Morgunblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1978 5 r Davíð Scheving Thorsteinsson við opmm sýningarinnar „Islenzk föt 1978” „Vara eindregið við því að grip- ið verði til afturvirkra skattalaga” VIÐ OPNUN sýningarinnar „ís- lenzk föt 1978“ flutti formaður félags íslenzkra iðnrekenda, Dav- íð Scheving Thorsteinsson, ræðu Þar sem hann lagði áherzlu á kröfu iðnaðarins um jafnrétti við aðra íslenzka framleiðsluatvinnu- vegi. Þá varaði Davíð eindregið við Þeim áformum að gripið yrði til afturvirkra skattalaga. Ræða Davíðs fer hér á eftir: „Iðnaðarráðherra, alþingismenn, forseti borgarstjórnar, borgar- stjóri, og aðrir góðir gestir. Ég vil byrja á því að bjóða hinn nýja iönaðarráðherra, Hjörleif Guttormsson, velkominn til starfa. Hans bíður mikið og vandasamt starf og vona ég að góð samvinna muni takast milli iðnaðarins og hans í framtíðinni. Jafnframt vil ég þakka fráfarandi iðnaðarráðherra, dr. Gunnari Thoroddsen, fyrir ágæta samvinnu undanfarin fjögur ár. Við höfum marga hildi háð og jafnan haft sigur, þegar við höfum snúið bökum saman, enda hefur furðu miklu verið áorkað á undanförnum fjórum árum, þó enn sé óralangt í það að starfsaðstaða iðnaðarins sé slík, sem hún hefði þurft að vera árið 1970, þegar hin svokallaða aðlögun að fríverzlun hófst. í samstarfsyfirlýsingu hinnar nýju ríkisstjórnar er að finna mikilvæga stefnumótun á sviöi iðnaðar, því þar segir að sam- keppnisaðstaða íslenzks iðnaðar skuli tekin til endurskoðunar og að spornað verði með opinberum aðgerðum gegn óeðlilegri sam- keppni erlends iðnaðar, meðal annars með frestun tollalækkana. Ég skil þessi orð svo, að þarna ætli ríkisstjórnin að taka til greina þau rök okkar, að óhjákvæmilegt sé að fresta frekari tollalækkunum á fullunnum iðnaðarvörum á meðan samstarfsaðilar okkar í EFTA og EBE halda áfram þeim hætti sínum að svíkja og þver- brjóta fríverzlunarsamningana með opinberum styrktar- og stuðningsaðgerðum við iðnað sinn, hvert í sínu ríki. Ég fagna því að hin nýja ríkisstjórn hefur tekið þessa á- kvörðun, en vil enn einu sinni leggja áherzlu á, að þessi frestun tollalækkana á að ná til Ira greina iðnaðarins og framlenging ein er einskis nýt, nema sá tími, sem þannig fæst, verði notaður til aö koma loks aðbúnaði íslenzks iðnaðar í eðlilegt horf, en tillögur iðnrekenda um hverju breyta þarf koma fram í stefnuskrá Félags íslenzkra iðnrekenda, sem gefin var út 28. júlí s.l. Vil ég hvetja þá, sem fara með málefni iönaðarins, svo og þá sem áhuga hafa á þessum málum, að kynna sér stefnuskrána og þær tillögur, sem í henni felast. Segja má að megin inntak stefnuskrárinnar felist í kröfu iðnaðarins um jafnrétti, þ.e. jafnrétti við aðra íslenzka fram- leiðsluatvinnuvegi, jafnrétti við erlenda keppinauta og jafnrétti við erlend fyrirtæki á íslandi. Skora ég á og eggja lögeggjan hið nýja Alþingi og ríkisstjórn að nota þann örstutta tíma, sem vinnst með þeim skammtíma neyðarráðstöfunum, sem þeir hafa boðað í samstarfssamningi sínum, til að taka upp nýja efnahags- stefnu frá næstu áramótum, þar sem lagður verði traustur og varanlegur grundvöllur að eflingu framleiðslunnar, því auðvitað er aukin framleiðsla eini raunhæfi grundvöllur bættra lífskjara, því það er óhugsandi að við getum haldið áfram að halda uppi fölsk- um lífskjörum á íslandi með erlendum lántökum, Ég vil nota þetta tækifæri