Morgunblaðið - 31.08.1978, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1978
23
Rauðakrossfundur höfuð-
borga á Norðurlöndum
HÖFUÐBORGARFUNDUR
Rauða kross félaga á Norðurlönd-
um verður haldinn í Reykjavík
föstudaj; og laugardag n.k. í
húsakynnum deildarinnar að
Öldugötu 4. (1. og 2. sept.)
bessir fundir eru haidnir reglu-
lega. en þetta er í fyrsta skipti,
sem hann er haldinn í Reykjavík.
Aðalverkefni þessa fundar er
félagsleg aðstoð við aldrað fólk.
Yfirlitserindi um máiefni aldraðra
mun Þór Halldórsson yfirlæknir
flytja og mun sérstaklega fjalla
um fyrirbyggjandi þætti varðandi
aðstoð við aldrað fólk.
I því sambandi má minna á, að
stjórn Reykjavíkurdeildar R.K.Í
varð fyrir nokkrum árum braut-
ryðjandi á því sviði að gefa
öldruðu fólki og öryrkjum kost á
að fá heitar máltíðir sendar heim
Afmæli
75 ÁRA er í dag Jón Björnsson
húsgagnabólstrari, frá Karlsskála.
Hann er að heiman í dag, en tekur
á móti gestum sínum á heimili
sonar síns að Kjalarlandi 11, Rvík,
eftir kl. 3 ^ laugardaginn kemur 2.
september.
Krafla:
Tveir Japanir
við viðgerðir
EINAR Tjörfi Elíasson, yfir-
verkfræðingur við Kröfluvirkjun
kom að máli við Morgunblaðið
vegna fréttar þess efnis í
Morgunblaðinu í gær að verið
væri að setja niður seinni hluta
vélasarnstæðu virkjunarinnar.
— Einar kvað þessa frétt á
misskilningi byggða, hér væru
staddir tveir Japanir frá Mit-
chubisifyrirtækinu japanska og
væru að gera við smágalla sem
fram hefðu komið í vélabúnaði
virkjunarinnar. Að öðru leyti
væri aðeins unnið við borfram-
kvæmdir þar nyrðra.
til sín. Þetta var tilraun að höfðu
samráði við félgsmálastofnun
Reykjavíkurborgar og var all
takmörkuð, þar sem hún var
aðeins bundin við nokkur fjölbýlis-
hús, þar sem aldrað fólk og
öryrkjar áttu heimili sín. Þessi
þjónusta hefur legið niðri um
nokkurt skeið af ýmsum ástæðum
fjárhagslegum m.a., en nú er í ráði
að hefja aftur innan skamms
heimsendingu máltíða, en með
nokkuð breyttu fyrirkomulagi á
ýmsa lund þar sem öldruðum og
öryrkjum víðsvegar um bæinn
verður gefinn kostur á heimsend-
ingu máltíða.
Þjónusta sem þessi hefur hvar-
vetna reynst stuðla að því, að
aldrað fólk getur lengur dvalið í
heimahúsum oft við betri heilsu en
ella, ef hennar nyti ekki við. Þetta
verður nánar kynnt.
Auk þessara mála verða sömu-
leiðis rædd æskulýðsmál, auk
ýmis'sa annarra mála, sem sér-
staklega varða fólk í þéttbýli.
En það eru einmitt ýmis við-
fangsefni, sem sérstaklega er þörf
á að sinna í þéttbýli, sem er
ástæða þess að R.K. félög í
höfuðborgum Norðurlanda hafa
séð ástæðu til að halda sérstaka
fundi til að skiptast á skoðunum
og miðla hvert öðru af reynslu
sinni.
C0
CATERPILLAR
John Deere 400 A traktorsgrafa árgerö 1975
meö graftrararmi og vökvahöggbor.
VELADEILD
HEKLA HF.
Laugavegi 170-172, - Simi 21240
Caterpillar, Cot, og CB eru skrósett vörumerki
Tísku-
sýning
★ Alla föstudaga kl. 12.30—13.30.
Sýningin er haldin á vegum Rammageröarinnar,
íslensks Heimilisiönaöar og Hótels Loftleiöa.
Módelsamtökin sýna skartgripi og ýmsar geröir
fatnaöar sem unninn er úr íslenskum ullar- og
skinnavörum.
Hinir vinsælu réttir kalda borösins á boðstólum.
★ Verið velkomin.
HOTEL
LOFTLEIÐIR
Simi 22322
Lærið
vélritun
Ný námskeið hefjast 7. september.
Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar, engin heimavinna.
Innritun og upplýsingar í síma 41311 eftir kl. 13:00.
