Morgunblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1978 22 Stefnir I aukakeppni milli þriggja liða í 2. deildinni: ÍBÍ setur ,allt sitt traust á Ármann ÍSFIRÐINGAR verða aöeins áhorfendur að leikjunum í 2. deildinni um helgina eða e.t.v. er réttara að segja að þeir fylgist spenntir mcð úr fjarlægð. Ekkert verður leikið í 1. dcildjnni. en úrslitin í 3ju deildinni halda áfram og þeim lýkur á mánudag og fjórir leikir eru á dagskrá í 2. deild í dag. Margt bcndii; til að þrjú lið verði jöfn í 2. sæti deildarinnar og þurfi að heyja aukakeppni um hvert þeirra flyzt upp í 1. deild með KR. þ.c. ÍBÍ. Ilaukar og Þór. Tvö síðarnefndu liðin verða í eldlínunni í dag. en ísfirðingar leika sinn síðasta leik um aðra helgi. — Við ísfirðingar leggjum allt okkar traust á Armenninga og vonum að þeir taki stig bæði af Þór og Haukum. Sjálfir vinnum við síðan Fylki, þannig að það verða ísfirðingar sem leika í 1. deildinni næsta sumar í fyrsta skiptið, sagði Þórður Ólafsson, fyrirliði ÍBÍ, er við slógum á þráðinn til hans í gær. Staðan í 2. deildinni er nú þannig að ísfirð- ingar hafa 19 stig og eiga eftir að leika gegn Fylki úti, Þór er með 17 stig og á eftir útileik við Armann í dag og heimaleik við Austra um næstu helgi. Haukar, sem einnig hafa 17 stig, eiga eftir heimaleik við Völsung í dag og útileik við Ármann um aðra helgi. Fyrir hálfum mánuði hefði þetta „pró- gramm" virzt létt hjá Þór, IBI og Iíaukum, en þá voru Ármenningar af flestum dæmdir í 3. deild. Nú hefur staðan breytzt, þeir hafa fengið til liðs við sig gamla jaxla og ætla sér ekki niður. Fyikir er hins vegar áfram í bullandi fallhættu og liðið verður því berjast hatrammlega. Allt getur gerzt í deildinni, en eins og Þórður sagði þá getur Ármann breytt gangi mála í deildinni. Fram AÐALFUNDUR körfuknattleiks- deildar Fram verður haldinn — Eðlilega vonum við að við verðum einir í 2. sætinu á eftir KR og Ármann hjálpi okkur til þess, segir Þórður Ólafsson. — En ef ég á að vera raunsær þá stefnir í úrslit þriggja liða og reyndar er ekki langt í fjórða liðið, því ég reikna með að Tróttur, Nes- kaupstað, fái 20 stig í deildinni og gæti lent í aukakeppni ásamt einhverjum eða öllum hinum liðunum þremur ef málin þróast þannig. — I sumar hefur það verið nokkuð einkennandi fyrir lið okkar ísfirðinga að við höfum nýtt illa upplögð marktækifæri og síðan fengið ódýrt mark eða mörk á okkur sem kostað hefur okkur stig. Ef við höfum nýtt færin höfum við unnið góða sigra eins og sjá má á markatölu okkar. Það fór illa með okkur að við gerðum þrjú 1:1 jafntefli á heimavelli í sumar á móti Haukum, Þór og Reyni og svo töpuðum við fyrir Austra heima. Ef við hefðum unnið þessa leiki þá værum við fyrir löngu komnir upp í 1. deildina. — Grikklandsferðin var sérlega vel heppnuð hjá okkur og hleypti nýju blóði í mannskapinn. Andinn innan liðsins hefur aldrei verið eins góður, ég held að ferðin hafi verið jákvæð í alla staði og það er ekki til neitt sem