Morgunblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1978 17 Sólin skein ekki 1971 Um klukkan hálf þrjú mátti sjá hvar Benedikt Gröndal ók hægt og rólega eftir Álftanesveginum í átt að Bessastöðum. Sjálfsagt hefur Benedikt ekki kunnað við að verða of seinn til síns fyrsta fundar í ríkisráði, sem hefjast átti á Bessastöðum klukkan þrjú. Skömmu eftir að Benedikt renndi í hlaðið á Bessastöðum eða kl. 2.40 kom Ólafur Jóhannesson ásamt Guðmundi Benediktssyni ríkis- ráðsritara. „Sólin skín,“ sagði Ólafur um leið og hann heilsaði Benedikt, sem spurði, hvort hún hefði skinið 1971, þegar vinstri stjórnin tók við þá. „Nei, hún skein ekki 1971. Það var rigning," sagði Ólafur og Benedikt bætti við: „Vonandi er þetta þá fyrirboði góðs.“ Skömmu seinna fóru hinir nýju ráðherrar að koma hver á fætur öðrum og fyrstur kom í leigubíl nýi sjávarútvegsráðherrann, Kjartan Jóhannsson, og þá Tómas Árnason fjármálaráðherra sem að þessu sinni ók konubílnum, eins og einhver sagði, Mazda 329 og samgönguráðherrann Magnús H. Magnússon ók í hlaðið á Simku. Ráðherrar Alþýðubandalagsins komu til fundarins í einum og sama bílnum, pólskum Fiat station sem viðskiptamálaráðherr- ann, Svavar Gestsson, ók. „Þetta er aðallega orkusparnaður,“ sagði Ragnar Árnalds mennta- og sam- göngumálaráðherra er hann steig út úr bíl Svavars. „Átti kannski Hjörleifur Guttormsson orku- og iðnaðarráðherra uppástunguna að þessu?“ var spurt. „Já, hann Hjörleifur stjórnar þessu eins og orkumálunum," svaraði Ragnar. Síðastur ráðherranna kom Stein- grímur Hermannsson landbúnað- ar- og dómsmálaráðherra og það var bílstjóri fráfarandi landbún- aðarráðherra sem ók Steingrími. Það kunna fleiri að líta málin alvar- legum augum Þá hófst ríkisráðsfundur, j)ar sem forseti íslands skipaði Ólaf Jóhannesson til að vera forsætis- ráðherra og hina átta nýju ráð- herra og var gefinn út úrskurður um skipun og skiptingu starfa þeirra. Þá staðfesti forseti íslands á fundinum bráðabirgðalög um niðurfærslu verðlags og verðlags- bótavísitölu í september 1978. Að loknum ríkisráðsfundi þágu ráð- herrarnir veitingar og klukkan 3.45 gekk hin nýja ríkisstjórn út á tröppur forsetabústaðarins. Þar stilltu þeir sér upp til myndatöku og einn ljósmyndaranna bað um aggalítið bros. „Við lítum nú alvarlegum augum á málin,“ sagði Ólafur Jóhannesson og Ragnar Arnalds bætti við „Já, það kunna það nú fleiri.“ Matthías Bjarnason fráfarandi sjávarútvegsrádherra býdur eftirmann sinn Kjartan Jóhannsson velkominn til starfa á skrifstofu sjávarútvegsrábherra að Lindargötu 9. Ljósm. RAX. Húsakynni forsœtisráðuneytisins eru Ólafi Jóhannessyni ekki með öllu ókunn, því hann var forsœtisráðherra á árunum 1971 til 1971 og lét það meðal annars útbúa þá skrifstofu, sem forsætisráðherra hefur nú til umráða. Hér tekur Geir Hallgrímsson á móti Ólafi Jóhannessyni í skrifstofu forsœtisráðherra siðdegis i gœr. Ljósm. RAX. Þeir voru sammála um það fráfarandi og viðtakandi fjármálaráð- herra að ríkiskassinn ætti fáa vini að. Hér afhendir Matthías Á. Mathiesen eftirmanni sínum i ráðherraembœtti, Tómasi Árnasyni, lyklana að ráðuneytinu. Ljósm. Emilía. Gunnar Thoroddsen tók á móti hinum nýja iðnaðarráðherra, Hjörleifi Guttormssyni, á skrifstofu ráðuneytisstjórans, því engin ráðhe'rraskrifstofa er í iðnaðarráðuneytinu. Ljósm. Emilia. Ráðherra án skrifstofu Að loknum ríkisráðsfundinum héldu nýju ráðherrarnir hver til síns ráðuneytis þar sem þeir veittu viðtöku lyklum ráðuneytanna úr hendi fyrirrennara sinna, nema hvað Ólafur Jóhannesson kom því ekki við að heilsa upp á eftirmenn sína í viðskiptaráðuneytinu og dómsmálaráðuneytinu. Auk þess að hitta fyrirrennara sína heilsuðu nýju ráðherrarnir upp á starfsfólk ráðuneytanna. Ráðherrarnir í þessari nýju ríkisstjórn eru sem kunnugt er einum fleiri en í þeirri, sem fór frá í gær. Einn hinna nýju ráðherra, Hjörleifur Guttormsson orku- og iðnaðarráðherra, hefur enn sem komið er ekkert skrifstofuherbergi í ráðuneyti sínu, þar sem fyrir- rennari hans Gunnar Thoroddsen hafði skrifstofu sína í félagsmála- ráðuneytinu. Eftir því sem blaðið fékk upplýsingar um í ráðuneytinu í gær er ekkert skrifstofuherbergi laust í iðnaðarráðuneytinu og því með öllu óvíst í hvaða stól hinn nýi iðnaðarráðherra sest á mánudags- morgun. -t.g. Steingrímur Hermannsson tekur við lyklum landbúnaðarráðuneytis- ins úr hendi Halldórs E. Sigurðssonar. Ljósm. Emilía. Svavar Gestsson er sestur í stól viðskiptaráðherra á annarri hœð Arnarhvols en fráfarandi viðskiptaráðherra Ólafur Jóhannesson kom því ekki við að bjóða hinn nýja ráðherra velkominn til starfa, þar sem hann var að taka við lyklum forsœtisráðuneytisins. Ljósm. Emilía. JÞetta eru húsakynni ráðherrans en þú séð þó minnst af starfseminni hér,“ sagði Vilhjálmur Hjálmarsson er hann bauð Ragnar Amalds velkominn til starfa í menntamálaráðuneytinu. Ljósm. RAX. Gunnar Thoroddsen tekur á móti Magnúsi H. Magnússyni, sem tekur við embætti félagsmálaráðherra af Gunnari á skrifstofu félagsmálaráðherra. Ljósm. Emilía.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.