Morgunblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLÁÐIÐ, LÁUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1978 BLðM VIKUNNAR UMSJÓN: ÁB. Bláklukkur I (Campanula) BLÁKLUKKUR eru í hópi þeirra síðsumarblómstrandi jurta sem margir garðrækt- endur hafa hvað mestar mætur á, enda eru þær margar hverjar búnar kost- um sem gera þær eftir- sóknarverðar: fagrar, harð- gerðar og auðveldar í ræktun og gott er að eiga í vændum að sjá sumar þeirra í fullu blómskrúði þegar flestar aðrar jurtir í garðinum hafa lifað sitt glaðasta og tekið á sig fölva haustsins. Hólmfríður Sigurðardóttir umsjónarmaður Lystigarðs- ins á Akureyri hefur um mjög margra tegunda líkjast litlum klukkum þótt ýmsar tegundir hafi blóm sem eru meira skállaga. Stundum eru krónufliparnir langir og út- breiddir svo að blómin minna fremur á litlar stjörn- ur. Stærð blómanna er mjög breytileg en litur þeirra er oftast blár eða fjólublár í mismunandi litbrigðum. Fá- einar tegundir hafa hvít eða bleik blóm og ein tegund gul. Einnig eru til hvít blóma- afbrigði af mörgum tegund- um. Stærð og vaxtarlag teg- undanna er einnig mjög SKEGGKLUKKA (C. barbata) 15—20 sm. há. með fölbláum haneandi klukkum. hefur reynst vel hér. en er heldur skammlff. margra ára skeið ræktað margvíslegustu tegundir af bláklukkum og aflað sér með því mikilsverðrar reynslu og þekkingar. I næstu 4—5 vikur mun hún miðla lesend- um þessara þátta ýmsum fróðleik um þessar fögru jurtir. Ums. BLÁKLUKKUÆTTKVÍSLIN (Campanula) er óvenjulega stór og fjölskrúðug. Teg- undafjöldinn er talinn vera nálægt þremur hundruðum, en ekki er unnt að gefa upp nákvæma tölu þar sem grasafræðingar verða aldrei alveg sammála um tegunda- greiningu. Nafnið á ættkvíslinni CAMPANULA er komið úr latínu og þýðir „lítil klukka". Enda er það svo að blóm breytilegt, allt frá smávöxn- um steinhæðaplöntum sem eru fáeinir sm. á hæð og upp í plöntur sem eru um og yfir meter á hæð. Það ættu því allir garðeigendur að geta fengið bláklukkur sem þeim henta og fyrir þá sem hafa gaman af að safna mörgum tegundum er bláklukkuætt- kvíslin hreinasta gullnáma. Þær skipta orðið tugum blákíukkutegundirnar sem reynst hafa vel hér á landi. Bláklukkur eru auð- ræktaðar og blómviljugar. Margar þola riokkurn skugga þó þær verði allar fallegast- ar á sólríkum stöðum. Þær gera engar sérstakar kröfur til jarðvegs, nema að hann sé sæmilega rakur. Mjög auðvelt er að fjölga þeim með sáningu og skipt- ingu. H.S. Ekki alltaf gott að fá sjómenn til að breyta aðferðum sínum Gísli Jónasson var á förum til Malasíu. Hann er hér aöeins tvo mánuói á ári, en undanfarin 9 ár hefur hann búiö meö fjölskyldu sinni í ótalmörgum löndum aust- ur viö Kínahaf. Þar starfar hann á vegum FAO viö aó rannsaka fiskstofna og kynna sjómönnum fullkomnari veiöiaðferöir. 4 Matvæla- og landbúnaöar- stofnun Sameinuðu Þjóðgnna, FAO, rekur nú á annað hundrað skipa til alls kyns fiskveiöirann- sókna víða um heim. Sagöist Gísli álita aó par störfuöu 12—15 íslendingar. Einn beirra, Hilmar Kristjánsson, hefur starfaó hjá stofnuninni frá bví aö hún var sett á laggirnar, og Það var fyrir tilstuólan hans, aó Gísli Jónasson réöst til Þessara starfa árið 1970. Fyrstu 3 árin var hann vió rannsóknastörf i Suöur-Jemen, en undanfarin 2 ár hefur hann unnið í Malasíu. Hann ræddi eilítið við Mbl. um starf sitt í Þessum löndum. „FAO er nú aö fara meira út í að aðstoða fiskimenn á smábátum í afskekktum þorpum varðandi end- urnýjun á veiðarfærum og bátum,“ sagði Gísli. „Árangur starfsins viröist meiri, ef unniö er svo náið með fiskimönnunum sjálfum, þó aö rannsóknarskipin séu auövitaö líka nauðsynleg." Gísli nefndi ýmis dæmi þess starfs, sem unniö væri, — kannaö væri, hvort ný veiðar- færi reyndust betur á ákveðnum stöðum en þau sem fiskimenn þar hefðu notað, þeim væru kynntar nýrri fiskveiöi- og siglingatæki, og á Filippseyjum heföi t.d. verið veitt ráðgjöf varðandi byggingu fisk- vinnslustöðvar. „Það er ekki nóg að flytja ný tæki að norðan ínn í þessar aðstæður, þaö verður að laga veiðiaðferðirnar staðháttum," sagði Gísli. „Grundvöllurinn er afar misjafn. Til dæmis eru fiskstofn- arnir lélegir við austurströnd Malasíu, og þar eru ekki forsendur fyrir