heitir þreyta í mannskapnum, eins og margir halda og er hjá mörgum liðum. Við æfðurn þarna einu sinni á dag við góðar aðstæður og voru æfingarn- ar á kvöldin þegar aðeins var farið að kula. Nokkrir leikmanna liðsins hafa sprungið út eftir Grikklands- ferðina og upp á síðkastið höfum við í fyrsta skipti í sumar getað stillt upp okkar sterkasta liði. — Bæjarstjórn ísafjarðar sam- þykkti nýlega að hefja strax framkvæmdir við gerð grasvallar hér. en hann kemur ofan á malarvöllinn ókkar. Byrjað verður á verkinu næstu daga og reyndar er þegar byrjað á því þar sem þökurnar á völlinn eru fyrir hendi. Völlurinn vcrður tilbúinn næsta ár. en hvenær verður veturinn og veðrið næsta vor að segja til um. segir Þórður Ólafs- son að lokum. I.EIKIR HELGARINNARi Laugardaxur. 2. deildi LauKardalsvoIlur kl. 13.30i Ármann — Þór I.auKardalsvöIlur kl. 16> KR — Austri Neskaupstaður kl. 14> Þróttur — Fylkir Ilvaleyri kl. 15i Haukar — Vöisungur Laugardagur. 3. deildi Sauöárkrókur kl. lfii Einherji — Njarðvík Varmárvöilur kl. 16i VíkinKur — SíkIu- Ijörður Sunnudaxur kl. II, Landsleikur, ÍSLAND — BANDARÍKIN Mánudagur. 3. deild. Sauðárkrókur kl. 19. Njarðvík — Magni Varmárvöllur kl. 19« SelfosB — SÍKlufjörður áij • Tekst Þórði Ólafssyni að leiða lið ÍBÍ alla leið upp 1 1. deild? ÞÓRÐUR SPÁIR ÞÓRÐUR Ólafsson. fyrirliði IBI. spáði fyrir Morgunblaðið um leiki helgarinnar. en hann tók það fram að í nokkrum leikjanna væri óskhyggja ofar en raunsætt mat. Island — Bandaríkin 2.0 2. DEILD. Armann — Þór 2.1 KR — Austri 0.0 Þróttur — Fylkir 3.0 Ilaukar — Völsungar 0.0 3. DEILD. Þórður var beðinn um að spá um hvaða lið færu upp í 2. deild. en úrslitakeppni þriðju deildar hófst í fyrrakvöld. Þórður spáði liðum Selfyss- inga og Einherja frá Vopna- firði sæti í 2. deild á næsta ári. komið hálfa leið ÞESSA dagana fer fram úr- slitakeppnin í 3. deild. Leikið er í tveimur þriggja liða riðlum. öðrum á Sauðárkróki og hinum í Mosfellssveit. Fyrstu leikirnir fóru fram í fyrrakvöld þá vann Selfoss öruggan og merkilega auðveld- an sigur gegn Víkingi frá ^ Ólafsvík. 3—0 eftir að staðan hafði verið 1—0 í leikhléi. Magni og Einherji skildu jafnir á Sauðárkróki. hvort lið skoraði eitt mark. Reyndar voru það Magnamenn scm skoruðu bæði mörkin. því að mark Einherja var sjálfsmark í byrjun leiksins. Ilringur Ilreinsson jafnaði fyrir Magna snemma í síðari hálfleik. Leikurinn þótti slakur. en úrslitin sanngjörn. PR/TM/ —gg. Hermann „kóngur" skoraði VALSMENN unnu ÍBA 2.1 í „úrvaisdeildinni" í knatt- spyrnu á Akureyri í vikunni. Eru Valsmenn þar með komnir í úrslit kcppninnar ásamt KR. Fram og IBK. Það var Berg- sveinn Alfonsson. sem tók forystuna fyrir Val um miðjan fyrri hálflcik í leik Vals og IBA. Á 35. mínútu Iciksins jafnaði Skúli Ágústsson síðan úr vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Kára Árnasyni innan vítateigs. Á 70. mínútu leiksins skoraði si'ðan Her- mann „kóngur" Gunnarsson sigurmark Vals eftir mikinn einleik. ÍBA