Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1978 45 hálfgert basl. Lítill skilningur yfirvalda, jafnt ríkis og bæjar (Reykjavíkurbæjar), á nauösyn flugsins. Við vorum í vandræðum með flugskýli, sem þó loksins kom haustið 1930, og var þá byggt inni í Vatnagörðum, illu heilli. Við höfðum sótt um leyfi fyrir flugskýli í Skerjafirði, en það fékkst ekki. Það var talið að Skerjafjörður væri nauðsynlegur sem sundstaður fyrir Reykvíkinga, og flugfólkinu gæti stafað hætta af flugi! Við fengum seint og síðar meir loks vatn inni í Vatnagörð- um, og rafurmagn eftir dúk og disk. Flugvélarnat tærðust mjög þar sem ekki var hægt að þvo af þeim seltuna, og lágu oft við „bauju“ annaðhvort úti við Örfisey eða þá fyrir framan flugskýlið. Dráttarbrautin hafði verið gerð of stutt, því þegar lágsjávað var var ekki hægt að ná flugvélunum upp. Þetta varð svo til þess að Veiði- bjallan sökk fyrir framan flug- skýlið af því að ekki var hægt að ná henni upp. Reynt var að halda uppi flug- samgöngum veturinn 1930/31 en það gekk nú ekki sérlega -vel. Stundum var flogið með póst eingöngu en úr póstsjóði fengust einhverjir peningar. Hreyflarnir í flugvélunum voru vatnskældir, og frostlögur var þá ekki kominn til skjalanna. Það var því ansi erfitt að komast með heitt vatn t.d. út á poll á Akureyri, ef við höfðum gist þar nótt. Máske fór hreyfill- inn ekki í gang undir eins og varð þá að „tappa“ vatninu af aftur og sækja heitt vatn á ný. Allt þetta gerði það að verkum að langur undirbúningur var fyrir hvert flug. Veðurfregnirnar voru af skornum skammti, og ef svo varð að snúa við eftir allt saman gat það óneitanlega reynt á taugarnar bæði hjá áhöfn og farþegum. Fyrir bragðið þóttu þessar „flugsamgöngur" ekki sem ábyggilegastar, og sumir fengu ótrú á þeim. Illu heilli fórum við svo í þennan svokallaða Grænlandsleiðangur. Frá þessum leiðinlega leiðangri er ítarlega sagt í „Annálum íslenzkra flugmála" bls. 168—171. Ég held að þarna hafi verið um of mikla bjartsýni hjá okkur að ræða, en um þessar mundir vorum við ungir og tre.vstum okkur um of. Talsvert var í húfi, því dr. Alexander hafði samið við brezka auðkýfinga, aðstandendur hinna brezku leiðangursmanna, sem haft höfðu vetursetu á Grænlandsjökli um að fá heilmikla fjárfúlgu fyrir snúð okkar ef leiðangurinn tækist. Það upplýstist seinna að þessir brezku auðkýfingar voru aldrei í neinum lífsháska, en aðstandendur þeirra í London höfðu sett allt í gang af eintómri „hysteriu". Dr. Alexander var alveg ódrep- andi. Hann trúði á framtíð flugs- ins, og um vorið 1931 var hann búin að „galdra“ fram flugvél af gerðinni JU F13 frá Lufthansa, í stað Veiðibjöllunnar sem sokkið hafði. Voru nú til 2 flugvélar Súlan W33 og Álftin F13, sem svo hafði verið skýrð. Við henni tók Björn Eiríksson, en ég var með Súluna W 33 fyrir norðan í sí'idarflugi. I síldarflugi þá um sumarið 1931 varð ég að nauðlenda Súlunni utarlega á Skagafirði, það hafði kviknað í hreyflinum hjá okkur. Með í förinni var Björn sál. Olsen vélamaður og Stefán sál. G. Björnsson stýrimaður á varðskip- unum, síðar tollvörður, en hann hafði verið sendur til þess að hyggja að erlendum síldveiðiskip- um. Við vorum á reki í einar 10 klst., en allt fór samt vel. Við vorum dregnir af báti inn á Selvík á Skaga, og flugum síðan daginn eftir til Akureyrar. Nú kom það sér illa að hafa ekki skýli á Akureyri, en flugvélunum var lagt við bauju inni í „Bótinni". Flugvél mín Súlan hafði orðiö fyrir nokkru hnjaski á Skagafirði, vængirnir slegizt í ölduna o.s.frv. Fékk ég því hinn þýzka vélamann til þess að koma norður og skoða flugvélina áður en við tækjum að flytja farþega, og kopi hann norður með Álftinni. Skoðaði hann flugvélina og reyndist allt í besta lagi. Daginn eftir í suð-austan stór- viðri, sem stóð niður Garðsárdal- inn, hvolfdi Súlunni þar sem hún lá við akkeri í Bótinni, en Álftina, sem lá þar 100 metra frá sakaði ekki. Þessi tvö óhöpp held ég að hafi riðið Flugfélaginu að fullu. Það var þó lán í óláni að ekki urðu nein slys á fólki, en lélegur aðbúnaður eins og t.d. dráttar- brautin í Vatnagörðum áttu mik- inn þátt í því hve illa fór. Um sumarið 1931, sem var kosningaár til Alþingis, flugum við með ýmsa „pólitikusa" að sjálfsögðu í áróðursskyni, en fyrir slíkt flug var ekki greitt neitt. Um hábjarta sumarnótt flugum við Björn Eiríksson norður á Laxár- vatn til þess að sækja þangað stjórnmálamenn sem höfðu verið á Blönduósi á fundi. Þegar ferðinni var lokið klappaði einn þessara stjórnmálamanna mér á öxlina og sagði: „Það verður ábyggilega munað