4,6 milljónir.
Hákon greindi einnig frá
reikningum Bændahallarinnar
fyrir árið 1977 og kom þar fram
að tap á rekstri hússins á árinu
var alls tæpar 14 milljónir
króna. Heildartekjur urðu rúml.
41 millj. og þar af 29,4 frá Hótel
Sögu og gjöld urðu alls 55 millj.
og eru helstu útgjaldaliðir
vextir 15,9 millj,, viðhald 15,4
millj. og fasteignagjöld og
tryggingar 9,3 millj. Bændahöll-
in var um síðustu áramót metin
að fasteignamati á rúman millj-
arð.
Fram kom hjá Hákoni að
nýting á herbergjum Ilótels
Sögu hefði verið góð á árinu
1977 eða 71.6% og fyrstu 7
mánuði þessa árs hefði hún
verið yfir 72% og það þrátt fyrir
að herbergjum hótelsins hefði
fjölgað. Þá gat hann þess að alls
hefðu gistinætur bænda á hótel-
inu orðið 2464 á tímabilinu
október og til og með apríl 1977
en þá eiga bændur kost á ódýrri
gistingu þar. Og fyrstu fjóra
mánuði þessa árs urðu gistinæt-
ur bænda 1830 og er það 30%
aukning.
Námskeið fyrir fullorðna
á Löngumýri í haust
Ilúsmæðraskóli kirkjunnar að
Löngumýri hefur á undanförnum
árum staðið fyrir orlofsdvöl fyrir
aldraða í samvinnu við Félags-
málastofnun Reykjavíkurborgar.
Nú er hugmyndin að efna til
tveggja námskeiða til fróðleiks
og skemmtunar í haust. Fyrra
námskeiðið verður 25. septembér
til 13. október og hið síðara 16.
október til 27. október.
Á námskeiðunum er gefinn
kostur á verklegu og bóklegu námi
að eigin vali. Kennt verður með
sýnikennslu og fyrirlestrum, en
einnig með þátttöku í leshringum
og verknámi.
Af verklegu námi má nefna
bókband, hnýtingar, vefnað og af
bóklegu: bókmenntir, sögu, biblíu-
leshring, leiðbeiningar um matar-
æði og matreiðslu, fræðslu um
tryggingamál. Þá verður leikfimi
við hæfi og aðstaða til að fara í
sund. Nægur tími gefst til hvíldar
og samveru. Farnar verða skoðun-
arferðir í héraði og kvöldvökur
haldnar.
Verði verður stillt í hóf, eins og
mögulegt er. Þátttakendur greiða
fyrir fæði og efniskostnað, handa-
vinnu (hnýtingar og bftkband) og
allar ferðir. Fæðiskostnaður, mið-
aður við núverandi verðlag, er
u.þ.b. 20 þúsund á viku. Þeir sem
áhuga hafa skrifi eða hringi til
Hólmfríðar Pétursdóttur, Vestur-
hólum 5 í Reykjavík, sími 73135,
kl. 5—7; eða Margrétar Jónsdóttur
á Löngumýri í síma 956116. En
frekari upplýsingar verða sendar
þegar umsókn hefur borist. Einnig
er fólki boðið upp á að leggja fram
hugmyndir um efni á slík nám-
skeið í framtíðinni.