Morgunblaðið - 08.09.1978, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1978
Dagbjartur Elíasson
— Minningarorð
Guðbjörg Kristjáns-
dóttir - Minningarorð
Fæddur 27. júlí 1890.
Dáinn 31. ágú.st 1978.
Lát akker falla, ég er í höfn,
Ég er með frelsara mínum.
Farvel þú æðandi dimma dröfn.
Því Drottinn bregst ekki
sínum. (S.E.
Hann fæddist að Fremri Upp-
sölum í Selárdal, Vestur-Barða-
strandarsýslu, næst elstur 8 syst-
kina. Foreldrar hans voru Elías
Oddsson bóndi og sjómaður og
kona hans Kristín Jónsdóttir frá
Dúfnasal í Suðurfjörðum. Faðir
hans lést er hann var aðeins 10 ára
gamall, og flytur hann þá, ásamt
móður sinni og yngri bróður
Sigfúsi, að Hringsdal í Ketildala-
hreppi, til þeirra bræðra Boga og
Einars Gíslasona, hinna ágætustu
manna. Um þetta leyti hafði Pétur
Björnsson skipstjóri byggt, út-
gerðarstöð og mikinn sjóvarnar-
garð í „Pétursvör" við Hringsdal.
Sjósókn var því mikil frá Hrings-
dal og vöndust bræðurnir fljótt
sjómennsku bæði á bátum og
skú'tum, og töldu það hafa verið
góða lífsreynslu.
Mikið ástríki ríkti milli bræðr-
anna Dagbjarts og Sigfúsar og
mun Dagbjartur hafa styrkt
bróður sinn til náms. I ljóðabók
sinni „Bergmál" segir Sigfús:
bú kenndir mér barnsleKa að biðja,
en brautir þú vildir mér ryðja,
þú svæfðir mi« syrvíjandi un^an
ok sorgar léttir með þunvjann.
Ok aldrei þi« hafrótið hræddi
Er holskefla ströndina æddi
þá drekktir þú sárustu sorKum."
I sævarins hrynjandi borKum.
Ék sá þetta samt var ég unjfur
mér sýndist, oft hugurinn þun«ur
en heitt sló þér hjarta í harmi,
þó hryti ei tár þér af hvarmi.
Við þann nægtabrunn sagna og
fróðleiks sem kvöldvökurnar voru
hafði Dagbjartur numið mikið og
hafði hann mjög ríka frásagnar-
gleði. Var unun að hlýða á hann
segja frá enda var hann stál-
minnugur og vel greindur. Við
sveitunga sína var hann mjög
hjálpsamur ef skepnur voru veikar
eða aðra aðstoð þurfti við. Hann
var ferðamaður mikill og átti ávalt
tvo til þrjá reiðhesta sem var ekki
algengt þá.
Dagbjartur var á yngri árum
gjörvilegur maður, vel greindur,
áræðinn og mikill íþróttamaður.
Hann var hagleiksmaður mikill og
allt lék í höndum hans. Dulur var
hann og flíkaði ekki tilfinningum
sínum, en stórgeðja.
Árið 1915 giftist Dagbjartur
Þórunni Bogadottur sem var
einkadóttur Boga Einarssonar og
Kristínar Árnadóttur í Hringsdal.
Dagbjartur var að því leyti
gæfumaður að eignast þessa ást-
ríku og fórnfúsu eiginkonu. í
vöggugjöf hafði hún hlotið söng-
gáfuna og með henni umbreytti
hún og lyfti heimilislífinu með
ljúfum tónum. Þau áttu saman 12
börn, en 11 þeirra eru á lífi.
Heimili sitt áttu þau að Hvestu í
Arnarfirði.
I nær 88 ár naut Dagbjartur
gleði og andstreymi þessa lífs en
jafn greindur maður og starfssam-
ur kunni að meta þá Guðs gjöf að
halda allt til loka andlegum og
líkamlegum kröftum, geta skynjað
undur og margbreytileik lífsins
þar sem hver dagur færir mönnum
eitthvað nýtt.
Dagbjartur var 88 ára þegar
hann lést og tel^t því til þeirra
aldamótamanna sem lifað hafa
þau undur að sjá þjóð sína brjótast
úr fátækt og lélegum húsakosti til
velmegunar, og verkmenningu
breytast frá frumstæðum verkfær-
um til nútíma verktækni. Sjálfur
var hann með þeim fyrstu í sinni
sveit til að virkja fossaflið, og
flytja ljós og yl í bæinn sinn.
Minningin lifir um góðan og
gegnan mann sem nú heldur
áfram göngu sinni til ljóss og
sannleika.
Við færum þakkir dótturdóttur
Dagbjarts, Önnu Sigurbrandsdótt-
ur og eiginmanni hennar Guð-
bjarti Einarssyni fyrir ástríka
umönnun.
Við færum Dagbjarti þakkir
fyrir samfylgdina og óskum hon-
um blessunar í nýjum heimkynn-
um.
Við færum einnig konu hans
Þórunni þakkir og hjartans kveðj-
ur.
