Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1978 54 raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar I g I Lóðaúthlutun — hesthús Reykjavíkurborg mun á næstunni úthluta lóöum fyrir hesthús í Víöidal, Seláslandi. Umsóknir skulu ritaöar á sérstök eyöublöö, sem fást afhent á skrifstofu borgarverk- fræöings, Skúlatúni 2. Umsóknarfrestur er til og með 20. septem- ber 1978. Athygli er vakin á því aö allar eldri umsóknir eru hér meö fallnar úr gildi og ber því aö endurnýja þær. Allar nánari upplýsingar veröa veittar á skrifstofu borgarverkfræöings, Skúlatúni 2, 3. hæö, þar sem jafnframt er tekið á móti umsóknum. Borgarstjórinn í Reykjavík. Höfum flutt umboð okkar aö Strandgötu 21, Hafnarfiröi önnur hæö. Opnum þar mánudaginn 4. sept. eftir hádegi. Hagtrygging h.f. Hafnarfjaróarumboö sími 52680. 21. Þing S.Í.B.S. veröur sett aö Reykjarlundi laugardaginn 9. sept. kl. 10 árdegis. Bílferö fyrir fulltrúa og gesti, kl. 9.15 frá Suöurgötu 10. Samband íslenzkra berklasjúklinga. Erlendar bréfaskriftir Tek aö mér erlendar bréfaskriftir og þýöingar fyrir fyrirtæki og einstaklinga á ensku, dönsku og þýzku. Upplýsingar í síma 14362. 3ja herb. góö íbúð óskast til leigu strax, eöa sem fyrst. Upplýsingar í síma 29544 á skrifstofutíma. Lögtaksúrskurður Grindavík Aö beiöni bæjarsjóös Grindavíkur úrskurö- ast hér meö aö lögtök mega fara fram til tryggingar gjaldföllnum, en ógreiddum útsvörum og aöstööugjöldum álögöum 1977 og 1978 ásamt dráttarvöxtum og kostnaöi. Lögtök mega fara fram aö liönum 8 dögum frá birtingu þessa úrskuröar. Óskast til leigu Höfum veriö beönir aö útvega 60—100 ferm. þrifalegt húsnæöi undir smá veitinga- rekstur í Árbæ, Breiöholti eöa Kópavogi. Aörir góöir staöir koma til greina. Bæjarfógetinn í Grindavík 9. desember 1977 og 30. ágúst 1978. Jón Eysteinsson. Húsafell Lúóvik Halldórsson FASTEIGNASALA Langholtsvegi 115 Adalsteinn Pétursson (Bæjarieióahúsinu) simi-. 810 66 BergurGu&nason hdl ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? M Al (ÍLYSIH l'M ALl/r LAND l»E(ÍAR M AIT.LÝSIR I MORíiL'NBLAÐIM álnavöru markaður Glæsibæ og Hafnarfirði byrjar á morgun. Formannaráðstefna BSRB: „Bandalagið reiðubú- ið til að endurskoða ví sitölugrundvöllinn’ ’ MORGUNBLAÐINU hefur borizt cftirfarandi fréttatilkynning frá BSRB. „Nefnd á vegum stjórnar BSRB átti mánudaginn 28. ágúst viðræð- ur við fulltrúa þeirra stjórnmála- flokka, sem nú hafa myndað ríkisstjórn. Eftirfarandi atriði komu fram varðandi afstöðu stjórnmálaflokk- anna í efnahagsmálum: 1. Lögin um ráðstafanir í efna- hagsmálum frá í febr. s.l. verði felld úr gildi. Kjarasamningar verði teknir í gildi og verðbætur greiddar frá 1. sept. n.k. samkv. þeim með þeirri undantekningu, að fullar verðlagsbætur verði aðeins greiddar upp að tiltekinni launaupphæð, en síðan sama krónutala á laun þar fyrir ofan. 2. Kjarasamningar þeir, sem nú eru í gildi, yrðu framlengdir til 1. des. 1979 með óbreyttu grunnkaupi án nokkurra áfangahækkana á tímabilinu. 3. Sérstök endurskoðun verði framkvæmd á vísitölugrundvellin- um, sem miði að því að áhrif verðlagshækkana verði ekki jafn- víðtæk á öllum sviðum þjóðlífsins og verið hefur. 4. Tekið verði upp samstarf milli stjórnvalda og stéttarfélaga. Sérstök undirnefnd ríkisstjórnar hafi ávallt samband við launþega- samtökin varðandi þau mál, er sérstaklega snerta hagsmuni fé- lagsmanna. 5. Lögin um samningsrétt opin- berra starfsmanna í BSRB verði endurskoðuð og m.a. afnumin bæði lögbundinn gildistími til tveggja ára og gerðardómar um sérkjara- samninga, auk þess sem verkfalls- og samningsréttur verði sam- ræmdur því, sem almennt gerist hjá verkalýðsfélögum. Formannaráðstefna BSRB fagn- ar því, að afnumin verði lögin um efnahagsmál frá því í febrúar og maí 1978, sem mjög hafa skert umsamin kjör félagsmanna BSRB. Formannaráðstefnan vekur þó athygli á, að með þessu er ekki verið að setja samninga BSRB frá okt. 1977 að fullu í gildi, þar sem nú er gert ráð fyrir vísitöluþaki, og er BSRB nú sem fyrr andvígt því. Bandalagið er reiðubúið að taka þátt í endurskoðun á vísitölu- grundvellinum. Formannaráðstefnan fagnar yfirlýsingum um aukið samstarf og samráð stjórnvalda við laun- þegasamtökin. BSRB metur það mikils að breytt verði lögum um samnings- rétt opinberra starfsmanna innan BSRB á þann hátt sem um getur í 5. lið. Gengið verði frá þeim lagabreytingum með samkomulagi við stjórn samtakanna fyrir næstu áramót. Eftir lagabreytingu þar sem afnumið verði 2ja ára samn- ingstímabil og kjaranefnd, mun stjórn BSRB beita sér fyrir samningum við ríkisstjórnina um framlengingu á gildandi kjara- samningum opinberra starfs- manna í bandalaginu til 1. des. ‘79 án áfangahækkana 1. apríl 1979. Formannaráðstefna BSRB vill fyrir sitt leyti stuðla að þvi að ríkisvaldið geti náð þeim árangri að hamla gegn verðbólgu og afleiðingum hennar. í því sam- bandi leggur formannaráðstefnan sem fyrr áherslu á, að aðrir þættir í efnahagslífinu en laun eru meginorsök verðbólgunnar hér á landi“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.