Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 14
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1978
Camel breytir um svip
\ W |
V •' - I-' —> . i
Camel. talið frá vinstri. Richard Sinclair. Andy Latimcr, Dave
Sinclair. Jan Schelhaas. Andy Ward ok Mel Collins.
Hljómborðsleikarinn Peter
Bardens, einn af stofnendum
brezku hljómsveitarinnar Camel,
iýsti því yfir fyrir skömmu að
hann væri hættur í hljómsveitinni.
Astæðuna segir Bardens vera
„síaukinn tónlistarlegan ágrein-
ing,“ en við sæti Bardens í Camel
taka tveir hljómborðsleikarar,
Dave Sinclair og Jan Schelhaas.
Bardens hefur að undanförnu
verið í Bandaríkjunum, þar sem
hann hefur aðstoðað söngvarann
Van Morrison við gerð nýjustu
plötu hans. Á þeirri plötu leikur
einnig trommuleikarinn Peter Van
Hooke. Nú er Bardens hins vegar
á írlandi og herma fregnir að hann
hafi hafið samstarf við olnboga-
pípuleikarann Seamus McBarry.
Breiðskífur — breiðskífur
ÞR.IÁR kunnar hljómsveitir
munu á næstunni senda frá sér
nýjar hljómplötur. Hljómsveitir
þessar eru Gentle Giant, Beach
Boys og Rohin Trower Band.
Hljómplata Gentle Giant er
væntanleg á markaðinn snemma í
september og ber hún nafnið
„Giant For a Day“. Samhliða
breiðskífunni sendir hljómsveitin
frá sér litla plötu með lögunum
„Thank You“ og „No Stranger", en
bæði lögin eru tekin af breiðskíf-
unni.
Plata Beach Boys heitir „M.I.U.“
og er áætlað að hún komi út í
Bandaríkjunum 6. október. Á
plötunni eru 12 lög og þar af hefur
Brian Wilson samið átta, einn eða
með öðrum. Þetta er síðasta plata
Beach Boys, sem kemur út hjá
Reprise útgáfufyrirtækinu.
„Caravan To Midnight", nýjasta
plata Robin Trowers, kom út fyrir
skömmu, en platan var tekin upp
Who minnist afmælis síns
IILJÓMSVEITIN Who á um
þessar mundir 15 ára starfsaf-
mæli og í -HTéfni af því hyggst
hljómsveitin heldur betur minna
á sig. Ný breiðskífa með Who
kemur út í næsta mánuði og auk
þess er í bígerð að kvikmynda
.,Quadropheniu“. Þá hyggst Peter
Townsend hefja að nýju vinnu við
verk sitt „Lifehouse“.
Breiðskífan ber heitið „Who Are
You“, en titillag plötunnar hefur
verið gefið út á lítilli plötu, sem er
á hraðri leið upp brezka vinsælda-
listann. Á afmælisplötunni eru níu
lög, en Glyn Johns hefur séð um
útsetningar laganna, í félagi við þá
í Who. Who njóta aðstoðar þeirra
Rod Argents hljómborðsleikara og
Andy Faireweather-Low söngvara,
á plötunni.
Af hinum nýju lögum hefur
Townshend samið sex, en John
Entwistle, bassaleikari, hefur
samið þrjú.
Veðjað um plötusölu
UMBOÐSMAÐUR hljómsveitar-
innar Boston. Paul Ahern. er svo
sannarlega viss um að önnur
plata hljómsveitarinnar. muni
seljast vel. Ahern veðjaði 1000
dollurum (260.000 krónum) við
umboðsmann hljómsveitarinnar
Journey. Walter Herbert. um að
platan myndi seljast í sjö milljón-
um eintaka innan árs frá útgáfu
hennar.
Ahern þessi hefur sjálfur látið
hafa eftir sér að „fyrsta plata
Boston hafi verið eins og svart og
hvítt sjónvarp, en önnur platan sé
Vinsældalistar
Brezki vinsældalistinn skartar þremur nýjum
lögum þessa vikuna og ekki eru þau öll af verri
endanum, því meðal flytjenda eru þeir Bob Dylan
og David Essex. Commodores eru sem fyrr í efsta
sæti listans, en framgangur 10CC vekur talsverða
eftirtekt.
Handaríski listinn er að mestu leyti óbreyttur frá því í seinustu
viku. en frekar eru nú vinsældir Rollings Stones farnar að dvína
þar vestra.
í Amsterdam har það til tíðinda að Luv skauzt i efsta sætið ok
í Hons Konx tóku John Travoita og Olivia Newton-John við efsta
sætinu af Andy Gibb. Vesturþýzki vinsældalistinn er hins vexar
að mestu leyti eins ok hann var fyrir viku.
