Morgunblaðið - 08.09.1978, Side 12

Morgunblaðið - 08.09.1978, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1978 Tónlistarfulltrúinn BLMi En í hvers verkahring er það að koma tillögunni á framfæri við alþingismann eða stjórnvöld? Kristinn Hallsson fulltrúi og Njáll Sigurðsson námsstjóri eru forsvarsmenn tónlistar í menntamála- ráðuneytinu. Þeir sem hafa ekki persónuleg kynni af tónlistarstörfum ráðuneytisins eru vafalítið fáfróðir um starfssvið tónlistarfulltrúa og námsstjóra: Af hverju afmarkast verkahringur þeirra, hverju ráða þeir og ráða ekki? í viðtölum við ýmsa opinbera starfsmenn tónlistarmála, sem birst hafa í Morgun- blaðinu að undanförnu, hefur hvað eftir annað komið fram hve starfssvið einstakra embœtta er óljóst. í dag og á nœstunni birtast viðtöl við Kristin Hallsson fulltrúa og Njál Sigurðsson námsstjórasem er ætlað að skilgreina starfssvið beggja. Skortir mikið á að gægst sé undir hvem stein enda ráðuneytisstörfin viðameiri en starfsmennirnir fá sjálfir hent reiður á fyrirvaralaust. Kristinn Hallsson tónlistarfulltrúi situr fyrst fyrir svörum. Vítt starfssvið BLMi Hvenær var embætti tónlistarfulltrúa menntamála- • ráðuneytissins stofnað? „Arið 1963 voru sett lög um fjárhagsstuðning við tónlistar- skóla. í lögunum var heimild ráðuneytinu til handa þess efnis að það gæti ráðið sérhæfðan mann sér til fulltingis. Jóni Nordal skólastjóra var falið að annast þetta til að byrja með, en þó aðeins í hálfu starfi. Árið 1970 losnaði embættið og var ég þá ráðinn. Nú er þetta full staða. I starfinu er ég einskonar milliliður tónlistarskóla og ráðuneytis. Oftast reyni ég sjálfur að leysa mál sem hingað berast, eða í samráði við ráðu- neytisstjóra eða ráðherra. Mikið er um upplýsingasöfnun af minni hálfu um starfsemi tón- listarskólanna og fjárþörf þeirra, en tölfræðileg skýrsla um þetta birtist á hverju sumri." BLMi Hve hár er ríkisstyrk- urinn til tónlistarskóla lands- ins? „Á fjárlögum 1978 er gert ráð fyrir kr. 251.565.000.00, en talan verður eitthvað hærri, sennilega iiðlega 300 milljónir." BLMi Er starf þitt víðtæk- ara? „Já, sannarlega. Eg er einnig starfsmaður menningarsjóðs félagsheimila, sem flest eru starfrækt úti á landi. Eg stend mikið í bréfaskriftum fyrir sjóðinn, veiti umsagnir um listamenn sem sækja um styrki. Ég legg mat á hvað sé eðlilegt að styrkja og hvað ekki, og viðkomandi upphæðir. I 95% tilfella fá listamenn eða félags- heimili einhvern styrk, en sjóð- urinn hefur um 15 milljónir til ráðstöfunar í ár.“ BLMi Þú ert milligöngumað- ur tónlistarskóla og ráðuneyt- is, og starfsmaður menningar- sjóðs félagsheimila. Er þá allt upp talið? „Nei. Allt sem viðkemur tón- list í ráðuneytinu fer fyrr eða síðar í gegnum mínar hendur. Ég skrifa umsagnir og annað slíkt. 011 bréf tónlistarlegs eðlis frá útlöndum lenda á skrifborð- inu mínu. Oft eru það kórar, hljómsveitir, einleikarar eða einsöngvarar sem vilja koma í heimsókn hingað. Eins berast til mín boð frá útlöndum til handa íslenskum tónlistarmönnum, t.d. þátttaka í keppni og alþjóð- legum hljómleikum. Þessum fyrirspurnum og boðum kem ég áleiðis til réttra aðila innan- lands, bæði skóla og félaga. Sömuleiðis fylgja oftast álits- gerðir frá mér varðandi styrk- beiðnir. Ég minnist t.d. beiðni Færeyinga á sínum tíma, en þá skorti nokkra hljóðfæraleikara, söngvara og einsöngvara til að flytja ákveðið tónverk, sem ég held að hafi verið messa eftir Schubert. Alls fóru tuttugu og fimm manns í þessa ferð. Ætli það hafi ekki verið 1974.