Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1978 41 horfir þaö á lúðrasveit ganga fram og til baka um leikvang- inn. Viö fáum okkur nú góm- sæta steik, svolítinn ís á eftir og kaffi. Klukkan er nú 1500 og flautað er til leiks. Nokkuð hefur fækkað í húsinu og því verið lokað. Hérna sitjum við því fimm Evrópubúar, þar af einn Hollendingur, ásamt öðr- um gestum, og fylgjumst spennt með þegar boltanum er spyrnt, lokaslagurinn er hafinn. Til að byrja með er allt rólegt og nokkrir léttir brandarar heyrast hér og þar. Það er liðið nokkuð á leikinn og nú skorar heimaliðið. Á svipstundu breytist allt í salnum. Það er hoppað og dansað, borðin hrist- ast og skjálfa þegar krepptur hnefi skellur á þeim, þvílík gleöi, þvílík óp, þeir höfðu sigrað, eða svo til. Fyrri hálfleik er að ljúka og það er að mestu orðið kyrrt aftur, en hvað er nú þetta? Gamall maður í ryk- frakka birtisL allt i einu í klósettdyrunum, þegjandi gengur hann framhjá starandi hópnum og hverfur út. Enginn sá hann fara inn, undur og stórmerki, nei gamall fátæklingur er hafði lagt sig inni á klósettinu fyrr um morguninn og sofnað vært. Leikurinn heldur áfram og áður en varir liggur boltinn í marki Argentínu. Þögn í salnum, þögn. Hvað hugsa þau? Er möguleiki á tapi? Vonbrigðin eru mikil, ' hvaða von höfum við, hvað gerist, hver skorar næst? Það er nú gengið um gólf, klósettferðir eru tíðar og engin þörf á að klippa neglurnar á næstunni. Á síðustu mínútu eiga Hollending- ar skot að marki, boltinn lendir í slá, andardrátturinn er þungur, síðan er eins og þungu fargi sé lyft og feginsstuna líður frá hópnum. Leiknum er nú lokið og það er útséð að hann verður framlengdur. — Tilfinningar mínar eru blendn- ar, vegna taps Hollands í úrslitunum fyrir fjórum árum og vegna þess hversu vel þeir hafa staðið sig, og komizt aftur í úrslit, vil ég sigur þeirra. En, vegna íbúanna hér, sem eru vingjarnlegir og gestrisnir, vegna vonar þeirra um sigur, vil ég að sú von þeirra rætist. — Nokkrar mínútur eru nú liðnar af framlengingunni og boltinn liggur í marki Hollendinga. Goooool, og svo langt fagnaðar- óp, stökkkraftur hríslast um fætur og það er henzt í loft upp. Svo mikill er krafturinn hjá einum, að hann slær í ljósa- krónu vel yfir höfði sér og slekkur á öllum perunum. Nokkru seinna er sigurinn í höfn. Ég hef aldrei séð neitt Þessu líkt Um klukkan 1730 göngum við út á götuna fyrir framan. Sama lagið dynur af þaki bílsins og fólk er þegar byrjað að tínast út á göturnar. Rétt í þessu koma tveir lögreglubílar akandi með leiftrandi ljós og skerandi væl, . út um gluggana veifa lögreglu- mennirnir þjóðfánanum. — Grænt ljós er gefið fyrir fólks- fjöldann að gera nánast hvað sem er. — Allt í einu rignir pappírssneplum yfir okkur, niðurrifin tímarit, dagblöð og alls konar miðar svífa nú til jarðar. Fólkið þyrpist út, hávaðinn verður æ meiri, allt sem gefur frá sér hljóð er notað. Pottar, pönnur, tunnur, flautur, lúðrar, trommur og raddböndin, hvað sem er allt er notað til að framkalla ákveðinn fastan takt og hávaðinn er nú nær því óbærilegur. Straumur af bílum er nú á götunni og liðast hægt áfram vegna fólksfjöldans. Flautur bílanna eru notaðar í sama tilgangi og allir hinir hljóðgjafarnir. Það er erfitt að lýsa því sem er að gerast. Eg hef aldrei séð neitt þessu líkt og orð mín ná ekki að framkalla það sem raunverulega á sér stað. Það verður hver og einn að upplifa þetta, til að skilja vel hvað hér er um að vera og ég í fátækum orðum er að reyna að lýsa. Fólkið dansar nú tryllt við hinn fasta takt og allan tímann er sungið, Argentína, Argen- tína. Þvert yfir götuna er röð manna sem slá taktinn á trommur og bumbur. Áundan þeim ganga hjálparmenn sem halda á trommunum og dansar- ar, ungir menn og konur, sem sveiflast í takt við sláttinn. Göturnar eru troðfullar af bílum og fólki. Á einni- af aðálgötum Buenos Aires, sem talin er breiðasta gata heims, á vegalengd sem samsvarar um það bil fjarlægðinni milli