Morgunblaðið - 08.09.1978, Side 19

Morgunblaðið - 08.09.1978, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1978 19 Ný reglugerð um möskva- stærð flot- og botnvörpu Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um möskva- stærðir botnvörpu og flotvörpu og er reglugerð þessi að mestu sama efnis og gildandi reglugerð, en ýmis ákvæði hafa verið gerð ítarlegri og öðrum breytt li'tillega í samræmi við fengna reynslu af gildandi reglugcrð, að því er segir í fréttatilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu. Hin nýja reglugerð tekur gildi 20. september og eru helztu ákvæði hennar þessii 1. Lágmarksstærð möskva í a.m.k. 8 öftustu metrum botnvörpu og flotvörpu verður áfram 155 mm. 2. Heimilt verður áfram að stunda karfaveiðar á sömu svæð- um og verið hefur með 135 mm lágmarksmöskvastærð í poka. 3. Lágmarksmöskvastærð hum- arvörpu verður óbreytt eða 80 mm. 4. Lágmarksmöskvastærðið rækjuvarpna verða: a. í tveggja byrða vörpum, 55 mm í vængjum og miðneti en 36 mm í öðrum hlutum vörpunnar. b. í vörpum, sem hafa fjögur eða fleiri byrði, 45 mm í vængjum aftur að fremsta horni efra byrðis en 36 mm í öðrum hlutum vörpunnar. Síldarsöltun hafin á Höfn SÍLDARSÖLTUN hófst á Ilöfn í Hornafirði á mið- vikudagskvöld, en þá voru saltaðar nokkrar tunnur hjá söltunarstöðinni Stemmu. Var sfldin söltuð sérstaklega vegna sfldar- matsnámskeiðs sem nú er haldið á Höfn. Afli reknetabáta frá Höfn hefur verið tregur síðustu daga. í gær kom hins vegar Votaberg frá Eskifirði með 150 tunnur af síld til Hafn- ar, en síldina fékk báturinn í Reyðarfirði. Þegar fréttist af síldinni í Reyðarfirði, fóru margir Hornafjarðar- bátanna þangað og er því búizt við að síldaraflinn verði meiri næstu daga, þar sem frétzt hefur af þó nokkru síldarmagni í Reyðarfirði. Óskar kom með 130 lestir Akrnes, 7. sept. TOGARINN Óskar Magnússon AK 177 kom hingað til hafnar í dag eftir sex sólarhringa veiði.ferð og er afli hans rúmlega 130 lestir, mest stór ufsi. Vinna í frystihús- unum hefur verið samfelld og í flestum tilfellum hefur verið unnið til kl. 7 á kvöldin. — Júlíus. Leiðrétting MJÖG slæm prentvilla varð í blaðinu í gær. Misritaðist þá föðurnafn Þórunnar Pétursdóttur sjúkraþjálfa í fyrirsögn, en þar stóð Pálsdóttur. Er beðist afsök- unar á þessum mistökum. 5. Lágmarksstærð möskva í vörpum, sem notaðar eru til spærlings-, kolmunna og loðnu- veiða, er 16 mm. 6. Um klæðningar varpna gilda þessar reglur: a. Heimilt er að festa undir öftustu 18 metra bornvörpu net eða annað "efni til að draga úr sliti. Slitvarar þessir skulu aðeins festir að framan og á hliðunum við vörpuna. Athygli er vakin á því að þetta tekur aðeins til votnvarpna. b Heimilt er að festa styrktar- net úr sama efni og varpan er gerð úr við öftustu 8 metra efra byrðis botnvörpu og efra og neðra byrðis flotvörpu. Möskva- stærð styrktarnetsins skal rúm- lega tvöfalt stærri en möskva- stærð vörpunnar þar sem styrktarnetið er fest við, og skal styrkarnetið fest þannig, að hver möskvi þess falli saman við fjóra möskva vörpunnar. Hér er um svonefnda „pólska klæðningu" að ræða og má aðeins nota hana á efra byrði botnvarpna en hinsvegar á allan poka flot- varpna. 7. Nýtt ákvæði er um fjölda og lengd þenslugjarða. Samkvæmt því, er heimilt að nota þenslu- gjarðir á öftustu 9 metra botn- vörpu og öftustu 18 metra flot- vörpu. Bil milli gjarða má minnst vera 1,80 metri og skulu gjarðirnar eigi styttri en helmingur af strengdri lengd netsins á þeim stað er gjörðin er. 8. Þær sérreglur gilda um veið- ar með rækjuvörpu og vörpum sem notaðar eru til spærlings-, kol- munna- og loðnuveiða, að heimilt er að nota styrktarpoka utan um poka vörpunnar en lágmarksstærð slíks styrktarpoka er 80 mm. 9. Við mælingar á möskvastærð skal þeirri aðferð beitt að möskvi skal teygður horna á skal teygður horna á milli eftir lengd netsins og skal þá flöt mælistika, jafnbreið leyfilegri möskvastærð og 2 mm þykk komast auðveldlega í gegnum möskvann. Netið skal mælt vott. Sjávarútvegsráðuneytið, 7. september 1978. Karlmannaföt, rifflaö flauel (blússukakki og buxur) kr. 6975 settiö. Terylenebuxur, margar geröir, verö frá kr. 3.500.- Gallabuxur, kr. 2.975,- og kr. 3.975,- Nylonúlpur, margar gerðir, hagstætt verö. Skyrtur, nærföt, sokkar o.fl. ódýrt. Opiö föstudaga til kl. 7 og laugardaga til kl. 12. Andrés Skólavörðustíg 22. EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Arið 1956 var Volvo nr. 22 r ■■ Tjt ■ ■ I rooinm . . . af skráðum bílum á íslandi. Volvo var þá með sama markaðs- hluta og Fiat, 1,4% Áriö 1956 var aö mörgu leyti gott Volvo ár, en við vorum sannfærðir um að gæði Volvobílanna myndu hækka okkur í sessi áður en langt um liói. Árið 1966 sýndi að vió höfðum rétt fyrir okkur. Volvo var þá nr. 9 í röðinni með 3,1% markaðs- hluta. Áriö 1976 bættum við um betur og náðum 5. sæti með 4,8% markaðshluta. Volvo var mest seldi bíllinn í sínum verðflokki, og lang mest seldi bíllinn í sínum stærðarflokki. í dag nálgumst við 4. sætið óðfluga, enda h«fur Volvo aldrei boðió jafn trausta og glæsilegabíla og fjölbreytt úrval. Nú má jafnvel Fiat fara að vara sig! Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.