Morgunblaðið - 08.09.1978, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1978
4
Tréklossar
— Dömu-
og herra-
klossar
Nýjar gerð
ir.
V E R Z LUN IN
GEKSiB?
Útvarp kl. 22.50:
|| Sjónvarp kl. 21.35:
Rætt við listmálara
og fyrrum söngvara
Á „Kvöldvaktinni“ sem er á
dagskrá klukkan 22.50 í kvöld
mun Ásta R. Jóhannesdóttir
meðal annars ræða við Guðberg
Auðunsson listmálara. Guðbergur
hefur stundað málaralistina í þrjú
ár og haldið tvær sýningar á
verkum sínum sem aðallega eru
afbrigði af popplist. Guðbergur
var áður fyrr söngvari með
KK-sextettinum og munu plötur
frá þeim tíma hljóma á „Kvöld-
vaktinni" auk þess sem þau Ásta
og Guðbergur munu ræða saman
um heima og geima.
í kvöld fer Ásta einnig með
hljóðnemann út á götu og spyr
fólk hvort það viti af hvaða ætt
það sé og hvað það þekki forfeður
sína langt aftur.
„Ég mun einnig ræða við
einhvern ættfróðan mann,“ sagði
Ásta, „en ég hef ekki enn ákveðið
hver það verður."
Að lokum kvaðst Ásta ræða við
tvo unga menn sem gengu með sjó
fram og lifðu algjörlega á landinu,
höfðu ekkert nesti til fararinnar
en lifðu á því sem þeir veiddu sér
til matar.
Að venju mun Ásta einnig leika
létt lög af hljómplötum inn á milli
atriða.
Ásta kvað þetta vera næst
síðustu „Kvöldvaktina" sína þar
eða þessi þáttur yrði aðeins á
dagskrá út þennan mánuð. Jónas
R. Jónsson sér um „Kvöldvaktina"
á móti Ástu og mun hann eiga
tvær vaktir eftir.
Guðbergur Auðunsson við eitt verka sinna.
”Létt og skemmti
leg mynd
„HÆÐINN happafengur" nefnist
bíómyndin sem er á dagskrá í
sjónvarpinu í kvöld. Þetta er
bresk gamanmynd og að sögn
þýðandans Dóru Hafsteinsdóttur
er hún létt og skemmtileg.
Leikstjóri myndarinnar er Roy
Boulting en með aðalhlutverk
fara Peter Sellers og Gildie
Hawn.
„Hæpinn happafengur" fjallar
um fertugan piparsvein, Robert
Danvers, en hann er mikið gefinn
fyrir að lifa hinu ljúfa lífi.
Atvinna hans er sú að hann sér
um sjónvarpsþætti þar sem hann
gefur fólki ráðleggingar í sam-
bandi við það hvað og hvar það
eigi að borða. Matargerðarlist er
sem sagt hans yndi en einnig er
hann mikið upp á kvenhöndina en
þær konur sem hann vill eiga að
vera töluvert yngri en hann. Að
lokum situr Robert uppi með
stúlku eina, Marion að nafni, en
hún hefur orðið ósátt við sambýl-
ismann sinn. Robert ætlaði sér
aldrei í upphafi að eyða lífinu
með þessari stúlku svo að sambúð
þeirra verður nokkuð brösótt en
um hana fjallar einmitt mestur
hluti myndarinnar.
„Hæpinn happafengur" hefst
kl. 21.35 og tekur sýning myndar-
innar 1 xh tíma.
Afriði Ar myndinni „Hæpinn happafengur'
Útvarp Reykjavik
FÖSTUDKGUR
8. september
MORGUNNINN
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
7.10 Létt lög og morgunrabb.
(7.20 Morgunleikfimi).
7.55 Morgunbæn
8.00 Fréttir. 8.10 Dagskrá.
8.15 Veðurfr. Forustugr.
dagbl. (útdr.).
8.30 Af ýmsu tagii Tónleikar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna>
Jón frá Pálmholti heldur
áfram ð lesa sögu sína
„Ferðin til Sædýrasafnsins"
(3).
9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Til-
kynningar. Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir.
10.25 Það er svo margti Einar
Sturluson sér um þáttinn.
11.00 Morguntónleikari
Kammersveitin í MUnchen.
Jost Michaels klarínettuleik-
ari og Maurice André tromp-
etleikari leika Klarínettu-
konsert nr. 3 í G-dúr eftir
Johann Melchoir Molter og
Trompetkonsert í D-dúr
eftir Franz. Xaver Itichter.
