Morgunblaðið - 31.08.1978, Page 30

Morgunblaðið - 31.08.1978, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1978 + Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR ANTONSDÓTTIR, Fróöasundi 3, Akureyri, andaöist aö heimili sínu þriöjudaginn 29. ágúst. Lórenz Halldórmson, börn, tengdabörn, barnabörn og bamabarnabörn. Eiginmaöur minn, LOFTUR GUDMUNDSSON, rithöfundur, andaöist í Landspítalanum 29. ágúst. Fyrir hönd vandamanna, Tala Klemensdóttir. + JÓN D. GUDMUNDSSON, Austurbrún 6, andaöist 30. ágúst á Heilsuverndarstööinni. María Tómasdóttir, Höröur Arinbjarnar, Ragnheiöur Haraldsdóttir. Móöir okkar, VALGERDUR BJARNADÓTTIR Iré Hregtslööum, veröur jarðsett frá Fossvogskirkju föstudaginn 1. september kl. 13.30. Margrút Sturludóttir, Unnur Sturludóttir, Kristjana Sturludóttir, Einar Sturluson. + Hjartkær unnustí minn og systursonur, ASTÞÓR PÉTUR ÓLAFSSON, Flúöaselí 65, er lézt á Landspítalanum 23. p.m. veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 1. september kl. 15. Blóm og kransar eru vinsamlega afpökkuö, en þeim sem vildu mtnnast hins látna er bent á sjúkrasjóö verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Sigrún Guömundsdóttir, Steinunn Pótursdóttir. + Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og jaröarför móöur okkar, JÓHÖNNU G. GfSLADÓTTUR, Yrsufelli 5. Brynhildur Siguröardóttir, Kristín Siguröardóttir, Kolbrún Siguröardóttir, Sigprúöur Sigurðardóttir, Elsa Siguröardóttir, Oddur Sigurösson, Guðbjartur Sigurösaon, Siguröur Sigurösson. + Þökkum hjartanlega sýnda vináttu og samúö viö andlát og jaröarför, MAGNÚSAR S. GUDJÓNSSONAR frá Patreksfiröi, Hjallavegi 2. Kristjana Guöjónsdóttir, Ragna Magnúsdóttir, Þórir Magnússon, Hrefna Magnúsdóttir, Jón Tryggvason, Sveinn Magnússon, Kristjana Indriðadóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Jóhann Árnason, Soffía Magnúsdóttir, Helgi Kristjánsson, Karl Magnússon, Björg Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað í dag vegna jaröarfarar Helga Bergssonar. Norræna verslunarfélagiö, h/f. Skipholti 62. Minning: Helgi Bergsson hagfræðingur Fæddur 25. janúar 1914. Dáinn 23. ágúst 1978 Á kyrru vorkvöldi fyrir 45 árum sá ég Heljra Bergsson t fyrsta sinn. Tildröj'in voru þau, að fyrr um vorið kynntist ég náfrænku minni Líneyju Jóhannesdóttur, rit- höfiundi frá* Laxamýri, og leiddu þau kynni til vináttu sem ég hygg að hafi haft allmikil áhrif á líf okkar beggja. Ekki voru kynni okkar frænd- kvenna orðin löng þegar báðar vissu, að hin átti sér unnusta og kom okkur saman um að lokka þá báða á kaffihús eitt kvöld til að geta skoðað þá, þó úr fjarlægð væri. Og þarna komu þau þá í kvöldhúminu Helgi og Líney, ung, falleg og ástfangin. Falleg og ástfangin eru þau síðan alla tíð í mínum augum, þótt æskan hyrfi á braut. Helgi Bergsson var gáfaður maður og vel menntaður. Að loknu stúdentsprófi í Reykjavík hóf hann nám í hagfræði við Stokk- hólmsháskóla og í þeirri borg hófu þau búskap á námsárunum og eignuðust sitt fyrsta barn, Pál. Ekki voru þau fjáð, en andlegum verðmætum söfnuðu þau, hag- nýttu sér tækifæri stórborgarinn- ar til að kynnast listum og listamönnum og víkka sjóndeildar- hring sinn. Styrjöldin knúði Líneyju til að hverfa heim með drenginn áður en Helgi hafði lokið námi. I Reykjavík fæddust þeim tvö börn, Jóhannes og Líney. Eftir heimkomuna gerðist Helgi fyrst skrifstpfustjóri hjá Verslunarráði íslands. Seinna varð hann fyrsti forstjóri Verslanasambandsins h.f. og þar munu skipulags- og stjórnunar- hæfileikar hans hafa notið sín. En ekki hafði hann lengi gegnt því starfi, er hann veiktist lífshættu- lega