Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1978 Organista- námskeið í Skáihoiti Dagana 20,—27. ágúst s.l. var haldið organistanám- skeið í Skálholti með þátt- töku yfir 50 organista víðs vegar að af landinu. Slík námskeið eru nú orðin árlegur viðburður, en þau eru haldin að fyrirlagi söngmálastjóra þjóðkirkj- unnar Hauks Guðlaugsson^ ar sem hefur verið stjórn- andi þeirra. DaKskrá þessa námskeiðs var mjöíí fjölbreytt. Auk kennslu- stunda í orfjelleik, sönfistjórn og kórþjálfun voru frumsamin löf; eftir orf;anista flutt og fjöldi sönglaKa en undir lokin sönf? um 130 manna kór á tónleikum undir stjórn orj;anista. Kennarar á þessu námskeiði voru auk söngmálastjóra Jónas smma„r . iíV" Námskeiðshópurinn fyrir utan Skálholtskirkju. Þjálfun í orgelleik og kórstjórn Injíimundarson, Reynir Jónasson, Fríða Lárusdóttir, Glúmur Gylfa- son ok Þorkell SÍKurbjörnsson tónskáld. Epr'í Skálholti voru 7 sönKlöfi eftir organista, raddsett af Þorkatli, frumflutt og ennfrem- ur lag sem Smári Ólafsson radd- setti við texta eftir Hallgrím Pétursson. Allir þátttakendur í námskeiðinu voru æfðir í kór- stjórn. A miðvikudagskvöldið flutti sr. Sigurður Pálsson vígslubiskup erindi, „Um messuformið" og kvöldið eftir flutti Baldur Möller ráðune.vtisstjóri erindi sem hann nefndi „Viðhorf skákmanns til ferils síns“. Þá flutti Aðalsteinn Helgason formaður Kirkjukóra- sambands Islands ávarp, en biskup Islands herra Sigurbjörn Einars- son predikaði í Skálholtskirkju lokadag námskeiðisins og sr. Guðmundur Óli Ólafsson þjónaði fyrir altari. Mbl. átti stutt viðtal við Hauk Guðlaugsson söngmálastjóra þjóð- kirkjunnar, Þorvald Björnsson organista og Smára Ólafsson, sem stundar nám í kirkjutónlist í Vínarborg, um námskeið organista. Þátttakan góð og námskeiðið mjög árangursríkt „Námskeiðið var vægast sagt mjög árangursríkt, og ber þátttak- an því gleggst vitni“, sagði Smári í byrjun. „En þarna voru staddir þáttfakendur úr 14 prófastsdæm- um af þeim 15 sem eru á landinu, og menn fengu tækifæri til þess að kynnast nýjum starfsháttum." „Þessi námskeið hafa verið stuðningur fólki sem starfað hefur á þessu sviði og heldur uppi sönglífinu í sinni heimabyggð í mörgum tilvikum. Það kemur til þess að læra og áhugi þess er sérstaklega mikill, auk þess sem það hittir fleiri sem eiga kannski við sömu vandamál að stríða í starfinu. Þarna hittist fólk á öllum aldri alls staðar af landinu og ræðir þessi mál“ sagði Þorvaldur. „Og ég get tekið undir orð Hauks við námskeiðsslitin að það hafi verið sérstaþlega ánægjulegt að starfa með svo áhugasömu fólki þennan tíma“. Um kennsluna sagði Haukur að stuðzt hefði verið við bók sem gefin hefur verið út sem handrit og nefnist Kóræfingin eftir Carl Eberhardt, þýzkan mann, í þýð- ingu Maríu L. Eðvarðsdóttur en Kennarar námskeiðsins frá vinstri. Fríða Lárusdóttir, Reynir Jónasson, Guðrún Tómasdóttir, Jónas Ingimundarson. Ilaukur Guðlaugsson söngmálastjóri þjóðkirkjunnar og Þorkell Sigurbjörnsson. A myndina vantar Glúm Gylfason. Elzti þátttakandinn á námskeiði organista var Ástríður Stefánsdóttir, 75 ára. en hún starfar sem organisti við Skeiðsflatarkirkju. Eftir hana var frumflutt lag. sem raddsett var á námskeiðinu. Og yngsti þátttakandinn var Guðný Vésteinsdóttir 12 ára gömul úr Skagafirðinum. ritið væri leiðarvísir til kórþjálf- unar. A hverjum degi hefðu verið kennslustundir í orgelleik, en tilgangur námskeiðisins væri að þjálfa organista í orgelleik og* kórstjórn. „I mörgum tilvikum voru þátt- takendurnir fólk sem mikinn áhuga hefur fyrir tónlist og ástundun tónlistar, en hefur ekki vegna aðstöðuleysis getað fullnumað sig á þessu sviði. Þeim, sem sóttu námskeiðið, var viðfangsefnið sérstakt áhugamál og það hefur verið mér mikill stuðningur í starfi að vinna með þeim,“ sagði Haukur. „Meðal þeirra verka, sem flutt voru, má fyrst nefna þátt úr Stjörnunni, óratoríu eftir Pablo Casals í þýðingu Heimis Steinssonar rekt- ors Skálholtsskóla, en það var samið á stríðsárunum og tileinkaði höfundurinn það Sameinuðu þjóð- unum. Það verk hefur ekki verið gefið út. Smári kveðst sannfærður um það að yfir 100 sálmalög hafi verið flutt á þessari viku sem námskeið- ið stóð yfir, en m.a. var sungið gamalt lag úr Þorlákstíðum. Þá voru tónleikar fluttir bæði í skólanum og í kirkjunni." „Á öllu iandinu eru nú starfandi 177 organistar, en á einstaka stað hefur gengið nokkuð erfiðlega að fá organista við kirkjurnar og þá sérstaklega í minni plássum. En þar eru oft menn til staðar sem telja sig skorta menntun til þess að gegna þessu starfi og þá koma slík námskeið ekki sízt að gagni," hélt Haukur áfram. „Þessi nám- skeið organista hefur einstaklega vel valið fólk sótt, eins og ég sagði áðan, fólk sem á sér þetta sérstaka áhugamál. Næsta sumar höfum við jafnvel í hyggju að bjóða öllum organistum á landinu þátttöku í ferð til Leipzig, Vínarborgar og fleiri borga tónlistarinnar og vera þá m.a. við æfingu hjá kór Tómasarkirkjunnar í Leipzig, sækja messur og óperusýningar og fleira, í stað þess að halda sérstakt námskeið með okkur það árið.“ sagði Haukur að lokum. Kirkjuráð styrkti námskeiðs- haldið með organistum í Skálholti, en að öðru leyti var það embætti söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar sem kostaði það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.