Morgunblaðið - 08.09.1978, Page 28

Morgunblaðið - 08.09.1978, Page 28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1978 28 VI MORöJlv K’Arr/NU (í/ ?íC?i_ -» 'C GRANI göslari Leiðindaskröggur — tólf stafa orð? — Einfalt: Grani göslari! Þetta er einmitt liturinn sem ég vil fá í eldhúsið! Jæja ég vona bara, að þú læknist af flughræðslunni við þetta! Dýrin hans Kristjáns BRIDGE Umsjón: Pill Bergsson I spili dagsins var suður svo heppinn að geta opnað á einu laufi, sem sýndi lit. Eftir það fannst besta útspilið og möguleiki myndaðist til að hnekkja spilinu. En eins og oft verður, þegar nákvæmni er þörf, tókst ekki að finna besta framhaldið. Suður gaf, allir á hættu. Norður S. 54 H. G8743 T. 84 L. G763 Vestur S. ÁKG1083 H. ÁK5 T. 103 L. 105 Austur S. D96 H. 962 T. ÁG752 L. K8 Suður S. 72 H. D10 T. KD96 L. ÁD942 Suður opnaði á einu laufi, vestur sagði tvo spaða, austur hækkaði í fjóra spaða og varð það lokasögn- in. Norður spilaði út laufþristi, kóngur og ás. Suður tók síðan á laufdrottninguna og skipti í hjarta, sem virtist liggja nokkuð beint við. Vestur tók slaginn, spilaði tígultíu lágt og suður fékk á drottningu. Hann spilaði aftur hjarta, sem sagnhafi tók. Hann spilaði tígli á ásinn, trompaði tígul með háspili og gat með því móti fríspilað fimmta tígulinn en trompin þrjú í borðinu nægðu bæði sem innkomur og til að ná trompunum af norðri. Tígullitur- inn gaf þannig tíunda slaginn. Sjá lesendur nokkuð athugavert við þetta? Suður gat talið slagi sagnhafa með nokkurri vissu. Sex á tromp, einn á tígul og tveir hæstu í hjarta gátu gert níu slagi. Lauftrompun í borðinu yrði ekki hægt að hindra enda virtist norður hafa átt fjórlit. En tígullinn var hættulegur. Til að koma í veg fyrir, að sagnhafa tækist að búa þar til níunda slaginn varð að fækka innkomum í borðið. Og það var hægt með því að spila trompi í þriðja slag og síðan aftur þegar slagur fengist á tígul. Vörnin nær þannig frum- kvæðinu og eina innkomu vantar í borðið til að taka tíunda slaginn. Um leið og mér hefur tekizt að vekja hana. réttir þú mér gítarinn. Síðdegisblöðin skýrðu frá því síðasta laugardag, aðallega í myndum, þegar vasklegir menn brugðu fyrir sig bjálka og brutust til inngöngu í Islenzka dýrasafnið við Skólavörðustíg til að hafa á brott með sér uppstoppaða muni úr safninu. Enn einu sinni er sálarlaus ófreskja á ferð. Nú í líki skatt- heimtumannsins sem notar vík- ingaaðferðir til að geta fært nokkrar verðlausar krónur í gap- andi gin hins opinbera samneyslu- kerfis. Ef nú fer sem horfir verða þessi íslenzku dýr boðinn til kaups á uppboði. Eflaust verða einhverj- ir utangátta til að bjóða í dýrin eins og fyrri daginn en ólíklegt er að mikil gæfa fylgi slíkum kaup- um. Eftir stendur fyrrverandi eig- andi og uppbyggjandi safnsins Kristján Jósefsson niðurbrotinn og sár í ruslinu sem myndaðist er hermenn fógeta brottnámu dýrin. Reykjavíkurborg er og fátækari og svipminni við lokun þessa safns. Ótrúlegt en satt að slíkt skuli gerast á árinu 1978. Minnast menn ekki hvernig vísirinn að Þjóð- minjasafninu varð til. Eða hvernig fór fyrir Náttúrugripasafninu fyrir nokkrum árum, þegar því var lokað fyrir almenningi. Vaxmyndasafnið sem útgerðar- maðurinn Óskar Halldórsson gaf þjóðinni var lokað inni og látið rykfalla. Fjárskorti var þá borið við sem endranær. Það er engu líkara en þjóðarsál- in þoli aldrei framtak einstaklinga sem ekki kunna að mjólka kerfið og telji slíka hluti ótímabæra. Síðan líða ef til vill tugir ára þar ti! hóphreyfing fer af stað og reisir safn