eftir Flugfélaginu á næsta þingi, Sigurður minn“. Þetta var fyrsta flugferð þessa stjórn- málamanns en hann var þá ekki allt of heilsuhraustur. Þetta var allt svikið og á næsta þingi, var þing rofið, en um haustið var á því nýja þingi að viðhöfðu nafnakalli samþykkt að leggja Flugfélagið niður. Sumir þingmenn kölluðu flugið leikaraskap, og sumir töldu að flugið ætti sér enga framtíð á íslandi. Þannig fór um sjóferð þá. Við fjórmenningarnir Gunnar Jónasson, Björn sál. Olsen, Björn Eiríksson og ég, sátum eftir með sárt ennið og miklar skuldir, og það sem verra var, að engin sýndi okkur skilning. Allir þeir, sem lagt höfðu peninga í flugfélagið, töpuðu að sjálfsögðu sínu, og félaginu var formlega slitið að mig minnir á fundi í Kaupþingssalnum, að viðhöfðu lófataki og dr. Alexander þakkað brautryðjendastarfið. Við buðum hinu íslenzka ríki að taka við rekstri flugvélanna en þær voru enn í landinu. Þessu tilboði okkar var ekki einu sinni svarað. Við buðum hinu íslenzka ríkii að starfa fyrir það. Þessu var ekki einu sinni svarað. Gunnar Jónasson og Björn sál. Olsen stofnuðu fyrirtækið Stálhúsgögn, sem enn er rekiö af Gunnari. Björn Eiríksson setti á stofn málmhúðun, og krómaði urn skeið fyrir Stálhúsgögn. Ég vann urn skeið hjá Birni við málmhúð- un, en þegar dr. Alexander setti á stofn Happdrætti Háskólans starfaði ég þar í nokkur ár. Ég held að dr. Alexander hafi tekið þetta allt ákaflega nærri sér, en það verður engu að síður að telja að stofnun þessa flugfélags Flugfélags íslands h.f. (nr. 2) hafi verið ákaflega heillarík tilraun. Flugfélagiö starfaði í 4 ár án nokkurs slyss, fluttir voru 2700 farþegar og lent á 60—70 stöðum á landinu. Fyrsta sjúkraflugið var farið árið 1928, og fvrsta síldar- leitarflugið sama ár, það fyrsta í heiminum. Póstflutningar með flugvélum voru hafnir og svo mætti lengi telja. Það eru til þeir menn sem í ræðu og riti hafa haldið því fram að þessi tilraun hafi mistekizt, það held ég aftur á móti ekki. Við freistuðumst til þess að þenja flugið til of margra staða, og þar með auka vinsældir þess. Á þessum árum flaug fjöldi íslend- inga í fyrsta sinni og það segir ekki svo lítið. Margir voru hræddir við að fljúga, og þar á meðal voru „pólitíkusar" sem við reyndum mikið til að koma upp í loftið, án árangurs. Kannski hefði viðhorfið til flugsins orðið öðruvísi ef þetta hefði tekizt. Stjórnmálamaðurinn, sem þurfti svo mjög á fluginu að halda þegar heilsan leyfði ekki öðruvísi ferðalag, og sem klappaði á öxlina á mér og lofaði öllu fögru að afloknu fiugi, er löngu dáinn, svo er líka með þá þingmenn er greiddu atkvæði unt það að leggja F'lugfélagið niður og þá, er ekki trúðu á framtíð flugsins á Islandi, þeir eru allir dánir. Flugið á Islandi lifir og aldrei verður greitt um það atkvæði hvort leggja skuli þáð niður, nema við sjálfir verðum þess valdandi að það lognist út af vegna óskynsamlegra og klaufa- legra ráðstafana. Mig langar að endingu til þess að beina nokkruni orðum til vina minna fLugliðanna sem starfa að flugmálum okkar nú, í tilefni þessa áfanga innanlandsflugsins, sem nú er 50 ára. Fyrir 50 árum vorum við, þessir fyrstu flugliðar á íslandi svo heillaðir af fluginu, að við gle.vmd- um alveg okkur sjálfum. Við stofnuðum ekki nteð okkur félag eins og nú er siður. Þýzku flugmennirnir fengu langtum hærra kaup heldur en við. Þeir fengu dagpeninga á meðan þeir dvöldu utan síns heimalands. Þeir höfðu snöggt um hærri tryggingar, og þeir fengu nteira að segja „tekjutryggingu". Islenzkir flugliðar hafa stofnað með sér ýrniss félög til þess að gæta hagsmuna sinna, og er það vel á meðan alls hófs er gætt. Stundum finnst mér sent menn haldi að sætaframboð Flugleiða (Loftleiða) sé hið eina sem í boöi er á N-Atlantshafsleiðinni, en því fer víðs fjarri, þar ríkir niikil samkeppni. Islenzku flugfélögin hafa orðið afar vinsæl, einnig i alþjóðaflugi. Vinsældir þeirra munu verða fljótar að dvína ef það spyrst að farþegar hafi orðið tepptir á Islandi vegna verkfalla. Deilur á niilli flugliða og Is- lenzku flugfélaganna er innanríkismál og á að vera hægt aö leysa þaö á friðsantlegan hátt, án þess að farþegaflutningi á alþjóðaleiöum sé stefnt í hættu. Við skulum ekki spenna hogan of hátt, bogastrengurinn getur brostið pg hvar stöndum við þá? Sigurður Jónsson (Siggi flug.) Fatamarkaður í Klúbbnum Borgartúni 32 Mánud., þriðjud., miðvikud. kl. 9-6. Kjólar 3.000.— og 6.000.— Blússur 1.000.— Pils 2.000.- Kápur 4.000.— og 8.000.— Jakkar 500.—, 1.000.— og 4.000.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.