Aðal- strætis og Hlemms, er áætlað að um þrjár og hálf milljón manna séu nú fagnandi. Hver einkabíll og vörubíll er yfirhlaðinn fólki og alltaf nokkrir hangandi utan á. Það er fólk á öllum aldri sem hérna dansar, syngur, slær taktinn og veifar fánum. Allt frá eins árs til hundrað ára, já þarna er amma, hún situr upp á þaki bílsins og slær hælunum taktfast í framrúðuna. Stór vélskófla ekur framhjá meö 6—7 manns í skóflunni hátt yfir höfðum dansandi fólksins á götunni. Fagnaðaraldan rís nú skyndilega, allt ætlar um koll að keyra. Fremst á þakgrind eins bílsins er stórt skilti með mynd af hetjunum og að baki þess stendur spengilegur ungur maður, íklæddur landsliðs- búningnum, Argentína, Argen- tína. Inni á kránum og á matstofunum syngur fólk fullum hálsi og dansar á borðunum, það sem er óvenju- legt miðað við íslenzkar kringumstæður, er að ekki nokkur maður er drukkinn af víni. Söngurinn hljómar ennþá þó langt sé liðið á kvöldið. Hljóm- platan er enn leikin af þaki bílsins og hvert sinn sem orið „gol“ heyrist, er rekið upp fagnaðaróp í öllu nágrenninu. Tveir nýmálaðir glitrandi bílar koma akandi,- málaðir Ijósbláir með hvíta rönd yfir miðjuna, fánalitirnir eru þegar komnir á bílana. Litið til baka Þreytan er nú farin að segja til sín hjá mér, enda klukkan 0030 eftir miðnætti, ég fer því heim og skríð í pokann. Brátt er ég sofnaður, þrátt fyrir stöðug- an hávaðann fyrir utan. Klukk- an um 0230 vakna ég uþp og átta mig fljótlega á því að kyrrð er komin á, einstaka bílflaut hér og þar, en að mestu kyrrt. Þeir sigruðu reyndar og ég samgleðst þeim. — Þegar ég lít til baka og reyni að átta mig’ á því hvað gerðist þetta kvöld, þá eru það margar spurningar sem rísa og margt sem kemur í hugann. Var gleðin einfaldlega svona mikil? Var sigurinn eina ástæðan fyrir því sem gerðist á götunum eftir leikinn? Var um múgsefjun að ræða? Var reynt að bæta upp slæmt alheimsálit með því að sýnast frjáls og fagnandi þjóð? Var þetta tilbeiðsla, þessi þörf mannsins til að tilbiðja, brauzt hún þarna fram í tilbeiðslu á knattspyrnumönnum? Ef svo er þá er það hryggilegt. Aðal- ástæðuna fyrir því sem gerðist tel ég þó vera aðra, þá að þjóðin fékk þarna ástæðu og leyfi til að losa um tilfinningar sínar. Tilfinningalíf sem hafði verið bælt niður í langan tíma. Margra ára togstreita og bönd losnuðu og fólkið gleymdi sér um stund. Þeir sigruðu og það fór vel. Halldór Lárusson. NU1978 Fylgzt með í sjónvarpstækjum. þegar Brasilía og Ítalía háðu sinn lokaleik blaoburðarfólki Austurbær Freyjugata frá 28— Sóleyjargata Samtún Vesturbær Reynimelur 1—56. Hringbraut II Kvisthagi Miöbær Túngata Hávallagata Seltj.nes Baröaströnd Uppl. í síma 35408 SAPAFRONT + ál-forma-kerfið (profílsystem) er hentugt bygg- ingarefni fyrir íslenzkar aðstæður. Einangraðir álformar í út- veggi, glugga og útihurðir. Óeinangraðir álformar innanhúss. Útlitið er eins á báðum gerðunum. í sérstökum leiðbeininga- bæklingi eru upplýsingar um burðarþol, varmaleiðni og hljóð- einangrun álformanna, ennfremur vinnuteikningar, sem léttir arkitektinum störfin. Ál-formarnir eru rafhúðaðir i ýmsum litum. Lagerlitir eru: Natur og KALCOLOR amber. Hurðir og glugga úr ál-formum þarf ekki að mála, viðhaldskostnaður er því enginn. Byggingarefni framtíðarinnar er SAPAFRONT + ÁLFORMA 'II I lll !! III III I II' IIAXDRII) SAPA — handriðið er hægt að fá í mörgum mismunandi útfærslum, s.s. grindverk fyrir útisvæði, íþróttamannvirki o.fl. Ennfremur sem handrið fyrir veggsvalir, ganga og stiga. Handriðið er úr álformum, þeir eru rafhúðaðir í ýmsum litum, lagerlitir eru: Naturog KALCOLOR amber. Stólparnir eru gerðir fyrir 40 kp/m og 80 kp/m. Með sérstökum festingum er hægt að nota yfirstykkið sem handlista á veggi. SAPA — handriðið þarf ekki að mála, viðhaldskostnaður er þvi enginn eftir að handriðinu hefur verið komið fyrir. Gluggasmidj an Gissur Simonarson Siðumúia 20 Reykjavik — Simi 38220

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.