Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1978 39 Alfred Sauvy, sem er einn elzti og frumlegasti hagfræöingur Frakka, hefur i nýútkominni bók sinni, „Verð og gildi mannlífsinsu, nálgazt á nýjan hátt fólksfjölgunarvandamálið og hungrið í heiminum, og hefur bókin vakið athygli og umrœður. Hér birtist einn kafli bókarinnar í þýðingu. enginn vafi er á að er lögmætur) voru borin fram sem helztu rök að þetta kæmi í veg fyrir fóstureyð- ingu. En varla var blekið þornað af undirskrift lag- anna, fyrr en sömu menn tóku að mæla fyrir frelsi og 'skipulagningu á fóstureýð- ingum, um leið og þeir héldu því fram að fæðinga- tölur lækkuðu ekki. Við þekkjum öll árangurinn. En snúum okkur að fá- tæku, þéttbýlustu Iöndun- um. Það tók um það bil 20 ár að koma þátttakendum í áætluninni um að draga úr mannfjölgun í skilning um hvernig fjolgunin vindur upp á sig. Þrátt fyrir hinar miklu tækniframfarir í getnaðarvörnum, er árangurinn ekki sjáanlegur meðal þeirra þjóða, sem minnsta menntun hafa og veikasta von. Rétt er það, að nokkrir pillupakkar eða ófrjósemisaðgerðir eru ódýrari en uppfræðsla einn- ar konu. En samt verður að miða við árangurinn. Gagnsleysi eldri og nýrri tækni meðal fátækra, menningarsnauðra þjóða hefur leitt til leitar að nýrri tækni, sem sameini ein- falda notkun og árangur. En erfiðleikarnir láta ekki á sér standa. Gildi barnsins Án efa hefði mátt vinna 15—20 ár, ef sér- fræðingarnir hefðu í stað þess að einblína á hreina tækni, reynt að kynnast betur hugsanagangi þeirra, sem þeir vildu fá til að breyta lífsháttum sínum. Tökum sem dæmi hinn góða árangur í Singapore, Hong Kong og Formósu, þar sem fæðingatölur tóku að lækka jafnvel áður en búið var að koma af stað áætlun um fækkun fæð- inga. Þar eru varla fleiri en 2—3 börn í fjölskyldu. engan hljómgrunn á al- þjóðavettvangi. Fulltrúar Asíu, Afríku og Suð- ur-Ameríku eru allt of uppteknir af markaðsverð- inu á frumframleiðsluefn- um — sem er eins illa fyrir komið og hægt er — eða framvindu á fjármálasvið- inu, til að þeir geti beint huganum að mannslífum, á sama hátt og þeir láta undir höfuð leggjast að hirða um útflutning á merintamönnum. Reiknings- tilraun Reynum nú að gera til- raun til að meta í stórum dráttum tjónið. Er fullorðin manneskja borðar 400 hita- einingum of stóran skammt af dýraafurðum (til dæmis 30 grömm af fitu og 100 gr. af kjöti), þá innbyrðir hún beinlínis 2600 hitaeiningum of mikið af grænmeti, sem er meira en skynsamlegur skammtur fyrir fullorðinn Asíubúa eða Afríkubúa. Þá borða þessir 350 milljónir fullorðinna Vesturlandabúa og Engilsaxa (sleppum sósíalistaríkjunum í Evrópu) grænmetisfæðu 350 milljóna manna. Ef við gerum ráð fyrir því að þetta fólk fái nægilega margar hitaeiningar í dýraafurð- um, þá getum við lækkað töluna um 150, þannig að hún sé 200 milljónir. Þetta er enn gífurlega há tala. Á þennan hátt gæti ekki mjög ströng skipting á fæðu heimsins, sem að vísu er alls ekki gerleg, gert fært með jafnri skiptingu að fæða 200 milljónir manna í viðbót. Dánartala þriðja heimsins hækkar um 46 milljónir og dauðsföll, sem stafa beint af vannær- ingu eru innan við 10 milljónir. Því mundi mun ójafnari skipting en hér hefur verið