“ BLMi Starfssviðið virðist mjög sveigjanlegt? „Það er óhætt að segja það. Ofan á þetta bætist varafor- mennska í Listahátíðarnefnd, en ráðuneytið skipaði mig í þá nefnd. í henni sitja nokkrir listamenn auk fulltrúa borgar og ráðuneytis. Formaður er til skiptis fulltrúi borgar og ráðu- neytis." BLMi Verður þú næsti for- maður Listahátiðarnefndar? „Ég myndi ekki hafna slíku boði.“ Valdakerfið BLMi Tónlistarskólar eru starfræktir í um áttatíu sveit- arfélögum. Hvert leita þeir sem hafa eitthvað við starfsemi þessara stofnana að athuga? Spurningin er borin fram þar sem skólastjórar tónlistarskóla eiga sjálfir oft erfitt með að svara henni. „Sveitastjórnir annast rekst- Rætt við Kristinn Hallsson Um Mennta- málaráðuneytið Fyrri grein ur tónlistarskólanna. Þær sjá um að skipa skólanefndir, sem aftur ráða skólastjóra og kenn- ara. Ef nemandi eða annar aðili hyggst koma athugasemd á framfæri á sá hinn sami að leita fyrst til skólastjóra. Ef málið leysist ekki við það er réttast að ræða við skólanefnd. Ef það dugar ekki heldur skal leitað til ráðuneytisins. Þá tek ég við. Þau eru ófá verkefnin sem borist hafa, þó aldrei svo alvarleg að leita hafi þurft úrskurðar ráð- herra.“ BLMi Fjárhagsaðilar að rekstri tónlistarskóla eru oft- ast þrír, nemandinn sem greið- ir hluta rekstrarkostnaðar með skólagjöldum sínum, sveitar- félag eða borg og ríki. Er einhver þessara aðila rétthærri en annar og einhverjum þar með misboðið? „Sveitarfélagið er tvímæla- laust valdamesti aðilinn, það getur m.a.s. sett ríkinu fyrir í vissum efnum ef ég skil lögin rétt. Sveitarfélagið ræður starfsmenn skólans án íhlutun- ar ríkis svo dæmi sé tekið.“ BLMi Er þetta valdakerfi ekki óréttlátt og þungt í vöfum? „Nei. Skólarnir eru einkaskól- ar. Fjárframlag ríkis er beinn styrkur. Völd sveitarfélagsins koma m.a. fram í því að það á fulltrúa í skólanefnd en ekki ríkið eða ráðuneyti. Þetta gildir einnig um skólana í Reykjavík. Þar eiga skólanefndir að vera starfræktar samkvæmt lögum." BLMi í hvaða tilfellum kem- ur til kasta ráðuneytisins? „Það getur verið varðandi laun kennara, óánægju með skólastjóra eða kennara, en síður málefni nemenda. Við launagreiðslur er tekið mið af þrennum kjarasamningum; samningum félags tónlistar- kennara, félags íslenskra hljóm- listarmanna og BSRB.“ Tónhvísl eftir GUÐMUND EMILSSON BLMi Slíkt hlýtur að gera launamál einstaklega flókin, er ekki svo? „Jú, alltof flókin og þá sér- staklega úti á Iandi þar sem mannaskipti eru tíðari en í höfuðborginni. Menn með ólíka menntun koma og fara. Það vantar mikið á að skipulagið sé í fullkomnu lagi.“ BLMi Rfkið styrkir þessar einkastofnanir sem tónlistar- skólarnir eru. En hefur það engin kennslufræðileg afskipti af skólunum? „Jú, að vissu marki. Nú nýlega hófst starf nefndar sem menntamálaráðuneytið skipaði til að stuðla að samningu námsskrár í hljóðfærakennslu og söng í tónlistarskólunum. Samræma á hæfnispróf um land allt. Nefndin var skipuð í vor og vinnur sennilega í um fimm ár að þessu. Félag tónlistarskóla- stjóra hefur nú þegar átt hlutdeild í samningu námsskrár í píanóleik allt til lokaprófs áttunda stigs. I námsskrárnefnd eiga sæti Jón Nordal, Páll Gröndal, Njáll Sigurðsson og ég sjálfur, en ég er jafnframt formaður nefndarinnar. í ráðu- neytinu hefur einnig verið stofnsett nefnd til að endur- skoða starfsemi Tónlistarskól- ans í Reykjavík. Sú nefnd hefur að því er ég best veit haldið með sér einn