á mörg þúsund fermetrum með tugi gæslumanna og sérfræð- inga. Náttúrugripasafnið við Hverfis- götu veitti mörgu barninu djúpa og eftirminnilega innsýn í dýra- heiminn á sínum tíma. Skólabæk- urnar urðu þannig auðskildari og áhugaverðari. Ferð á dýrasafn gefur miklu meiri skilning á dýrum og náttúrunni heldur en margar blaðsíður í góðri bók. I^S VOI M Alf^ Framhaldssaga eftir Mariu Lang | I | III I Jóhanna Krístjónsdóttir íslenzkaðí 60 Evert ekki hér? Hver fjárinn? Hvað ert þú að gcra hér í myrkrinu með þennan líka rosalampa? — Klemens Klemensson! Þú kemur eins og af himnum sendur. Komdu hingað og skoðaðu eina myndanna... hérna undir lampanum. Get urðu séð hvaða hús þetta er? — Já. sannarlega. betta er minn gamli vinnustaður. Rest- aurant 17 hét það. En þá var það ekki orðið svona jafn hrörlegt og myndin sýnir. — Nei. sagði lögregluforing- inn. — Mér skilst að húsið hafi verið rifið níján hundruð þrjátíu og þrjú. A næstu mynd er húsið langtum þokkalegra að sjá — gerðu svo vel! Veitingahússtjóranum virtist hlýna um hjartaræturnar við að skoða húsið sem hann hafði hér á árum áður starfað í og virtist minnast að öllu góðu. — Það var góður tími og margar minningar við bundn- ar. Amma mín vann þarna á tímabili og þar hef ég unnið bæði sem eldastrákur og kokk- ur og þjónn. Á neðstu hæðinni var harinn og á fyrstu hæð var aftur á móti matsalur fyrir viðskiptavini sem gerðu ögn meiri kröfur. — Daniel Severin sagði að Zacharias á Móbiikkum hefði verið úti að skemmta sér áður en hann dó. Helduröu hann hafi verið hjá ykkur? — Laugardag í október? Já kemur heim. Það var ég sem uppartaði hann. Hann var f feiknalegu stuði og hann hafði selt skógarflæmi og var að skemmta sér við að telja seðlana. Ég stríddi honum með því að það væri gott að ég hefði séð þetta og gæti þá leitað til hans ef ég þyrfti að fá lánaöa peninga. En hann var skjáif- hentur og leit mjög veikinda- iega út og þegar ég var önnum kafinn við annað borð bað hann stúikuna sem vann þarna líka um vatn og mokaði í sig hjartapillum. Og hvernig komst hann ciginlega heim að Móbökkum þetta kvöld? — Hef ekki hugmynd um það. sagði Klemens. — Hann hefur áreiðanlega getað leyft sér að taka sér leiguhfl, en ég geri alveg ráð fyrir hann hafi ekið f gömlu Dodgedruslunni sinni. — Maður sem var áttræður — og hafði drukkiö heila flösku af púrtvfni og siatta af snöpsum? — Hann gaf nú ekki mikið fyrir svoleiðis smáatriði. — Nú. nú. heyrðist í Evert Bohlin — hvernig gengur. — Jæja er hinn nýi veitingastjóri hæjarins f heimsókn. Það var ánægjulegt. Reyndu að ryðja af einum stól og fá þér sæti Klemens og sýna af þér kæti. Það eru fleiri myndir í hinu umslaginu... úr skjalasafni Norbergs Ijósmyndara og ein- hvers staðer er ég með filmur af sportvörubúðinni og Kafé Luten. Og eins mynd aí húsi söðlasmiðsins. Getið þið ekki hjargaö ykkur sjálfir. Hann var að hvería á ný út úr herberginu þegar Christer sagði. — Hvað margir ykkar höfðu aðgang að bílum hér í þann tíð? - Af OKKUR? — Já. ég á við Matta Sandorklfkuna. Ef Klemens furðaði sig á þeirri stefnu sem samtalið hafði tekið lcyndi hann því vel og einbeitti sér að því að svara skýrt og skilmcrkiiega þeim spurningum sem til hans var beint. — Rolle Norrel átti splúnku- nýjan Opel Olympia. Judith hafði þá cinnig nývcrið fengið ökuskfrteini og það kom fyrir að hún keyrði um í Ford Anglia bflnum sem Daniel Severin átti. — Og Nanna Kasja Ivarsen? — Eftir því sem ég bezt veit hefur hún aldrei lært að aka bíl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.