og bar aldrei sitt barr líkamlega eftir það. Engir nema nánustu vandamenn hans þekkja allar þær þolraunir, andlegar og líkamlegar, sem hann gekk í gegn um. En þrátt fyrir allt andstreymi tókst honum síðar að byggja upp eigin innflutningsfyrirtæki og vinna að því meðan kraftar entust. Helgi Bergsson var um margt einkar vel gerður maður, mikið prúðmenni og vinfastúr, gaman- samur, listelskur og náttúruunn- andi. Oft dáðist ég að atorku hans og natni við ræktunarstörf hvort heldur var heima við bústaðina í Reykjavík og í Kópavogi eða sumarbústaðinn sem fjölskyldan byggði við Selvatn. Þar naut margur yndisstunda við glaðar samræður meðan glóð kulnaði á arni og rökkur féll yfir vatnið framan við gluggann. Eg held að Helgi hafi verið börnum sínum mikill vinur og félagi. Hann missti sjálfur móður sína ungur að aldri og hefur án efa verið þess minnugur, að kalt getur nætt um þau börn, sem ekki njóta til fulls þess skjóls sem foreldrar fá veitt. Kona hans missti einnig móður sína á barnsaldri og má vera, að þessi reynsla þeirra beggja hafi verið einn þáttur í því hve samlíf þeirra var innilegt, skilningsríkt og ástúðlegt. Helgi Bergsson var aðeins sextíu og fjögurra ára að aldri er hann andaðist. Engan þekki ég, sem bar hetjulegar sína sjúkdómsraun og annað mótlæti en hann. Það var eins og logi lífsgleðinnar þyrfti ekki nema ótrúlega lítinn kveik til að verða að björtu ljósi í persónu- leika hans. Við vinir hans söknum hans og samhryggjumst fjölskyldunni allri. Sigríður Thorlacius. Enn er höggvið skarð í röð þeirra, er þreyttu stúdentspróf í Menntaskólanum í Reykjavík vor- ið 1934. Úr þeim mannvalsbekk hafa margir fallið í valinn fyrir aldur fram, ég nefni hér Lárus Pálsson og Hermann Einarsson, og nú hefur hjartaslag orðið að aldurtila einum bekkjarbræðr- anna, Helga Bergssyni, fram- kvæmdastjóra, sem andaðist í sjúkrahúsinu á Akureyri aðfara- nótt 23. ágúst. Helgi Bergsson fæddist í Reykjavík 25. janúar 1914, sonur Bergs Pálssonar, skipstjóra, og fyrri konu hans, Helgu Magnús- dóttur. Að stúdentsprófi loknu hóf hann nám London School of Economics en þaðan fór hann eftir eitt ár til háskólans í Stokkhólmi og lauk þar prófum í hagfræði og ensku 1939. Er Helgi kom til Svíþjóðar hafði lítill en samstilltur hópur ís- lenzkra námsmanna hreiðrað um sig í höfuðborg Svía, sem í þarth tíma litu „Sagornas ö“ mjög rómantískum augum. Höfðu sumir pótintáta þar í borg gaman af að bjóða heim þessum furðufuglum, er töluðu mál, sem sænskir stúdentar spyrtu saman við finnska tungu með samheitinu „obegripiska". Það þótti harla góð viðbót við litlu íslenzku nýlenduna er Helgi Bergsson bættist í hana og það því fremur, sem hann kom með konu með sér og hana ekki af verra taginu, Líneyju Jóhannesdóttur, glæsilega, og aðsópsmikla gáfu- konu af því fræga Laxamýrarkyni, en henni kvæntist Helgi sumarið 1936 og stofnuðu þau hjón fyrsta heimili nýlendunnar. Þangað gerð- ist okkur einhle.vpingunum brátt tíðförult, enda dæmalaust gott áð gista þessi hjón, nokkuð ólík við fyrstu sýn, en í raun óvenju samrýmd og bættu hvort annað upp með einstökum hætti. Ekki var efnunum fyrir að fara, frekar en hjá flestum öðrum i íslenzku nýlendunni, en gestrisnin lét sig slíkt litlu varða. Sumarið 1938 eignaðist nýlend- an sitt fyrsta barn, er þeim Helga og Líneyju fæddist sonur. Ári síðar skall önnur styrjöldin á. Líne.v fór heim í október 1939 með frumburð sinn, en Helgi komst heim með all ævintýralegum hætti sumarið 1940. Eftir heimkomuna gerðist hann fulltrúi hjá Verzlunarráði Islands, þar sem hann starfaði í 14 ár, lengst af sem skrifstofustjóri. Síðar