Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1978 ... Stór og óhrein jeppabifreið ekur frá vélaverkstæðinu með prjá menn innanborðs og ýmsa torkennilega gripi í farangurs- geymslunni. Bifreiðinni er ekið um fáfarnar götur niður í miðbæ og hún stöðvuð nokkurn spöl frá Austurstræti. Innan skamms má líta uppi á paki tískuverslunar við Austurstrætið, hvar tveir frakka- klæddir menn fara að koma fyrir ýmsum dularfullum áhöldum og útbúnaði... Klukkan er tíu mínútur yfir tólf á hádegi sunnudaginn 27. ágúst. Þaö er blíðskaparveður og Reykvíkingar eru flestir komnir á stjá, enda mikið um að vera um daginn, flugsýning, úrslitaleikur og sólkveðju- hátíð. I skuggalegu herbergi í húsi einu í austurhluta borgar- innar gengur ungur maður órólegur um gólf og talar við sjálfan sig. Einar Þorsteinn hafði séð loftfimleikaatriði Cimarro-sirkusbræðranna nú í sumar og uppgötvaði þá að auðvelt væri að leika það atriði eftir, þ.e. að hjóla á línu með rólu festa neðan í hjólið og mann þar í. Nú var búið að ákveða fyrir nokkrum dögum að hann framkvæmdi þetta atriði á sólkveðjuhátíðinni ásamt félaga sínum og nafna, Einari Gunnari. Flýta þurfti mjög undirbúningi og loks þegar allt var um það bil að verða tilbúið, gerði súld og allt benti til þess að sólkveðju- hátíðinni yrði frestað. Voru spár veðurfræðinga allar há lund á laugardeginum. h u þeir Bfnarar því ákveðið að halda ekki áfram undirbúningi loftfimleikanna fyrr en eftir helgi. En núna, fyrir fimm mínút- um, hafði verið hringt í Einar Þorstein og honum tjáð að sólkveðjuhátíðin færi fram þrátt fyrir allt, enda veður hið besta. Þess vegna varð að hafa snör handtök og koma öllum útbúnaði í lag til þess að af búningur þessa atriðis hefur farið fram með mikilli leynd og tókst undirrituðum einungis að fylgjast með framkvæmdum þessum úr fylgsni og flestar ljósmyndir, sem sá sami náði að taka af undirbúningsvinn- unni, hurfu með dularfullum hætti nóttina áður en þetta blað var prentað. Klukkan er sjo mínútur yfir tvö e.h. þegar stór og óhrein jeppabifreið ekur frá vélaverk- stæðinu með þrjá menn innan- borðs og ýmsa torkennilega gripi í farangursgeymslunni. Bifreiðinni er ekið um fáfarnar götur niður í miðbæ og hún stöðvuð nokkurn spöl frá Austurstræti. Innan skamms má líta uppi á þaki tískuversl- unar við Austurstrætið, hvar tveir frakkaklæddir menn fara að koma fyrir ýmsum dular- fullum áhöldum og útbúnaði. Járngrind er skellt yfir vegg- stúf á þakinu og í hana festur strekkjari, en á krók hans er síðan smeygt lykkju af löngum kranavír. Þeir Einarar ganga frá öllu tryggilega og að lokum er vírinn festur í járngrind utan við glugga á Útvegsbankanum. Nokkur hópur fólks hefur þegar safnast saman í göngu- götunni og fylgist með. Klukkan er þrjú þrjátíu þegar félagarnir strekkja á vírnum og járngrindin, sem sett var yfirum veggstubbinn, gefur sig. Það er hálf klukku- stund þar til atriðið á að fara fram. Einar Þorsteinn hverfur allt í einu af vettvangi og skömmu síðar hverfur gult st.álflykki af lóð vélsmiðju e nnar í höfuðborginni. yf i r Austu rstræti loft-hjölreiðunum gæti orðið. Hann þrífur símtólið og hringir í kunningja sinn. — „Heyrðu, þetta er Einar Þorsteinn, geturðu bjargað fyrir rtiig deginum. Við Einar Gunnar ætlum að hjóla á vírnum klukkan fjögur í dag eftir allt saman og við þurfum að komast uppeftir til að sjóða festingar og fleira og koma svo öllu draslinu niðrí bæ.“ Klukkan er kortér í eitt e.h. og Einararnir eru komnir ásamt kunningja sínum í vélaverkstæði eitt á afviknum stað í borginni. Það er dimmt inni þrátt fyrir sólskinið úti fyrir og á meðan Einar Þor- steinn leitar að heppilegum útbúnaði til að festa línuna öðrum megin við Austur- strætið, hugar Einar Gunnar að hjólinu sjálfu. Undir- Þegar búið er að koma stálflykkinu fyrir á þakinu er strekkt á ný, en þegar á reynir lætur grindin á Útvegsbankan- um undan og klukkan er orðin fjögur. Einararnir eru í þann veginn að gefast upp og búnir nð sætta sig við að fresta atriðinu, þegar nærstaddur maður bendir þeim á leið til bjargar. Búið er að tilkynna að af loftfimleikum geti ekki Undirbúningur atriðisins fór fram með mikilli leynd í ónafngreindu vélaverkstæöi í borginni. Þetta er eina myndin sem náðist af hjólinu merkilega. Einar Gunnar Þerrar svitann af andliti nafna síns, að loknu atriðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.