Pétur Magnússon.
baó hljómar enn á sálna sÍKurveKÍ
aói Sá mér trúir. iifir. þótt hann deyi.
llve speki sú á hljóma djúpan hreim!
Hve oft á miinnum sannleikann aö sejfja?
Mun sálin lífvtuó. aóeins til aö deyja?
Nei . . . Sjáum upp. i sólkerfanna geim!
Sérhver maóur hér í heimi er Kestur.
Ok harla skammur oít er búninKsfrestur.
En horfum inn í huKans víóa Keim.
í heimi þeim býr hafsins Klæsti vöröur,
svo hreinn ok frjáls. ef viljans mætti Kjörður.
Hann vísar leió um landamærin heim.
(Hafblik á Sænum) Síkíús Elfasson
I dag er afi minn, Dagbjartur
Elíasson, útvegsbóndi, frá Neðri
Hvestu í Arnarfirði, til moldar
borinn en hann lést að heimili sínu
Skipasundi 66, fimmtudaginn 31.
ágúst. Hann var fæddur 27. júlí
1890 að Uppsölum í Selárdal, næst
elsti sonur Elíasar Oddssonar
útvegsbónda, og konu hans Krist-
ínar Jónsdóttur.
Afi minn óx upp í hreinni
íslenskri bændamenningu. Hans
skóli var vinnan og kvöldvökur
urðu uppspretta að ótæmandi
ljóða- og sögukunnattu. Frá-
sagnargleðin var honum í blóð
borin, þess nutum við, barnabörn-
in hans, í ríkum mæli. Það var
gaman að heimsækja hann, fá
brjóstsykurmola, setjast í sæti
gegnt honum og hlusta á hann
segja frá. Oft setti hann okkur á
gat, þótt skólaseta okkar væri
margfalt lengri en hans.
Afi minn var hamingjumaður í
einkalífi sínu. Árið 1915 gekk hann
að eiga Þórunni Bogadóttur frá
Hringsdal, góða og stórbrotna
konu. Betri konu hefði hann ekki
getað fengið. Þau eignuðust 12
mannvænleg börn, en afkomendur
þeirra eru orðnir tæpl. 70.
Afi var trúmaður, talaði sjaldan
um það, en öruggur um hvað við
tæki.
Blessuð sé minning hans.
Hanna Sigga
Jesús sagði við hanai
Ég er upprisan og lífið,
sá sem trúir á mig, mun
iifa, þótt hann deyi.
Og hver sá, sem lifir og
trúir á mig, hann skal
aldrei að eilffu deyja.
Trúir þú þessu? Jóh. 11
25-26.
I dag verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni sæmdarkonan Guð-
björg Kristjánsdóttir sem lést að
morgni 31. ágúst í Hafnarbúðum.
Hún fæddist 27. apríl 1901 að
Stóra Knarrarnesi á Vatnsleysu-
strönd og ólst þar upp og skal
hennar minnst hér örfáum orðum.
Hún var dóttir hjónanna
Margrétar Símonardóttur og
Kristjáns Jónssonar sem þar
bjuggu og áttu þau tvær dætur og
var Guðbjörg yngri. Auk þeirra
ólu þau upp tvær fósturdætur og
fósturson.
Guðbjörg fór ung að heiman til
Reykjavíkur og þá til húshjálpar
en síðar þegar aldur og þroski
leyfði til almennrar vinnu sem
hæfði stúlkum á þeim tíma. Hún
stundaði ýmis störf þar til hún
giftist 25. september 1926 eftirlif-
andi eiginmanni sínum Marteini
Ólafssyni frá Garðbæ í Höfnum og
bjuggu þau í hamingjuríku hjóna-
bandi í tæp fimmtíu og tvö ár. Þau
hófu búskap í Hafnarfirði en 1928
fluttust þau til Reykjavíkur og
bjuggu þar upp frá því eða í hálfa
öld.
Guðbjörgu og Marteini varð
tveggja barna auðið, Kristjáns
Grétars bifreiðastjóra, fæddur
1928 og Katrínar húsmóður, fædd
1930 og auk þeirra ólu þau upp
fósturson, Stefán flugvélstjóra,
fæddan 1937.
Guðbjörg var fríð kona sýnum
og á margan hátt sérstæð og
eftirminnileg. Hún bjó yfir mikilli
skaphöfn og viljastyrk en bar þó
þann þroska og yfirvegun sem til
þurfti og var sérstaklega dagfars-
prúð kona.
Þó svo að prúðmennska og
virðuleiki hafi einkennt hana, var
það þó henni ekki að skapi að lífið
gengi fram án viðburða og athafna
og var hún ævinlega til hvatninga
þegar eitthvað stóð til og blés þá
jafnan lífi í málefnin og átti
ósjaldan frumkvæðið.
Ég átti því láni að fagna að
kynnast þessari mætu konu þegar
ég tengdist fjölskyldu hennar fyrir
tuttugu og sex árum og byrjuðum
við búskap í hluta af húsi þeirra
hjóna. Ég minnist þeirra ára með
hlýhug og þakklæti er við bjuggum
saman og síðar í nábýli.
