Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1978 3. grein „Stundin var runnin upp“, — klukkan tvö voru allir vaktir af skálaverðinum og matsalur skál- ans fylltist á örskömmum tíma og færri komust að en vildu. Við biðum smástund áður en við komumst að og „hökkuðum" síðan í okkur matinn, því nú höfðum við endurnýjað matarforðann sem var að sama skapi mun lystugri en áður. Allur búnaður hafði veriö tekinn til kvöldið áður svo að ekkert var að vanbúnaði eftir morgunverðinn. Haldið var af stað í myrkrinu í langri halarófu, því við vorum langt frá því að vera þeir einu með Monte Rosa í sigtinu. Ætli það hafi ekki verið nær hundrað manns sem lögðu af stað þennan fagra morgun. Aðstæður voru allar hinar ágætustu svo að ferðin upp jökul- brekkurnar gekk mjög vel, en meginhluti leiðarinnar upp á Monte Rosa er á jökli. Síðan er síðasti spölurinn upp nokkuð bratt klettabelti. Þegar komið var að klettab'eltinu var mannþröngin slík að biðraðir mynduðust þar því að ekki er mögulegt nema fyrir ákveðinn hóp manna að vera þar á ferðinni í einu. — A tindinn - ar komið um sex klukkustundum frá brottför og var hann þá baðaður sólskini og útsýni hið fegursta. A toppnum fengu menn sér í gogginn og héldu þá af stað niður aftur því nú var löng ferð fyrir höndum alveg til byggða. Er komið var niður til Zermatt- seinnihluta dags fengu menn sér bjór og höfðu það gott eftir góðan dag því ekkert yrði gert daginn eftir vegna þeirra óhagstæðu aðstæðna sem enn voru á Matter- horni sem var næst í sigtinu. Þar voru allir klettar meira og minna þaktir snjó svo erfitt myndi verða um vik. Farið var í bíltúra um nágrennið og búðaráp. Að síðustu var þó ákveðið að fara heldur til Frakklands og reyna þar við einhverja tinda og koma jafnvel aftur til Sviss og reyna viö Matterhorn þegar aðstæður væru orðnar betri, enda vegalengdir þar á milli mjög stuttar. í>að var því haldið af stað í „rúgbrauðinu“ og stefnan tekin á fjallabæinn Chamonix í Frakk- landi sem er við rætur frægasta fjallasvæðis Frakklands, svonefnt Mont Blanc Massif. Nánar verður sagt frá aðgerðum hópsins þar í næstu grein. sb... MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1978 Séð af Finisteraarhorni... Monte Rosahiitte. fjallakofi sem stendur við rætur Montc Rosatinds. Morgunb/adið á faraldsfæti með íslenzka alpaklúbbnum daginn. Til gamans mætti og geta þess að til þessa hefur það verið hugmynd margra íslenzkra fjall- gönguhópa á undanförnum árum að klífa fjallið en ávallt hefur veður eða annað hamlað. Menn sneru sér því bara til veggjar aftur og lúrðu fram á morgun. Nú var úr vöndu að ráða, áttum við að bíða eftir veðri eða halda ferðinni áfram á hið fræga fjallasvæði Wallis syðst í Sviss, eins og áætlun gerði ráð fyrir. Eftir að skálavörðurinn tjáði okkur að óvíst væri með veður samkvæmt nýjustu veðurspám ákváðum við að halda til byggða og gefa Jungfrau frí að þessu sinni. Við klöngruðumst því niður stigana frá skálanum niður á jökul og alltaf fór veðrið versnandi. Fljótlega fór að snjóa og þegar við höfðum lagt að baki um einn þriðja leiðarinnar upp í svokallað Jungfrauskrað, en þaðan ætluðum við niður með járnbrautarlest til byggða, var kominn blindbylur sem hélzt alla leið upp í skarð. Er við komum upp í skarðið mættum við nokkrum heldur bjartsýnum fjallgöngumönnum sem höfðu þá um morguninn Sveinn og Ingvar á leið upp á Monte Rosa... Hópurinn áður en lagt er í síðasta spölinn á Monte Rosa... Fögur fjallasýn af Monte Rosa, m.a. má sjá t.v. hið fraéga f jall Matterhorn... Kandersteg en þaðan er bílferja í gegnum fjöllin niður í Rhonedal- inn. Með því að taka bílferjuna spöruðum við okkur nokkurra tíma skak í bílnum yfir mesta fjallaskarð Sviss, Furkapass, sem er um 2800 m hátt. Við náðum svo til Zertmatt, smábæjar við rætur Monte Rösa, og Matterhorns síðla dags og fengum þar inni á farfuglaheimili. Næsta takmark hópsins var sem sagt að klífa Monte Rosa, hið fræga fjall, sem er hæsta fjall komið neðan úr byggð og ætlað að klífa Jungfrau, en forðuðu sér þó hið snarasta burtu þegar snjóflóð- in fóru af stað með vaxandi snjókomu. — Með lestinni fórum við síðan til byggða þar sem „rúgbrauðið" okkar blessað beið eftir okkur. Reyndar var það frekar óaðlaðandi þegar niður var komið þar sem við höfðum hengt blaut tjöld og annað þess háttar upp til þerris á því en lagt var í fjöllin nokkrum dögum áður, — lyktin var ekki alveg upp á það bezta. Erá Grindelwald var ekið sem leið liggur í smábæ sem nefnist Leiðindaveður að skella á í Berner Oberland og ákveðið að halda til byggða... Tindinum náð. f.v. Helgi. Ævar. Ingvar og Sveinn á Monte Rosa... \ hafa borðað