Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1978 43 v Skömmu eftir að Þessi mynd var tekin af Einari Þorsteini, lét járngrindin, sem sést á bak við hann, undan. orðið, en klukkan fimm er komið fyrir öflugum tjakki í gluggaskoti Útvegsbankans og vírinn strekktur enn á ný. Og í þetta sinn helst allt á sínum stað. Fólkinu hefur fækkað nokkuð, en „EINARRÓ-bræður“ ákveða að halda ótrauðir áfram og búa sig undir að hefja sýninguna. Nokkrar rafmagnaðar mínútur líða og tvímenn- ingarnir skiptast á heilræðum og sálarstyrkjandi orðum. Sviti bogar af köppunum, er þeir ganga hratt fram á þakbrúnina og. Einar Gunnar fikar sig varlega niður í róluna. Það reynist dálítið örðugt fyrir Einar Þorstein að setjast á hjólið, en það tekst að lokum og þeir renna út eftir strekktri línunni við ákafan fögnuð viðstaddra. Þegar út á miðja línuna er komið leikur Einar Þorsteinn dálitlar kúnstir á hjólinu og báðir skotra augunum einatt til festingarinnar á Útvegs- bankanum. Loks fikra félag- arnir sig aftur til baka og brosa dálítið undarlega til áhorfenda. Síðan leggja þeir af stað að nýju út á vírinn og Einar Þorsteinn stígur upp á sætið á hjólinu og leggst síðan þvert á það og það slær þögn á viðstadda. Loks hraða EINARRÓ-bræður sér aftur til baka og taka við fögnuði áhorfenda, þreyttir en ham- ingjusamir. Þeim hefur tekist að gera það sem þeir ætluðu sér, þ.e. að sýna fram á léttvægi hjólaferðalags Cimarro bræðranna áleiðis upp í Hallgrímskirkjuturn forðum. Hæðin er að vísu mun minni, en útbúnaðurinn er að sama skapi fábrotnari og viðsjárverðari og hann var það sem öllu skipti, þar eð þyngdarpunktur hjólsins með rólunni neðan í er fyrir neðan línuna og getur það þvi ekki dottið. Enda geta Einararnir tveir ekki setið á sér og renna hjólinu og rólunni mannlaus- um út á línuna eftir sýninguna, áhorfendum fyrst til furðu og síðar mikillar skemmtunar. Klukkan níu um kvöldið er Einar Þorsteinn farinn að teikna rissmyndir og skissur að „sjóskóm", til að labba á út í Viðey, en þegar hann var fjórtán ára byggði hann „sjó- hjól“ á fleka og hjólaði þennan spöl. - SIB. Einar Þorsteinn fjórtán ára á „sjóhjólinu“ sem hann hjólaði á til Viðeyjar. 8 daga ferö 7. september 4 daga ferö 4. október Ódýrar og eftir- minnilegar feröir. Júgóslavía Brottför: 13. september 20. september Fjölbreyttar skoö- unarferöir til Ítalíu Brottfarardagar: 25. september 6. nóvember 27. nóvember 3. desember Fjölbreytt úrval góöra hótela. . . V _ ISamv/nnu- ferdir A LANDSYN %lll# SKÓLAVÖRÐUSTÍG16 AUSTURSTRÆT112 SÍMI 27077 SÍMI 28899 GAZELLA kápurnar eru víða vinsælar Haust- og vetrartísk- an frá MAX er kynnt á sýningunni Föt ‘78 í Laugardalshöll. Armúla 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.