fund nú nýverið." BLMi Hverjir sitja í Tónlist- arskólanefndinni? „Ég hef satt að segja ekki hugmynd um það, enda sit ég ekki í henni. En formaður nefndarinnar er Stefán Ólafur Jónsson deildarstjóri í mennta- málaráðuneytinu. Verkahrinaurinn BLMi Y mislegt ber á góma í tónlistarmálum. Nýlega var spurt að því í hvers verkahring það væri í skrifstofubákninu að ýta á að byggður yrði sæmandi tónleikasalur á íslandi. Svar fékkst ekki. Er það í þinum verkahring? „Nei. Ég held hins vegar að fram þurfi að koma á Alþingi tillaga í þessa átt. Aðrar list- greinar standa mun betur að vígi í húsnæðismálum. „Það getur verið í verkahring stjórnmálaflokks eða einstaka þingmanns. En venjulega mynd- ast fyrst þrýstihópur framtaks- samra einstaklinga áður en nokkur hreyfing sést í þingsöl- um.“ BLMi í hvers verkahring er það að marka stefnu í þeirri ringulreið sem einkennir tón- bóka- og hljómplötusafnsmál á íslandi? „Það veit ég satt að segja ekki. I ráðuneytinu er starfandi bókasafnsnefnd. Þetta er kannski hennar verk. Annars held ég að frumkvæðið verði að koma frá einstaklingi, og hann síðan að ýta við hinu opinbera. Þá fyrst myndast samstaða um hlutina. Dæmi um þetta er bókasafnið í Hafnarfirði sem varð til fyrir framtakssemi Páls Kr. Pálssonar." BLMi Ber engum ákveðnum aðila skrifstofubáknsins að hafa frumkvæði að svo veiga- miklum aðgerðum sem stofnun tónbókasafns á íslandi?!? „Nei, það held ég ekki.“ BLMi Gæti það hugsanlega verið í þfnum verkahring? „Nei, það er af og frá.“ BLMi En vantar þá ekki einhvern til að samræma og hafa frumkvæðið í tónlistarað- gerðum ríkisins? „Vissulega, þetta er stórt gat í kerfinu. En tónbókasafn verð- ur að rísa. Tónlistarnemendur okkar og tónlistarmenn fara svo ótalmargs á mis eins og málum er háttað.“ BLMi Hvað er til bragðs að taka? „Ég held að fyrsta skrefið sé að leita ráða hjá safnstjórum. Þeir gætu síðan hafist handa í samráði við borgaryfirvöld, ríki og sveitarfélög. Við kennum börnum okkar að bjarga sér í lífinu, en ekki að njóta þess. Safn af þeim toga, sem hér er til umræðu, gæti hæglega skipt sköpum í þeirri viðleitni." Tónlistarháskóli á íslandi BLMi Snúum okkur að öðru. Er það réttlætanlegt að ein ákveðin starfsstétt sé nauð- beygð að leita útfyrir lands- steinana i fjögur til átta ár til að vera samkeppnisfær í lög- hoðnum kennslustörfum? Oft skulda tónlistarnemar vísitölu- tryggt íbúðarverð að loknu námi. Á sama tfma dúlla menn i Háskóla íslands til æviloka sér að kostnaöarlausu! „Nei, þetta er ekki réttlætan- legt með neinu móti. Við verðum að efla tóníistarkennaramennt- unina í landinu og stofna tónlistarháskóla sem fyrst. Auð- vitað hafa stórþjóðirnar upp á margt að bjóða sem öllum er hollt að kynnast, en það er fáránlegt að vera að senda óharðnaða unglinga utan til náms sem samsvarar mennta- skólanámi hér og fyrri hluta háskólanáms hér heima. Við eigum gnógt hæfra kennara til að annast tónlistarmenntun allt til BA prófs og jafnvel lengra. Ég er þeirrar skoðunar að ekki sé úr vegi að ráða til starfa erlenda kennslukrafta til að byrja með ef það flýtti fyrir stofnun tónlistarháskóla á ís- landi. Auk þessa tel ég eðlilegt að ríkið reyni að styrkja þá nemendur til náms erlendis sem ljúka háskólaprófum í tónlist hér heima í framtíðinni. Þar með væri það hróplega órétt- Iæti, sem nú viðgengst, úr sögunni. Tónlistarnámið er allt- of dýrkeypt nú. Það veit ég af eigin reynslu."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.