Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1978 35 „Ekki hægt að leysa málið með skjótum hætti” —segir Birgir Thorlacius „RÁÐUNEYTIÐ heíur ritað Jóni Baldvini Hannibalssyni bréf þar sem gangur fbúðarmálsins er rakinn og erum við ekki á sömu skoðun og Jón, að hægt hafi verið að leysa það fljótlega. Mennta- málaráðhcrra hefur reynt að leysa málið cftir beztu getu, en hann þarf bæði samþykki og fjárveitingu til íbúðakaupa," sagði Birgir Thorlacius ráðu- neytisstjóri þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Birgir sagði að menntamála- ráðuneytið hefði hvatt Jón til að taka málinu með stillingu og að sínu mati væri hann ekki laus úr SÍS og Olíu- félagið láta byggja 2000 tonna olíuskip SAMBAND ÍSL. samvinnufélaga og Olíufélagið hf. hafa undirritað samning við skipasmíðastöð í Vestur-Þýzkalandi um smíði á 2000 tonna olíuflutningaskipi og er ætlunin að hið nýja skip veröi afhent eigendum í ágústmánuði 1979. Skipið er fyrst og fremst ætlað tii flutninga og dreifingar á olíu hérlendis og einnig til flutninga á lýsi, fljótandi hrásykri (melassa), lausu korni og fiskimjöli. Hönnun skipsins hefur einkum verið gerð með tilliti til þessara flutninga, og hefur áhersla verið lögð á vinnu- spamað við lestun og losun farms, hreinsun farmhylkja og umsjón vélarrúms. I því augnamiði er skipið með tvöföldum botni og tvöföldum síðum, veggir farm- hylkja sléttir að innan og þeir húðaðir. Tveir vökvadrifnir kranar eru ætlaðir til tengingar á farm- lögnum, vélbúnaður er sjálfvirkur. Rík áhersla hefur verið lögð á að skipið uppfylli ströngustu alþjóða- kröfur um mengunarvarnir, og hefur það því m.a. verið þannig úr garði gert, að það getur tekið 800 tonn af kjölfestu í þar til gerð hylki, í stað farmhylkja. Undirbúningur að smíði skips- ins hófst í febrúar s.l., er leitað var tilboða hjá um 40 skipasmíða- stöðvum á íslandi og erlendis og bárust alls 18 tilboð. Voru á grundvelli þeirra teknir upp samn- ingar við skipasmíðastöðina J.G. Hitzler í V.-Þýskalandi. Skipið verður eins og fyrr sagði 2000 tonn að burðargetu og getur flutt 3 farmtegundir samtímis. Á skipinu verður 12 manna áhöfn. stöðu skólameistara frá og með deginum í gær, þótt Jón teldi jafnvel svo vera. „Því miður hefur ekki verið hægt að leysa þetta mál með skjótum hætti, en við verðum að vona að það endi blessunar- iega,“ sagði Birgir. Þingað um veðrið Genf, 2. september — AP. UM 400 veðurfræðingar víðs vegar að úr heiminum munu koma saman til ráðstefnu í Genf 12. febrúar á næsta ári. Þar munu þeir bera saman bækur sínar og reyna að segja fyrir um hugsan- legar veðurfarsbreytingar og áhrif þeirra á manninn í ljósi þeiri*ar þekkingar, sem nú liggur fyrir. Meðal fjölmargra málefna, sem liggja fyrir ráðstefnunni, má nefna koltvísýring í andrúmsloft- inu frá útblæstri ökutækja og hvort og hvenær hann verður orðinn hættulega mikill. Það er WMO, heimssamband veðurfræðinga, sem gengst fyrir þessari ráðstefnu, en forseti henn- ar verður Robert M. White, forstöðumaður bandarísku veðurrannsóknastofnunarinnar. Króati baðst hælis í Svíþjóð Stokkhólmi. 30. áíúst, AP KRÓATÍSKUR flóttamaður kom fyrir skömmu til Svíþjóðar og baðst þar hælis og skýrði þá frá því að lögregla Vestur-Þýzkalands væri á eftir sér, að því er lögregluyfirvöld skýrðu frá í dag. Króatinn er tvítugur, Damir Petr- ic að nafni, og var honum leyft að dvelja í Svíþjóð til bráðabirgða og á meðan útlendingaeftirlitið fjall- ar um mál hans. Hann baðst hælis sem pólitískur flóttamaður í Svíþjóð þar sem vestur-þyzka lögreglan hefði ætlað að framselja hann til Júgóslavíu. Þingeyrar- prestakall auglýst BISKUP íslands hefur auglýst Þingeyrarprestakall í ísafjarðar- prófastdæmi laust til umsóknar með umsóknarfresti til 30. septem- ber n.k. .......... Haustnámskeiðin Innritun hefst á morgun. Mikiö um nýjungar. Kvöldnámskeiö fyrir fulloröna: ENSKA, ÞÝZKA, FRANSKA, SPÁNSKA, ÍTALSKA, NORÐUR- LANDAMÁLIN, ÍSLENZKA fyrir útlendinga. Hinn vinsæli ENSKUSKÓLI BARNANNA veröur starf- ræktur meö nýju sniöi, leikjum og myndakennslu. EINKARITARÁSKÓLINN — Pitmansprófin Sími 10004 og 11109 (kl. 1—7 e.h.) Málaskólinn Mímir Brautarholti 4 Músikleikfimin hefst mánudaginn 18. september. Styrkjandi og liökapdi æfingar fyrir konur á öllum aldri. Byrjenda- og framhaldstímar. Tímar í húsi Jóns Þorsteinssonar, Lindargötu 7. Kennari Gígja Hermannsdóttir. Upplýsingar og innritun í síma 13022. Stórkostleg hljómplöt ötsiv Aðeins nokkra daga Mikið úrval af góðum hljómplötum í þremur verzlunum Karnabær býður uppá hinar sívinsælu K-Tel plötur á 1950 og 2450. EEinnig: Chicago, Yes, 10 cc, Sailor, Chic, Manhattan Transfer, Hot Blood, Stranglers, Rose Royce, Status Quo, Areosmith, Charlie Mariano, Iggy Pop, Bob Dylan, Donna Summer, Isley Bros, Elvis Costello, Vibrators, Beneration, Umberto Tozzy, Santa Esmeralda, Maynard Fergusson, Herbie Hancock, Stanley Clarke, Dave Mason, Wild Cherry, Nick Lowe, Graham Parker ofl. ofl. Elvis Presley tvöfalt albúm með 40 bestu lögum rokkkóngsins á aöeins 2.950 kr. Slagurinn stendur í Karnabæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.