dýrum bátum með fullkomn- um tækjum. Hins vegar er miklu meiri veiöi við Filipseyjar, og þar hefur reynzt vel að laga kanadískar veiðiaðferðir að aðstæðum. — En oft veröur aö þróa veiöitæknina í smástökkum, — þar sem fiski- menn þekkja ekkert, dýptarmæla, þýöir ekki aö sýna þeim 20 milljón króna tæki. Og oft hafa þeir ekki efni á nýrri tæknibúnaði. Það gefst ekki alltaf vel að fá fiskimenn til að breyta aðferðum sínum, á þessum slóðum fremur en öðrum,“ sagði Gísli. „Þeir eru jafnan fastheldnir á sitt. Við höfum nú séð dæmi þess hér á íslandi. Við teljum okkur háþróaöa fisk- veiðiþjóð, en ég held það hafi liðiö 5 ár frá því að kraftblökkin var kynnt hér og þar til við fórum að nota hana. Hvernig skyldi þetta þá vera hjá þjóð, sem kann hvorki að skrifa né lesa nafnið sitt?“ Gísli kvað það oft hafa reynzt happadrýgst aö fá einstaka sjó- menn til að reyna nýjar aðferðir við veiðar sínar. Ef þær gæfust vel, breiddlst notkun þeirra út af sjálfu sér. „Það saknar enginn þess sem hann þekkir ekki,“ sagði hann. Sem dæmi um árangur þessa víðtæka starfs nefndi Gísli fyrri dvöl sína í Jemen. Þar hefðu starfsmenn FAO gert rannsóknir á grundvelli fyrir sardinuveiðar. Nú eru á þeim stað tvær sardínuverk- smiðjur og nokkrir bátar með snurpunót. „Ég býst nú við aö fara aö hætta þessu og koma heirn," sagði Gísli að lokum. „Ég fer til Malasíu í 2 vikur, síðan til Burma í 3 mánuöi, en svo hef ég hugsaö mér að taka mér frí í bili að minnsta kosti." Rætt við Gísla Jónasson, sem hefur starfað í 9 ár við þróun fiskveiðiaðferða við Kínahaf Nokkur orð um sam- göngumál fatlaðra Eitt af stærri vandamálum fatlaöra hér í borninni eru sam- göngumál þeirra, hvernig þeir eigi að komast með sæmilegu móti frá einum stað til annars, eftir þörfum. Þar sem ég undirritaður er sjálfur i hjólastól og þar af leiðandi nokkuð kunnugur þessum málum, langar mig til að leggja hér nokkur orð í belg. Hvötin til þess, að ég sting hér niður penna eru 2 greinar, sem birtust í Morgunblaðinu nú í sumar eftir Birgi Isleif Gunnarsson, fyrrum borgarstjóra þann 6. ágúst sl. og önnur eftir Magnús Kjartansson, fyrrum ráðherra þann 12. ágúst sl. Eins og ég sagði áðan eru sam- göngumálin mikið vandamál fyrir fatlað fólk. Ég hef sjálfur leyst þessi mál á þann hátt, að ég hef notað leigubíla þar sem ekki er erfitt að komast inn, þ.e. ekki miklar tröppur, en þar sem erfiðara hefur verið um vik hef ég leitað á náðir lögreglunnar. Þótt þetta hafi nú bjargast í báðum tilfellunum er um erfiðleika að ræða, ég er erfiður farþegi fyrir leigubílstjóra og lögreglan getur ekki alltaf verið til staöar vegna annríkis. Ég vil nota tækifærið hér til að færa þessum aðiium báðum bestu þakkir fyrir alla þá góðu aðstoð, sem þeir hafa veitt mér á liðnum árum. Ég vil geta þess hér, að til eru tveir bílar, sérhannaðir, til að aka fólki í hjólastólum, annar sem Kiwanisklúbburinn gaf, er í eigu Sjálfsbjargar, en hinn er í eigu Öryrkjabandalagsins, gefinn af sænska Öryrkjabandalaginu. En gallinn er bara sá, að hvorugur bíllinn er í almennri notkun fyrir fólk úti í bæ, það hefur ekki fundist neinn rekstrargrundvöllur fyrir þessa bíla. Eg vil taka undir þakklæti Magnúsar Kjartanssonar til Birgis Isleifs fyrir að hreyfa þessu þarfa máli. Einnig vil ég þakka þeim Ólafi Thors og Albert Guðmunds- syni, sem störfuðu með Birgi í nefnd, sem fjallaði um þessi mál, en það er sumt í grein Magnúsar, sem ég vildi gera nokkrar athuga- semdir við. Magnúsi líst ekki á að hafa þrjá sérhannaða vagna í förum, því þeir munu aldrei geta annað þörfum fatlaðra. Um þetta held ég, að ekkert sé hægt að fullyrða, þar verður reynslan ein að skera úr. Hann vill leysa þetta mál með því, að hinu almenna strætisvagna- kerfi verði þannig háttað, að fatlaðir geti notað það á sama hátt og heilbrigðir. Þarna er ég honum ekki sammála, ég álít, að vísu sjálfsagt,, að strætisvagnar, séu útbúnir til að geta tekið fólk í hjólastólum og eins barnavagna. En hér er sá mikli galli á, að fjöldi fólks gæti bara alls ekki notað sér þessa þjónustu. Ég tek hér dæmi: Eg ætla mér að fara út í bæ, t.d. í bíó, leikhús, eða í heimsókn. Nú er alls ekki víst, að strætisvagnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.