var á ferð sunnan fjalla um síðustu helgi og vann þá ÍA 4.1 og UBK 3.1 í úrvalsdeildinni. — Sigb. G. þriðjudaginn 5. september næst- komandi. Hefst fundurinn klukkan 20.30 og fer hann fram í félagsheimilinu. FYRSTA ÞJÁLFARA- NÁMSKEIÐ- IÐ í 7 ÁR Ilandknattleikssambandið gengst fyrir þjálfaranám- skeiði um helgina og er þetta fyrsta námskeiðið í íþróttinni. sem haldið hcfur verið hér á landi í 7 ár. 35 manns frá 31 félagi verða á þessu nám- skeiði. en félögum á suðvestur- horni landsins var boðið að senda þátttakendur á nám- skeiðið. Greinilegt er að mikiil áhugi er á slíkri starfsemi og verkefni eru fyrir þjálfara- námskeið út allt næsta ár cins og Jóhann Ingi Gunnarsson. landsliðsþjálfari. orðaði það á blaðamannafundi í fyrradag. Á næstu mánuðum er stefnt að því að halda eitt annað slíkt námskeið í Reykjavík. tvö fyrir norðan og 1 í Vestmanna- cyjum. Námskeiðið. sem fram fer um helgina er svo nefnt leiðbeinendanámskeið a-stigs. og er það unnið í samráði við grunnskóla ÍSÍ. Námskeiðið hófst í ga‘r klukkan 11 við Álftamýrarskólann. en þar fer námskeiðið íram. bæði verk- legt og bóklegt. Lesefni á námskeiðinu er um 300 blað- síður og kennarar verða 9 talsins. en aðallega verða þeir Jóhann Ingi. Jóhannes Sa*- mundsson. Viggó Sigurðsson. Jens Einarsson og Geir Hall- steinsson í hlutverki fraAar- ans á þessu námskeiði. V_______1____________________/ Um 20 milljón króna fyrirtæki að halda IHF-þing hérlendis ÓLÍKLEGUSTU hlutir. smáir og stórir. hafa komið upp í samhandi við Alþjóðlega ráðstefnu handknattleiksmanna, sem hefst hér í Reykjavík á fimmtudaginn í næstu viku. Er þetta 17. ráðstefna IIIF, Alþjóða handknattleikssambandsins, en sú fyrsta sem haldin er hér á landi og fyrsta alþjóðaþing íþróttaforystumanna, sem haldið hefur verið hér á landi. Hér er því um merkisatburð að ræða og HSÍ-fólk hefur unnið mikið starí að undanförnu við undirbúning þingsins, en Gunnar Torfason hefur haft á hendi stjórn undirbúningsins, en með honum hafa margir lagt hönd á plóginn. IHF heldur þing sín á fjögurra ára fresti og er þetta 17. þingið, sem haldið er. Unnið verður í nefndum og minni einingum á fimmtudag og föstudag, en þingið verður síðan sett við hátíðlega athöfn á laugardaginn eftiV viku. Þinginu lýkur á sunnudagskvöld, en á mánudag fara allir þátttak- endur í heils dags skoðunarferð. Um 150 manns eru væntanlegir til landsins vegna ráðstefnunnar og af þeim eru rúmlega 120 fulltrúar á þinginu. Fulltrúar koma frá 40 þjóðlöndum og er greinilegt að Island, „þetta fjarlæga land“, er spennandi í augum margra því þátttaka er óvenju mikil. Þingið fer fram á Hótel Loftleið- um og er forystumenn IHF komu hingað til lands fyrir ári til að skoða alla aðstöðu lýstu þeir sérstakri ánægju sinni með alla aðstöðu á Loftleiðum. Eins og fram hefur komið verður starfað í mörgum undirnefndum og þarf allt að níu sali til að koma öllum hópunum fyrir, en það vandamál var auðvelt að leysa á Loftleiðum. Ymis vandamál