Morgunblaðið - 03.09.1978, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 03.09.1978, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1978 „Amnesty International er á móti dauðarefsingu,, ALÞJÓÐASKRIFSTOFUR Amnesty International eru í Lundúnaborg í Englandi og starfa þar nú um 130 manns í hinum ýmsu deildum. Um nokkurt skeið hefur íslensk stúlka, Linda Jóhannesson, starfað þar í einni deildinni, og um daginn lögðu blaðamenn Morgunblaðsins leið sína til heimilis hennar að Laugateigi 23 hér í borg og spjölluðu við hana um starfsemi Amnesty International og hvernig henni hefði líkað að starfa í London. Er við bönkuðum uppá hjá Lindu tók hún á móti okkur brosandi og bauð okkur sæti inni í stofu. Þar sátum við fram eftir degi og ræddum fram og aftur um mannréttindamálefni og starfsemi Amnesty International, en augljóslega hafði Linda gífurlegan áhuga fyrir öllu sem því við kom, og bjó yfir mikilli vitneskju um þau efni. — Hvers konar samtök eru Amnesty International? „Pyrsti vísir að stofnun Amnesty International var grein, er þrír menn, Peter Benenson, breskur lögfræðing- ur, írinn Sean MacBride og Bretinn Erik Baker, skrifuðu í blaðið „The Observer". Greinin hét „The Forgotten Prisoner", eða Gleymdi fanginn, en þeir þremenningarnir höfðu komist að því að um allan heim voru fangar hafðir í haldi vegna pólitískra- og trúarlegra skoð- ana sinna. Þessir fangar höðfu eiginlega gleymst í fangelsum og ekkert verið gert fyrir þá, en margir höfðu ekki einu sinni verið dæmdir. Greinin var nokkurs konar beiðni um frels- un þeim til handa og var hún þýdd yfir á mörg tungumál. Greinin var skrifuð árið 1961, en síðar sama ár voru samtökin Amnesty International stofnuð, en við stofnun þeirra var stuðst við mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna." „I vor var heildarmeðlimatala Amnesty International um allan heim um 200 þúsund í 111 löndum og hafði á síðasta ári fjölgað um 38 þúsund. í mörgum löndum heims er þó ekki hægt að starfrækja landsdeildir vegna stjórnarfyrirkomulags- ins.“ — Linda sagði að Amnesty International hefði það á stefnuskrá sinni að vinna ekki gegn neinu ákveðnu stjórnmála- skipulagi, heldur fyrst og fremst að þvi að mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna væri fram- fylgt. Sagði hún að samtökin væru algerlega sjálfstæð og óháð öllum ríkisstjórnum. Þó væri þetta misskilið af mörgum og nefndi hún sem dæmi að þegar skrifað væri til ríkis- stjórna í Suður-Ameríku og beðið um lausn á föngum, væri litið á samtökin sem róttækan kommúnistahóp, en 'þegar Amnesty International fjallaði um málefni fanga í Austur- Evrópu litu viðkomandi ríkis- stjórnir á þá sem „kapítalista". „Samtökin eru því mjög gagn- rýnd af mörgum ríkisstjórnum, enda er við því að búast," sagði Linda. — Við hvernig verkefni vinnur Amnesty International helst? „Amnesty International vinn- ur fyrir fanga hvar sem er í heiminum, en ekki fyrir fanga í neinu ákveðnu landi," sagði Linda. „Fyrst var starfið aðal- lega fólgið í því að sérstakir vinnuhópar tóku til meðferðar þrjá fanga frá þremur löndum með mismunandi stjórnskipu- lagi. Einn fanginn var úr „kapítalisku" þjóðfélagi, annar frá Austur-Evrópulandi og sá þriðji frá Afríku eða Asíu. Þetta er gert enn i dag og eru þá teknir fyrir fangar, sem sitja í fangelsum vegna trúarskoðana, pólitískra skoðana, kynþáttar, tungumáls eða af öðrum þess- konar ástæðum og hafa ekki beitt né stuðlað að ofbeldi í neinni mynd. Mál þeirra eru tekin fyrir og reynt að fá fanga þessa látna lausa úr haldi.“ „Amnesty International vinn- ur einnig mikið gegn pyntingum og á síðustu árum hafa miklar herferðir verið farnar til að fá löggjöf breytt á þann veg að pyntingar verði bannaðar og tóku samtökin þátt í alþjóðleg- um fundum um þau efni. Árið 1974 var stofnuð deild innan alþjóðaskrifstofu Amnesty International, sem hefur það verkefni að skipuleggja herferð- ir gegn pyntingum. Vikulega taka meðlimir samtakanna um allan heim þátt í þessari herferð með því að vekja athygli á málum fanga, sem hætta er á að hafi verið eða séu pyntaðir, eða ef fangar eru við slæma heilsu. Einnig er unnið að málum fólks, sem hverfur í Suður-Ameríku, en þar kemur það oft fyrir að óeinkennisklæddir lögreglu- menn birtast á heimilum fólks og hafa það á brott með sér, en síðan spyrst ekkert til þessa fólks. Stundum kemur það líka fyrir að fólk hverfur úr fangels- um og reynir Amnesty International þá að hafa upp á því.