til að vara mjög eindregið við því að gripið verði til afturvirkra skattalaga, eins og þó hefur verið rætt um, að því er fregnir herma. í sameiginlegri könnun allra verðlagsyfirvalda á Noröurlöndum, sem fór fram fyrir skömmu, kom í Ijós að innkaupsverð allmargra vörutegunda til íslands var í flestum tilvikum mun óhagstæðara heldur en til hinna Norðurland- anna. Þó var það ein vörutegund, sem skar sig þó úr hvað þetta snerti. Það voru gallabuxur. Það kom sem sé í Ijós, að innkaups- verð á gallabuxum til íslands var næst lægst á öllum Norðurlöndun- um. Skyldi ástæðan fyrir þessum hagkvæmu innkaupum á gallabux- um ekki vera samkeppni innflytj- enda við íslenzkan iðnaö? Ég tel að nú gefist loks tækifæri til að sannreyna þá staðhæfingu iðnrekenda, að íslenzkur iðnaður haldi niöri verðlagi á íslandi. Skora ég á verðlagsstjóra að rannsaka hvort þessi staðhæfing er rétt eða ekki, því reynist hún rétt, er greinilegt að raunhæfasta og virkasta verðlagseftirlit, sem til er, er efling íslenzks iðnaðar. Við höfum nú búið við svokallað- ar verðstöðvanir óslitið frá 1. nóvember, 1970. Hvert manns- barn veit þó, að aldrei hafa dunið jafn miklar verðhækkanir yfir þjóðina og á þessu tímabili. Er ekki kominn tími til að snúa af þessari einskis nýtu en þó hættulegu braut? Ég segi hættulegu, því að þessar svokölluðu verðstöðvanir hafa einkum bitnað á sumum greinum iðnaðarins og það svo, að þær hafa stórskaðað samkeppnishæfni þeirra. Treysti ég því að hér verði gerð breyting á og að iðnaðurinn fái að minnsta kosti að sitja við sama borð og innflutningsverzlun- in hvað þessi mál varðar. Fataiðnaðurinn á eins og iðnað- •urinn almennt í miklum rekstrar- erfiðleikum um þessar mundir og kemur þar margt tit. Höfuðóvinur- inn er að sjálfsögðu hið óstöðuga efnahagslíf okkar og verðbólgan, sem því fylgir. Það hlýtur að vera hverjum manni Ijóst, að þeim Hrunadansi óðaverðbólgu og sí- felldra gengisfellinga, sem dunað hefur hér undanfarin ár og áratugi, verður að Ijúka, því annars er sjálfstæði þjóðarinnar í voða. Það er Ijóst, að hægt er að ráða við verðbólguna, ef vilji er fyrir hendi, en því miður er ég kominn á þá skoðun að hin raunverulega ástæða þess, að. okkur hefur ekki tekizt að losna við verðbólguna, sé sú, að þjóöin vill verðbólgu og því hefur hún eyðilagt allar tilraunir stjórnvalda til að draga úr eða stöðva verðbólguna. Fyrsta skil- yrði til þess að verðbólgan verði stöðvuö er því hugarfarsbreyting okkar allra. Ekki get ég svo skilið við verðbólguna að ég víki ekki nokkrum orðum að gengisskrán- ingu. Ég hef orðið var við þann regin missKilning, að þessi eða hin stjórn felli gengið. Þetta er alrangt, það erum við fólkið í landinu, sem fellum gengið, með því að leggja of miklar byrðar á framleiðsluna. Það eina, sem stjórnvöld gera, er að setja stimpil sinn á orðinn hlut, enda þótt þau þverskallist oftast við í lengstu lög að viður- kenna staðreyndir. Gengið verður að vera skráð í samræmi við innlendan tilkostnað og þaö má aldrei skekkja það með tilfærslum fjármagns, eins og t.d. meö greiðslum úr tómum verð- jöfnunarsjóðum, eða með ólíkum starfsskilyrðum framleiðslugrein- anna. Rétt gengisskráning er súrefni framleiðslunnar og með rangri gengisskráningu er verið að murka lífið, hægt og bítandi, úr undir- stöðuatvinnuvegunum. Við skulum vera þess minnug að nútíma þjóðfélag