hafa komið upp og má t.d. nefna tungumálaerfið- leika. Enska, þýzka og franska eru jafn rátthá innan IHF og þarf því að túika all.t sem sagt er yfir á þessi tungumál. Voru í þessu sambandi fengnir túlkar frá Sviss og kostaði það fyrirtæki um 2 milljónir króna. I sumar kom síðan beiðni frá Arabalöndunum í sameiningu um að einnig yrði túlkað yfir á arabísku. Varð því að fá fjórða túlkinn til að leysa vandamál Arabanna. Stjórnarkosning fer fram á fjögurra ára fresti hjá IHF og verður það næst í Moskvu á þingi IHF þar 1980. Ólympíuleikarnir í Moskvu og þing IHF þar verður væntanlega meðal stóru málanna á þinginu hér, en einnig er ljóst að mikill tími fer í umræður um Prinsinn mætir MARGIR frægir handknatt- leiksmenn verða á IIIFþinginu. menn sem eiga mikinn þátt í uppgangi íþrótt- arinnar í heiminum. Of langt mál yrði að geta þeirra allra. en í nafnalistanum hnutu blaðamenn um eitt nafn, aðal- fulltrúa Saudi-Arabíu. Prins Fahd Ben Nasser Ben Abel mótafyrirkomulag handknatt- leiksmanna. Þannig er hugmynd um að setja á laggirnar Evrópu- keppni landsliða í handknattleik, líkt og er í knattspyrnu. Einnig eru hugmyndir um að aðeins 16 beztu handknattleiksþjóðir heims fái að taka þátt í úrslitum Heimsmeistarakeppni, en ekki aðeins 12 þær beztu og síðan ein þjóð frá Evrópu, Asíu, Afríku og Ameríku eins og nú er. Danir og Spánverjar hafa verið iðnastir við að senda inn tillögur, en á þessu þingi er ljóst aö mikið verður rætt um þróun handknattleiksins í þriðja heiminum, en t.d. í Afríku, Asíu og S-Ameríku hafa frægir þjálfarar verið á ferð og mikill áróður hefur vérið í gangi fyrir handknattleiknum þar. Sovétmenn hafa sent inn tillögur um að rússneska verði gerð eitt af aðaltungumálum í IHF1 og einnig spænska, en þessi tillaga gengur aftur á hverju IHF-þingi á eftir öðru. Kostnaður við ráðstefnuhaldið er áætlaður rúmlega 20 milljónir króna, en það dæmi breytist reyndar dag frá degi vegna verðbólgunnar. Verkefni HSI er að standa undir kostnaði af ráð- stefnuhaldinu og eins og málið stendur í dag er útlit fyrir að einhver hagnaður verði af ráð- stefnuhaldinu. Gjaldeyristekjur af ráðstefnunni eru áætlaðar 50—60 milljónir króna, en óvíst er hvort HSÍ fær st.vrk frá opinberum aðilum vegna ráðstefnuhaldsins. Sportvörusýning verður sett upp á Hótel Loftleiðum meðan á þinginu stendur og sýna þar m.a. Adidas, Hummel, Puma og Henson svo nokkur „stórfyrirtæki" í sport- vöruframleiðslu séu nefnd. HSÍ hefur látið gera sérstakar krúsir og platta vegna þingsins og verða þeir seldir meðan á þinginu stendur. Þing þetta er mikill ávinningur fyrir handknattleik á íslandi, því þarna koma saman helztu forystu- menn handknattleiksins í heimin- um. ísland ætti eftir þetta þing að verða enn stærri punktur á landakorti handknattleiksins. Á miðvikudaginn þinga norrænir forystumenn handknattleiksins og verður þar rætt um sameiginleg hagsmunamál Norðurlandanna. - áij.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.