gegndi hann margháttuðum störfum á sviði verzlunar og viðskipta. Hann var m.a. framkvæmdastjóri Verzlana- sambandsins h.f. 1954—60 og stjórnarformaður skipafélagsins Hafskip frá stofnun þess til 1960, en Helgi var hvatamaður að stofnun þessa skipafélags. Þar sagði það til sín, að hann var sonur skipstjóra og sjávarunnandi. Hann kaus og helst að búa við sjávar- strönd og að því kom líka, að þau hjónin eignuðust fallegt hús í Sörlaskjóli, en fyrir meir en áratug fluttu þau í Kópavoginn, að Þingholtsbraut 71, þar sem báran gjálfrar svo að segja við húsvegg og ú-ið í æðarkollunum heyrist inn í stofu. Þéss er ekki að dyljast, að það heilsuleysi sem bagaði Helga Bergsson allan síðari hluta ævi hans, var honum mikill fjötur um fót, slævði meðfædda framtaks- semi hans og dró úr framkvæmda- þoli. Hæfileikar hans fengu því alls ekki að njóta sín sem skyldi. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið. Þau eru: Páll, læknir, Jóhannes, starfsmaður hjá reikni- stofu bankanna og Líney, kennari. í meir en fjóra áratugi eða allt frá Stokkhólmsárunum, hafa þau Helgi og Líney verið í hópi nánustu vina konu minnar og mín, trygg bæði í blíðu og stríðu. Mikið eigum við þeim að þakka og þessa dagana er efst í huga hvað við eigum Helga upp að unna, en því fá orð trauðlega lýst. Lífsgleði veittu, svo lengi kostur er, gæti hafa verið kjörorð háns. Mönnun- um líður mjög misjafnlega vel í návist annarra, en návist Helga var alveg sérstaklega notaleg og lífgandi. Viðmót hans yljaði og lýsti með einhverri innri birtu er stafaði frá þessum svipfríða sjentilmanni. Natin umhyggja hans og hugulsemi var ætíð söm við sig og góðlátlegur, dálítið kankvís húmor hans var af því tagi, sem laðar fram bros en vekur ekki hrossahlátur. Lengi gekk hann vanheill til skógar en honum var það gefið á þeirri göngu að gleðja aðra. Sigurður Þórarinsson Minning: Guðmundur Sveins- son rafvirkjameistari Þó alllangt sé umliðið frá fráfalli Guðmundar Sveinssonar, get ég ekki látið hjá líða að minnast þessa fjölhæfa dugnaðar- manns með nokkrum orðum, en hann hefði orðið sextíu og tveggja ára í dag, ef hann hefði lifað. Guðmundur var fæddur 31. ág. 1916 í Deild á Álftanesi sonur hjónanna Sveins ' Jóhannessonar húsasmíðameistara og Kristrúnar •Jónsdóttur. Þau bjuggu síðast í Reykjavík. Guðmundur lærði raf- virkjun hjá bróður sínum Jóni Sveinssyni, sem rak rafmagns- fyrirtækið Ljósafoss í Reykjavík. Guðmundur stofnaði síðan raf- magnsfyrirtækið Glóa í Hafnar- firði, — var aðaleigandi þess og veitti því forstöðu, enda var hann lengi kenndur við það fyrirtæki og nefndur Guðmundur í Glóa. Síðar fluttist hann suður í Njarðvíkur og hóf störf sem rafvirki við útilínur á vegum hersins. Fór hann þá fljótlega að kynna sér möguleika á verktöku á Keflavíkurflugvelli Gekkst hann fyrir stofnun Raf- magnsverktaka Keflavíkur og gerðist framkvæmdastjóri þess fyrirtækis. Næsta sporið var að vinna að stofnun hliðstæðra fyrir- tækja í öðrum iðngreinum og tókst það með góðri samvinnu við ýmsa iðnaðarmenn og með sterkum stuðningi Iðnaðarmannafélags Suðurnesja. Voru þá stofnuð þau félög, sem til samans mynda Keflavíkurverktaka. Þátttakendur voru allir byggingariðnaðarmenn á Suðurnesjum, sem þá höfðu áhuga á slíku. Guðmundur hafði síðan forystu um að afla þessum félagsskap heimildar til verktöku á Kefla- víkurflugvelli og tókst honum það með frábærum viljakrafti ög bjartsýni ásamt stuðningi Iðn- aðarmannafélagsins og ýmissa velunnara og áhrifamanna. Hafa þessi samtök nú starfað í rúm tuttugu ár með góðum árangri. En

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.