nánast yfir sig var sólbaðið næst á dagskrá, en það yrði þó skammvinn sæla því að ákveðið hafði verið að fara þennan sama dag yfir í svonefnda Konkordiahútte, fjallakofa í eigu Svissneska Alpaklúbbsins. Frá honum var síðan hugmyndin að klífa hið nafnkunna fjall Jungfrau morguninn eftir. A leiðinni milli fjallakofanna var færið orðið heldur slæmt því sólin hafði nú skinið tímunum saman og snjórinn orðinn gljúp >.r. Það var því farið heldur rólega yfir enda menn með töluverðar byrgðar á bakinu. Er við komum í Konkordiahútte var okkur þegar vísað til rekkju því við höfðum þá tveimur dögum áður verið þarna og pantað okkur svefnpláss. Eftir erfiðan dag voru menn fljótir að ganga frá sínum farangri, fá sér í gogginn og hoppa upp í koju, enda ætluðu menn að vakna eldsnemma morguninn eftir eins og áður er getið. Dýrðin var úti, þegar fyrsti maður vaknaði og leit út um gluggann sá hann sér til hrellingar að úti var komin þoka og leiðinda- veður. Jafnvel var útlit fyrir snjókomu. — Það var því útséð með að Jungfrau yrði klifin þann Sviss, 4634 m hátt. Það var ákveðið morguninn eftir að taka lífinu með ró fram eftir degi og halda síðan upp í Monte Rosa-Hútte, fjalla- kofa við rætur fjallsins. Frá Zermatt er farið með járnbrautar- lest upp í hlíðarnar fyrir ofan bæinn og síðan er tveggja tíma tölt í skálann. — Þetta var því hinn náðugasti dagur. Við dvöldum í góðu yfirlæti í skálanum fram á kvöld, pöntuðum okkur þá kvöldverð eins og „fínir“ menn og átu menn hann með beztu lyst. Menn voru aftur á móti ekki alveg jafn ánægðir þegar þeir þurftu að borga fyrir viðurgjörn- inginn, og sem dæmi um hið ágæta verðlag er hægt að nefna að bjórdósin kostaði þarna einar litlar þúsund krónur. Sveinn og llelgi á tindi Finisteraarhorns ... Um þrjúleytið voru menn mættir í borðsalinn með brauðskorpurnar sínar og smá ostbita til að fá sér í svanginn áður en haldið yrði til atlögn við fjallið Finisteraarhorn, 4299 m hátt, sem er í svonefndu Berner Oberland-fjallasvæði í Sviss og er hæsta fjallið á svæðinu. Þetta eru félagarnir fimm úr íslenzka Alpaklúbbnum sem verið hafa á ferð um Alpana að undanförnu að viðbættum undirrituðum. I>eir, sem hafa tekið þátt í þessari ferð, eru Helgi Benediktsson fararstjóri, Ingvar Teitsson, Sveinn Sigurjónsson, Ævar Aðal- steinsson og Örvar Aðalsteinsson. Áður höfðu þeir félagarnir klifið fjallið Wissnollen eins og getið hefur verið um áður. Eftir að menn höfðu komið niður heldur ólystum morgunverði og fengið sér smá telögg var farið aö huga að útbúnaði þeim er skyldi vera með í ferðinni á fjallið. — Uti fyrir var veður eins og það bezt gerist til fjallgangna, heiðskírt og töluvert frost og blessuð sólin átti enn langt í land með áð baða okkur í geislum sínum, þar sem ferðinni var heitið upp vestan megin í fjallinu. Sá útbúnaður sem er nauðsynleg- ur fyrir slíka ferð er nokkuð fjölbreytilegur og má þar nefna ísexi, mannbrodda, líflínu, sérstök lífbelti sem línan er bundin í, M ■■ „Long tindinn fleygar og öryggislásar. Þá er kuldinn það mikill í forsælu að nauösynlegt er að vera virkilega vel klæddur, jafnvel Væri þægilegt að hafa tvöfalda fjallgönguskó og dúnúlpu. Allir voru tilbúnir með sitt hafurtask um fjögurleytið og þá brölt af stað. Fyrsti hluti leiðar- innar er upp eftir klettahrygg sem er ekki ýkja erfiður viðureignar og gekk því sá hluti ferðar mjög vel fyrir sig. Af klettahryggnum taka svo við langar hjarnbrekkur langleiðina upp á fjallið. Færið var mjög hart vegna frostsins svo að mannbrodd- ar voru settir undir og menn bundu sig í líflínur. Þar sem færið upp brattann var með ágætum nánast skunduðu menn upp og voru fyrr en varði komnir á aðalöxl fjallsins. Upp af öxlinni fer svo erfiðasti hluti leiðarinnar í hönd, en þá er klifrað upp bratta kletta sem voru að þessu sinni huldir snjó að miklu leyti, sem gerði málið allt mun flóknara. — Ferðin um klettana gekk því mun hægar fyrir sig enda varíTað gæta mun meiri varúðar en fyrr í ferðinni. Á tindinn var svo komið um fimm tímum eftir að lagt var af stað frá Finisteraarhornhútte og er það ágætis tími miðað við þær aðstæður sem ríktu. Viðdvölin á tindinum var ekki löng þar sem kuldinn var mikill og var því haldið af stað niður innan fárra mínútna, eftir að myndað hafði verið í bak og fyrir. Niður- ferðin gekk í alla staði mjög vel og það voru lúnir ferðalangar sem hlömmuðu sér niður við skálann. — Matarlystin var nú kominn í sitt gamla form og var því óspart tekið til matarins og vatnslítrarn- ir hurfu hver af öðrum. Eftir að biðröð eftir því að komast á þegar Monte Rosa var klrfinn"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.