Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1978 47 Aðalfundur stéttarsambandsins: Féllst í höfuðatriðum á drög sjömannanefndar AÐALFUNDI Stéttarsambands bænda lauk á fimmtudag á Akureyri og var eitt síðasta mál fundarins að afgreiða ályktun um tillögudrög hinnar svonefndu sjömannanefndar, sem gera ráð fyrir að lögfest verði heimild til að setja á kvótakerfi, innheimta kjarnfóðurgjald og greiða mönnum fyrir að draga úr framleiðslu sinni. Samþykkti aðalfundurinn ályktun þar sem segir að hann telji brýnt að gripið verði nú þegar til stjórnunarað- gerða í framieiðslumálum land- búnaðarins og til þess að hægt sé að beita raunhæfum stjórnunar- aðgerðum verði að breyta lögum um Framleiðsluráð landbúnaðar- ins og „fellst fundurinn í höfuð- Vetraráætl- un S.V.K. MÁNUDAGINN 4. september 1978 gengur í gildi vetraráætlun stra'tisvagná Kópavogs og er þá ekið á 12 mínútna fresti í stað 15 mínútna í sumaráa'tlun. cn akst- ur á kvöldin og um helgar verður óbreyttur. Þetta er sama fyrirkomulag og verið hefur undanfarna vetur og er ekki um að ræða breytingu á akstursieið. Hinsvegar mun leiða- kerfi S.V.R. vera í endurskoðun og er von um að niðurstöður fáist fljótlega. Þá má benda farþegum S.V.K. á það að hægt er að kaupa áætlunarspjöld í vögnunum og á skiptistöðinni í Kópavogi. (Fréttatilkynning frá S.V.K.) atriðum á drög þau að nefndar- áliti, sem nefnd skipuð af land- búnaðarráðherra 24. aprfl 1978 hefur lagt fyrir fundinn." Var þessi ályktun fundarins samþykkt með 39 atkvæðum gegn 4 en alls voru fulltrúar á fundinum 46. Þeir fundarmenn, sem greiddu atkvæði gegn samþykktinni, voru allir af Vestfjörðum. í samþykkt fundarins segir að þó fundurinn fallist í höfuðatriðum á drögin vilji hann benda á fjögur atriði. Fyrst er það varðandi kvótakerfið að þar verði athugað, hvort ekki sé rétt að þeir sem auka framleiðslu sína greiði hækkað gjald af framleiðsluauka. Á sama hátt verði þeir látnir njóta þess sem draga úr framleiðslu að vissu marki. I öðru lagi verði tekið sérstakt tillit til þeirra, sem eru að hefja búskap og í þriðja lagi varðandi kjarnfóðurgjaldið telur fundurinn ástæðu til að athuga hvort ekki sé rétt að búrekstur á lögbýlum fái ákveðið magn af kjarnfóðri gjaldfrítt miðað við bústofnsstærð. I fjórða lagi að heimilt verði að veita innflytjend- um frest á gjaldinu um tiltekinn tíma. I ályktuninni segir ennfremur að ljóst megi vera að slíkar aðgerðir hafi engin áhrif á því verðlagsári, sem nú sé að ljúka og engan veginn nægileg á því næsta. Því krefst fundurinn þess að ríkið taki á sig að tryggja bændum fullt grundvallarverð þann tíma. Miklar umræður urðu á fundin- um um þessi drög sjömannanefnd- arinnar og þá einkum um hvort rétt væri að setja á fóðurbætis- dídló TÍZKUVERZLUN HVERFISGÖTU 39 Útsala Stórkostleg útsala hefst á mánudag. ■TIZKUVERZLUN HVERFISGÖTU 39 Nordtest Iðntækni- stofnun íslands Fræöslufundur Um PRÓFANIR Á MÁLMSUÐU veröur haldinn í fundarsal Hótel Esju fimmtudaginn 7. sept. kl. 9—16. Eftirtaldir fyrirlestrar verða haldnir: 1. S.A. Lund Svejsecentralen, Danmörku: Gæðaprófanir á málmsuðu. Samanburður á röntgen- og hljóðbylgjutækj- um. Gæðakröfur. 2. J. Sillanpáá, VTT, Finnlandi: Staðlar. Kröfur um hæfni prófunarmanna. 3. A. Jundhem, STK, Svíþjóö: Prólanir á hitaveitum og raforkuverkum (vatn, gufa, kjarnorka). 4. J.C. Walter, Veritas, Noregi: Gæðaprófanir á skipum og mannvirkjum í sjó, þ. á m. olíuborpöllum. Þeir, sem áhuga hafa að sækja fundinn, tilkynni þátttöku til Iðntæknistofnunar íslands, sími 85400 í síðasta lagi þann 4. sept n.k. Þátttökugjald kr. 7.500.- skatt. Þá urðu einnig á fundinum töluverðar umræður um hugsan- legar breytingar á kosningafyrir- komulagi fulltrúa á aðalfundi Stéttarsambandsins og samþykkti fundurinn að kjósa þriggja manna nefnd, sem skal vinna að því fram til næsta aðalfundar að endur- skoða lög sambandsins. Fundurinn samþykkti fjölmarg- ar ályktanir og má þar nefna ályktanir um lánamál landbúnað- arins og er þar sérstaklega vakin athygli á því ófremdarástandi, sem ríkir í sambandi við jarða- kaupalán og ítrekaðar eru óskir um úrbætur varðandi rekstrar- og afurðalán landbúnaðarins. Sam- þykkt var samhljóða að fara fram á beina samninga við ríkisvaldið um kaup og kjör bændastéttarinn- ar og fundurinn mótmælti harð- lega stórfelldum sveiflum á niður- greiðslum á landbúnaðarvörum. Skoraði fundurinn á ríkisstjórnina að halda niðurgreiðslum stöðugum sem vissum hundraðshluta af verði landbúnaðarvara og breyta þeim ekki néma í samráði við bændasamtökin. Útsala Útsala á kápum og jökkum byrjar í fyrramálið. Mjög mikill afsláttur. Geriö góö kaup. Pandóra, Kirkjuhvoli. Bræöurnir síkátu, beztu vinir Roy Rogers, ásamt Magga Kjartans mæta á Bótarbarinn á sýningunni í dag kl. 7. .x^Bætiö geðiö í /Dótar- ÍSLENSK y F0T/7B buxum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.