LONDON
1. (1) Three times a lady — Commodores
2. (3) It’s raining — Darts
3. (7) Dreadloek holiday — 10CC
1 (1) Brown xirl in the rinjf/ Rivers oí Babylon — Boney M.
5 (5) Supernature — Cerrone
6 (16) Oh. what a circus — David Essex.
(15) Jilted John — Jilted John
8. (8) Forever autumn — Justin Hayward
9. (2) You're the one that I want — John Travolta ok Olivia
Newton-John.
10. (13) Baby stop cryini; — Bob Dylan
Tvó Iök jöfn f sjötta sæti.
NEW YORK
1. (1) Three times a lady — Commodores
2. (2) Grease — Frankie Valii
3. (7) Booxie ooRÍe ooxie — Taste Of Honey
I. (1) Hot blooded — Foreiiíner
Hafa þeir félagar í bígerð að taka
upp plötu, auk þess sem ætlunin er
að fara í hljómleikaferðalag.
Andrew Latimer, gítarleikari
Camels, sagði að þrátt fyrir að
nokkur eftirsjá væri í Bardens,
myndu hinir tveir nýju liðsmenn
bæta mikið úr. Sinclair og Schel-
haas voru báðir um tíma í
hljómsveitinni Caravan og leikur
Schelhaas til dæmis á nýjustu
plötu hennar, „Better by Far“.
Núverandi skipan Camels er.því
þessi: Andrew Loatimer, gítar,
Andy Ward, trommur, Richard
Sinclair, bassi, Mel Collins, Saxó-
fónn og Dave Sinclair og Jan
Schelhaas. Hljómsveitin er nú í
þann mund að leggja af stað í
hljómleikaferðalag um Bretlands-
eyjar og þá kemur í næsta mánuði
út ný plata með Camel, sem
nefnist „Breathless". Bardéns leik-
ur á þeirri plötu, en platan er sú
síðasta, sem hann lék á með
hljómsveitinni.
í Los Angeles fyrr á árinu. Don
Davis útsetti lögin á plötunni, en
hann hafði einnig það hlutverk
með höndum á plötu Trowers „In
City Dreams". „Caravan To
Midnight" hefur að geyma níu lög
og hafa Trower og Jim Dewar,
söngvari hljómsveitarinnar, samið
öll lögin í félagi. Aðrir meðlimir
hljómsveitarinnar eru Rustee All-
en, bassaleikari og Bill London,
trommuleikari, en hljómsveitin
heldur sig nú að mestu , leyti í
Bandaríkjunum.
Þegar að öllu umstanginu í
kringum plötuútkomuna er lokið
hefst kvikmyndun „Quadrophen-
iu“, en Franc Roddam mun sjá um
leikstjórnina. „Quadrophenia" er
rokk-ópera í svipuðum' stíl og
Tommy, þótt svo að hún hafi
aldrei náð sömu vinsældum. Hún
var samin fyrir einum sex árum og
sömdu fjórmenningarnir í Who,
Townshend, Roger Daltrey, Ent-
wistle og Keith Moon hana saman.
eins og að horfa í fyrsta skiptið á
litasjónvarp."
Til gamans má geta þess að ef
platan á að seljast í sjö milljónum
eintaka á einu ári, verða að seljast
yfir 19.000 eintök af plötunni dag
hvern.
5. (6) Hopelcssly dcvotcd to you — Olivia Newton-John
6. (8) An evcrlasting love — Andy Gibb
(3) Miss you — Kullimc Stoncs
8. (11) Shame — Evelyn King
9. (5) Lovc will find a way — Pablo Cruise
10. (9) Maicnet and steel — Waiter F.xan
Tvö lög jöfn í sjötta sæti.
AMSTERDAM
1. (3) You're the greatest lover — Luv
2. (1) You're the one that i want — John Travolta ok Olivia
Newton-John
3. (2) Windsurfin — Surfers
1. (9) Follow me — Amanda Lear
5. (1) Lay lovc on you — Luisa Fcrnandez
fi. (5) Too much. too littlc. too late — Johnny Mathis ok Deniece
Williams.
7. (11) One for you. one for me — La Biontja
8. (6) Arabian affair — Abdul Hassan ok hljómsveit
9. (10) Let's all chant — Michael ZaKer Band
10. (7) Oh darlinK — The Diepenbrock
BONN
1. (1) Oh Carol — Smokic
2. (2) Nixht fever — Bee Gees
3. (1) You're the onc that 1 want — John Travolta ok Olivia
Newton-John
4. (7) Ca plane pour moi — Plastic Bertand
5. (3) Eaxle — ABBA
fi. (5) Baker street — Gerry Rafferty
(6) Brown KÍrl in the rinK — Boney M.
