Morgunblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 40
v u <;iasin<;asiminn kr: 22480 JH#rsunbI«Öiíi LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1978 Fyrstu bráða- birgðalögin af miirgum gcfin út „I>ESSI bráðabirgóalög eru til þess að tryggja það að ef svo verður gert, sem kveðið er á um í sáttmálanum. þá verði vfsitalan miðuð við ástandið eins og það er orðið þegar niðurgreiðslurnar taka gildi,“ sagði Ólafur Jóhann- esson forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær, en þá voru gefin út bráðabirgöalög um niðurfærslu vöruverðs og verð- bótavisitölu í september 1978. ólafur kvað ekki ákvcðið hve niðurgreiðslan yrði mikil eða lækkun óbeinna skatta, þótt bending um það sé í samstarfs- yfiriýsingunni hve miklu þetta eigi að nema f heild. Ólafur Jóhannesson kvað þessi bráðabirgðalög aðeins fyrstu lög af fleiri, sem sett myndu næstu daga. Eftir væri t.d. að setja lög um niðurfellingu laganna um efnahagsráðstafanir. Kvað hann von á þeim eins fljótt og unnt væri, en við ýmis tæknileg atriði væri að glíma. Lögin frá í gær eru aðeins til þess að tryggja það að síðari lagasetning komi inn í vísitöluna. Bráðabirgðalögin, sem gefin voru út í gær, eru í tveimur greinum. FytTÍ greinin segir frá því, að nú sé ákveðin aukin niðurgreiðsla vöruverðs og lækkun óbeinna skatta á greiðslutímabili verðbóta, er hófst 1. september 1978, og skal þá Kauplagsnefnd reikna nýja verðbótavísitölu í samræmi viö ákvæði kjarasamn- inga, er taki gildi þann dag, er aukin niðurgreiðsla eða Iækkun óbeinna skatta kemur til fram- kvæmda, og gildir til loka greiðslutímabilsins. Endanleg reikningsskil fyrirfram greiddra septemberlauna vegna breyttrar verðbótavísitölu, skulu fara fram um leið og greiðsla næstu mánað- arlauna á sér stað. Þá segir að launagreiðsla fyrir fyrstu daga september séu laun greidd eftir á, skuli fara fram samkvæmt launa- kjörum er giltu í ágúst og endanlegt uppgjör skuli fara fram svo fljótt sem auðið er og eigi síðar en í septemberlok. Önnur grein laganna segir að þau öðlist þegar gildi. Sýningin „Islenzk föt 1978“ var opnuð í gær. Við það tækifæri flutti Davíð Scheving Thorsteins- son ávarp og fram fór viða- mikil tízkusýn- ing. Sjá nánar í frétt á bls. 3. Flugleiðir kaupa yfír helm- ing hlutafjár Amarfíugs FLUGLEIÐIR hafa nú keypt meira en helming af öllu hlutafé Arnarflugs h.f. og var gengið frá samningum um þetta mál af stjórnum félaganna í gær. Ákveðið er að Flugleiðir kaupi óseld hlutabréf í Arnarfiugi að upphæð 44 milljónir kr. og verður þá hlutafé Arnarflugs hf. 120 millj. kr. Ennfremur er sam- komulag til viðhótar um kaup Flugleiða h.f. á 25 milljónum króna af hlutafjáreign nokkurra stærri hluthafa félagsins. Ráða því Flugleiðir yfir G9 millj. kr. af 120 millj. kr. hlutafé félagsins. Þeir stærri hluthafar í Arnar- flugi, sem selja Flugleiðum 25 millj. kr. í hlútabréfum, eru eftir því sem Morgunblaðið kemst næst Gengishagnaður vænt- anlega 4X-5 milljarðar BIRGÐIR sjávarafurða í ágústlok í iandinu munu hafa verið á bilinu 27 til 28 milljarðar króna. Miðað við 15% gengisfall íslenzkrar krónu er gengismunurinn af þeirri fjárhað til 5 milljarðar króna. Er þá meötalinn ógreiddur útflutn- ingur. þar sem afskipun hefur átt sér stað. en greiðsla heíur ekki komið. í slíkum tilfellum bera slík viðskipti gengishagnað eins og birgðir. Bráðabirgðalög um ráð- stöfun gengishagnaðarins munu væntanleg strax eftir helgina. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér í gær, mun gengishagnaður' af birgðum að verðmæti 27 til 28 milljarða króna Alþýðubandalags- maður forseti Sam- einaðs Alþingis STJÓRNARFLOKKARNIR þrír hafa komið sér saman um skipt- ingu forsetaembætta í sölum Alþingis og mun þingmaður frá Alþýðubandalaginu verða forseti Sameinaðs Alþingis, framsóknar maður verður forseti neðri deild- ar og krati forseti efri deildar. Lúðvík Jósepssyni mun hafa verið boðið embætti forseta Sam- einaðs Alþingis en hann hafnað á þeirri forsendu að hann ætlaði ekki að láta forsetastólinn aftra sér frá skyndiáhlaupum í ræðu- stóli. Þá hefur Gils Guðmundsson verið nefndur en hann kvað enga ákvörðun hafa verið tekna ennþá um þetta mál hjá Alþýðubanda- laginu, enda nægur tími til stefnu. Ekki mun ákveðið hvaða al- þýðuflokksmaður verður forseti efri deildar, en Morgunblaðið spurði Einar Agústsson að því í gær hvort hann yrði forseti neðri deildar. „Áreiðanlega ekki,“ svaraði Einar, „ég hef aldrei setið í forsetastóli og hef enga löngun til þess.