Morgunblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1978 Utgefandi Framkvæmdastjóri Rítstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjórí Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Stórsigur í sjálf- stæðisbaráttu merkasti árangur Ríkisstjórn Geirs Hallgríms- sonar, sem lét af völdum í gær eftir að hafa setið út allt kjörtímabilið — eina ríkisstjórnin í sögu íslenzka lýðveldisins, sem það hefur gert utan viðreisnar- stjórnarinnar, sem sat full þrjú kjörtímabil eins og menn muna — mun hljóta verðugan sess í sögu lands og þjóðar, þótt kjörtímabil hennar hafi einkennzt af óánægju fólks meö það, að ekki hafi tekizt nægilega vel til í efnahagsmálum. Astæðan fyrir því, að ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar mun talin þegar fram í sækir ein merkasta stjórn, sem satið hefur að völdum á Islandi, er sú, að undir forystu hennar var íslenzka fiskveiðilög- sagan færð út í 200 sjómílur og hreinsuð af erlendum fiskiskipum. I margar aldir hafa fiskiskip nágrannaþjóða okkar í Evrópu stefnt á Islandsmið og ausið gegndarlaust af auðlindum ís- lenzku þjóðarinnar allt í kringum landið, alveg upp í fjörusteina. Alla þessa öld hafa íslendingar barizt hart fyrir því að ná meiri yfirráðum yfir þessum helztu auðlindum þjóðarinnar. Áfangarn- ir í þeirri baráttu eru margir og óþarfi að rifja þá upp, en stærsta skrefið til fullnaðarsigurs var stigið 15. okt. 1975, þegar fiskveiði- lögsagan var færð út í 200 sjómílur og aðeins tveimur árum seinna má segja, að fullur sigur hafi verið unninn á þann veg, að fiskimiðin höfðu verið hreinsuð af erlendum fiskiskipum. Nú er svo komið, að við Islendingar höfum alger yfir- ráð yfir þessum auðlindum hafsins við land okkar og þessi yfirráð munu valda því, að á næstu árum og áratugum mun mikil velmegun ríkja á Islandi, ef við kunnum rétt með þennan auð að fara. Þessi árangur er mesti sigur í sjálfstæðisbaráttu íslenzku þjóðarinnar frá því að lýðveldi var stofnað á Þingvöllum í júní 1944. Þessi mikli sigur var ekki unninn átakalaust og ekki skorti á úrtölu- menn sem beittu öllum brögðum til þess að koma í veg fyrir, að þessi árangur mætti nást. Þar voru fremstir í flokki alþýðu- bandalagsmenn, sem frá upphafi höfðu engan áhuga á, að fiskveiði- lögsaga Islands yrði færð út í 200 sjómílur fyrr en hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna væri lokið, en hún stendur enn sem kunnugt er, og allt á huldu um, hvenær henni lýkur. Alþýðu- bandalagsmenn og raunar ýmsir fleiri gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til þess að spilla fyrir því, að þeir samningar gætu tekizt við nágrannaþjóðirnar, sem að lokum leiddu til fullnaðarsigurs okkar í landhelgisbaráttunni. En þrátt fyrir þessar tilráunir til þess að koma í veg fyrir sigurinn m.ikla í landhelgisbaráttunni hélt ríkis- stjórn Geirs Hallgrímssonar þannig á málum, að fullur sigur vannst og íslenzka þjóðin hélt reisn sinni og sæmd. Annar meginárangur í starfi þessarar ríkisstjórnar á síðustu fjórum árum er að sjálfsögðu, að eytt var því óvissuástandi, sem ríkti á árunum 1971—1974 um framhald varnarsamvinnu íslands og Bandaríkjanna og um aðild Islands að Atlantshafsbandalag- inu. Frá því að ríkisstjórnin tók við völdum haustið 1974 hefur festa ríkt í þessum efnum og svo afgerandi voru þær ákvarðanir, sem teknar voru í upphafi stjórnartímabils ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar fyrir 4 árum, að jafnvel