Morgunblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1978 8 Rætt við Rósu Björk Þorbjarnar- dóttur endurmenntunarstjóra Á vej{um Kennaraháskóla Islands eru á sumrin starfrækt eridurmenntunarnámskeið ætl- uð kennurum. Námskeiðin eru aðalleí;a haldin í júnímánuði og í áíiúst á hverju ári og fer þeim því senn að ljúka í ár. Þar sem fólk veltir því oft fvrir sér hvað kennarar ({era í hinu þrijíKja mánaða langa sumarleyfi sínu, fannst Morgun- biaðinu ástæða til að Krennslast nánar fvTÍr um það hvers kyns námskeið þetta eru ok hvers ve({na kennarar sækja þau. Leituðum við þá til endur- menntunarstjórans, er starfar á ve({um Kennaraháskóla Islands, en hann heitir Rósa Björk Þorbjarnardóttir. Sa({ðist Rósa vera nýbúin að, taka við þessu starfi af Pálínu Jónsdóttur, sem hefði starfað sem endurmennt- unarstjóri frá árinu 1974, er Kennaraháskólinn tók við þessu viðfan({sefni af menntamála- ráðuneytinu, en Pálína er nú að fara í orlof. Að sö({n Rósu voru í júni sjö námskeið í ({an({i og þátttakend- ur í þeim rúmle({a 200. I áf{úst voru haldin 13 námskeið oj{ voru þátttakendur þá um 500. Meðal efnis, sem tekið er fyrir á |)essum námskeiðum, má nefna dönsku í málveri, meðferð tölva í Reiknin({sstofnun Háskólans, sjóvinnunámskeið i Sjómanna- skólanum, námskeið í samfé- lafísfræði, líffræði og stærð- fræði, auk námskeiðs í mynd- o({ handmennt. Ennfremur var fyr- irhunað að halda námskeið í náms- o({ starfsráðgjöf, en það féll niður vegna ónógrar þátt- töku. Rósa sagði að það yrði þó væntanlega tekið upp á næsta ári þar sem ákaflega mikil þörf væri fyrir slíkt. „Áhugi kennara og vinnugleði á námskeiðunum eru mjög mikil,“ sagði Rósa, „og þar bæta þeir við sig nýrri þekkingu, miðla hver öðrum af reynslu sinni og ræða sameiginleg vandamál, sem fyrir geta komið í starfi og held ég að út af fyrir sig sé það mikils virði að hittast á þessum vettvangi." „Kennslustarfið er mikið ábyrgðarstarf og fylgir því mikil áreynsla, og oft skilja þeir það aðeins sem í því standa,“ hélt Rósa áfram. „Mikið er um nýbreytni bæði í starfsháttum ýmiss konar og kennsluaðferð- um, þannig að nauðsynlegt er að halda slík námskeið til að kennarar geti f.vlgst með nýj- ungum. Á síðustu árum hefur líka verið töluvert mikið um það að nýtt kennsluefni sé tekið upp og þá finnst mörgum kennurum þeir hafa þörf f.vrir að sækja sérstök námskeið í tengslum við það. Ekki eru það þó eingöngu utanaðkomandi atriði sem knýja þá til að sækja námskeiðm, heldur hafa margir kennaranna áhuga fyrir því sjálfir að breyta og bæta, til þess þá að ná betri árangri í starfi.“ „Annars er það útbreiddur misskilningur að sumarleyfi séu heilir þrír mánuðir, því yfir veturinn er vinnuskylda kenn- ara það mikil, að þeir eiga inni frí, sem þeir taka þá út á sumrin, auk sumarleyfisins, er þeir eiga rétt á eins og allir aðrir. Hluti af sumrinu fer líka í það að undirbúa kennsluna fyrir næsta vetur og í að endurntennta sig, en í kjara- samnirigum er mælst til þess að á tveggja ára fresti sæki kenn- arar námskeið í því skyni.“ — Eru námskeiðin eingöngu haldin í Reykjavík? „Nei, í ágúst var til dæmis eitt námskeið haldið í Heiðarskóla í Borgarfirði og var það námskeið í byrjendakennslu. I júní var svo haldið námskeið í íslenzku og eðlisfræði norður í Varmahlíð í Skagafirði, en hin námskeiðin voru óil hér í Reykjavík, nema hvað enskukennarar fóru á námskeið til Hastings í Eng- landi." — Eru kennarar eitthvað styrktir til að sækja slík nám- skeið? „Já, það má segja það, því þeir sem búa í meira en 25 kílómetra fjarlægð frá námskeiðsstað eiga rétt á því að þeim sé séð fyrir fæði og gistingu á námskeiðs- stað, en ef svo er ekki þá eiga þeir rétt á % dagpeninga. Einnig er kennurum séð fyrir ferðum fram og til baka og er þá miðað við ódýrustu ferðir. Kennarar fá líka stig fyrir að sækja námskeið, og gefa 20 kennslustundir eitt stig, en stigin geta síðan leitt til fikkun- ar á launum." „Kennarar eru yfirleitt af- skaplega áhugasamir um að Þátttakendur í námskeiðinu um efniskönnun, samþættingu og námsaðgreiningu, cn það var sameiginlegt námskeið fyrir kennara í ensku og dönsku. „Þeir kennarar, sem ég hef kynnst, eru ákaflega gott fólk og gefa mikið af sér í starfi. Þeirra starf er þó vanmetið, eins og reyndar flest annað uppeldis- starf í þjóðfélaginu, og þar á ég einkum við starf foreldra og annarrra uppalenda. Eg veit eiginlega ekki af hverju þetta stafar, en helzta skýringin er ef til vill sú að uppeldisstarf er ákaflega tímafrekt og erfitt er að leggja ákveðinn mælikvarða á það, því það er ekki áþreifan- legt. Barn, sem hlúð hefur verið vel að, er það dýrmætasta, sem þjóðfélagið getur eignast og vissulega sýnir það sig, þegar fram í sækir.