er myndað af mörgum þáttum, svo sem sjálfri framleiðslunni í þröngum skilningi, alls konar þjónustustarfsemi, verzlun, samgöngum, bygginga- starfsemi, menningarmálum, heil- brigðismálum, fræðslumálum, opinberri þjónustu og fjölda mörgu öðru, sem ekki er hægt að telja upp hér. Allir þessir þættir tengjast hver öðrum og þróun hvers þeirra og viðgangur er tengdur vexti og viðgangi hinna. En við skulum jafnan vera þess minnug að það er sjálf framleiðsl- an í þröngum skilningi, sem er undirstaða allrar annarrar atvinnu- starfsemi, og það alvarlegasta í íslenzkum efnahagsmálum í dag er að það er hún, sjálf undirstaðan, sem er veikasti hlekkurinn í íslenzka efnahagskerfinu. Bresti sá hlekkur hrynur allt annað atvinnulíf eins og spilaborg. Þjóðarheill krefst þess að leið- togar þjóðarinnar, hvar í flokki sem þeir standa, sameinist um að hefjast nú þegar handa og að þeir vinni allir saman að því í einlægni að móta og framkvæma nýja uppbyggingarstefnu framleiðsl- unnar með þau megin markmið fyrir augum að sjálfstæði og áframhaldandi búseta þjóðarinnar í landinu sé tryggð um ókomin ár með síbatnandi lífskjörum. Megi þeir leiðtogar, sem þjóðin hefur nýlega valið sér, bera gæfu til þess að snúa sér alfir sem einn að þessu megin verkefni. Að þessum orðum mæltum lýsi ég kaupstefnuna „íslenzk föt 1978" opnaða." Veizlukaffi í Sigtúni Kvennadeild Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra verður með árlega kaffisölu á morgun, sunnudag 3. september, í Sigtúni við Suðurlandsbraut. i fréttatilkynningu frá deildinni segir, aö í Sigtúni verði veizlukaffi á borðum ásamt mjög góðum skemmtiatriðum, m.a. koma fram Þeir Tóti trúður og Jónas Þórir Þórisson. Allur ágóði rennur til æfingastöðvarinnar að Háaleitisbraut 13 og til barnaheimila Styrktarfélagsins. FTytur fyrirlestra á veg- um Freeportklúbbsins HÉR á landi er nú staddur í boði Freeport-klúbbsins Joseph P. Pirro, forstöðumaöur ráðgjafadeildar Free- port-sjúkrahússins í New York. Mun hann dvelja hérlendis um tveggja vikna skeið ásamt eiginkonu sinni, flytja hér fyrirleatra um áfengismál á vegum Freeport-klúbbsins og feröast nokkuð um landið, að Því er segir í fréttatilkynningu frá Free- port-klúbbnum. Mr. Pirro kom fyrst hingað til lands vorið 1976 í boði þeirra 20 sjúklinga, sem þá höfðu fyrstir íslendinga leitað sér hjálpar á Freeport-sjúkrahúsinu. Þá flutti hann nokkra fyrirlestra, átti viðtöl við fjölmiðla og flutti nokkra fræðsluþætti um áfengismál í sjón- varpi. Pirro flytur fræðsluerindi í Súlnasal Hótel Sögu laugardaginn 9. september og sunnudaginn 10. september. Á mánudagskvöldi 11. september mun hann síöan flytja fyrirlestur í Sjálfstæð- ishúsinu á Akureyri og hefst hann kl. 20.30. SNYRTING ASTAÐNUM Tískusýningamar á síðustu fatasýningu gjörbyltu hugmyndum flestra um innlenda fataframleiðslu. Nú hafa tuttugu og þrir framleiðendur tekið höndum saman við félaga úr Sambandi íslenskra ftgrunarsérfræðinga, Jafnhliða tískusýningum kl. 18 og kl. 21 alla virka daga, og einnig kl. 1A30 um helgar, verða sérsýningar fegrunarsérfræðinga sem vafalaust ciga eftir að vckja mikla athygli. FOT '78 i Laugardalshöll er opin daglega kl. 17—22, en kl. 14—22 um hclgar. Aðgöngumiðar kosta kr. 700 (fullorðnir) og kr. 300 (börn). STÓRGLÆSILEG SÝNING 1—10. september 1978.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.