Vélritunarskólinn
Suðurlandsbraut 20
Menningarsjóður íslands
og Finnlands
Tilgangur sjóósins er að efla menningartengsl Finnlands og islands.
í því skyni mun sjóðurinn árlega veita ferðastyrki og annan
fjárhagsstuðning. Styrkir veröa öðru fremur veittir einstaklingum,
en stuðningur við samtök og stofnanir kemur einnig tii greina ef
sérstaklega stendur á.
Umsóknir um styrk úr sjóðnum skulu sendar stjórn Menningarsjóðs
íslands og Finnlands fyrir 30. september 1978. Áritun á islandi er:
Menntamálaráðuneytið, Hverfisgötu 6, Reykjavík. Æskilegt er aö
umsóknir séu ritaðar á sænsku, dönsku, finnsku eða norsku.
Stjórn Menningarsjóós íslands og
Finnlands,
28. ágúst 1978.
Styrkur til háskóla-
náms í Sviss
Svissnesk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram í löndum sem
aðild eiga að Evrópuráðinu sex styrki til háskólanáms í Sviss
háskólaárið -1979—80. Ekki er vitað fyrirfram hvort einhver þessara
styrkja muni koma í hlut íslendinga. Styrkir þessir eru eingöngu
ætlaöir til framhaldsnáms við háskóla og eru veittir til tíu mánaða
námsdvalar. Styrkfjárhæðin er 950 svissneskir frankar á mánuði og
auk þess fá styrkþegar allt að 500 franka styrk til bókakaupa. —
Þar sem kennsla í svissneskum háskólum fer fram annaðhvort á
frönsku eða þýsku er nauösynlegt að umsækjendur hafi nægilega
þekkingu á ööru hvoru þessara tungumála. Þurfa þeir að vera undir
það búnir, að á það verði reynt með prófi. Umsækjendur skulu eigi
vera eldri en 35 ára og skulu hafa lokið háskólaprófi áður en
styrktímabil hefst.
Umsóknir um styrki þessa skulu sendar menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 1. nóvember n.k. á tilskildum
eyðublöðum sem þar fást.
Menntamálaráöuneytið
25. ágúst 1978.
Styrkur til háskóla-
náms í Sviss
Svissnesk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til
háskólanáms í Sviss skólaáriö 1979—80. Ætlast er til að
umsækjendur hafi lokið kandídatsprófi eða séu komnir langt áleiðis
í háskólanámi. Þeir sem þegar hafa verið mörg ár í starfi, eða eru
eldri en 35 ára, koma að öðru jöfnu ekki til greina við styrkveitingu.
Styrkfjárhæðin nemur 800 svissneskum frönkum á mánuði tyrir
stúdenta, en allt að 950 frönkum fyrir kandídata. Auk þess hlýtur
styrkþegi nokkra fjárhæð til bókakaupa og er undanþeginn
kennslugjöldum. — Þar sem kennsla í svissneskum háskólum fer
fram annaöhvort á frönsku eða þýsku, er nauðsynlegt að
umsækjendur hafi nægilega kunnáttu í öðru hvoru þessara
tungumála. Þurfa þeir að vera undir það búnir að á það verði reynt
með prófi.
Umsóknum um styrk þennan skal komið til menntamálaráðuneytis-
ins, Hverfisgötu 6, Reykjavík, tyrir 1. nóvember n.k. Sérstök
umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráóuneytió
25. ágúst 1978.
Styrkur til háskóla-
náms í Japan
Japönsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til
háskólanáms í Japan námsárið 1979—80 en til greina kemur að
styrktímabil veröi framlengt til 1981. Ætlast er til að styrkþegi hafi
lokið háskólaprófi eða sé kominn nokkuð áleiðis í háskólanámi. Þar
sem kennsla við japanska háskóla fer fram á japönsku er til þess
ætlast að styrkþegi leggi stund á japanska tungu um a.m.k. sex
mánaöa skeið. Umsækjendur skulu ekki vera eldri en 35 ára.
Styrkfjárhæðin er 146.000 yen á mánuði og styrkþegi er
undanþeginn skólagjöldum. Auk þess fær styrkþegi 25.000 yen við
upphaf styrktímabilsins og allt aö 42.000 yen til kaupa á
námsgögnum. Þá er og veittur ferðastyrkur.
Umsóknir um styrk þennan, ásamt staðfestum afritum prófskírteina,
meðmælum og heilbrigðisvottorði, skulu sendar menntamálaráðu-
neytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 22. september n.k. Sérstök
umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráöuneytiö
25. ágúst 1978.