talað um nægja til að losna við dauðsföll af völdum skorts. um, án þess að fækka fæðingum, því þeir aum- ustu eru frjósamir. Mann- úðarpostularnir í ríku löndunum, sem vinna gott starf í þágu mannkynsins alls, hafa ekki mótmælt með einu orði þessum skelfilegu aðgerðum, sem eru andstæðar Mannrétt- indasáttmálanum og Sátt- málanum um rétt barnsins (1959), og í rauninni and- stæðar öllum mannlegum frumeiginleikum. Grimmd- in hefur þegar haldið inn- reið sína. Dýr hinna ríku Þegar á heildina er litið, er fæða fóiks í auðugu löndunum ekki aðeins meiri en líkamlegar þarfir krefj- ast, heldur meiri en því er líkamlega hollt. Heims- styrjöldin 1939—45 sannaði hagstæð áhrif hæfilegrar skömmtunar á dánartíðni. Samt sem áður hefur fæðu- notkun aukizt verulega á síðustu 30 árum, einkum notkun dýraafurða, eftir því sem velmegunin óx. Segja má sem svo, að þaði sé mál fólksins í ríku löndunum, ef það vill auka dánarlíkur sínar á þennan hátt. Það eigi rétt á að ákveða það sjálft. Gallinn er bara sá, að um leið eykur það dánartíðnina í fátæku löndunum, sem er vissulega slæmt. Tökum sem dæmi ódýru eggjahvítuefnin (sojabaunir, hveiti o.s.frv.), sem gætu fætt manneskjur en eru notuð handa skepn- um. Skepnurnar á mörkuðunum í ríku löndun- um eru betur haldnar en fólkið í fátæku löndunum. Öll þessi aukna fæða, talin í hitaeiningum, ætti að geta fætt fleira fólk á jörðinni. En svo undarlegt sem það er, þá er þessum tolli á lífið mest afneitað í ríku löndunum og úrbætur fá fiú spuming vaknar á hvaða stundu eða hvaða stigi við viljum í rauninni koma í veg fyrir að fólk deyi. “ Skýringin liggur ekki bara í efnalegum framför- um (ennþá er efnahagur þar mjög bágborinn) heldur miklu fremur í því að hver manneskja er hærra metin. I Austurlöndum hafa dánartölur barna lækkað frá miðöldum og fram á okkar daga niður fyrir 3%. Til þess að ná þeim árangri að 97 af hverjum 100 nýfæddum börnum lifi í þröngum húsakynnum og heitum löndum, þá verður að sýna hverju barni svo takmarkalausa umhyggju, að það er orðið mjög dýr- mætt í augum móður sinn- ar. Upphaf grimmdar- innar I rauninni er hér ekki um að ræða einn stóran björgunarfleka á heims- mælikvarða, heldur fjölda fleka, þar sem skortur er á matföngum. Og nú þegar eru ósköpin byrjuð. Að vísu er hvergi farið að varpa hlutkesti um það hverjum eigi að fórna. Áhrifin eru óbeinni og koma í ýmsum löndum fram í naumari skammti eða niðurfellingu á greiðslum með þriðja barni og öllum þeim sem á eftir koma. Þannig eru saklausir dæmdir til að farast og fjölskyldur þeirra líka, því reglan er sú að fjölskyldan skiptir með sér því sem til er. Slíkar aðgerðir fjölga dauðsföllun- Vaktmaður óskast til starfa nú þegar. Upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 4—5, mánudag og þriöjudag. HEKLAhf. Laugavegi 1 70—1 72 — Sími 21240 Tónlistarskóli Hafnarfjarðar Tónlistarskóli Hafnarfjarðar verður settur sunnudag- inn 17. september kl. 5 í Þjóðkirkjunni. Innritun hefst fimmtudaginn 7. september og lýkur priðjudaginn 12. september. Tekið er á móti umsóknum á skrifstofu skólans Þessa daga kl. 2—5. Skólastjóri. Dregið á þriðjudag l lappdrættiE HC

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.