þótt nú hafi verið mynduð vinstri stjórn í þriðja sinn í sögu lýðveldisins, hafa forráða- menn hennar enga tilburði uppi til þess að segja upp þessu varnar- samstarfi og er það mikill sigur í sjálfu sér, að sá árangur hefur náðst í fyrsta skipti, að vinstri stjórn er mynduð án þess að hún hafi það á stefnuskrá sinni að segja upp varnarsamningnum. Þótt margt hafi farið úrskeiðis í efnahagsmálum í tíð fráfarandi ríkisstjórnar er þó alveg ljóst, að hún náði mjög verulegum árangri í að hreinsa til í því sukki, sem fyrri vinstri stjórn skildi eftir sig sumarið 1974 í efnahagsmálum, þegar efnahagslíf landsmanna var á heljarþröm. Það sem núverandi ríkisstjórn tókst hins vegar ekki var að ná verðbólgunni verulega niður og hafði hún þó minnkað um helming á síðasta ári. En kjara- samningarnir, sem gerðir voru í júní 1977, hlutu óhjákvæmilega að leiða til aukinnar verðbólgu eins og raunin hefur orðið á. Það er því alls ekki út í hött þegar sagt er, að verkalýðshreyfingin og þeir fiokkar, sem stutt hafa hana í aðgerðúm hennar undanfarin misseri, beri mesta ábyrgð á þeim vanda, sem nú blasir við í efnahagsmálum. Þessi vandi veld- ur því, að nú þegar upp er staðið, nýtur ríkisstjórn Geirs Hallgríms- sonar ekki sannmælis en þegar frá líður og fólk gerir sér betri grein fyrir þeim árangri sem hún náði í örlagamálum þjóðarinnar mun sú afstaða breytast. Fræðslustarfið hefur borið árangur: TÍÐNI reykinga hjá nemendum í grunnskólum Reykjavíkur hefur lækk- að um meira en f jórðung frá 1974 til 1978. Árið 1974 reyktu 2123 nemend- ur eða tæplega 23,4%, en nú reykja 17,2% nemenda. Þetta kemur fram í könn- un, sem gerð var í grunn- jskólum. borgarinnar í apr- íl síðast liðnum, en á . hlaðamannafundi á föstu- dag kynnti borgarlæknir, Skúli G. Johnsen, niður- stöður könnunarinnar. Að sama skapi hefur dreg- ið úr daglegum reyking- um nemenda og eru nemendur sem reykja daglega nú rúmlega 300 færri en 1974. I niðurstöðum kemur fram að reykingar hafa minnkað hjá öllum aldursflokkum, en þó mjög mis- munandi. Mest hafa reykingar minnkað hjá 12 ára nemendum, en á þeim aldri reykja nú þrefalt færri en áður eða 3,8% á móti 11,5% 1974. Á sama hátt og 1974 eru skörpust skilin í reykingatíðni þegar bornir eru saman 12 og 13 ára nemendur. A því aldursbili aukast reykingar þrefalt úr 3,8% hjá 12 ára í 13,2% hjá 13 ára, en skilin voru enn skarpari 1974. Við könnunina nú helzt munur- inn á drengjum og stúlkum sem reykja óbreyttur frá 1974, þ.e. lítið eitt fleiri drengir reykja fram að 12 ára aldri, en eftir það eru reykingar meðal stúlkna algengari og vex munurinn fram að 16 ára aldri, en þá reykja 53% stúlkna, en 41% drengja. Lítið er vitað um hvað veldur þessum mun, en orsakir þess eru án efa fróðlegt rannsóknarefni. Könnunin nú fór þannig fram að dreift var til allra nemenda spurningalista um reykingar. Voru nemendurnir spurðir að aldri, hversu mikið þeir reyktu, hve mörg bekkjarsystkini þeirra reyktu, hvort einhverjir á heimili þeirra reyktu og hvort þeir álitu reykingar skaðlausar eða ekki. Ennfremur var spurt um ástæður þess að þeir byrjuðu að reykja og loks hvort þeir óskuðu eftir því að hætta að reykja. Athyglisvert er að langalgeng- asta ástæðan, sem nemendur gáfu upp fyrir að hafa byrjað að reykja, eru reykingar foreldra, en 50 af hundraði nemenda tilgreindi þá Skúli G. Johnsen borgarlæknir kynnir niðurstöður könnunarinnar a blaðamannafundi á föstudag. Ljósmynd: Kristján