Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1978 37 kvöldin, eftir að menn eru gengnir til náða, og étur alla unga nema kannske sína eigin. Óhugnanleg sjón Sigurður bóndi ber Friðrik á Efri-Hólum vel sögu, — enda var ég þar í 12 ár, segir hann, og sauðburðinn það 13. Friðrik var greindur maður, gat spjallað við hvern sem var. En því er frá þessu sagt, að Friðrik hafði hvatt Sigurð til að fækka ref og hafði hann jafnan byssu með ser, þegar hann gekk tll kinda. Einu sinni mætti honum óhugnanleg sjón: Féð hafði hnapp- að sig saman í skjóli í stórhríð og refur komizt í það og var það alblóðugt. Búið var að bíta snopp- una af einni kindinni að augum, þau voru alheil, og rekja garnirnar út um endaþarminn, svo að engin var eftir. Samt gekk hún hiklaust heim með hinu fénu. Minna var þó bitið en ætlandi var í fyrstu. Síðan hefur Sigurður verið erkifjandi tófu og minks og eru þeir feðgar aðgangsharðir 1 þeirra viðureign. 78 minkar Tófan fer helzt ekki inn fyrir girðingu á Kötiu. Þó komu þeir feðgar að þrem i kríuvarpinu í vor og náðu öllum. Hliðin höfðu veriö skilin eftir opin, var þeirra skýring á því. Aður höfðu þeir séð sex tófur samtímis í æðarvarpinu á Oddstöðum og náð þar tveimur. Fyrst og fremst leggja þeir Núpskötlufeðgar sig eftir mink, svo sem embættisskylda þeirra er, og hafa til þess tvo minkahunda. Fyrir þremur árum drápu þeir 78 minka, en ekki nema 3 karldýr í vor á svæðinu frá Sigurðarstöðum inn í Núpasveit, svo að árangur er verulegur. Tófan drepur minkinn Minkurinn býr vel um sig og eru margar vistarverur í greninu. Stundum leggur hann plast í gólfið. I búrinu er silungunum raðaö snyrtilega í lög með sinu á milli til að halda honum köldum, svo hann geymist betur. Náðhúsið er út af fyrir sig. Um sambúð minks og tófu segir Sigurður: Tófan sækist eftir minki. Oft sér maður það á slóum, þegar gott er föl, að minkurinn má hafa sig allan við til að sleppa. Ég hef séð hann taka voðalegar rispur til að hafa sig í vatnið, áður en tófan nær honum. Að pakka fyrir sig Hér hefur verið sagt undan og ofan af ýmsu, sem fyrir augu og eyru bar nú um verzlunarmanna- helgina, þegar við tvenn hjón tókum okkur upp og tjölduðum undir Núpnum rauða og gerðumst gistivinir Sigurðar bónda og fjöl- skyldu hans. Eftir er að árna þessu fólki heilla og þakka því fyrir silunginn, sem það færði okkur, eftir að sýnt var, að við vorum ekki menn til að veiða í matinn sjálfir og fengum ekki bein, þótt við værum sex saman með ekki færri veiðistengur. llalldór Blöndal Álíhildur Gunnarsdóttir Nýi tónlistarskólinn Tekið veröur á móti umsóknum um skólavist á skrifstofu skólans í Breiöageröisskóla 1. til 20. sept. milli kl. 5 og 7 alla virka daga nema laugardaga. Sími 35432. Kennslugreinar: Forskóli, fyrir börn 6—8 ára. Skólagjald kr. 20.000.-. Aðalskóli, píanó, orgel og strokhljóöfæri. Skólagj. kr. 35.000- Skólastjóri. Bólstrai Húsgagna Eigum ennþá á lager rai ve úrval 0 — rzlanir af húsgagna- áklæöum á gamla verðinu. Davíð S. Jónsson & Co. h.ff. Sími 24333. , Stóiglæsilegt úrval Útsala stendur nú yfir í Adam. Boðið er upp á stórglæsilegt úrval fatnaðar s.s. leðurjakka, mittisblússur, skyrtur, peysur, föt, Lee Cooper kvenskyrtur og fermingarföt. Buxuráalla Kjallarinn í Adam er undirlagður af buxum í öllum stærðum og gerðum, s.s. gallabuxum, kanvasbuxum (khaki), buxum úr þvegnum kanvas, barnabuxum o.s.frv. LAUGAVEGI47

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.