Þá voru það ekki síður ánægju-
stundir hjá henni, þegar barna-
börnin fóru að sjá dagsins ljós og
mörg sporin áttu þau til ömmu og
afa og allt fram á síðustu stund
spurði hún um þau og gladdist við
hvern áfanga í vexti þeirra og
framgöngu. Þau eru nú orðin
ellefu talsins og lifði hún það að
vera við fermingu þeirra allra að
undanteknum tveim þeim yngstu
og barnabarnabörn átti hún orðið
fjögur.
Einn af mörgum kostum Guð-
bjargar var umhyggja hennar
fyrir þeim sem minna máttu sín og
var hún ávallt reiðubúin til
hjálpar þeim og einnig áttu þeir
öruggt skjól hjá henni sem fyrir
áfalli eða erfiðleikum urðu.
Guðbjörg var sérstaklega heil-
steypt kona og laus við allan
yfirdrepsskap enda vinmörg og
veitul og góð heim að sækja.
Þær frístundir sem Guðbjörg
átti, sérstaklega seinni árin þegar
léttist heimilishaldið, notaði hún
til bóklestrar því hún var alla tíð
mjög bókhneigð og tók gjarnan
bókina framyfir annað og hefur
það sennilega verið arfleifð frá
föður hennar sem var mikill
bókamaður.
Átthagatryggð bar hún ríka í
brjósti sínu og átti margar dýr-
mætar minningar frá æskuárum
sínum í Knarrarnesi. Þær systur
fóru oft, meðan tækifæri gáfust, á
Jónsmessunni og vöktu af nóttina
í Knarrarnesklöppunum og rifjuðu
upp æskuminningar.
Guðbjörg var mjög trúhneigð
kona og trúði staðfastlega á annað
líf eftir þessa jarðnesku tilveru og
veit ég að þessi umskifti voru
henni ekki annað en bústaðaskifti.
Það má nefna það til marks um
viljastyrk hennar og trúfestu að
hún stóð á meðan að stætt var og
þó var henni fullljóst hvert stefndi
og kjarkurinn bilaði aldrei. Hún
hafði gengið frá öllum sínum
málum ög lagt fyrir hvernig haga
skyldi hlutunum að henni látinni.
Hún var mjög þakklát fyrir allt
sem fyrir hana var gert og aldrei
heyrðist frá henni æðruorð allt
fram á síðustu stund.
Sérstaklega ber að þakka fyrir
hennar hönd læknum og starfs-
fólki í Hafnarbúðum fyrir frábæra
hjúkrun, umönnun og hlýlegt
viðmót í sjúkdómslegu hennar.
Megi góður Guð varðveita sálu
þessarar mætu konu í sínum
himneska bústað og veita eftirlif-
andi eiginmanni og fjölskyldu
huggun í sorg.
Blessuð sé minning hennar.
Jón Óskarsson.
t
Konan mín og móöir okkar,
JENNÝ MAGNÚSDÓTTIR,
andaðist á Borgarspítalanum 6. september.
Halldór Gíslason
og börn.
t
Eiginmaöur minn,
er látinn.
ADOLF A. FREDERIKSEN
Fyrir hönd barna og systkina hins látna,
Svava R. Frederiksen.
t
Eiginmaður minn,
SVEINN SIGURÞÓRSSON,
Kollabœ,
Fljótshlíö,
andaöist í Landspítalanum miövikudaginn 6. september.
Ingileif Steínsdóttir.
t
Faðir okkar,
MAGNÚS ANDRÉSSON,
fró Ytri Hól,
veröur jarösettur laugardaginn 9. september aö Breiöabólstað, Fljótshlíö.
Bðrnin.
t
Útför eiginmanns míns, fööur okar, fósturfööur, tengdafööur, afa og langafa,
HERMANNS ARNASONAR,
Karlsbraut 24,
Dalvík,
fer fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 9. september kl. 2 síödegis.
Jónína Magnúsdóttir, Frióbjörn Hermannsson,
Sigríður Hermannsdóttir, Þóra Ólafsdóttir
Árni Hermannsson, Emma Karlsdóttir,
Ingvi Ebenhardsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hjartans þakkir fyrir samúö og vinarhug vegna andláts og útfarar sonar
okkar, dóttursonar og bróöur,
SMÁRA KRISTJÁNS ODDSSONAR,
Álfhólsveg 96.
Sérstakar þakkir færum við björgunarsveitinni á Hvolsvelli og öllum sem
veittu aöstoð vegna slyssins í Þórsmörk 19. ágúst s.l.
Gróa Engilbertsdóttir, Oddur Ármann PAIsson,
Jóhanna Einarsdóttir, Engilbert Jónsson.
Jóhanna H. Oddsdóttir,
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og vináttu viö andlát og útför mannsins
míns, fööur okkar, tengdaföður, afa og langafa,
GUDJÓNS GÍSLASONAR,
Kolsholti.
Skúla Þórarinsdóttir,
Helga Guöjónsdóttir,
Gísli Guöjónsson,
Skúli Guöjónsson,
Siguröur Gíslason,
Sigríður Magnúsdóttir,
Ásrún Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúö og vinarhug vlö andlát og útför,
ÞORSTEINS ÞORSTEINSSONAR.
Aöstandendur.