8. (8) The wanderer — Leif Garrett
9. (11) California nights — Swect
10. (9) Rivcrs of Babylon — Boney M.
Tvö Iök jöfn í sjötta sæti.
Nokkrir af aðstandendum væntanlegra hljómplatna>
Jónas R. Jónsson, Áskell Másson og Leifur Þórarinsson.
Manucla Wiesler og Karl Sighvatsson. — (Ljósm.
Kristinn).
Hljódriti gef-
ur út íslenzka
nútímatónlist
IILJÓÐRITI mun á næstunni færa út kvíarnar og hefja
hljómplötuútgáfu. Þetta kom fram á blaðamannafundi,
sem fyrirtækið cfndi til í liðinni viku. Ilyggjast
Hljóðritamenn gcfa út á næstu fjórum eða fimm
mánuðum fimm hljómplötur. Þessar piötur ciga það
allar sammerkt að hafa að gcyma nútímatónlist aðallega
eftir íslensk tónskáld og á öllum plötunum lcikur
íslenskt tónlistarfólk. Er ætlunin að halda áfram á
þessari braut, ef vel gengur.
Þær fimm plötur, sem þegar hefur verið ákveðið að gefa
út, eru: Plata með leik Manuelu Wiesler, ein með verkum
Áskels Mássonar en hennar hefur áður verið getið í
Slagbrandi. Ein platan mun hafa að geyma tónverk e.ftir
Atla Heimi Sveinsson og á annarri verða verk eftir Jón
Þórarinsson. A einni skífu leika þeir svo Gísli Magnússon
og Halldór Haraldsson: Á döfinni eru plötur með verkum
Þorkels Sigurbjörnssonar, Gunnars Reynis Sveinssonar,
Jóns Leifs og Jóns Ásgeirssonar.
Þessar plötur verða gefnar út í fremur litlu upplagi, eða
500—1500 eintök og' mun fyrirtækið Steinar hf. annast
dreifingu þeirra. Er gert ráð fyrir að þessar plötur komi
bæði á markað hér heima og erlendis.
Það er ljóst að hér er um lofsvert framtak að ræða og
er það von þess er þetta ritar að þessi útgáfa verði til þess
að vekja athygli fólks og áhuga á íslenskri nútímatónlist
og því tónlistarfólki, sem hér á í hlut. — gjg
Þessir heiðursmcnn kumu fram á jazzkvöldinu á mánudaK- Talið frá
vinstrii Alfreð Alfrcðsson, HelKÍ Kristjánsson. Guðmundur InKÓIfssun.
Gunnar Ormslev ok Jón Páll Jónsson. Blúskompaníið. scm einnÍK átti að
leika þetta kvöld. sá sór ekki fært að mæta. enda hafði víst KcnKÍð hálf
briisuIcKa að ná í meðlimi kompanísins.
Jazzað á Sögu
JAZZKLÚBBUR Reykjavíkur gekkst á mánudagskvöld
fyrir jazzkvöldi að Hótel Sögu. Þar léku þeir Alfreð
Alfreðsson. trommuleikari, Ilelgi Kristjánsson. bassa-
leikari. Gunnar Ormslev, saxofónleikari, Guðmundur
Ingólfsson, píanóleikari, og Jón Páll Jónsson, gítarleik-
ari. jazz fram eftir kvöldi, en skcmmtunin hófst klukkan
níu.
Ovenjufáir áheyrendur voru mættir þetta kvöld, en vera
kann að orsök fyrir því sé, að Jazzklúbbur Reykjavíkur
auglýsti jazz-kvöldið lítið. Þeir sem á annað borð mættu
fengu hins vegar að heyra ljómandi góðan og skemmtileg-
an jazz og sérstaklega vakti gítarleikur Jóns Páls athygli,
en Jón Páll hefur undanfarin ár dvalið í Svíþjóð og gert
það gott þar. Aðrir stóðu fyllilega fyrir sínu og vel það.
Lagaval þeirra var þannig að ábyggilega hafa allir fengið
eitthvað við sitt hæfi, meðal annars léku þeir lagið
Summertime, sem George Benson hefur getið sér frægð
fyrir.
Jazzklúbbur Reykjavíkur hyggst gangast fyrir fleiri
jazz-kvöldum í haust og vetur, en vonandi er að þá verði
betur auglýst, annars er fyrirsjáanlegt að klúbburinn
kemur út úr því ævintýri með tapi. SA