Ástæður fyrir reykingum barna og unglinga 1978. ástæðu. Forvitni er næstalgeng- asta ástæðan. Þá kemur einnig fram í könnuninni að nær þrisvar sinnum meiri líkur eru á að 13 ára nemandi hefji reykingar ef for- eldrar hans reykja og fjórum sinnum meiri líkur ef systkini hans reykja. Með öðrum orðum, langveigamesta ástæðan fyrir reykingum ungs fólks er fordæmi foreldranna og heimilisins. Þá kemur fram að faðir og / eða móðir reykja á næstum helmingi 28.5% 7.6% ANNAR REYKIR REYKIR MOÐIR REYKJA REYKIR REYKJA Tengsl reykinga á heimilum og reykinga nemenda 1978. Hlutfall 13 ára nemenda sem reykja miðað við hverjir aðrir reykja á heimilinu. heimila skólanemenda. Einnig er athyglisvert að 76% af strákum og 85% af stúlkum kváðust vilja hætta að reykja. Varðandi þá spurningu er rétt að geta þess að 626 piltar sögðust reykja, en aðeins 509 svara þessari spurn- ingu. Virðist því vera nokkuð mikið um það að nemendur hafi ekki gert upp hug sinn, hvort þeir reyki eða reyki ekki. Þrátt fyrir að könnun sýni að reykingar eru enn mjög algengar eru niðurstöður hennar mjög uppörvandi. Sú breyting, sem orðið hefur á síðustu fjórum árum meðal ungmenna á grunnskóla- aldri, sýnir að mikil umskipti hafa' orðið ef miðað er við, að á tímabilinu frá því 1960 til 1974 var stöðug aukning á reykingum meðal skólanema, en 1960 var einnig gerð könnun á tíðni reyk- inga meðal þeirra. Að sögn Skúla G. Johnsen, er orsaka þessara umskipta ekki sízt að leita í fræðsluátaki skólanna, sem hrundið var af stað að frumkvæði Krabbameinsfélagsins, undir forystu framkvæmdastjóra þess fyrir tveimur og hálfu ári. „Hér kemur þó fleira til, því um er að ræða samstillt átak margra aðila; Krabbameinsfélagsins, sam- starfsnefndar um reykingavarnir, skólamanna, læknanema o.fl., sem fjölmiðlar studdu með góðri og jákvæðri umfjöllun, eins og segir í niðurstöðu könnunarinnar. „frumkvæði sjónvarpsins er það efndi til námskeiðs fyrir þá, sem vildu hætta reykingum, bar ef- laust góðan ávöxt, sem einnig birtist í niðurstöðum könnunar- innar. Það stóraukna átak, sem gert hefur verið í skólum og fjölmiðl- um undanfarið til að fræða um skaðsemi reykinga, hefur borið ótvíræðan árangur. Að baki þeirra talna, sem sýna samdrátt reyk- inga meðal skólanema og minnkaðar reykingar á heimilum, eru ýmis önnur merki um árang- Fjórðungi færri skólanem- endur reykja nú en 1974 1974 1978 Samanburður á reykingum nemenda 1974 og 1978. Hlutfall af heildartölu Þátttakenda í hverjum aldursflokki. ur, sem engum tölum verður komið á. Með hinu síðarnefnda er átt við hugarfarsbreytingu gagn- vart reykingum, sem orðin er meðal þorra landsmanna. Til dæmis er réttur þess, sem ekki reykir. nú virtur í mun ríkara mæli en áður var. Sé gerð tilraun til að meta árangur fræðslunnar og upplýs- ingastarfsins til fjár, mætti líta á fækkun nemenda, sem reykja daglega. Ef gert er ráð fyrir að 200 þeirra hefðu ella orðið lífstíðar- reykingamenn og reiknað með erlendum upplýsingum um hvað einn lífstíðarreykingamaður kost- ar heilbrigðisþjónustuna að meðaltali umfram þann, sem ekki reykir, mun sparst einn milljarður í minnkuðum sjúkrakostnaði og tveir milljarðar í tóbakskaup miðað við núverandi verðlag. í þessa mynd vantar þó enn fjölda sparnaðaratriða, svo sem minni reykingar fullorðinna og minna v'nnutap, auk þess sem tölurnar ná einungis til nemenda í skólum Reykjavíkur," segir í niðurstöðun- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.