“ Mbl. spurði Einar þá hvort hann yrði formaður utan- ríkismálanefndar Alþingis og sagði hann að það hefði komið til tals að hann fengi þá stöðu, en þingið myndi afgreiða það mál. verða um 4,5 til 5 milljarðar króna. Frá því dregst kostnaður, sem fellur á birgðirnar, sem láta mun nærri að sé um 10%. Lætur því nærri að gengismunurinn sé 4 til Axk millj- arður króna af birgðunum einum saman. Af þessum birgðum er verulegur hluti saltfiskur og skreið og mun verðmæti þess vera um 2 til 2‘/2 milljarður króna. Er það ekki eins viss peningur og afurðir annarra sjávarafurða, en saltfisk- og skreiðarbirgðir eru að öllum líkindum 10 til 12 milljarðar króna. Til viðbótar þessu, sem hér hefur verið nefnt, kemur ógreiddur út- flutningur, þ.e.a.s. vara, sem flutt hefur verið út, en hefur ekki verið greidd. Gengismunur þess fjár gefur svipaða stöðu eins og birgðir, þar sem útskipun hefur farið fram, en faktúrur hafa ekki borizt. Verðmæti þessa ógreidda útflutn- ings gæti verið á bilinu 8 til 10 miiljarðar króna og er gengismun- urinn þar 1 til 1,2 milljarður króna. Lætur því nærri að gengismunurinn sé 4 l/z til 5 milljarðar króna. Þótt hér sé rætt um gengishagnað af breytingu á gengi íslenzkrar krónu, koma einnig fram við gengisbreytinguna gengistöp út- gerðarinnar, þar sem um erlendar skuldir er að ræða. Tap kemur fram hjá öllum, sem eru með miklar erlendar skuldir, svo sem eins og t.d. ríkið. 'Sambandsfyrirtækin, þ.e. Olíufé- lagið h.f., Reginn h.f., Olíjustöðin í Hvalfirði h.f. og Hið ísl. steinolíu- hlutafélag. Arnarflug á nú tvær þotur af gerðinni Boeing 720 og í fréttatil- kynningu sem Morgunblaðinu barst í gærkvöldi frá stjórnum félaganna segir, að frá stofnun hafi Arnarflug byggt starfsemi sína að miklu leyti á leiguflugi á erlendum markaði. Flugleiðir hafi einnig í auknum mæli leitað verkefna erlendis. Samkeppni á þessum markaði hafi verið mjög hörð og samkeppnisaðstaða ísl. flugfélaganna farið versnandi þar sem tilkostnaður hér heima sé hætti en í nágrannalöndum okkar, þar sem flest flugfélögin séu. Af þessum ástæðum m.a. hafi farið fram viðræður milli félaganna um aukið samstarf. Það hafi komið í Ijós, að áhættufé Arnarflugs þurfi að auka og starfsemi félagsins með aðeins tvær vélar sé mjög áhættu- söm, ef um engan stuðning sé að ræða frá stærra flugfélagi. Um 70 manns starfa nú hjá Arnarflugi. Síldveiðar hóf- ust á miðnætti SÍLDVEIÐAR í reknet hófust á miðnætti sl. og má því búast við að fyrsta sfldin á þessari vertíð komi til hafnar um helgina. Alls hafa 87 bátar fengið leyfi til reknetaveiða, en ekki var gert ráð fyrir að allir bátarnir héldu til veiða í gærkvöldi. Norðmenn vilja fá lögsögu Jan Mayen færða útí200mílur Málið fellur undir Hafréttarsátt- málann segir Benedikt Gröndal MIKLAR umræður cru nú í Norcgi um að færa fiskveiðilögsögu Jan Mayen út í 200 sjómílur. í frétt til Morgunblaðsins í gær frá Jan Erik Lauré í Osló, segir að norska fiskimálastofnunin í Bergen ljúki við útreikninga á gjöfulleika haf- svæðisins umhverfis eyna innan fárra daga. Knut Vartdal fiskimála- stjóri Noregs segir að hann geti ekki verið viss um að lagt verði til að fiskveiðilögsaga eyjunnar verði færð út í 200 sjómflur. Noregur getur ekki fært fiskveiði- lögsögu eyjarinnar einhliða út í 200 sjómílur, þar sem íslendingar myndu aldrei samþykkja það, segir i fréttinni, ennfremur myndi 200 mílna fiskveiðilögsaga ná inn í íslenzka lögsögu. Það þurfa því að koma til viðræöur Norðmanna og íslendinga varðandi þetta mál, og samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins í Noregi, gera menn sér vonir um að hægt verði að ná sámkomulagi, áður en langt um líður. Morgunblaðið bar þessa frétt undir Benedikt Gröndal utanríkis- ráðherra í gærkvöldi. Benedikt sagði, að ef Norðmenn óskuðu eftir viðræð- um varðandi lögsögu Jan Mayen væri sjálfsagt að ræða við þá, en mál lítillar eyju eins og Jan Mayen snerti fyrst og fremst Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. „Og ég hygg að báðir aðilar muni athuga hvernig hinn alþjóðlegi hafréttarsáttmáli verður. Hins vegar er það til góðs ef Islendingar og Norðmenn gætu staðið saman um svona mál.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.