“ „Ég tel að það dýrmætasta, sem barni geti hlotnast á eftir góðu foreldri, sé góður kennari. Kennarastarfið er því ákaflega krefjandi starf, þótt það sé lítils metið af mörgum. Erfitt er að segja til um það hvort þetta viðhorf sé eitthvað að breytast og hver sé ástæðan fyrir þessu viðhorfi. Áður fyrr voru góðir líkamsburðir það sem máli skipti í þjóðfélaginu og þeir sem ekki dugðu í erfiðisvinnu, þóttu þá ef til vill nógu góðir til að segja börnum til. í dag er þetta mikið breytt, því kennarar gegna mun mikilvægara uppal- endastarfi nú en þá. Börnin í dag eru oft svo mikið ein að þau þrá að tala við kennarann og snerta hann, því foreldrarnir hafa oft lítinn tíma til að sinna þeim. Að mínu mati hefur skólinn því breyst mikið á undanförnum árum og á nú ekki einungis að miðla fræðslu, heldur gegnir hann jafnframt mikilvægu uppeldishlutverki, en því miður hefur hann varla mannafla til þess að sinna því hlutverki sem skyldi, þar sem það er svo afskaplega tíma- frekt.“ Eftir þetta fróðlega spjall um kennara og kennarahlutverkið brugðum við okkur niður í Æfingaskóla Kennaraháskóla íslands, en þar voru kennarar önnum kafnir við vinnu í ýmsum verkefnum tengdum málakennslu í skólum. Áhugi þátttakenda leyndi sé ekki og gáfu þeir sér varla tíma til að líta upp, er við smelltum nokkr- um myndum af þeim. En eins og áóur segir, er þessum námskeið- um nú senn að ljúka og skólarn- ir að taka til starfa aftur A.K. Kennarinn gegnir ábyrgðarmiklu starfi. mennta sig og á veturna eru haldnir fræðslufundir á vegum Kennaraháskólans og skóla- rannsókna. Á fræðslufundum sem þessum er fjallað um ýmislegt fjölbreytt efni er teng- ist skólastarfinu, og eru þeir vel sóttir.“ — Hvernig eru námskeiðin skipulögð? „Námskeiðin eru skipulögð af Kennaraháskóla Islands og þá yfirleitt í samráði við námstjóra viðkomandi greina. Haft er samráð við fulltrúanefnd, en í henni eiga sæti fulltrúi ráðu- neytis, fulltrúar kennara, full- trúi frá Háskóla íslands og rektor Kennaraháskólans. Oft berast óskir frá einstök- um kennurum eða kennarahóp- um um sérstök námskeið og eru þær teknar til greina eftir því sem fjárráð leyfa. Veitt er ákveðin fjárupphæð árlega til þessara námskeiða og er reynt að nýta það fé sem bezt, í þágu sem flestra. Umsjónarmaður er með hverju námskeiði og velur hann leiðbeinendur í samráði við endurmenntunarstjóra, og eru það þá yfirleitt hæfustu kennararnir, hver á sínu sviði og námsstjórarnir, sem sjá um kennsluna." því segja að það hafi færst í vöxt að kennararnir vinni sjálfir að verkefnunum, í stað þess að sitja og hlusta á fyrirlestra og annað slíkt, og tel ég það vera mjög til bóta.“ „I undirbúningi er nú að reyna að fylgja eftir hvaða atriði á námskeiðunum nýtist kennurum í starfi og hvað ekki og hvaða ástæður geta verið fyrir því. Þetta teljum við geta hjálpað okkur við betri skipu- lagningu á síðari námskeiðum og einnig væri hugsanlegt að fræðslufundirnir yfir vetrartím- ann geti haldið áfram með það efni, sem farið var yfir á endurmenntunarnámskeiðum sumarsins." — Geta kennarar endur- menntað sig á einhvern annan hátt, en með því að sækja endurmenntunarnámskeið og fræðslufundi? „Já, bréfaskólar fyrir kennara hafa verið í gangi, um nokkurt skeið og starfa þeir þannig að kennarar fá send ákveðin verk- efni, sem þeir þurfa að leysa og senda leiðbeinendum bréfaskól- ans lausnirnar, en það kostar kennarana ótrúlega mikla vinnu að leysa þessi verkefni. Bréfa- skólanum lýkur svo með stuttu námskeiði.“ — Hvað viltu segja um kenn- ara og kennarastarfið yfirleitt? Rósa Björk Þorbjarnardóttir endurmenntunarstjóri. Ljósm.: Kristján. — Hvernig er kennslunni háttað? „Talsvert er um fyrirlestra í vissum greinum, en einnig er mikið um það að þátttakendur vinni sjálfir saman í starfshóp- um. Að undanförnu hafa vett- vangsferðir aukist mjög og heimsóknir á stofnanir. Það má r ,,A eftir góðu foreldri er gód- ur kennari þad dýrmætasta sem barni getur hlotnast”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.