Morgunblaðið - 08.09.1978, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1978
25
félk í
fréttum
+ Formaður Danska AlþýAusambandsins Thomas Nielsen og fleiri toppkratar gcrðu um daginn mjög
harða aðför að forsætisráðherranum Anker Jörgensen (til v.) fyrir stjórnarmyndunina með
Vinstriflokknum. Jörgensen stóð af sér þetta pólitíska áhlaup.
+ Þessi mynd var tekin fyrir skömmu er fram
fór frumsýning á rokk-myndinni „Sgt. Pepper's
Lonely Hearts Club Band.“ Það er sjálf
rokkstjarnan Alice Cooper og kona hans Cheryl,
sem leiðast þarna á leið til frumsýningarinnar.
Cooper sagði að í kvikmyndaheiminum hefði
hingað til verið litið niður á rokkara. Þessi mynd
ætti að sannfæra fólk um að þeirra hlutur væri
þess virði að eftir yrði tekið.
+ Þá er það orðin stað-
reynd! Kona skipherra.
Þetta gerðist í brezka
flotanum fyrir skömmu.
Þá varð þessi unga kona
skipherra á tundurdufla-
slæðara í brezka flotanum,
sem heitir Portisham. Hún
hafði farið létt með fyrir-
skipanir til undirmann-
anna er hún lagði frá landi
í fyrsta skipti í flotastöð-
inni í Portsmouth. Skip-
herrann heitir Denise St.
Aubyn Hubbard.
Frá fundi Rauða kross deilda höfuðborga Norðurlanda.
Rauðakrossdeildir
ræða málefni aldraðra
Fra fundi Rauða kross deilda
höfuðborga Norðurlanda um síð-
ustu helgi, sem Reykjavíkurdeild
RKÍ stóð fyrir að þessu sinni.
Aðalviðfangsefnið var málefni
aldraðra, sérstaklega sú aðstoð,
sem frjáls félagasamtök — eins og
Rauði krossinn — geta veitt í
þéttbýli höfuðborganna.
Formaður Kaupmannahafnar-
deildar Urben Hansen fv. yfir-
borgarstjóri og Anders Norman
yfirlæknir, formaður Stokkhólms-
deildar, sátu fundinn; ennfremur
Guri Landmark úr stjórn Óslóar-
deildar og Erkki Tuormaa úr
stjórn Helsinkideildar, en alls
voru erlendir fulltrúar 8. Nokkrir
fulltrúar Reykjavíkurdeildar sátu
fundinn ásamt formanni deildar-
innar, Ragnheiði Guðmundsdóttur
lækni.
Auk fundarstarfa var fulltrúum
sýnd starfsemi Reykjalundar, en
þeir höfðu sérstaklega óskað eftir
því, enda Reykjalundur víðkunnur
á Norðurlöndum. Elliheimilið Ás í
Hveragerði og starfsemin þar var
sömuleiðis kynnt fundargestum.
Höfðingleg gjöf til
Gaulverjabæjarkirkju
ÁRLEGUR „Kirkjudagur" Gaul-
verjabæjarkirkju var á sunnu-
daginn var, 3. sept. Jafnframt var
þá lokið að fullu og öllu umfangs-
miklum lagfæringum og endur-
bótum á kirkjunni og var þess
minnst við guðsþjónustuna.
Margt fólk var í kirkju. en
vígslubiskupinn, séra Sigurður
Pálsson á Selfossi, prédikaði, en
sóknarpresturinn Valgeir Ást-
ráðsson þjónaði fyrir altari.
Við messuna var ungur sveinn
færður til skírnar og hlaut hann
nafnið Sturla, en hann er sonur
hjónanna Guðrúnar Jóhannesdótt-
ur safnaðarfulltrúa og Þormóðs
Sturlusonar bónda að Fljótshól-
um.
Að lokinni guðsþjónustu flutti
formaður sóknarnefndar Gaul-
verjabæjarkirkju Gunnar Sigurðs-
son í Seljatungu ávarp í kórdyrum
kirkjunnar af því tilefni, að lokið
er miklum endurbótum og lagfær-
ingum á kirkjunni. í ávarpi sínu
færði formaðurinn hinum mörgu
aðilum, sem hlut eiga hér að máli,
þakkir sóknarbarnanna. Færði
hann Sveini Guðmundssyni for-
stjóra í Héðni sérstakar þakkir
fyrir stórhöfðinglega gjöf hans til
kirkjunnar. Hafði Sveinn gefið til
kirkjunnar stálið (litað Garðastál)
til endurnýjunar á allri klæðningu
kirkjunnar, sem nú var endurnýj-
uð.
Hafði Sveinn gefið þessa gjöf til
minningar um fyrri eiginkonu
sína, Helgu Markúsdóttur, sem
orðið hefði sextug á þessu ári.
Foreldrar hennar voru hjónin
Kristín Andrésdóttir frá Vestri-
Hellum og Markús Ivarsson frá
Vorsabæjarhjáleigu. Markús var
stofnandi og forstjóri Vélsmiðj-
unnar Héðins um árabil. Bæði
voru þau fermd í kirkjunni og létu
sér alla tíð mjög annt um hana og
viðgang hennar. Var Sveinn í
Héðni viðstaddur guðsþjónustuna.
— Þá færði sóknarnefndarformað-
ur þakkir smiðum þeim, sem höfðu
tekið að sér verkið við endurbæt-
urnar, en það eru trésmiðirnir
Ólafur Sigurjónsson, Kristján
Gestsson, Albert Sigurjónsson og
Ketill Sigurjónsson frá Forsæti.
Var það samdóma álit kirkjugesta
að handbragð þeirra væri til
fyrirmyndar. Gaulverjarbæjar-
kirkja var b.vggð árið 1909.
i
Að lokinni athöfn í kirkjunni
hafði kvenfélagið kaffisölu í Fé-
lagslundi. Voru þar fluttar ræður
og einsöngur sunginn, Margrét
Sighvatsdóttir frá Grindavík söng
nokkur lög við undirleik Jónínu
Gísladóttur. Kirkjugestir sátu í
góðum fagnaði allgóða stund áður
en haldið var aftur heim á leið.
Arbók Nemendasambands
Samvinnuskólans komin út
FJÓRÐA bindi Árbókar
Nemendasambands Samvinnu-
skólans er ný komið út. í þessari
bók er nemendatal þeirra sem
útskrifuðust 1923, 1933, 1943,
1953, 1963 og 1973, eða alls sex
árgangar. Er ætlunin að á
þennan hátt verði búið að gefa út
fullkomið nemcndatal í tfu
bókum.
Auk æviatriða og mynda af
öllum nemendum þessara ára eru
í bókinni grein eftir Guðmund
Sveinsson, fyrrv. skólastjóra um
tildrög að flutningi Samvinnu-
skólans að Bifröst og fyrsta
undirbúning. Einnig eru í bókinni
kaflar úr fundargerðabókum
skólafélagsins á hverjum tíma, og
rifjast þá eflaust upp fyrir
gömlum nemendum margar góðar
stundir.
Núverandi ritstjóri Árbókarinn-
ar er Guðmundur R. Jóhannsson,
en bókin er til sölu að Hamragörð-
um, Hávallagötu 24.