/Alfred Brendl og St.
Martin in the -Fields hljóm-
sveitin leika Píanókonsert
nr. 12 í A-dúr (K414) eftir
Wolfgang Amadeus Mozart(
Neville Marriner stj.
12.00 Dagskrá. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir. Fréttir.
Tilkynningar.
Við vinnunai Tónleikar.
SÍÐDEGIÐ
14.45 Lesin dagskrá næstu
viku
15.00 Miðdegissagani
„Brasilíufararnir" eftir
Jóhann Magnús Bjarnason.
Ævar R. Kvaran leikari les
(22).
15.30 Miðdegistónleikari Nelly
Diós og Ilonka Szilcs leika
Konsertínu fyrir fiðlu og
píanó eftir Pál Járdányi.
/Juillard-kvartettinn leikur
Strengjakvartett nr. 1 eftir
Charles Ives.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
FÖSTUDAGUR
8. september
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Söngfugiar (L)
Þýsk mynd um ýmsar ter
undir sérkennilegra söng-
fugla. og Hfshætti þeirra.
Ennfremur er sýnt, hvernig
kvikmyndatökumenn bera
sig að við töku fuglamynda.
Þýðandi og þutur Eiríkur
Haraldsson.
21.20 Frá Listahátíð 1978
„Maraþontónleikar“ í Laug
ardalshöll.
íslenskir kórar syngja.
Stjórn upptöku Egill Eð-
varðsson.
I-----
Poppi Þorgeir Ástvaldsson
kynnir.
17.20 Hvað er að tarna? Guð-
rún Guðlaugsdóttir stjórnar
þa'tti fyrir börn um náttúr-
una og umhverfiðs — XVi
Landgræðsla.
17.40 Barnalög
17.50 Könnun á innflutnings-
verðlagii Endurtekinn þátt-
ur Þórunnar Klemenzdóttur
frá s.l. þriðjudegi.
18.05 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
21.35 Hæpinn happafengur
(L)
(There is a Girl in My Soup)
Bresk gamanmynd frá ár
inu 1970.
Leikstjóri Roy Bouiting.
Aðaihlutverk Peter Seilers
og Goldie Hawn.
Robert Danvers er sérfræð-
ingur í matargerðarlist og
þykist einnig vita ailt um
konur. Hann kynnist Mari-
on. sem hefur orðið ósátt
við sambýlismann sinn.
Marion á sér engan sama-
stað, svo að Robert býður
henni að búa hjá sér.
Þýðandi Dóra Hafsteins-
dóttir.
23.05 Dagskráriok
........................../
KVÖLDIÐ_______________________
19.35 Undir beru lofti, —
fyrsti þáttur. Valgeir
Sigurðsson ræðir við Grétar
Eiríksson tæknifræðing um
útilif og náttúruskoðun.
20.00 Sinfónía nr. 38 í C dúr
„Linzar hljómkviðan" eftir
Mozart. Fílharmóníuhljóm-
sveit Vínarborgar leikurt
Leonard Bernstein stj.
20.30 „Skartgripirnir". smá-
saga eftir Guy de Maupass-
ant. Þorkell Jóhannesson
þýddi. Anna Guðmundsdótt-
ir les.
2Ö.50 Scherzo fyrir píanó og
hljómsveit eftir Béla Bartók.
Ersébet Tusa og Sinfóníu-
hljómsveit útvarpsins í
Búdapest leika, György
Lchel stjórnar.
21.20 „Garðhljóð" eftir Svein
Bergsveinsson. Höfundurinn
les.
21.40 Tónleikar
a. Tólf tilbrigði (K353) eftir
Mozart um gamalt franskt
lag. „La belle Francoise",
Walter Klien leikur á píanó.
b. Divertimento í h-moll
fyrir flautu. óbó og strengja-
hljóðfæri eftir Jean Babtistc
Loillet. Paul de Winter og
Maurice van Gijsel leika með
Belgísku kammersveitinni,
Georges Maes stjórnar.
22.00 Kvöldsagan. „Líf í list-
um" eftir Konstantín
Stanislavskí. Asgeir Blöndal
Magnússon þýddi. Kári Ilall-
dór les (7).
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
22.50 Kvöldvaktin. Umsjón.
Ásta R. Jóhannesdóttir.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.