“ „Amnesty International er eindregið á móti dauðarefsingu og í desember s.l. var skipulögð ráðstefna á vegum samtakanna í Stokkhólmi um dauðarefsing- una. Samtökin eru nú að byrja á herferð er beitir sér fyrir afnámi dauðarefsingar og mun hún einkum beinast að því að fá ríkisstjórnir til að afnema dauðarefsingar í sínum lönd- um.“ — Hvað gerir Amnesty Intcrnational þegar fangi hlýt- ur dauðarcfsingu? „Þegar Amnesty Inter- national fær vitneskju um það að fangi hafi hlotið dauðadóm mótmæla samtökin harðlega til yfirvalda viðkomandi landa og fara fram á að dómurinn verði endurskoðaður vegna mann- úðarsjónarmiða." Rétt manneskja á rétt- um stað og tíma — Hvað varð til þess að þú [glIslaQIslsIsIsIslsSlsIsIslalsIálalslsllSlslsSSIslslálalsSIslslE] El Bl (d1 51 01 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 ÞAÐ ER ALVEG MAGNAÐ hvaö magnarakerfí nútímans eru oróin fullkomin ! UNITON — SVISSNESK GÆÐAVARA Uniton magnarabúnaðnr fyrir allar aðstæður * Alhliða magnarakerfi ásamt fjölbreyttum tímabúnaði * Kassettubönd fyrir langtímadagskrár í tóni eða tali, allt að 3 klst. á venjulegum kassettum. Innfelldir auglýsingatextar, aðvaranir eða tilskipanir í tónlistardagskrár frá sérstöku textabandi. Sérstakur búnaður fyrir leiðbeiningar í neyðartilfellum, t.a.m. fyrir hótel og verk- smiðjur. Tímasetningatæki fyrir dagskrár. Hverskonar klukkur, utan- og innan- húss. Önnumst uppsetningu, viðhald og vara- hlutaþjónustu. Nánari upplýsingar veitir UNITON MAGNARABÚNAÐUR FYRIR: Hótel og veitingastaði áningarstaði vcrzlanir og verzlanamiðstöðvar verksmiðjur íþróttamannvirki skóla samgöngumiðstöðvar kirkjur ráðstefnusali sýningahállir sjúkrahús o.m.fl. RADIOSTOFAN — ÞÖRSGÖTU 14 — SÍMI: 14131 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 51 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 G]E]E]G]G]E]E]§G]GiG]§]§]§]E]E]E]E]§G]B]G]5555555555555 Rœtt við Lindu Jó- hannesson, er hefur starfað á alþjóðaskrif- stofu samtakanna í London fórst að vinna á alþjóðaskrif- stofu samtakanna í London? „Ég hafði gerst stofnfélagi í íslandsdeild samtakanna er hún var stofnuð árið 1974 og fór ég að vinna í vinnuhópi árið 1975. Á Islandi eru fáir meðlimir, sem eru virkir í starfi, þannig að það lendir mikið á sömu mann- eskjunum að gera hlutina. Árið 1976 var ég ritari í stjórn Islandsdeildarinnar og tók þá þátt í mörgum verkefnum á vegum Amnesty International. Hafði ég mikinn áhuga fyrir að kynnast starfi alþjóðaskrifstof- unnar og hvernig slík alþjóða- samtök starfa og í desember árið 1976 fór ég til London í vikufrí og ákvað þá að heim- sækja alþjóðaskrifstofuna. Það hittist þannig á að daginn sem ég kom í heimsókn hafði verið ákveðið að veita þetta starf til eins árs. Starfið átti að veita einhverjum úr landsdeildunum, og þar sem um var að ræða trúnaðarstarf þurfti það að vera einhver sem þeir gátu treyst. Einnig var nauðsynlegt að við- komandi hefði góða málakunn- áttu, og þar sem ég tala ensku, frönsku, þýzku og norðurlanda- málin, féll ég inn í þetta starf. Það má því segja að ég hafi verið rétt manneskja á réftum stað og tíma og þegar mér var boðið starfið ákvað ég að taka því, þar sem mér fannst þetta vera mitt tækifæri til að kynn- ast því hvernig slík samtök starfa. Fór ég út aftur um miðjan mars árið 1977, en hafði áður þurft að bíða í smátíma eftir því að fá atvinnuleyfi. Einnig var erfitt að fá húsnæði í London, og ef ekki væri vegna húsnæðisvandræða væri ég ennþá þarna úti. Húsaleigan er mjög há í London og ekki er hægt að leigja sér almennilega íbúð fyrir það kaup, sem ég hafði, en Amnesty International miðar launagreiðslur sínar á alþjóðaskrifstofunni við laun ríkisstarfsmanna í Englandi." — í hverju var starf þitt aðajlcga fólgið? „Ég vann í deild er kallast skjaladeild, og var ég upphaf- lega ráðin til eins árs, en ráðningin var síðan framlengd um tvo mánuði, til að ég gæti lokið við þau verkefni, sem þurfti. Staðan miðaðist sem sagt við að ljúka við ákveðið verk- efni, þannig að nú er enginn sem starfar við þetta. Starf mitt var einkum fólgið í því að skipu- leggja eldri skjöl samtakanna og „míkrófilmera" þau, en eldri skjöl eru þau skjöl, sem eru eldri en eins árs. Vegna þess að gífurlega miklar bréfaskriftir fylgja starfsemi samtakanna er nauðsynlegt að hafa allt í röð og

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.