Morgunblaðið - 31.08.1978, Page 33

Morgunblaðið - 31.08.1978, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1978 33 fclk í fréttum + Þegar leiðtogi Kínverja, félagi Hua Kuo-feng, heimsótti Rúmeniuforseta á dögunum, tók Húa þátt í rúmenskum hringdansi og hafði lítt gefið þarlendum eftir. Var þessi mynd tekin er dansinn dunaði og rúmensk snót og Hua héldust í hendur í hringnum. — Á milli þeirra stendur gestgjafinn Sjóseskú, dálítið spurull á svipinn, sýnist okkur? + Danski náttúrulæknirinn, sem heldur um hufuð mannsins á myndinni. býr í bæ einum, Gershöj, 50 km fyrir vestan Kaupmannahöfn. Náttúrulæknirinn segir sjálfur að hann geti hjálpað fólki sem þjáist af ýmiskonar höfuðkvölum t.d. migreni, með slíkri handayfiriagningu. Náttúrulæknirinn, sem heitir Ilelmuth Sörensen, hefur mikinn „praksís“, eins og það heitir á læknamáli. Hann segir frá því í blaðaviðtali að til hans leiti 500 — 600 manns á viku. í texta með myndinni hér að ofan er þess getið að maðurinn, sem náttúrulæknirinn heldur um höfuðið á, hafi leitað til hans eftir að hafa varið stórfé til að reyna að fá bata, en árangurslaust. Tilraunir voru stöðvaðar + Þessi kona hefði allt eins getað verið móðir fyrsta glasa- barnsins, en tilraunir lækna í þessa veru fyrir nokkrum árum vestur í New York voru hreinlega stöðvaðar. Konan. Doris Del Zio, og maður hennar fóru í mál við stofnun þá sem gerði þessar tilraunir, en hún er í eigu hins heimsfræga Columbia-háskóla. Er nú genginn dómur í málinu, en konan krafðist skaðabóta. Voru henni dæmdar ba-tur að upphæð 50.003 dollarar. eða um 13 milljónir ísl. kr. Þótti sannað að hefðu tilraunirnar ekki verið stöðvaðar. væri þessi kona móðir fyrsta glasabarns- ins í heiminum. X ffvriuT^ni puttpí _ EFTl ; D' Þýzkur orgelleikari með tónleika í Reykja vík og á Akranesi Akranesi. 29. ágúst. I»ÝZKI orgelleikarinn dr. Ilubert Meister er nú staddur hér á landi og heldur hann tónleika hér á Akranesi og í Reykjavík áður en hann heldur af landi brott. Dr. Meister er fæddur árið 1938. Hann stundaði framhaldsnám við tónlistarskólann í Míinchen hjá Franz Lenndorfer í organleik og Gunther Bialas í tónsmíði. Þá var hann við frekara nám við tónlist- arháskólann í Köln, þaðan sem hann lauk doktorsprófi í tónvís- indum. Eftir það hélt hann til Rómar, þar sem hann stundaði um tveggja ára skeið nám í tónsmíð- um hjá Porra og í organleik hjá orgelsnillingnum Ferrando Germ- aní, sem íslendingum er að góðu kunnur. Dr. Meister er nú kennari við tónlistarháskólann í Köln. Dr. Meister heldur tvenna tón- ieika hér á landi, hina fvrri í Akraneskirkju n.k. fimmtudags- kvöld 31. ágúst kl. 20 og hina síðari föstudagskvöldið I. september í kirkju Fíladelfíusafnaðarins í Reykjavík kl. 20.30. A efnisskránni eru verk eftir dr. Dopstekole, J.S. Bach, W.A. Moz- art, auk improvísasjónar. Júlíus.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.