Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 1
Sunnudagur 3. september 1978 Bls. 33-64 Það er magnaö hvernig lundinn raöar sílinu í nefiö Þegar hann er aö afla ætis fyrir pysjuna. Steiktur lundi Allar uppskriftir hér eru miöaðar við 5—6 lunda og þá tökum við fyrst steiktan lunda reyttan. Krydd: 5 stórar teskeiðar af sykri. 4 heldur minni teskeiðar af salti. Vi teskeið nær sléttfull af pipar. Kryddið er hrært og síðan er það sett inn í lundana áður en þeir eru steiktir venjulegri kjötsteikingu á pönnu. Gott er að steikja lundann kvöldið áður en á að borða hann og sjóða hann þá í '/2 klukkustund, setja sósulit út í soðið og láta síðan lundann liggja í soðinu yfir nóttina. Lundann þarf síðan að sjóða áfram í 2V2 tíma og þá er hann klár í veizluna. Ef soðið er í hraðsuðupotti dugir 30—40 mínútna suða. Þegar suðu er lokið er komið að mesta kúnstverkinu í matreiðslu lundans, en þó því einfaldasta. Hveiti er hrært út í vatni og hellt rólega í soðið, en sósan er ekki bökuð upp. Sia þarf sósuna ef handbragðið hefur ekki verið skothelt, en með þessari suðu og þessu kryddi er tilbúin á borðið einhver bezta sósa sem völ er á. Brúnaðar kartöflur, rauðkál og rauðbeður'eru ekki til að veikja stöðuna. Sé hamflettur lundi steiktur gildir sama kryddhlutfall, en ef aðeins er um bringuna að ræða er kryddið sett í soðið og látið malla inn í kjötið. Reyktur lundi Reyktur lundi þarf tveggja tíma suðu í ósöltuðu vatni og ráð er að smakka hann í suðunni til þess að prófa saltið því mögulega þarf að hella soðinu af og setja nýtt vatn í pottinn. Þetta er vissara að gera því pækillinn fyrir reykingu er mjög misjafn, en soðinn reyktur lundi með nýjum kartöflum og óbráðnu smjöri er mesti herramannsmatur og ekki er verra að hafa rófu- stöppu og kartöflujafning með. Lundasúpa Lundinn er settur í pottinn og síðan eru súpujurtir settar í vatnið, Um aldargamla hefð í matreiðslu „Prófastsins” Það Þarf mikla snerpu í lundaveiöinni, því á örskoti klýfur háfurinn loftiö ef fuglinn er kominn á skot og lundinn er í netinu hjá góðum veiöimanni. Prófasturinn horfir spak lega til hafs. gulrætur, hvítkál, mikið af lauk, rófur og ef menn eru á þeirri línunni er gott að setja lófafylli af haframjöli eða hrísgrjónum út í og síðan er það suðan sem gildir í 3 tíma til 3’/2. Nýr lundi og með tilbrigðum Sé lundi soðinn þarf hann 3V2-4 tíma suðu. Einnig er góð tilbreyt- ing að sjóða hann meö hangikjöti og laða þannig fram sérstakt bragð. Þá má grípa í bróderí í sambandi við matreiöslu á lunda og t.d. spekka hann með fleski. Allt eru þetta listilegir réttir sem allt of margir hafa látið fram hjá sér fara. S*t Lundinn vel viö eins og lundaveiöimenn segja. Lundinn er ljúf- asturHfugla OG LUNDINN syngur Ijóðin sín lengi kvölds og nætur segir í einu Eyjakvæðanna um prófastinn sem byggir björg Eyjanna í ótöldum fjöldamilljóna. Það hefur verið sagt að lundinn sé Ijúfastur fugla og mi með sanni segja pví hann er félagslyndastur allra íslenzkra bjargfugla. Atferli lund- ans er ákaflega spaklegt og hann dólar petta í rólegheitunum frá holu til hafs. Hann er farfugl, kemur heim fyrir vorið og gerir klárt fyrir holubúskapinn, en á vetrum dvelur hann á Nýfundna- landsslóð og einnig heldur hann til suðurs á móts við Spán. Lundinn er ákaflega vanafastur og í Eyjum hefur verið fylgzt með sömu lundunum í sömu holunum í nær 30 ár, en sagt er að lundinn geti oröið 50 ára gamall og eru ekki ómerkari menn en Færey- ingar haföir fyrir pví. En pað er ungfuglinn sem er mest á ferð og flugi og pað er einmitt hann sem lundaveiðimenn fást aðallega við í veiðiskapnum í júlí og fram i águat ár hvert. Ég hef oft orðið var við Þaö að fólk kann ekki að matreiða lunda á réttan hátt, pví á sama hátt og lundinn er með Ijúfari fuglum Þá er hann einnig með Ijúfari réttum ef rétt er á haldið og hér fara Því á eftir nokkrar ærlegar uppskrift- ir sem hafa staðizt í aldir hjá Ofanbyggjurum og Bjarnareying- um í Vestmannaeyjum. Þaö má líka útbúa sérstök veizluföt meö lunda eins og Höröur Rögnvaldsson matsveinn hefur gert hér en lundi var sveinsstykki hans í Matsveinaskólan- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.